Tíminn - 07.10.1964, Side 2
Þriðjudagur, 6. október.
NTB-Cordoba og Buenos Air-
es. Þegar De Gaulle ók í gegn-
um Cordoba í dag, þurfti lög-
reglan að beita skotvopnum,
kylfum, hundum og táragasi
gegn Peronistum, sem gerðu
uppþot. Tveir menn særðust í
skothríðinni, en De Gaulle varð
sjálfur fyrir óþægindum af tára
gasinu.
NTB-Ankara. — Að mínnsta
kosti 10 manns misstu lífið í
■ jarðskjálfta, sem gekk yfir
Vestur-Tyrkland í dag. Mestir
voru jarðskjálftarnir 130 km.
fyrir sunnan Istanbul og fjöldi
húsa hrundi í rúst. Óttazt er
1 að fleiri hafi farizt en nú er
i vitað.
NTB-Moskva. — Sovétríkin
i hafa vísað á bug mótmælum
þeim, er Bretland og Banda-
ríkin sendu sovézku stjóminni
vegna húsrannsóknar, sem gerð
var hjá mönnum þeirra í Kab-
, arovsk. Segja Sovétríkin, að
þetta hafi verið njósnarar og
komu þeirra til landsins hafi
áður verið mótmælt.
NTB-Berlín. — Yfirvöldin í
V-Berlín velta því nú fyrir sér,
' hvað þau eigi að gera við fjóra
flóttamenn frá A-Berlín, sem
komu af stað skothríðinni á
mánudaginn, sem varð til þess
að austur-þýzki landamæravörð
urinn var drepinn.
NTB-Tokio. — Japanska ut-
anrikisráðuneytið hefur gert
opinbert, að Krustjoff hafi fyrir
viku síðan sagt fyrrverandi
japanska utanríkisráðherranum
Fujiyama, að Kína gæti nú
framleitt kjarnorkuvopn og að
það væri að þakka vísindalegri
hjálp, sem Sovétríkin hefðu
veitt landinu síðustu 10 árin.
NTB-Tirana. — Albanski
kommúnistaflokkurinn hefur
lýst því yfir, að hann muni
ekki taka þátt í fundi kommún
ístaflokkanna, sem hefjast
mun í Moskvu 15. desember
næst komandi.
NTB-Berlin. — Flokksforingi
kommúnista í A-Þýzkalandi hef
ur kunngjört, að í sambandi
við 15 ára afmæli austur-þýzka
ríkisins verði þeir fangar, er
sýnt sé, að iðrist gerða sinna,
látnir lausir fyrir 20. desember
í ár. Meðal þessara fanga verð
ur fjöldinn allur af pólitískum
föngum. Hingað tíl hafa 1000
pólitískir fangar verið látnir
lausir í Austur-Þýzkalandi.
NTB-Berlin. Ludwig Erhard,
kanslari, sagði á blaðamanna-
fundi í dag, að hann vonaðist
til að geta heimsótt hinn banda
ríska forseta eftir kosningarn
ar og fyrir áramót. Einnig sagð
ist hann vona að hann mundi
bráðlega tala við De Gaulle í
París, það er áður en Krustjoff
kecnur í heimsókn til Bonn,
sem líklega verður í janúar.
NTB-Washington. — 38 heims
frægir bandarískir læknar og
vísindamenn lýstu þvi yfir i
dag sem fulltrúar 50,000 með-
lima samtaka visindamanna, að
þeir styddu Johnson forseta í
kosningabaráttunni. Þrír Nób-
elsverðlaunahafar voru í hópn-
um.
Tshom
upp á aö
reyna að sækja fundinn
NTB-Kairo, 6. október.
Forsætisráðherra Kongo, Moise
Tshombe, lýsti því yfir í Kairo í
kvöld, að hann mundi halda heim
til Kongo í fyrramálið kl. 9, þar
sem hann hefði ekki fengið inn-
göngu á ráðstefnu hinna hlutlausu
landa í Kairo. Tshombe kom til
Kairo í morgun, öllum á óvart,
með eþiópiskri farþegaflugvél.
Kasavubu, forseti Komgó, hefur
F0RSETAEFNIÐ
FRUMSÝNT15.
Forsetaefnið, nýtt íslenzkt leik-
rit eftir Guðmund Steinsson, verð
ur frumsýnt í Þjóðleikhúsinu
fimmtudagskyöldið 15. október, og
verður það onnur frumsýning leik
hússins á þessu hausti, en hið
fyrsta af þrem nýjum íslenzkum
leikritiun, sem flutt verða þar á
leikárinu.
Höfundurinn, Guðmundur Steins
son, sem er fæddur á Eyrarbakka
1925, brautskráðíst stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík og
stundaði eftir það bókmenntanám
í Bandaríkjunum, á Frakklandi og
Spáni árin 1947—53. Eftir heim-
komuna gaf hann út sína fyrstu
skáldsögu, „Síld“, árið 1954 og
síðan kom önnur skáldsaga út
eftir hann 1959, „Maríumyndin".
Forsetaefnið er nútímaleikur og
fjallar um það sem nafnið bendir
til, forsetakosningar. Skiptist leik
ritið í sjö atríði, en leikendur eru
sautján álls. Aðalhlutverkið leik-
ur Róbert Arnfinnsson, en helztu
hlutverk önnur leika Gunnar Eyj-
ólfsson, Kristbjörg Kjeld, Rúrik
Haraldsson, Valur Gíslasón, Lárus
Pálsson, Guðbjörg Þorbjarnardótt
ir og Gísli Alfreðsson. Leikstjóri
verður Benedikt Árnason, en leik
tjöld eru eftir Gunnar Bjarnason.
gert opinbert, að hann leyfi eng-
in erlend afskipti af þeim fulltrú
um, sem Kongó kunivi að senda á
ráðstefnuna í Kairo.
Þegar Tshombe kom til Kairo í
morgun, þurfti hann að bíða eina
þrjá stundarfjórðunga á flugvell
inum, en síðan var honum ekið í
burtu í bíl frá kongóska sendiráð
inu, en í humátt á eftir fylgdu bíl-!
ar egypzku ríkisstjórnarinnar. |
Tshombe var fluttur í höllina E11
Erouba en hún er notuð seim1
gestahúsnæði. Þangað fékk eng j
inn að heimsækja hann, ekki einu
sinni starfsmenn kongós'ka sendi I
ráðsins, en lögregla og öryggis-
verðir stóðu vörð um höllina.
Egypzku yíirvöldin neita því, að
Tshombe hafi verið haldið í stofu 1
fangelsi og segja, að hann geti
farið, hvenær sem honum þók-nist,
en það sé fulltrúanna á ráðstefnu
hinna hlutlausu ríkja, að ákveða
hvort hann fái þar aðgang.
Mikil ólga ríkti í dag á fundum
ráðstefnunnar, vegna nærveru
Tshombe. Að minnsta kosti fimm
fulltrúar lýstu því yfir, að þeir
mundu yfirgefa ráðstefnuna, ef
Tshombe kæmi þangað. Egypzku
yfirvöldin hafa lokað sendiráði
Egyptalands í Leopoldville um
óákveðinn tíma, vegna þeirra
j orðaskipta, sem Tshombe átti við
einn af starfsmönnum þess á flug-
j vellinum, áður en hann fór til
Kairo. Þeir hafa samt ekki slitið
j stjórnmálasambandi sínu við
Kongo. r- ^
„Filipus prins“ í Sandhelgi
FB-Reykjavík, '5; október.
Varðskipið Óðinn tók í nótt
brezka togarann Prince Philip frá
Fleetwood að meintum ólöglegum
veiðum 1,3 sjómílur innan land-
helginnar við Barða. Farið var
með togarann til ísafjarðar. f
morgun tók svo Albert togbátinn
Hafrúnu GK-90 að veiðum við Eld-
ey. Málið var tekið fyrir í saka-
dómi í dag, og búizt við að því
yrði lokið í kvöld eða fyrramálið.
í gærmorgun, þegar borgarstarfsmenn hófu vinnu í Fálkagötunni eftlr mlkla rigningarnótt, tókst svo til,
að skurðbakkinn gaf eftir undan einni vinnuvélinni, svo að hún datt á afturendan ofan í skurði. Mikil umsvif
þurft til að á henni upp aftur.
TRYGGVIHELGASON FÉKK f GÆR
s
SKIRTEINI A ADRA NYJU VELINA
SILOAR
MB-Reykjavík, 6. okt.
Eins og áður hefur verið sagt
frá, hefur orðið dráttur á því að
Tryggvi Helgason á Akureyri fengi
loftferðaskírteini fyrir hinar nýju
Höfundurlnn
Áreksturinn á
Seyðisfirði á
lauga rdagskvöldið
Bifreiðaáreksturinn, sem varð á
Seyðisfirði á laugardagskvöld,
mun hafa stafað af því, að vöru-
bifreiðinni var ekið aftur á bak
út á götuna, sem Ópel-bifreiðin
kom eftir. Það var aðkomumaður
á staðnum, sem ók Ópel-bifreið-
inni, en farþeginn meiddist aðeins
lítilsháttar. Ópelbifreiðin er lítið
skemmd.
vélar sínar vegna þess að flugskýli
vantar 'á Akureyrarflugvelli. Nú
hefur þó verið ákveðið að veita
Tryggva skírteinið, þar eð til stend
ur áð reisa flugskýli á flugvellin
um á næstunni. í dag var skoðun-
armaður fyrir norðan og flaug vél-
inni TF-JMD til prófs og gekk flug
ið ágætlega og mun Tryggvi fá
skírteini sitt nú alveg á næstunni.
Vél þessi tekur 7 farþega, eins og
hún er nú innréttuð og mun notuð
til leiguflugs á sama grundvelli og
aðrar flugvélar Tryggva.
Maðurinn sem lézt
IH-Seyðisfirði, 6. október. — Mað
urinn, sem lézt eftir bílslysið í
Gufufossbrekku á Seyðisfirði á
j mánudagsmorguninn, hét Kristján
Þorgeirsson og var frá Ketilsstöð-
um í Jökulsárhlíð.
Bóman stórslasaði verkstjórann
KJ-Reykjavík, 5. okt.
Skömmu fyrir hádegi í dag varð
vinnuslys við húsið Kleppsveg 47
í Reykjavík. Verið var að hifa
steinsteypu upp á fyrstu hæð húss
ins með vélkrana, er bóman féll
niður og á verkstjórann, sem stór-
slasaðist.
Reykjavíkurborg er þarna að
byggja íbúðarhús, en verktakafé-
lagið Sökklar s.f. sér um fram-
kvæmdir. Var verið að byrja á að
steypa plötuna á fyrstu hæðina,
og notaður vélkrani við að hífa
steypuna upp á hæðina. Er steypu-
tunnan hafði verið hífð upp á hæð
ina, ætlaði verkstjórinn og einn af
eigendum Sökkla að losa úr tunn-
unni, en þá féll bóman á hann.
Lenti bóman á höfði og baki
mannsins. Nærstaddir verkamenn
gátu lyft bómunni ofan af mann-
inum, sem síðan var fluttur á
Landakotsspítala. Var líðan hans
eftir atvikum í kvöld. Orsökina
til slyssins má rekja til bolta í
bómuriní, sem lét undan.
AFUNN
Þriðjudaginn 6. október. Óhag-
stætt veður var á sfldarmiðunum
sJ. sólarhring, en undir morgun
var veður tekið að batna. Skipin
voru einkum að veiðum 55—60 míl
ur SA af Dalatanga. Sfldarleit-
inni var kunnugt um afia 19 skipa
með samtals 9.100 mál og tunnur.
Arnar RE 600 mál. Gjafar VE
950 mál. Snæfugl SU 500 mál.
Hannes Hafstein EA 600 mál. Jón
Kjartansson SU 700 tn. Súlan EA
250 mál. Óskar Halldórsson RE 900
mál. Gunnar SU 400 mál. Hamra-
vík KE 300 mál. Steingrímur
trölli SU 200 mál. Páll Pálsson
GK 200 mál. Faxi' GK 1000 mál.
Siglfirðingur SI 450 mál. Mána-
tindur SU 400 tn. Arnfirðingur
RE 600 mál. Ásbjörn RE 150 mál.
Guðbjörg ÍS 300 mál. Helgi Fló
ventsson ÞH 200 mál. Bjai;mi II
EA 400 mál.
fi
TÍMINN, miðvikudaginn 7. október 1964 —
i i!Jí1
'JJJ'
' 'VV :t 11 !] :)'•) 1]-;) 1 V l' II )! ") ’ . '
iil' i- \jj jh’ ", >,7 ;/ ÍjJlM i. i - .