Tíminn - 07.10.1964, Page 3

Tíminn - 07.10.1964, Page 3
__ sS/'S&týbs -yvfo&x. .... wx-í:::-xí>ííííí;->:wi:xNv: HINN þekkti, ítalski leikari og kvikmyndaleikstjóri Yittorio de Sica leikur um þessar mundir í kvikmyndimii ,,Ástarævintýri Moll Flanders", sem verið er að taka í London. Hér á myndinni er Penny Stevenson að Ijúka við að setja á hann hárkollu þá, sem hanre hefur á höfðinu í kvikmyndinni. Af meðléikíirum hans má nefna bandarísku stjörnuna Kim Novak. Heljarmikið hneyksli átti sér stað í Aþenu eftir brúðkaup Önnu Maríu og Konstantíns konumgs, og leiddi það til þess að Konstantín konungur varð að skila aftur einni brúðkaups gjöfinni til þess að forða frek ari ólátum! í Grikklandi er því þannig til hagað, að flugherimn og sjó herinn bera nöfnin „konung- Iegi flugherinn“ og „kosung lcgi sjóherinn“ en landher- inn heitir aftur á móti ein- faldlega „gríski landherinn“. Þegar brúðkaup Önnu Maríu og Konstantíns nálgaðist fannst varnarmálaráðherra Grtkklands Garoufalias, og æðstu mönnum landhersins, vel hæfa að breyta þessu og kalla landherinn „hinn konunglegi landher“. Hann lét því skrifa út tilskipun um þessa nafnabreytingu og færði hana Konstantín konungi til undir skriftar, en „gleymri“ aðeins að láta Papandreou forsætisráð- herra og aðra rá-ðherra vita um þessa breytingu. Það var því fyrst þegar tilkyinningin um breytinguna kom í grísku stjórnartíðindunum, Govern- ment Gazette, að forsætisráð- herrann og almenningur fékk að vita um þetta mál. Þegar mesti fögnuðurinn í sambandi við brúðkaupið var yfirstaðinn, hófust miklar um- ryfirstaðinn, hófust miklar um ræður og blaðaskrif um þetta mál í Grikklandi og var þessi ráðstöfun gagnrýnd harðlega, og töldu ýmsir þetta ógnun við grískt lýðræði og sögðu að herinn væri Grikkja en ekki kcnungsins. Varð forsætisráð- herrann því að fara til konungs og kvað það hyggilegast fyrir hann að láta varnarmálaráð herrann fá brúðkaupsgjöfina aftur áður en vinsældir kon- uingsihs minnkuðu vegna þessa máls. Konungur féllst, á þctta, og má nú telja fullvíst, að dag ar Garoufal'ias sem ráðherra séu taldir. <* Moskvitchbifreiðar eru mjög tíðar hér á landi, og eigendum þeirra til fróðlelks, getum við upplýst, að Sovétríkin hafa «ú á prjónunum áætlun um að hefja framleiðslii á nýjum smá- bíl sem fær nafnið „Moskvitch 408“. Bíll þessi verður fjögurra dyra og minnir nokkuð á líti'nn Fiat hvað útlit snertir, á að vera 900 kg. á þyngd, með 50 hestafla vél og getur ekið 500 km. á einni tankfyllingu. * Fernandel, sem varð heims frægur fyrir Don Camillo-kvik myndir sínar, leikur í nýrri Don Camillo-kvikmynd næsta ár. Myndin fær nafmið „Don Camillo í Rússlandi", og verður hluti hennar tekinn í Moskvu. STÚLKAN á myndinni, Patv- cia McCoy, var neitað um þátt íöku í fegurðarsamkeppni ný- lega, vegna þess að unnusti hennar vissi ekki hversu göm- ul hún var. Fegurðarsam- keppni þessi var á vegum TV Times í Bretlandi, en þess var krafizt að stúlkurnar væru a. m. k. 17% árs gamlar. Unn- ... ■ ■ ■ ■ :■: ■ ■■■.- ■.■:■ ■■ ■:••■■ ■■:■•■ . ■: ■:■ :•:■:■■•■■: ■■■■.: KVENHATTAR eru oft hinir furðulegustu í útliti, og vart verður því neitað, að þessi sé nokkuð sérkennilegur. Þessi hattur er teiknaður af Peter Shepard í London og er einn af haust- og vetrarhöttum hans. Sýningarstúlkan lieitir Brenda Harper, og er hún mun ásjálegri en liattur- inn. usti Patricia, Richard Dew- berry, sendi þessa mynd af henni til blaðsins og hún var birt í því. Patricia fékk síðan bréf, þar sem henni var til- kynnt, að hún hefði verið valin í úrslitakeppnina. En það var aðeins stuttur draumur, því að þegar fyrirtækið komst að raun um, að hún væri aðeins 16 ára, neitaði það henni um þátttöku. En Patricia, sem trúlofaðist Richard fyrir mánuði síðan, er staðráðin f því að taka þátt í keppninni næsta ár. ★ Jayne Mansfield virðist hafa sérstakan áhuga á yöðvamikl- um mönnum. Hér áður fyrr var hún gift Mickey Hargitay, lyft ingarmanni, em þau skildu á þessu ári. Og nú ætlar hún að giftast á ný, að þessu sinni Broadway-leikstjóra, sem eitt sinn var lyftingamaður, Thom- as Vitale Ottaviano að nafni. Þau hittust fyrst í apríl þeg- ar Jayne lék í leikriti, sem samið er upp úr Marlyn Mon- roe-kvikmyndinni „Bus stop“, í leikhúsi nokkru í New York. Og nú fyrir nokkrum dögum opinberuðu þau trúlofun sírna, og Jayne segist vera ástfangin í fyrsta sinn í lífi sínu og seg- ir, að þau muni gifta sig i Mexi co eins fljótt og hægt er. Og húm hefur gnægð lýsingarorða pegar hún ræðir um tilvon- andi eiginmann sinn: — „Hann er ekki aðeims snillingur, held ur hefur hann þann fegursta lík ama, sem ég hef nokkru sinni séð, hann er eins og grískur guð“ — segir Jayne! Bifreiðastyrkir ti! starfsmanna R.víkur Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur 1. þ.m., gerði Björn Guðmundsson að um- ræðuefni 5. lið í fundargerð borgarráðs frá 25. sept. Dn þar er greint frá, að $brgar ráð ha.fi faliizt. á tillögur nefnd ar, sem hefir úaihið að endur fkoðun bif eiða tyrkja ti! ein- stakra starfsmanna. B. G. fór- ust m.a. orð á þessa leið: Þessi liður lætur ekki mikið yfir sér. Þó er hér verið að ákveða skiptingu á miklu fjár maguii, sem Reykjavíkurborg og stofnanir hennar greiða., Fjár hæðin nemur alls kr. 4 millj. og 395 þús., sem skiptist í bíla styrki tii 145 manna. Nefndin og borgarráð tala um styrki. Réttara myndi þó að kalla þetta greiðslu á bif- reiðakosíinaði vegna starfa í þjónustu borgarinnar. Starfsmönnum er skipt niður í 11 flokka, sem er ætlað 9 til 48 þús. árlega í bílakostnað. Langflestir eru i 4. — 6. flokki þar sem greiðslan er 36, 32 og 28 þús. til hvers. Fara % af allri upiphæðinni til þessara flokka. Nefmdin, sem unnið hefur að málinu, hefur leyst mikið verk af hendi, og sennilega gott. Um það skal ekki dæmt. Alltaf get ur orkað tvímælis um einstök dæmi, þ.e. hvort þetta starf krefjist bilanotkunar fyrir þessa eða aðra upphæð árlega. Auðsjáanlega hafa nefndar- menm ckki verið vel ánægðir með fyrri úthlutun eða skipt- ingu. Hækkunin frá f. á. er að meðaltali 15.76% til þeirra sem greiðsla er ætluð. En dæmi eru um, að einstakling- ar hækki yfir 100%, en aftur standa aðrir í stað (5) og ýmsir lækka (23). Og dæmi eru um að greiðsla falli alveg niður (4). Borgarstjóri kvaðst sammála, að ekki væri rétt, að kalla þetta styrki til e'imstakra manna. Hér væri að ræða um greiðslu á kostnaði vegna borgarinnar, en ekki styrk. ísland ocj Kína Ríkisstjórnin virðist nú orð in ósammála um afstöðuna til Kína, engu síður en Sósíalista- flokkurínn Þegar viðskiptamála ráðherra þáði boð opimbers kínversks aðila um að heim- sækja Kína, varð það ekki skilið á annam veg en þann, að ráðherrann værí því fylgjandi, að ísland fylgdi í slóð hinna Norðurlandanma og viður- kenndi Pekingstjórnina. Eftir heimkomuna sagði ráðherrann líka frá ummælum kínverskra ráðamanna á vinsamlegan hátt. Þetta hefur hins vegar ekki öllum líkað á stjórnarheimil- inu. Mbl. og Alþýðublaðið hafa síðan birt forustugreinar, þar sem mjög er fordæmd afstaða hinma Norðurlandanna í Kína- málinu og Varað við því, að hún sé tekin til fyrirmyndar. Valdamiklir menn í stjórnar- flokkunum eru þanm'ig bersýni lega á öðru máli en Gylfi. Þeir fylgja einnig bersýnilega allt annarri utanríkisstefnu en ríkisstjórnir hinna Norðurland mna fjögurra. TÍMINN, miðvikudaginn 7. október 1964 — 3

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.