Tíminn - 07.10.1964, Page 14

Tíminn - 07.10.1964, Page 14
UPPREISNIN “Á BOUNTY Charles Nordhoff og James N. Hall dómsfyllri en nokkrir aðrir menn, sem ég hef fyrir hitt Fletcher Christian og William Bligh. það voru þeir Þegar faðir minn lézt úr lungnabólgu snemma vors 1787, lét móðir mín ekki á sér sjá nein ytri tákn harms, enda þótt hjónaband þeirra hefði verið mjög hamingjusamt. Móðir mín hafði haft mikinn áhuga á náttúruvísindum, en það var sú vísindagrein, sem hafði fært föður mínum þann heiður að vera gerður að meðlimi akademíunnar, móðir mín var dóttir sveitarinnar og undi betur í Withycombe en í skemmtanalífi borgárinnar. Ég átti að fara í Oxford þetta haust, til Maydalen, enbættissystur föður míns, og fyrsta sumarið, sem móðir mín var ekkja kynntist ég henni sem fyrirtaks félaga, sem ég fékk aldrei leið á að njóta samvista við. Konur beirra tíma voru aldar upp við það að spara samúðartár sín og mæta mót- gangi með bros á vör. En hið viðkvæma hjarta hennar og ágætar gáfur gerðu satnræður hennar skemmtilegar, og hún hafði enn fremur lært það, að þögnin getur verið góð, þegar maður hefur ekkert að segja — hún var því ólík öðrum ungum stúlkum á þeim árum. Morguninn, sem bréf Sir Joseph Banks barst okkur í hendur, vorum við í garðinum. Þetta var í lok júlímanaðar, himininn var blár og rósailmur í lofti, það var einn þeirra morgna, sem kemur okkur til þess að þola enska loftslagið, sem útlendingum flnnst óþolandi. Ég var einmitt að hugsa um það, hve fíngerð og falleg móðir mín væri í svarta kjólnum, með þykku ljósu flétturnar, hraustlega andlitsblæinn og dimmbláu augun. Thacker, nýja þernan okkar — dökkeygð stúlka frá Devon — kom trítlandi ofan stíginn. Hún hneigði sig og rétti móður minni silfurbakka. Móðir mín tók bréfið, settist á bekk í garöinum og fór að lesa. — Það er frá Sir Joseph, sagði hún þegar hún loks lagði frá sér bréfið. —Þú hefur heyrt getið um Bligh skipstjóra, sem var með Cook yfirhöfuðs- manni í síðustu ferð hans. Sir Joseph skrifar, að hann sé í leyfistíma og sé hjá nokkrum vinum sínum í Tunton og að sig langi til þess að heimsækja okkur eitthvert kvöldið. Föður þínum þótti alltaf mikið til hans koma. Ég var horaður sláni um 17 ára, þegar þetta var, seinn í öllum snúningum. En þessi'frétt verkaði á mig eins og rafstraumur færi um mig allan. —Bligh skipstjóri! hrópaði ég. — í hamingjubænum bjóddu honum að koma! Móðir mín brosti. — Ég átti von á því, að þetta myndi gleðja þig. sagði hún. Vagninn var sendur af stað tímanlega og herra Bligh boðið að neyta með . okkur kvöldverðar sama kvöld, ef hann fengi því viðkomið. Ég man eftir því, að ég sigldi sama dag stundarkorn með syni eins þurrabúðarmannsins, en ég hafði enga ánægju af því. f huganum var ég stöðugt hjá hinum væntanlega gesti okkar og mér fannst tíminn til kvöldverðar lengi að líða. Ég var ef til vill á þeim árum bókhneigðari en margir jafnaldra minna, og eftirlætisbókin mín, var frásögn dr. Hawkesvorth‘s af ferðunum um Suðurhöfin, en þá bók hafði faðir minn gefið mér á tíunda afmælisdegi mínum. Ég kunni svo að segja utanbókar þessi þrjú þykku bindi, og af jafnmiklum áhuga hafði ég lesið frönsku frásögnina af ferð Monsieur de Bougainvilles. Þessar fyrstu frásagnir um rannsóknarferðir í Suðurhöfum, og siði og venjur íbúanna á Otaheiði og Owhyee (en svo voru eyjarnar nefndar á þeim árum) vöktu mér þann áhuga, sem mér er nærri því óskiljanlegur enn þann dag í dag. Rit Jean Jacques Rousseau's, sem höfðu svo víðtækar og raunalegar afleiðingar, fluttu kenningu, sem öðlaðist marga áhangendur jafnvel meðal merkra manna. Það var tízka þá að álíta að hin sanna dyggð og hamingja væri aðeins til meðal fólks, sem lifði á frumstæðasta menn- ingarstigi og væri laust við allar hömlur. Og kenningu Rousseau's óx ás- megin, þegar Wallis, Byron, Bougainville og Cöok komu aftur úr rannsókn- arferðum sínum og fluttu lokkandi frásagnir um Nýju Cythræu, þar sem hinir hamingjusömu íbúar eyddu dögunum við söng og dans. Jafnvel faðir minn, sem var svo önnum kafinn við stjörnufræði-athuganir sínar, að hann hafði nærri því gleymt þeirri stjörnunni, sem hann átti heima á, hlustaði með athygli á frásagnir vinar síns Sir Joseph Banks, og ræddi um þær við móður mína,. sem var einn af áhangendum þeirra, sem töldu hamingjuna fólgna í hinu upprunalega. Áhugi minn var fremur vakinn af hinu ævintýralega en af hinu heim- spekilega. Ég þráði, eins og aðrir ungir menn, að sigla um óþekkt höf, að finna eyjar, sem ekki voru til á sjókortinu og verzla við vingjarnlega, inn- fædda menn, sem litu á alla hvíta menn, sem guði. Sú hugsun, að bráðum fengi ég að tala við Jiðsforingja, sem hafði verið á skipi Cooks í síðustu ferð hans — sjómann, en ekki vísindamann, eins og Sir Joseph, olli því, að ég reikaði um í vímu eftirvæntingarinnar allan daginn. Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum, þegar vagninn nam staðar, og herra Bligh steig út úr honum. Á þeim árum var Bligh skipstjóri á bezta aldri. Hann var meðalmaður á hæð, sterkbyggður og byrjaður að fitna, en var fallegur á velli. Veðurbitið andlit hans var breitt, drættirnir kringum munninn báru vott um festu og dökku augun voru falleg. Þykka, hvítpúðraða hárið bylgjaðist yfir háu, göf- ugmannlegu enni. Hann hafði þríhyrnda hattinn sinn þversum, treyjan var úr Ijósbláu klæði með hvítum bryddingum og gylltum hnöppum. Vestið, bux- urnar og sokkarnir voru hvítir. Þessi gamaldags einkennisbúningur fór vel fagurlimuðum manni. Rödd Blighs, sem var sterk, hljómmikil og dálítið grófgerð, bar vott um mikinn lífskraft. Framkoma hans bar vott um hug- rekki og viljastyrk, og augnaráðið bar vott um það öryggi, sem fáum mönnum er léð. Þessi tákn um sterkan og ófyrirleitinn persónuleik milduðust, ef horft var á enni hans, sem bar vott um, að maðurinn hugsaði mikið, i&ast 13 eftir — Ileyrðir þú það? Málverk eftlr manninn hennar .... — Faðir hans mundi henni. — Eins og nokkur gæti gleymt. — Og svo lætur hún sér sæma að standa á tali við ókunna menn. — Eins og það geri hann að nokkrum heimilisvin, þótt hann hafi keypt eina einustu mynd. — Það var þá heimili. — Fékkst Chambert dómari nokkuð við listmálun? spurði Júl- íen allt í einu. — Láttu nú ekki svona kjána- lega, sagði Olympe. Ertu búinn að gleyma? — Hverju? — Við höfum engu gleymt, hreytti Nanaine út úr sér og barði sér á brjóst með krepptum hnefa. — Pabbi, Kóletta kom nú föð- ur sínum til hjálpar — hún var kona Chamberts dómara. — Kóletta, hrópaði Nanaine í reiðirómi. — Hvernig veizt þú nokkuð um þesskonar hluti? — Dúdús .... Ilún þagnaði og beit á vör. — Var hún ekki fráskilin? spurði Viktor. Hann minntist purp uralitrar ásýndar Chamberts dóm- ara, starandi augunum, eins og hann hefði séð draug. — Ég skal segja þér .... Júl- íen ræskti sig. — Júlíen, greip Olympe framí fyrir honum. Hún leit snöggt til Kólettu og sneri sér því næst aft- ur að Júlíen með reiðiglampa í augum. Og hann skildi þegar, að þeir hlutir eru til, sem ekki hent- ar að ræða í návist ungrar stúlku. En Nanaine var alltof æst til NYR HIMINN - NY JÖRÐ EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ þess að gæta slíkra varúðarráð- stafana. — Viljir þú endilega vita sann- leikann, mælti hún við Viktor, þá stakk hún af með einhverjum óguðlegum flagara, og það meðan hún var gift dómaranum. Síðan flökkuðu þau um Evrópu þvera og endilanga — eins og hjón. — . Viktor brosti. Eg var farinn að halda, að hún hefði drýgt einhvern rokna glæp. — Nú, svo að þér finnst þetta þá ekki hafa verið neinn rokna glæpur? hrópaði Nanaine. — Já, og nú kvað hún ætla að flytja inn á Fagranes á morgun, mælti Júlíen. — Eftir því ætlar hún sér að setjast hér að. — Hún hefur engan rétt til til þéss að lifa hér meðal okkar, mælti Olympe hátíðlega. — Þú munt eiga við, að hún hafi ekki mikinn rétt til að lifa yfirleitt, gegndi Júlían kuldalega og leit til hennar nístandi augna- ráði. Olympe opnaði fölar varirnar af einskærri undrun. í þessum tón hafði Júlíen aldrei talað til henn- ar, svo lengi sem Viktor mundi. Hún hneig aftur á bak í stólinn, eins og henní hefði verið rekinn löðrungur, og fálmaði í tösku sína eftir glasinu með ilmsaltinu. 8. kafli. Það var síðla dags, sunnudaginn fyrstan í júní. Vatnið var gljá- &ndi eins og silki, það hafði verið blæjalogn allan daginn. f kyrrð- inni barst örveikur ómur frá tón líst skemmtiferðafólksins í Jack- sons-garðinum. Tónarnir minntu lækninn á laugardagsdansleikina á Tivoli-hótelinu í Ancon. Og það an reikuðu hugsanir hans til þess ara óákveðni hans, sem jókst með hverjum degi. Það var einungis Kóletta, sem aftraði honum frá að snúa heimleiðis aftur. Nú voru þegar liðnar þrjár vikur. Eftir aðr ar þrjár vikur væri komið fram í júlí. Éf hann bætti þar við sjúkra- leyfinu, sem hann hafði aldrei notað sér. Og níu helgidaga, sem hann hafði alltaf orðið að vinna, hafði hann áttatíu og einn dag tíl umráða. Sama sem þrjá mán- uði. Allt fram á miðjan ágúst. Trúlofun þeirra átti að opin- bera í New Orleans. Þá ætlaði hann að gera Kólettu stóra rúbín- inn, felldan í demanta, sem faðir hans hafði gefið móður hans. Þá skyldi og ákveða brúðkauþsdag- inn, sennilega einhvern tíma að vorinu. Til Ancon gæti hann haldið i nóvemberlok, en um páska yrði hann að taka loka- ákvörðun varðandi Panama og samstarf sitt við Larouche. Hann reis með hægð úr hengi- rúminu og gekk inn í salinn. Þar var Nanaine að gera við nótna- hefti. — Ætlarði þú ekki til Roussels hjónanna í dag? — Jú, á eftir. Ég ætla að borða með Kólettu og Ólympe. — Hinir eru þá farnir af stað? — Já. Það voru þeir Júlíen og Leon, sem hún átti við, og höfðu lagt af stað með snekkjunni Svan inum, fyrir klukkustund. Leon hafði lokið prófi síðastliðinn föstu dag, og.skyldi nú byrja að þræla. En svo nefndi hann þau leiðu skyldustörf, er biðu hans á skrif- stofu föður hans. — Þeir tóku Lockwood-feðgana með sér. Það á að vera fundur með stjórnmálamönnunum, sem ætla að sækja um leyfi Banda- ríkjanna til að byggja brúna. — Fór frú Larouche líka með þeim? — Já, bæði hún og náttúrlega Féfé líka. — Frú Laroych fer að eins og hún væri að flýja drepsótt. Hvað gengur eiginlega að henní? — Hún fellir sig ekki við hugs- unina um Nanine klemmdi saman varirnar. Svo hélt hún áfram: — Um þetta fólk á Fagra- nesi. — Hamingjan sanna, hrópaði hann gremjulega. — Ekki getur þó móðir ungu stúlkunnar verið herber ófreskja, og hvað dóttur hennar snertir, lítur hún út eins og engill. — Jæja, svo að þér finnst það? — Já, öllum á skipinu fannst þær framúrskarandi elskulegar. Eg fékk lánaðan sjónauka hjá Larouche. Nanaine skellti nótabókinni aft ur með smelli. — Já, það hefur maður nú heyrt. Féfé Larouche, þessi skraf skjóða, hefur básúnað út um all ar jarðir söguna um laumuspil þitt og önnur smáatriði í atferli þínu. — Já, það skal ég viðurkenna, að ekki fann ég til sömu löng- unar og móðir hennar, að flýja úr návist þessara viðfelldnu kvenna. — Það var svo! Þá er víst óhætt að telja þig einn af aðdá- endum þessara kvensnifta? Tillit- ið, sem hún sendi honum, var livasst eins og nálaroddur. I þessari andrá var það, sem þau heyrðu hljóðin utan af vatn- inu. Viktor þaut út á hjallann og 14 TÍMINN, miðvikudaginn 7. október 1964 /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.