Tíminn - 07.10.1964, Síða 15

Tíminn - 07.10.1964, Síða 15
6 srLDVEIÐISKIP Framhald af 16. s(3u. 710, Bjarni II Dalvík 32.463, Þórð ur Jónasson, Reykjavík 32.046, .Cðcótta Reykjavík 29.882 Guðrún Jónsdóttir fsafirði 29.231, Faxi : Bafnarfirði 28.518, Vonin Kefla- vík 28.485, Hannes Hafstein Dal- |vík 27.568, Loftur Baldvinsson Dal Ívík 26.097, Ólafur Magnússon Ak- 1 ureyri 25.646. HÆGRI HANDAR AKSTUR Framhald af 1. síðu. hverju árinu sem líður. T.d. sagði hann, að það myndi í dag kosta um 1 milljón króna að flytja þau umferðarmerki, sem nú eru komin upp víða um landið, og að þessi kostnað ur myndi vaxa um kvartmilljón á hverju ári. Jafnframt gat hann þess, að bifreiðaaukning in hér á landi yrði að öllum líkindum mjög mikil. Um ára- mótin síðustu voru hér á landi 29.324 hifreiðar, en árið 1985; verða þær 92.200 samkvæmtj , útreikningum Efnahagsstofnun ] • arinnar. Það þyrfti því bráð- lega að leggja út í byggingu ( - stórra umferðarmannvirkja, og væri því bráðnauðsynlegt að I ákveða, hvort út í breytinguna1 verður farið, áður en slík mann 1 virki eru byggð. Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri j Strætísvagna Reykjavíkur, taldi sjálfsagt að taka upp hægri handar akstur hér á landi, og því fyrr því betra. Hann sagði að aðalkostnaðurinn hér fælist í breytíngum á strætisvögnum því að bæði þyrfti að flytja hurðimar og stýrið, en ekki lægi ennþá Ijóst fyrir, hversu mikill sá kostnaður yrði. í sam bandi við kostnaðinn hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, sagði Eiríkur, að bíla- floti þeirra væri nú það góður, að hann þyrfti ekki end- umýjunar við næstu tvö árin, og yrði.því kostnaðurinn mun minni en ella, ef breytingin kæmi til framkvæmda innan næstu 2—3 ára. Þá myndu þeir sennilega kaupa 5 nýja vagna sem væra jafnvígir á bæði hægri og vinstri handar akstur, ^ og nota þá sem skiptivagna. Gætu þeir þannig haft 5 vagna í eínu á verkstæði til breytinga. Sígurjón Sigurðsson, lög- reglustjóri, er formaður um- ferðalagnefndar, sem nú hef- ur með höndum undirbúning þessa máls. Sagði Sigurjón, að nefndin vperi nú að afla sðr gagna sem víðast að, til þess að fá sem bezt yfirlit yfir hversu ' rniklu þyrfti að breyta á hverj ' um stað og hver kostnaðurinn yrði. Hann sagði, að mörg rök ' mæltu með þessari breytingu, 1 og að hann teldi líklegt, að hægri handar akstur yrði tek- inn upp hér á landi. Hann minntist einnig á, að árið 1940 voru sett hér á landi lög um,j að hægri handar akstur skyldij tekinn upp, en er Bretar komu hingað skömmu síðar, var af öryggisástæðum ákveðið að hætta við breytinguna. Árið 1940 var áætlað, að breytingin kostaði 50 þúsund krónur, en árið 1958 var kostnaðurinn á- ætlaður 5.6 milljónir. Eins og kunnugt er, munu Svíar taka upp hægri handar akstur vorið 1967. í grein, sem skrifuð var um þetta efni í Tímann 15. maí 1963, seglr að kostnaðurinn þar verði ekki innan við 400 milljónir sænskra króna. Tæpur helmingur, eða 180 milljónir, fara í breyting- ar á strætisvögnum, en breyt- ingar á umferðarmerkjum, Ijós um og fleiru slíku kosta um 90 miUjÖnir. Þegar málið var fyrst rætt í Svíþjóð árið 1930 hefði breytingin aðeins kostað 7—8 milljónir sænskra króna. Vinstrí flokkarnir r r unnuat NTB-Helsingfors, 6. október. Sveitar- og borgarstjómarkosn- ingaraar í Finnlandi nú um helg ina hafa verið mikill sigur fyrir jafnaðarmenn. Hafa þeir hlotið samtals 470,000 atkvæði og er það meira en nokkur hinna flokkanna fékk, eða rúmlega helmingur allra greiddra atkvæða. Við borgar- og sveitarstjórnar- kosningarnar árið 1960 unnu borg aralegu flokkarnir í 420 sveitar- stjórnum, en jafnaðarmenn í 127. Borgaralegu flokkarnir munu enn halda meiríhluta í fleiri sveitar- stjómum en jafnaðarmenn, en UMFERÐARKENNSLA Framhald aí 16. síðu. hafa yfirumsjón með þeim. Þá á Ríkisútgáfa námsbóka að gefa út námsbækur í umferðarmálum Iranda þeim, sem hafa námsskyldu samkvæmt reglugerðinni. Þar eð umferðarslys færast sí- fellt í aukana hérlendis, og þó aldrei eins og á þessu ári, fannst okkur rétt að kynma okkur, hvað liði framkvæmd reglugerðar þess arar. Fræðslumálastjórnin fékk 1961 einn mann, Jón Oddgeir Jóns- son, til að uindirbúa framkvæmd þessarar reglugerðar, og hefur Jón starfað við þetta í þrjú og hálft ár, en þó aðeins hálfan daginn og á hálfum kennaralaunum. Hefur hamn á þessum tíma haldið nám- skeið með öllum kennurum í við- kom. skólum í Rvík og nágrenni oig kaupstöðum landsins og einnig unnið að samningu kennslubóka í umferðarmálum. Er ein þeirra þegar komín út í tveím útgáfum á vegum Ríkisútgáfu námsbóka, Um- ferðarhókin, esi tvær væntanleg- at innan skamms. Önnur þeirra er væntanleg eftir um það bil mán- uð. Er hún eitnkum miðuð v'ið kennslu yngri baraa, en mun not uð við kcnnslu víðar, uinz hand- bók fyrir kennara kemur út upp úr áramótunUm, en hún mun notuð við ketnnslu í kennaraskól- anum. Þá er einn'ig væntanleg kenslubók fyrir gagnfræðastig- ið eftir áramót. Þá hefur Jón einnig útvegað 6 kvikmyndir, sem notaðar eru við umferðarkennslu og era þær lánað ar út af Fræðslumyndasafni ríkis- ins. Er þar bæði um að ræða inn- lendar og erlendar myndir, og hefur ekki verið fengin opin- ber aðstoð við útvegun kvikmynd- anna, en ýmis tryggingafyrirtæki hafa lagt fram fjárstuðning og a. m.k. eina myndina gáfu erlendir aðilar. Síðastliðið vor voru höfð reynslupróf í umferðarkennslunni í barnaskólum í Reykjavík, og í vor verða í fyrsta sinn skipulögð próf samkvæmt reglugerðinni og einkunnir gefnar. Þá mun og í vet ur hefjast kennsla í umferðar- fræðslu í Kennaraskóla íslands, sennilega í lok næsta mánaðar. í vetur mun Jón Oddgeir Jónsson einkum halda námskeið úti á landi fyrlr kennara. Ens og fram kemur. af þessu er nú loks að komast skriður á skipulagða umferðarkennslu hér- lendis. Er vonandi að hún megni að draga nokkuð úr hinum 6- hugnanlega idysafaraldri hérlend is, sem hvað mest hefuí komið niður á börnum og unglingum. Auglýsið í Tímanum jafnaðarmenn munu við þessar kosningar hafa haft yfirhöndina í 160 sveitarstjórnum. Hinn mikli atkvæðamismunur liggur í því, að borgaralegu flokkarnir unnu í mörgum fylkjum, þar sem íbúar eru tiltölulega mjög fáir. Niður- staðan verður líklega sú, að jafn- aðarmenn hafa 1000 færri fulltrúa en borgaralegu flokkarnir, en árið 1960 var mismunurinn 2,500. Stjórnmálasérfræðingar í Helsing fors segja, að jafnaðarmenn eigi vaxandi fylgi að þakka. unga fólk- inu í landinu og svo formanni sín- um, Rafael Paasio. Dagur frímerkisins FB-Reykjavík, 6. október. Dagur frímerkisins verður á morgun, miðvikudag, og verður þá sérstakur dagstknpill í notkun á póststofunni í Reykjavík. Frí- merkjasalan mun bæði taka á móti umslögum með álímdum gild andi frímerkjum til stimplunar og pöntunum á frímerkjum til álím- ingar og stimplunar. Þá má geta þess, að sérstakt pósthús er opið á frímerkjsýning- unni Frímex 1964, sem stendur yf- ir í Iðnskólanum, en sýningunni lýkur á laugardaginn. BÍLAKJÖR Consul corsair 64—65 Volkswagen 63. Verð kr. 85 þús. Volkswagen 62. Alveg ný vél. verð kr. 80 þús. Opel Kapitan, de luxe 61 með over drive og plötuspilara. Ný innfluttur. Verð kr. 180 þús. SAAB 63. Príns 62. Verð kr. 95 þús. Volvo 445 stat. 55. Verð kr. 70 þús. Peguet 64. Verð kr. 150 þús. Ford 59 stat. Fallegur. Verð kr. 120 þús. Ford 59 2ja dyra orginal. Verð kr. 130 þús. Ford 57. Fæst fyrir skuldabréf. Chevrolet—Impala 60. Verð kr. 140 þús. Rambler amb. 59. Verð kr. 130 þús. Pontiac 57. Verð kr. 70 þús. Plymouth 57. Verð kr. 110 þús. Merzer-smith 3ja hjóla lítið ekið. BÍLAKJÖR Rauðará, Skúlagötu 55, sími 15812. Framhaldsrannsókn í máli Taylors skipstj. MB-Reykjavík, 6. október. Eins og kunugt er áfrýjaði Sak sóknari ríkisins frávísunardómi bæjarfógetans á ísafirði í land- helgismáli Táylors skipstjóra á dögunum, til Hæstaréttar. Málið hefur þó ekki verið tekið þar til dóms enn þá, þar eð Saksóknari fyrirskipaði framhaldsrannsókn í málinu. Fór hún fram á sunnudag inn fyrir Sakadómi Reykjavíkur og voru 6 varðskipsmenn kallaðir fyrir til að gefa nákvæmari skýrslu um stöðvun togarans og eftirför. Er framhaldsrannsókn þessari nú lokið og gögn hafa ver ið send saksóknara. Gengur dómur í þesu merkilega máli sennilega í hæstarétti í næstu viku. NÝ VÉL Framhald aí 1. síðu blaðamönnum í dag, að margir leituðu ekki til læknis fyrr en of seint og aðjúr ættu erfitt með að lýsa sjúkdomseinkennum sín- um, þegar til læknis væri komið. í báðum tilfellum væri hægt að taka fyrir lífshættulega sjúkdóma á byrjunarstigi fleiri en krabba- mein með ítarlegri læknisskoðun með hjálp hinnar nýju vélar. Þetta á ekki sízt við um krabbamein, sem mjög erfitt er að uppgötva að frumstigi. ' Vél þessi mun vera framleidd fyrir fjöldarannsóknir og sérstaklega fyrir sjúkrahús. TILBOÐ OSKAST I EFTIRTALIN TÆKI: Federal vörubílar með grjótpalli, 2 stk. Federal dráttarbíll. Autocar dráttarbíll Þungaflutningavagnar, 40 tonna, 2 stk. Caterpillar jarðýta D-4 Cletrac jarðýta, 7 tonna. Cletrac beltabíll. Sullivan loftþjöppur 105 og 210 c.t.m., 4 stk. Diamond dráttarbíll 190 Hö, diesel. FWD bíll með staurabor og snjóplóg- Ford sorphreinsunarbíll. Plymouth 6 manna fólksbifreið, smíðaár 1955. Tækin verða til sýnis frá kl. 9—5 miðvikudaginn 7. október n. k. að Skúlatúm 1 Upplýsingar veitir vélaeftirlitið á sama stað. Tilboðin verða opnuð í sknfstofu vorri kl. 11,00 fimmtudaginn 8. október n. k. INNKAUPASTOFNUN RE YKJAVÍKU RBORG \R ÞAKKARAVÖRP Hjartanlega þakka ég öllum ættingjum, sveitung- um og öðrum vinum mínum, sem heiðruðu mig með nærveru sinni, gjöfum, blómum, heillaskeyt- um og á ýmsan annan hátt á áttatíu ára afmæli mínu. Guð blessi- ykkur öll. Gunnar Oddsson, Bjarnastöðum, Grímsnesi. öllum þeim fjölmörgu ættingjum og vinum, sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu þ. 27. sept. með gjöfum og heillaskeytum, íæri ég mínar hjart ans þakkir og bið guð að blessa ykkur öll. Ásmundur Jóhannsson, Kvenná, Grundarfirði. ‘IV Inmlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, Haraldar Lárussonar, rafvirkjameistara. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki í Borgar spítalans fyrir frábæra hjúkrun og aðhlynningu í veikindum hans. Guðný Sæmundsdóttir, Haukúr Haraldsson, Hrafn Haraldsson, Sæmundur Vilhjálmsson, Örn Haraldsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir. Hjartans þökk til allra sem sýndu okkur samúðar og vinarhug við andlát og jarðarför eigin-manns míns, föður, og tegndaföður og afa, Árna Andressonar Vesturgötu 117, Akranesi. Og heiðruðu minningu hans á annan hátt, Þuríður Guðnadóttir, börn, tengdabörn og baraab'ra. T f M I N N , mlðvikudaglnn 7. október 1964 — 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.