Tíminn - 16.10.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.10.1964, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 16. október 1964 TÍMINN ★ KOSNINGAR fóru fram í fastanefndir deilda í gær og voru kosnir 7 menn í hverja nefnd í stað 5 áður. * FASTANEFNDIR efri deild ar eru þannig skipaðar: Fjár- hagsnefnd: Ólafur Bjömsson, Magnús Jónsson, Þorvaldur G. Kristjánsson, Jón Þorsteins- son, Karl Kristjánsson, Helgi Bergs, Björn Jónsson. — Sam- göngumálanefnd: Bjartmar Guðmundsson, Jón Árnason. Magnús Jónsson, Jón Þorsteins son, Páll Þorsteinsson, Ásgeir Bjarnason, Björn Jónsson. — Landbúnaðamefnd: Sigurður Ólason, Bjartmar Guðmunds- son, Jón Árnason, Jón Þor- steinsson, Ásgeir Bjarnason, Páll Þorsteinsson, Björn Jóns- son. — Sjávarútvegsnefnd: Jón Árnason, Sigurður Ólason, Þor valdur G. Kristjánsson, Eggert G. Þorsteinsson, Helgi Bergs, Ólafur Jóhannesson, Gils Guð- mundsson. — Iðnaðarnefnd: Magnús Jónsson, Þorvaldur G. Kristjánsson, Auður Auðuns, Eggert Þorsteinsson, Hermann Jónasson, Helgi Bergs, Giis Guðmundsson. — Heilbrigðis- og félagsmálanefnd: Auðnr Auðuns; Þorvaldur Kristjáns- son, Bjartmar Guðmundsson, Jón Þorsteinsson. Karl Kristi ánsson. Ásgeir Bjamason, Al- freð Gfslason. ... Menntamála- nefnd: Auðnr Auðun-s, Ólafur Biörrsson. Bjartmar Guð- mnndssnn. Tón Þorsteinsson, Pál1 Þorsteinsson. Karl Kristj- ánsson, Gils Guðmnndsson. — Ali'h“ri!irnefnd: Magnús Jóns- sorc. Óiafur Biörnsson, Sigurð- ur Ólason, Eggert G. Þorsteins- son, óiafur Jóhannesson, Her- mann Jónasson, Alfreð Gísla- son. ★ í FASTANEFNDIR neðri deildar voru þessir kjörnir: — Fjárhagsnefnd: Davíð Ólafs- son, Matthías Matthiesen, Jón- as G. Rafnar, Sigurður In-gi- mundarson, Einar Ágústsson, Skúli Guðmundsson, Lúðvík Jó- sepsson. Samgöngumálanefnd: Sigurður Bjamason, Guðlaugur Gíslason, Sigurður Ágústsson, Benedikt Gröndal, Björn Páls- son, Sigurviii Einarsson, Ragn- ar Arnalds. — Landbúnaðar- nefnd: Guðlaugur Gíslason, Jón as Pétursson, Sverrir Júlíusson, Benedikt Gröndal, Ágúst Þor- valdsson, Bjöm Pálsson, Hanni bal Valdimarsson. — Sjávar- útvegsnefnd: Sverrir Júlíusson, Pétur Sigurðsson, Guðlaugur Gíslason, Birgir Finnsson, Gísli Guðmundsson, Jón Skaftason, Lúðvík Jósepsson. — Iðnaðar- nefnd: Jónas G. Rafnar, Sig- urður Ágústsson, Matthías Matt hiesen, Sigurður Ingimundar- son, Eðvarð Sigurðsson. Heil- brigðis- og félagsmálanefnd: Matthías Bjarnason, Guðlaug- ur Gíslason, Jónas G. Rafnar, Birgir Finnsson, Jón Skafta- son, Ágúst Þorvaldsson. Hanni- bal Valdimarsson. — Mennta- málanefnd: Guðlaugur Gíslason, Davíð Ólafsson, Einar Ingi- mundarson, Benedikt Gröndal. Sigurvin Einarsson, Björn Fr. Bjömsson, Einar Olgeirsson. MINNING Lárus Rist Laugaskarði HEIMSPEKI Kramhalf! ai * síðu dálæti, þá verður eiginmaður inn líklega afbrýðissamur. Hins vegar, ef ég sé einhvem mann með konunni sinni og mér lízt mjög vel á hana, þá verð ég ekki afbrýðissamur, heldur öf- undsjúkur. Heimspekingur mundi ekki rannsaka, hverjar orsakir séu fyrir þessum til- finningum, það væri áhugamál sálfræðinga eða þjóðfélags- fræðinga, máske væri orsak- anna að leita í því, að hinn náunginn ætti meira umleikis Yfirlýsing í GÆR barst biaðinu eftirfar- andi yfirlýsing frá Sveini Snorra- syni, hæstaréttariögmanni: „Hr. Hrl. Jóhannes Lárusson. Reykjavík. Efni: Frjáls þjóð. 38. | tbl. 9. okt. 1964: „í okurkarla klóm“. Samkvæmt beiðni yðar og vegna tilvitnaðra ummæla í ofanritaðri blaðagrein: „Við höfum heyrt ýmis nöfn nefnd ; þessu sambandi m. a á nafn Jóhannesar Lárusson- ar, hæstaréttarlögmanns, sem áð- ur hefur sézt hér a síðum blaðsins og það með, að umræddur sölu- maður hafi upplýst sakadómara um það, að hann hafi orðið að greiða Jóhannesi Ti% vexti á ári, af þeirri upphæð. sem Jóhannes hafði lánað honum1, leyfi ég mér sem skipaður réttargæzlumaður Ingólfs Jónssonar að tjá yður, að við rannsókn málsins fyrir saka-1 dómi hefur ekki verið minnst á nafn yðar til þessa dags Hins veg- j ar hefur skjólstæðingur minn tjáð mér, að hann hafi á síðastliðnu sumri fengið víxillán hjá yður að fjárhæð kr 100.000,00 til 3ja mán- aða með venjulegúm útlánsvöxt- um banka, tryggt neð handveði í tveimur skuldabréfum, og séu þetta einu peningaviðskiptin, sem j hann hafi átt við vður Framan- greindur víxill er ekki fallinn í gjalddaga Virðingarfyllst. Sveinn Snorrason (sign)“ Mér þætti vænt um, ef þér vild- uð birta vfirlýsingu þessa i heiðr- uðu h'aði vðar ti' bess að það komi fvrir almenningssjónir, hversn áreiðanlegt vikublaðið! Frjáls bióð er i frétt.aflutningi sínum Með þökk fyrir birtinguna. Jóhannes Lárusson. og meira að bjóða upp á. Ann að er rannsókn á veruleikan- um, hitt á hugtökum, sem menn nota. — Hafa komið fram miklir heimspekingar á síðustu árum eða áratugum? — Það er erfitt ða fullyrða um það á meðan hlutirnir eru að gerast og menn að móta kenningar sínar og hvort þær standast allar prófanir. Hér f Bretlandi hafa komið fram margir miklir hugsuðir á þess ari öld, t.d. Bertrand Russeil. En það undarlega við hann er samt, að hann og kenningar hans hafa haft miklu minni bein áhrif en ætla mætti, á mótun þeirra yngri heimspek inga, sem nú ber mest á. Kenn ingar hans hafa ekki enzt hjá þeim, sem hafa heimspeki að að alstarfi. Áhrif annarra hafa orð ið varanlegri, og dettur mér þá t.d. í hug brezki heimspek ingurinn Boar, og öðrum, sem starfaði í Bretlandi en var ekki brezkur, Witgenstein, frá Aust urríki. Hann hafði feikimikil áhrif. Hann byrjaði sem heim spekingur af skóla Russels, en síðar skipti hann aJgerlega um skoðun, reif niður í seinni bók um sínum það, sem hann áður trúði á. Og það eru síðari kenn ingar hans, sem mest áhrif hafa haft hér í Bretlandi. Einnig hafði Austin, heimspeki- prófessor í Oxford; mikil áhrif sem kennari, en eftir hann liggja fá rit. Þó er ekki hægt að segja, hve lengi kenningar þessara manna endast. — Hvað um heimspekinga í öðrum löndum á þessari öld,j t.d. hina amerísku John Dewev, og Santayana eða Sartrí og Ex istensialistana í Frakklandi. — Þeir Dewey og San- tayana eru alveg farnir fyr- ir borð hér í landi. Um eitt skeið hafði ég mikinn áhuga á| Santayana. en það varð mjögj endasleppl Þeir hafa ekkert skilið eftir sig og eru varla! néfndir hér. Eg held það mætti vera meiri kennsla hér í Exist ensíalisma en raunin er hún er mjög lítil í heimspekideild- um hér í landi, það er frekar í guðfræðideildunum i sambandi við kenningar Kierkegárds Það má vel vera rétt, að brezk heimspeki sé nokkuð mikið ein j angruð og gefi of lítinn gaum að því. sem gerist á megin j landinu. — Hver eru helztu atriði í| kenningum þessara heimspek inga, sem hér hafa haft mest áhrif upp á síðkastið? — T. d. Witgenstein og Aust in, þeir hafa lagt mesta áherzlu á það, að menn skyldu vera sem nákvæmastir, fela sig ekki á bak við orðin og fyrsta leiðin til þess að menn hugsi skýrt, sé það að menn geri sér íulla grein fyrir því, hvað í orðunum felist. Oft virðist hugsun vera djúp einungis vegna þess að hún er óljós. Það liggur t d á bak við mikið af skáldskap, að skáldin geta svo oft ekki sagt það skýrt, sem þeir vilja draga athygli manna að. En það þýðir ekki, að heimspek- ingar eigi að vera eins og skáld in, að segja djúpa hluti óskýrt. — Á heimspeki mikið erindi til nútímamanna, finnst þér hún vera vanrækt af of mörg um? — Eg álít að heimspeki hafi talsvert menntagildi fyrir fólk nú á tímum sem fyrr. Þó álít ég að fræðsla um heim- speki, frásögn af því hvað þessi eða hinn heimspeking- ur hafi sagt á ýmsum tfcn- um, það sé tiltölulega lítils virði fyrir fólk flest nú á dög um. Aftur á móti bein kennsla í heimspeki, kenna mönnum að hugsa heimspekilega, það hafi mikla þýðingu, hugsa skýrt og spreyta sig á heimspekilegum viðfangsefnum. Þetta er örugg lega hollt ungu fólki og gefur því meiri $jálfsgagnrýni. Of margir halda, að þeir hafi svör við því, sem þeir höfðu alls ekki eða hættir við að ruglast í hugsuninni. — Geta stjórnmálamenn haft gott af heimspekiiðkun? — Já, ekki sízt. Þeim hættir oft við að rugla hugtökum. En það er nú ekki alltaf af því að þeir viti ekki betur. Það er ósjaldan af því að það á að fara að kjósa. Meðal annarra dánartilkynninga berast þau tíðindi á öldum ljós vakans, að Lárus Rist sé látinn. Mér varð hverft við í bili. Eg átti eftir að heimsækja hann einu sinni enn. Þegar ég hafði rætt við hann síðast, var andinn svo ung ur — hugarfarið svo hressilegt fyrirætlarnirnar jafn ákveðnar sem fyrr — samtalið allt með þeim hætti, að ég var staðráðinn í að njóta annars slíks, áður en langt um liði og leiðir skildu. En nú var það orðið of seint. Og ég tautaði ósjálfrátt við sjálf an mig. Eru þeir þá báðir fallnir? Báðir hverjir? Báðir öldungarnir sem helgað höfðu íslenzkri æsku alla starfskrafta sína. Báðir hug- sjónamennirnir, sem ungir að ár- um leituðu sér þekkingar meðal grann-þjóðanna og sáu, hvað gert var fyrir æsku annarra þjóða, en hvað æskulýður þeirra eigin lands hafði fá tækifæri til þess að „rétta úr sér‘ Báðir garparnir, sem börðust fyrir djörfum markmiðum og báru þau fram til sigurs — nokkuð sinn með hvorum hætti að vísu. Annar hafði stofnað og stjórnað, um áratugi íþrótttakennaraskóla, svo að fullnægt yrði þörfinni fyrir leiðbeinendur fyrir öll ungmenni landsins. Hinn hafði byggt upp glæsi- legasta sundstað landsins — Hann hafði barizt í Laukaskarði íslenzkrar sundmenntar og borið glæsilegan sigur. Já nú voru þeir fallnir báðir iþróttafrömuðirnir, sem lifðu fyrir heilbrigða sál í hraustum líkama, lifðu fyrir manngildi íþróttanna, en nánast fyrirlitu hina öfga- kenndu og hóflausu keppni um sentimetra og sekúndubrot en létu sér fátt um finnast stjörnudýrk- un og metasýki nútímans. Lárus minn! Þú varst að vísu orðinn þyngri á fæti, er ég heim- sótti þig síðast á Hrafnistu, held- ur en t.d. þegar þú leizt stundum inn í leikfimissalinn hjá mér og strákarnir voru í kraftstökki og þú stilltir þig auðvitað ekki um að stökkva með þeim, þótt þú vær ir kominn yfir sextugt. En þú varst enn eins beinn í baki sem fyrr. Og í huganum hljópst fram um allar brúnir Eyja fjarðar með stóran strákahóp á eftir þér. Og í skini hinna fyrstu geisla vorsólarinnar teygaðirðu þrótt, sem entist þér til hinztu stundar. Að baki öllu því hressilega við- tali, er ég átti við þig þá, eins og svo ótal oft áður, sló sama hjart- að og bjó sami þrótturinn, og þeg ar þú hljópst fram af bryggjunni á Akurevri og syntir yfir Eyja- fjörð. Fyrir allar þessar eftirminni- legu og ógleymaniegu viðræðu- stundir vildi ég með þessum fá- tæklegu línum færa þér ein- lægar þakkir. Jafnframt votta ég börnum þin- um og venzlaliði innilegustu hlut- tekningu. Helgi Geirs-son. hann óskaði eftir meiri við- skiptum Sovétríkjanna og Jap ans. Vafalaust mun Mao bráðlega ] svara Krustjoff aftur. Fátt sýn- ir betur en ummæli Kínverja um landvinningai Rússa í Asíu, að deilur Rússa og Kínverja eru líklegar til að harðna en að úr þeim dragi. KRUSTJOFF Framhaio aí 5 siðu Krustjoff, að Rússar hefðu í stríðslokin tekið við gæzlu tveggja þeirra, þangað til friðar samningar hefðu verið gerðir við Japan Þeir væru enn ó- gerðir og gætu dregizt á lang inn. Rússar teldu sér ófært að afhenda þessar eyjar að ó- breyttu ástandi. því að ella gætu Bandaríkm sett þar upp herstöðvar eins og á Okinava. Að lokum vék hann að því, að ÞAKKARÁVÖRP Hugheilar þakkir til allra, sem minntust mín á sjötugsaf- mælinu, með skeytum, gjöfum, heimsóknum og annarri vinsemd. Hermann Vilhjálmsson, Seyðisfirði Innilega þakka ég ættingjum og vinum, sem glöddu mig á 70 ára afmælinu, 12. þ. m. Halldór Ólafsson frá Núpi. Konan mín, Jónína Jónsdóttir Ásgarði, Hvammstanga, andaðist j sjúkrahúsinu á Hvammstanga þriðjudaginr Guðmund”* Maðurinn minn, Jón Árnason frá Hólmi í Landeyjum, andaðist í elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 14. þ. m fú . förin hefur verið ákveðin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 22. þ .m. kl. 10,30, og verður henni útvarpað. Fyrir mína hönd og barna minna. Ragnhildur Runólfsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.