Tíminn - 16.10.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.10.1964, Blaðsíða 1
Framsóknarmenn leggia fram frumvarp um álögurnar í ár Tekjuskattur lækki um 7 þús. á mann og útsvörin um 20% TK-Reykjavík, 15. okt. — Ákveðið hefur veriS í þingflokki Framsóknar- flokksins að leggja fram frumvarp til laga um lækkun skatta og útsvara einstaklinga, sem lagðir hafa verið á á þessu ári. Frumvarpið verður lagt fram í neðri deild og verður framsögumaður þess Einar Ágústs- son. Frumvarpið mun kveða á um þessi meginatriði: -Ar Allur tekjuskattur lagður á einstaklinga á árinu 1964 skal lækk- aður um 7 þús. krónur á hvern gjaldanda, en tekjuskattur lægri en 7 þús. kr. falli alveg niður. Ár Öll tekjuútsvör, sem lögð hafa verið á einstaklinga á þessu ári, skulu lækkuð um 20%. Ár Jöfnunarsjóður sveitarfélcfga skal bæta sérhverju sve'itarfélagi þann tekjumissi, sem af útsvarslækkuninni hlýzt, en ríkissjóður leggi Jöfn- unarsjóði til það fjármagn, sem hann þarf í þessu skyni. Sérstök rannsókn fari fram á skattaframtölum ársins 1964 og henní beint fyrst og fremst að framtölum, sem sérstaklega þykja varhugaverðjí en auk þess fari fram úrtaksrannsókn á 3% framtala bókhaldsskyfdra aðila og 2% annarra framtala, dltir reglum, er Hagstofan setur. ■Á Þá eru í frumvarpinu ákvæCi um að 7 manna þingkjörin nefnd geri tiílögur um framtíðarskipan skatta- og útsvarsmála og leggi þær fyrir yfirstandandi þing. SÍÐUSTU FRÉTTIR KLUKKAN 1: 236 ÞINGMENN 168 0G 2 Horfur eru á sigri Verkamannaflokksins NTB.-London, 16. október. dæmum af 630 í Bretlandi, og Klukkan rúmlega 1 i nótt hafði þá Verkamannaflokkur- var lokið talningu í 407 kjör-'inn fengið 236 þingmenn. íhaldsf lokkurinn 168 þing- menn, Frjálslyndir 2 og aðrfr flokkar 1 þingmann. Allt frá LeiStegar brezku stjórnmálaflokkanna þriggja, f.v.: Harold Wilson, leiðtogi Verkamannaflokksins; Alec Douglas-Home, leiðtogi íhaldsflokksins, og Jo Grlmond, leiðtogi Frjálslynda flokksins. MYNDIN er tekln í M-nsion House nýlega, en þar sátu þelr miðdegisverð i boði borgarstjóra Lundúna í sambandi við söfnun i minningarsjóð um Kennedy forseta. því talning hófst var fram- gangur Verkamannaflokksins greinilegur, og rafeindaheili Reuters spáir því, að flokkur- inn fái 26—29 þingmanna meirihluta. Snemma í nótt hafði Verka- mannaflokkurinn unnið 45 þingsæti, ihaldsmenn tapað 42 og frjálslyndir tapað 2, og eftir því sem teið á nóttina, vann Verkamannaflokkurinn fleiri og fleir þingsæti. Meðal þeirra þingmanna íhalds- manna, sem féllu í kosning- unum, var póstmálaráðherr- ann, J R. Bevins. Þingmenn haldsmanna unnu þingsæti ! sín yfirleitt með mun minni meirihluta atkvæða en í kosn- ingunum 1959. Talning atkvæða byrjaði strax og kjörstöðum var lokað klukkan Framh. ð 15. sfðu HAROLD WILSON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.