Tíminn - 16.10.1964, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 16. október 1964
TÍMINN
urs og vesturs. Sem stendur lítur Jf
út fyrir það, að orsökin fyrir þess
ari breytingu í Sovétríkjunum
standí í sambandi við misklíð Sov
étríkjanna og Kína.
f Washington er talað um það,
að Leonid Bresjnev, sem tekur við
ritarastöðunni, sé þekktari á Vest
urlöndum en Aleksej Kosygin,
sem verður forsætisráðherra. Báð
ir eru álitnir sannir fulltrúar
stjórnmálastefnu Krústjoffs.
Johnson forseti áformaði að hitta
Krústjoff í byrjun ársins 1965. Nú
sjírður hann að öllum líkindum,
tlH tKvega sér nýjar upplýsingar
um fyrlrmenn Sovétríkjanna, áður
en frekar verður af þessari hug-
mynd. Hann hefur sagt í einni
kosningaræðu sinni, að hann sé
fús til að ferðast hvert sem er
og tala við hvern sem er, ef það
sé í þágu friðarins.
í London hafa þessar fréttir
frá Moskvu vakið mikið umtal
og óróa meðal stjómmálamanna.
Ekki hefur þar verið gefin nein
skýring á þessum breytingum.
Stjórnmálasérfræðingar þar
benda á, að útnefning hinna
tveggja nýju manna í stöður
Krústjoffs virðist ekki ætla að
hafa í för með sér neinar stór-
vægilegar breytingar á utanríkis-
pólitík Sovétríkjanna. Einnig
telja þeir ótrúlegt, að mannabreyt
ingar þessar hafi nokkur áhrif
á afstöðu Sovétríkjanna til Kína.
Fréttin um Krústjoff kom ráð-
andi stjórnmálamönnum í Frakk
landi algjörlega á óvart. Settur
utanríkisráðherra, Louis Joxe
átti einkasamtal við forsætisráð-
herrann, George Pompidou, strax
og fréttin hafði borizt til Frakk-
lands. f París var mikill mann
fjöldi á götunum og voru flestir
að tryggja sér eintak af kvöld-
blöðunum, sem ekkí höfðu misst
af fréttinni.
í Júgóslavíu kom fregnin utn
forsætisráðherraskiptin einnig
eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Fréttin vakti þó ekki neinn óróa
í landinu, því' hinn nýi rítari,
Bresjnev, nýtur mikils álits í
Júgóslavíu.
Ekki bindandi
fyrir ASÍ né BSRB
EJ-Reykjavík, 15. október.
í BLAÐINU í dag var sagt frá
niðurstöðum nefndai þeirrar, sem
leita átti lausnar á þeim vanda-
málum, sem skattaálagningin 1964
hefur skapað, en tillaga nefndar-
in-nar var að veita eins konar
kreppulán.
ASÍ og BSRB áttu báðir full-
trúa í þessari nefnd, en blaðið
hefur sannfrétt, að þessi samtök
telji sig á engan hátt bundin við
nefndarálitið, enda sé það aðeins
skoðun nefndarmanna, og muni j
þessi samtök því halda áfram að .
leita samninga um leiðréttingu á
skattaálagningunni.
Þórarinskvöld
í tilefni af fimmtugsafmæli Þór-
arins Þórarinssonar ritstjóra og al-
þingismanns efna Famsóknarfélög-
in í Reykjavík til skemmtikvölds
(Þóarinskvölds) í Súlnasalnum á
Hótel Sögu, fimmtudaginn 22. októ
ber n.k. kl. 8:30 s.d.
Boðsmiðar verða afhentir á
skrifstofu Framsóknarflokksins,
Tjarnargötu 26. Tryggið ykkur
miða sem fyrst í símum 1—5564 og
1—6066.
Sagði margt satt
um sjálfan Stalín
Krústjoff fæddist 17. apríl í
þorpinu Kalinovka, sem er á
landamærum Rússlands og Úkr
aínu. Faðir hans var námu-
verkamaður. Krústjoff naut
ekki mikillar menntunar í
æsku og fór ungur að vinna
fyrir sér, fyrst sem fjárhirð
ir en síðar sem iðnverkamað-
ur. Þegar byltingin fór sem
eldur í sinu um Rússland árið
1917 gekk hann í Rauða her-
inn í borginní: Yuzkova (nú
Donetsk) og gekk í kommún
istaflokkinn árið 1918. Næstu
þrjú árin tók hann virkan þátt
í borgarastyrjöldinni, en starf
hans þar var þó fremur stjórn
málalegs eðlis en hernaðar-
legs. Er stríðinu lauk, 1921,
hvarf hann aftur að störfum
sínum sem iðnverkamaður í
Yuzkova. í órslok 1922 innrit-
aðist hann í verkamannaskóla
til að auka menntun sína og
var í honum í þrjú ár. Jafn-
framt náminu var hann ritari
í kommúnistafélagi skólans. Er
hann hafði lokið námi sínu
helgaði hann stjórnmálunum í
Yuzkova alla krafta sína. Um
mitt árið 1927 varð hann for-
maður flokksráðsins í Yuzkova
og kosinn fulltrúi á tíunda
flokksþing kommúnistaflokks
Úkraínu. 1928 varð hann rit-
ari flokksráðsins í Kíev, en
ári síðar var hann vaiínn til
þess að fara á Iðnháskólann í
Moskvu, þar sem hann var rit-
ari flokksdeildarinnar. í janú-
ar, 1931, útskrifaðist hann úr
skólanum og var hann þá kos
inn fyrsti ritari flokksdeildar
í einu hverfi Moskvu, og með
limur flokksráðsins í Moskvu.
Árin 1932—34 var hann ann
ar, og síðar fyrsti rítari komm
únistaflokksdeildar Moskvu-
borgar og 1935 varð hann aðal-
ritari flokksdeildarinnar í
Moskvuhéraðinu* og því starfi
gegndi hann til ársins 1938.
1934 var hann kosinn í mið-
stjórn kommúnistaflokks Sov-
étríkjanna og árið 1937 var
hann fyrst kjörinn í æðsta ráð
ið.
Árið 1938 sendi Stalín hann
til Ukraínu og gerði hann að
aðalritara kommúnistaflokks-
ins þar, en þar stóðu þá yfir
umfangsmiklar „hreinsanir“.
Árið 1939 var hann svo kjörinn
í framkvæmdastjórn Kommún
istaflokksins og var hann þar
með orðinn einn af valdamestu
mönnum Sovétríkjanna.
Krústjoff var í Ukraínu þeg
ar síðari heimstyrjöldin brauzt
út, og stjórnaði innlimun hluta
af Póllandi samkvæmt samn-
ingunum við Þýzkaland, og svo,
eftir innrás Þjóðverja flutning
unum á iðnaðarfyrirtækjum frá
Ukraínu austur á bóginn. Hann
var í herráðinu sem hafði með
að gera vestur og suðvestur
vígstöðvarnar, stjórnaði skæru
hernaði að baki þýzku víglín-
unnar í Ukraínu og tók virkan
þátt í bardögunum um Stalin-
grad. Hann var aldrei í varnar
málanefnd ríkisins í Moskvu.
Eftir að þýzki herinn hafði
verið rekinn út úr Kiev í
nóvember 1943 tók Krustjoff í
sínar hendur stjórnartaumana
og stjórn flokksins í Ukraínu.
Fyrir utan stuttan tíma frá
marz til desember 1947, sem
hann var forsætisráðherra Ukr
aínu var hann aðalritarí flokks
ins þar fram til desember
1949. Hann bætti efnahag Ukr
aínu og bældi niður alla and-
spyrnu gegn Sovétstjórninni.
í desember 1949 var Krúst
joff kallaður aftur til Moskvu
til þess að verða þar aðalritari
aftur í héraðsráði flokksins og
meðlimur framkvæmdastjórnar
flokksins. Á 19. flokksþinginu
í október 1952 gaf hann
skýrslu um skipulagningu og
var tekinn í framkvæmdastjórn
ina og miðstjórnina.
Þegar Stalín dó í marz 1953
var Krustjoff áfram í hinni
samvirku forystu, sem tók við
stjórninni, en hann virtist ekki
í fyrstu vera eínn af aðalmönn
unum, sem leituðust við að
ná völdum eftir Stalín. Á með-
an Malenkov var gerður að
forsætisráðherra var Krúst-
joff falið að stjórna flokknum,
og var gerður að aðalritara
hans í september 1953. Næstu
árin kom hann á mörgum viða
miklum breytingum bæði í inn
anríkis- og utanríkisstefnunni,
sem urðu til þess að til átaka
kom mílli hans og annarra
flokksmanna. Á miðju ári
1955 var auðséð, að hann sótt
ist eftir æðstu völdum og í
júlí fór hann með Bulganin
til Gen.'ar á fund æðstu
manna, en Bulganin hafði tek-
ið við forsætisráðherraembætt
inu af Malenkov.
Á lokuðum fundi á 20. flokks
þinginu 25. febrúar 1956 lýsti
hann yfir vanþóknun sínni á
öllum gerðum Stalíns á síðustu
árum ævi hans. Á árunum 1956
og 1957 fór hann nokkrum sinn
um úr landi meðal annars í
heimsóknir til Asíu og Stóra-
Bretlands.
Á miðstjórnarfundi í júní
1857 komust átökin milli
fldcksleiðtoganna á hápunkt-
inn og tilraun var gerð til
þéss að bola Krústjoff frá
völdum í flokknum, en hon-
um tókst að ná stuðníngi og
tryggja í staðinn að andstæð-
ingar hans Molotov, Malenkov
og Kaganovich yrðu reknir úr
miðstjórninni. Þess í stað
kom hann á stjórnartíð Zhuk-
ovs, varnarmálaráðherra og
nokkurra annarra þýðingar-
minni manna. í marz 1958 tók
hann við embætti forsætisráð-
herra auk annarra starfa sinna
og útlit var fyrir að honum
mættí engin andstaða sem
stjórnandi Sovétríkjanna.
Krústjoff fór nú að taka
enn virkari þátt í utanríkismál
um. Hann fór tvisvar til Pek
ing og að minnsta kosti einu
sinni til allra höfuðborga
kommúnistaríkjanna í austri. í
september 1959 fór hann í
opinbera heímsókn til Banda
ríkjanna og ávarpaði allsherjar
þing Sameinuðu þjóðanna og
talaði um afvopnun. í maí
1960 tók Krustjoff þátt í
ÞESSI MYND er tekin af Krústi-
off (fremstur í miðið), þegar
hann var fimmtán ára. Þá var
hann iðnverkamaður og vann í
vélaverksmiðju í Ukrainu.
fundi æðstu manna í París,
sem bar ekki neinn árangur.
Þegar hann sá, að ekki myndi
takast að fá vesturveldin til
þess að ganga að því að gera
friðarsamninga við tvö þýzk
ríki —- og þar að auki frjálsa
borg Berlín — lét hann skjóta
niður bandaríska flugvél í
nánd við Sverdlovsk og batt
með því enda á fundinn. Enda
þótt hann hefði allt frá nóv-
ember 1958 lagt áherzlu á
nauðsyn þess að samkomulag
yrði gert um Þýzkaland á
þann hátt sem hann sjálfur
vildi, sneiddi hann hjó því að
láta koma til alvarlegra átaka
út af Berlín. í júní 1961 hitti
hann Kennedy forseta í Vín, en
ekkert samkomulag náðist um
þýzka friðarsamninga. Svar
hans við afstöðu Kennedys í
Vín var að láta reísa Berlínar-
múrinn í ágúst 1961.
Krústjoff var tvígiftur, fyrst
1918 og í annað sinn 1929. Með
fyrri konu sinni átti Krústjoff
son, sem dó í síðari heimstyrj
öldinni og eina dóttur. Með
síðari konu sinni Nínu Petr-
ovna átti hann son og tvær dæt
ur. Honum voru veittar ýms-
ar viðurkenningai Sovétríkj-
anna þar á meðal Lenin-orðan,
Lenin friðarverðlaunin og tit-
illinn Hetja sósíalistaverkalýðs-
ins.
FALLIN STJARNA
RISIN
Alexei Nikolajevitsj Kosygin
er 60 ára gamall og var áður
varaforsætisráðherra. Hann
fæddist í Leningrad og var
faðir hans verkamaður. 15 ára
gamall gekk hann í Rauða her
inn, og 1927 gekk hann í
Kommúnistaflokkinn. Kosygin
lauk námi sínu við vefnaðar-
stofnunina í Leningrad 1935,
og stjórnmálaferill hans hófst
fyrir alvöru þegar hann var
kjörinn í miðstjórn flokksins
árið 1938. Hann hefur veitt
forstöðu ýmsum ráðuneytum, t.
d. fjármálaráðuneytinu 1948,
ráðuneyti því, sem fer með
mál hins létta iðnaðar 1948—
53 og ráðuneyti neyzluvöruiðn
aðarins 1953—54.
Eftir síðari heimstyrjöldina
var hann náinn samstarfsmað-
Alexei Kosygin, forsætisráðherra
ur Stalíns og var gerður að
varaforsætisráðherra án emb
ættis og kjörinn í framkvæmda
stjórn flokksins.
Þegar Molotov og Malenkov
voru ásamt félögum sínum
reknir á dyr árið 1957 hófst
stjarna Kosygins ört að
hækka. Hann var settur í
framkvæmdastjórn miðstjórn-
arinnar, en þaðan var hann
fjarlægður árið 1953, og árið
1959 varð hann forsetí í GOS
PLAN — þá stofnun Sovétríkj
anna sem hefur með efnahags
lega skipulagningu að gera, og
sem slíkur fór hann með
Krústjoff til Frakklands árið
1960. 5. maí 1960 lét hann af
þessu starfi og var, ásamt An
astas Mikojan, gerður að
fyrsta varaforsætisráðherra.
Síðan hefur hann verið talinn
hinn raunverulegi stjórnandi
iðnþróunar Sovétríkjanna, og
fékk hann m. a. það verkefni
að hafa eftirlit með öllum
þeim ráðuneytum og deildum,
sem starfa að iðnaðarmálum —
að hergagnaiðnaðinum undan
skildum.
Á sextíu ára afmæli sínu 20.
febrúar s. 1. var Kosygin gerð
ur að Hetju vinnunnar, og
hann fékk einnig Leninorðuna
og gullorðu hamarsins og sigð
arinnar fyrir störf sín.
Kosygin er talinn einna fær-
astur rússnesku leiðtoganna á
sviði efnahags- og skipulags-
mála. Þeir, sem honum hafa
kynnzt, telja hann mikinn gáfu
mann, slyngan og glöggskyggn
an. í ytra útliti minnir Kosyg
in ósjálfrátt á frumbýling, sem
orðinn er auðugur, og hann er
talLnn hafa meiri áhuga á efna
hagsmálum en stjórnmálum.