Tíminn - 16.10.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.10.1964, Blaðsíða 16
Föstudagur 16. 236. tbl. 48. árg SÆFELLIÐ TALID AF MB-Reykjavík, 15. október. Fullvíst er nú talið að vélbátur inn Sæfell, SH 210, hafi farizt og með honum þrír menn. Eins og frá hefur veríð skýrt í blaðinu hefur ekkert spurzt til skipsins síð an á miðnætti aðfaranótt sunnu- dagsins, en þá var það statt um 20—30 mílur austur af Horni á leið frá Akureyri til Flateyrar, en þangað var skipið keypt fyrir stuttu. Umfangsmikilli leit hefur veríð haldið uppi á landi og sjó og Prentarar boða verkfall E.J.-Reykjavík, 15. október. Prentarafélagið hefur boðað verkfall frá og með deginum í dag, en lögboðinn frestur er 7 dagar, og kemur verkfallið því til framkvæmda 23. þ. m., ef ekki semst fyrir þann tíma. Blaðíð átti í kvöld tal við Loga Einars- son, sáttasemjara, og kvaðst hann frekar reikna með því, að fyrsti sáttafundurinn í prentaradeilunni yrði haldinn síðdegis á morgun. úr lofti, en ekkert hefur fundizt er gefið gæti til kynna, hver af- drif skipsins hafa orðið. Síðast í dag leituðu varðskipsmenn það strandsvæði vestan Horns, sem leitað var úr lofti. en árangurs- laust. Með Sæfelli voru þrír menn. Þeir voru: Haraldur Olgeirsson, skipstjóri, Flateyri, lætur eftir sig konu og þrjú börn. Sævar Sigurjónsson, ættaður frá Hellissandi en nýfluttur til Flateyrar. Lætur eftir sig konu og eitt barn. Ólafur Sturluson, Breiðdal í Önundarfirði, ókvæntur. REYKJANES^ KJÖRDÆMI FUNDUR verður haldinn í stjórn kjördæmasambands Fram- sóknarmanna í Reykjaneskjör- dæmi mánudaginn 19. þ. m. kl. 8,30 síðdegis, í Tjarnargötu 26, Reykjavík. Formenn Framsóknar- félaganna í kjördæminu eru sér- staklega hvattir til að mæta á fundinum. MERKÚR SÚKK - AHÖFN BJARGAÐ FB-Reykjavík, 15. október. UM KLUKKAN siö í kvöld bár- ust Slysavarnafélaginu fregnir um að vélbáturinn Merkúr GK-96 væri í þanu veginn að sökkva 8—12 míl- ur suðvestur af Selvogi. Báturinn hafði sent út neyðarkall og sögð- ust skipverjar, sem voru þrír, að mikill leki væri kominn að bátn- um og sjór svo mikill, að vélin hefði stöðvazt. Vélbáturinn Merkúr. Ráðstafanir voru þegar gerðar til þess að senda út bát Merkúr til aðstoðar. Engan bát var að fá í Þorlákshöfn, en Þórkatla frá Grindavík lagði ai stað og var gert ráð fyrir, að hún yrði tvo tíma á leiðinni til Merkúr. Litlu seinna komu fréttir um að togarinn Karlsefni væri aðeins klukkutíma siglingu frá Merkúr og Framb á 15 síðu (Tímamynd, RE). RÆTT UM HANDRITIN ÍDANSKA ÚTVARPINU Aðils-Khöfn, 15. október. í dagskrárlið danska útvarps- ins „Ugens debat“ í gærkvöldi var skýrt frá ummælum, sem menn hafa látið falla að undan fömu um afhendingu íslenzku handritanna einkum með tilliti til nýútkomins bæklings og ummæla prófessors Bröndum- Nielsens um að handritin eigi að geyma í menningarborg eins og Kaupmannahöfn, en ekki í Reykjavík. Fyrst var útvarpað ræðu, þar sem Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra, mótmæl ir ummælum Bröndum-Niels- ens._ Síðan vísaði prófessor Ein ar Ól. Sveinsson á bug fullyrð ingu Bröndum-Níelsens, að ís lendingar hefðu farið illa með handritin og skilyrði til varð- veizlu þeirra í Reykjavík væru slæm. Þá var prófessor Bröndum- Nielsen spurður að því, hverju hann vildi svara og við hvað hann hafi raunverulega átt með ummælum sínum. Brönd um-Nielsen var mjög hógvær í svari sínu og sagði að um- mæli sín bæri ekki að skilja í niðrándi merkingu. íslenzka þjóðin ætti sér forna erfða- menningu. Hann kvaðst heldur ekki vilja hallmæla Íslendíng um, sem ættu fram úr skar- andi vísindamenn og hefðu átt menn á borð við Snorra Sturlu son og Árna Magnússon og kvaðst krefjast hinnar full- komlegustu aðstæðna til vís- indarannsókna. EINAR ÓL. SVEINSSON Að lokum sagði Bröndum- Nielsen: — Það má búast við öðrum bæklingi og jafnvel fleirum og gangrýninní er beint að stjórnmálamönnum, sem vilja gefa gjöf, sem tek in er úr einkasafni. Þessi verknaður er ekki aðeins ógreiði við menninguna heldur særir réttlætiskennd mína. BRÖNDUM-NIELSEN Noregl og Erik Trane frá Danmörku. (Tímamynd, KJ). / r GETA RuGIÐ 11 AR EFT- IR UPPSOGN SAMNINGSINS EJ-Reykjavík, 15. október. í morgun klukkan 11 hófst fyrsti fundur fulltrúa utanríkis- ráðuneyta Danmerkur, Noregs, Sví þjóðar og íslands um loftferða- samninginn milli íslands og Norð urlandanna þriggja, en flugmála- stjórar landanna náðu ekki sam- komulagi og vísuðu málinu til ut anríkisráðuneytanna. Munu fund ir þessir væntanlega standa í 2— 3 daga. Erlendu fulltrúarnir þrír komu hingað til lands í gær, en þeir eru Per Lind frá Svíþjóð, Gunn- ar Rokstad frá Noregi og Erik Trane frá Danmörku. Af íslands hálfu tekur Níels P. Sigurðsson, fulltrúi í utanríkisráðuneytinu, þátt í samkomulagsumræðunum. Blaðið hitti erlendu fulltrúana að máli í ráðherrabústaðnum í dag, en þeir vildu sem minnst segja um málið að sinni, enda væru viðræður rétt að hefjast, og sögðust þeir vona að samkomu- lag næðist. Níels P. Sigurðsson, fulltrúi, kvað umræður þeirra fjórmenn- inganna á frumstigi, og væri fyrst annað kvöld hægt að vonast eftir einhverjum árangri. Loftferðasamningnum milli ís lands og Norðurlandanna þriggja | er hægt að segja upp fyrir 1. I nóvember næstkomandi. og er uppsagnarfresturinn 12 mánuðir. svo að ef honum verður sagt upp, þá geta Loftleiðir flogið sam kvæmt honum í heilt ár, nema sérstakar ráðstafanir verði gerð ar til þess að hindra það. Eins og kunnugt er, þá telur SAS að Loft- leíðir hafi brotið samninginn með því að taka Rolls Royce-skrúfu- þotur í notkun, en samkvæmt upp lýsingum Loftleiða, þá munu þess ar skrúfuþotur aðeins vera notað ar á leiðinni Bandaríkin—ísland, en „sexurnar" verða notaðar áfram milli íslands og Skandinav íu. NÍELS P. SIGURÐSSON Síldveiðl mikii og þrær fullar E.J.-Reykjavík, 15. október. Geysimikil síldveiði var fyrir austan frá hádegi í gær til hádegis í dag og fengu 33 skip 37.150 mál og tunnur. Þrær eru nú víða orðn ar fullar fyrir austan, eða eru að fyllast og bíða mörg skip lönd- unar. Ágætis veiðiveður er á mið unum. Síldarbræðslan á Neskaupstað tók á móti 4000—5000 málum s. 1. sólarhring, og eru allar þrær þar nú fullar og nokkur skip bíða löndunar. Bræðslan hefur tekið á móti 360.000 málum í sumar. Á Seyðisfirði eru allar þrær fullar. Mestur hluti síldarinnar fer í bræðslu, en þó er saltað dag- lega á söltunarstöð Valtýs Þor- steinssonar. Tveir bátar komu til Borgar- fjarðar eystra i gær, Súlan með 950 og Eldey með 750 mál, og í dag kom Snæfellið með 1800 mál, Framh. á 15. siðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.