Tíminn - 16.10.1964, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.10.1964, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 16. október 1964 TÍMINN n urinn okkar hafði fengið meðmæli hjá Sir Joseph Banks, vegna þess að hann hafði verið í leiðangri Cooks til Tahiti. Bligh hefði getað fengið hundr- að liðsforingja-efni, ef hann hefði getað tekið alla, sem sóttu um að komast með. Við urðum sex, liðsforingjaefnin, end þótt ekki væri ætlazt til þess, að skipið hefði fleiri en tvö liðsforingjaefni. Stewart og Young voru ágætir sjómenn og mjög geðfelldir menn. Hallet var veiklulegur útlits, fimmtán ára gamall, hörfandi 1 augnaráði og með ólundarlegan munnsvip. Tinkler, mágur herra Fryers, var tveim árum yngri enda þótt hann hefði verið á sjó áður. Hann var hinn mesti æringi og vegna brellna sinna varð hann að láta fyrirberast uppi á rá nærri því hálfa leiðina. Hawards, laglegi, gagnorði pilturinn, sem ég hafði hitt í fyrsta skipti, sem ég kom í káetuna, var sext- án ára, en þrekinn og sterkur eftir aldri. Hann var dálítill harðstjóri, og reyndi að gera sig að húsbónda í káetu liðsforingjaefnanna ,vegna þess að hann hafði verið á sjó í tvö ár á stærra skipi. Við Hayward, Stewart og Young vorum saman í káetu á lágþiljum. í þess um lítilfjörlega klefa hengdum við upp fjögur hengirúm á nóttunni og þarna mötuðumst við. Við höfðum kistu fyrir borð og kistu fyrir stóla. Alex- ander Smith háseti varð káetuþjónn okkar gegn því að fá ríkulegan hlut í rommblöndunni okkar, sem úthlutað var hvert laugardagskvöld. Yngsti sjó- maðurinn á skipinu, Thomas Ellison, gerðist mötuneytisþjónn okkar, gegn greiðslu i sömu skipsvalútu. Herra Christian var birgðavörður liðsforingjamötuneytisins. Ég, eins og hinir, hafði fengið honum fimm pund, þegar ég steig á skipsfjöl. Hann hafði keypt fyrir peningana kartöflur, lauk, hollenzka osta, te, kaffi, sykur og ýmislegt smávegis. Þessar einkabirgðir okkar urðu til þess að við gátum lifað góðu lífi í margar vikur, enda þótt varla hefði verið hægt að finna meiri þrjót í matsveinaembætti en Tom Elli- son var. Skipshöfnin var svo vel birg af víni, að Christian gerði engar ráð- stafanir til þess að útvega okkur einkabirgðir af því. í nærri því mánuð fékk hver maður um eina gallónu öls á dag, og þegar ölið var á þrotum, fengum við sterkt, hvítt, spanskt mistelavín. Þegar það var á þrotum, fengum við rommblöndu Við höfðum hinn furðulegasta pípara á skipinu, hálfblindan írlending, sem hét Michael Byrne. Honum hafði tekizt að leyna blindu sinni, þangað til Bounty var komin út á rúmsjó, en þá kom sannleikurinn í ljós Bligh til mikillar gremju. En þegar Byrne lék fyrir okkur „Nancy Dawson“ í fyrsta skipti, sem hann gaf merki um það, að rommblandan væri fram reidd, gleymdu allir sjóndepru hans. Hann gat dillað tónum þessa gamla lags betur en við höfðum nokkru sinni áður heyrt. Við misstum fyrir borð mikið af ölinu í stinningskalda af austri, en þá fékk skipið brotsjó yfir sig daginn eftir jól. Margar tunnur losnuðu úr búlk- anum og þeim skolaði útbyrðis. Sami brotsjór hrakti þrjá af bátum okkar úr stað og hafði nærri því tekið þá líka. Ég hafði lausn frá varðstöðu, þegar þetta bar við og sat í klefa læknisins aftur í skipinu. Það var þröngur klefi, fullur af óþefjan. En það sakaði ekki Bakkus gamla hið allra minnsta. Læknirinn okkar hlýtur að hafa átt eitthvert nafn í skjölum skipsins, en enginn félaga hans vissi nokkru sinni, hvað hann hét. Hann var allt af sæt- kendur og þess vegna var hann aldrei kallaður annað en Bakkus. Hann var mjög einkennandi skipslæknir, með hinn fjörlega svip sinn, snjóhvítt hárið og vínblá augun. Hann hafði verið svo lengi á sjónum, að hann mundi varla < eftir því, hvernig það var að búa í landi. Hann kveið þeirri stundu, er hann yrði að láta af embætti sem skipslæknir fyrir aldurs sakir. Hann vildi heldur borða saltkjöt en hina ljúffengustu steik. Og einn daginn trúði hann mér fyrir því, að sér væri nærri því ómögulegt að festa svefn í rúmi. Fallbyssu- ; kúla hafði kippt undan honum bakborðsfætinum. Félagar Bakkusar gamla voru Nelson grasafræðingur og Peckover skytta. Skyldustörf skyttunnar geta verið erfið og ábyrgðarmikil, en voru mjög létt um borð á Bounty. Peckover hafði mikið yndi af söng og var enn fremur stauphneigður. Hann fann því fljótt leiðina inn í káetu Bakkusar gamla. Nel son var stilltur maður, kominn af léttasta skeiði og hafði járngrátt hár. Enda þótt hann hefði allan hugann við jurtir sínar hafði hann mikið yndi ■ af félagsskap læknisins. Klefi Nelsons var fyrir framan klefa læknisins, en á milli klefanna var klefi Samúels, einkaritara skipstjórans. Nelson var oftar inni hjá lækninum en í sínum eigin klefa. í öllum einkaklefum voru föst rúmstæði, sem smið- imir í Deptford höfðu smíðað, en Bakkus gamli vildi heldur leggjast við akkeri í hengirúmi sínu á kvöldin. Rúmstæðið notaði hann sem legubekk, og hinn stóra skáp undir rúmstæðinu notaði hann sem einkavínkjallara. Rúrn- stæðið fyllti út nærri því helmin klefans, og beint á móti rúmstæðinu, undir hengirúminu, voru þrjár víntunnur, sem ekki höfðu verið opnaðar enn þá. Á einni tunnunni logaði jafnan ljós, sem var blátt og dauft vegna skorts á tofti. Á annarri sat ég, en Bakkus og Nelson sátu hlið við hlið á rúminu. Báðir höfðu pjáturkrúsir fyrir framan sig. Það var þungur sjór og annað slagið var ég hræddur um, að tunnan rynni af stað með mig, en þeir tveir, sem á rúminu sátu, virtust ekki gefa veðrinu gaum. — Purcell er fyrirtak, sagði lækniripn og horfði aðdáunaraugum á tréfót- ínn sinní.-*-,„Betri timburmeistari .hefur aldrei sveiflað skipsöxi. Fóturinn, sem ég hafði áður, var framúr hófi lélegúr, en þessi er eins og hold af mínu Jt •• NYR Hl MINN - NY JORÐ • - - ■ - • - - -- - - -- - - --- - EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ 21 reysti Skömmu síðar kom hann auga á stóreflis hersingu, er beygði fyrir horn á götunni og fór með þvílíkum gauragangi, að fólk rauk upp úr rúmum í húsum sínum. Drengir hrópuðu og görg- uðu hver upp . annan, hundar geltu, karlmenn hlógu, hóuðu og liöguðu sér eins og villimenn. Þeir blésu i horn, hringluðu kúabjöll- um og lömdu á pönnur og pottlok. í broddí fylkingarinnar gekk herra Ovide Clouzat útfararstjóri, og sló vatnsketil með skörungi. — Herra læknir! hrópaði hann. — Komið hingað! Takið þátt í göngunni! Fáið honum blikklok eða eitthvað! — Nei, nei! andmælti læknir- inn — Neí, þakka yður fyrir, Ovide. En hverjum er allt þetta umstang til heiðurs? — Tengdaföður mínum, auðvit að! — Hefur Jolivet læknir verið að kvongast? — Já, í dag! Ekkjunni Árelíu Coulon! Þau óskuðu að gifta sig í kyrrþey. Og við ætlum svei mér að gera þeim stundina kyrrláta! Þeir fremstu i hópnum voru þeg ar komnir yfir brúna og var nú haldið inn i garð Árelíu Viktor hélt ósjálfrátt í humátt á eftir hópnum. Það hlaut að vera komið undir miðnætti. En hann var ekki þreyttur. Hann ætlaði að skála við þau á þessari gleðistundu Ljós höfðu verið kveikt um allt ’aúsið. Hvorki brúður né brúðgumi virtust hið minnsta undrandi Vín flöskurnar og kökudiskarnir á borðstofuborðinu bentu tii þess, að nýju hjónin væru undir þessa '.nnrás búin. Ekkt einasta voru hús •áðendu; alklæddir. heldur voru dætur Árelíu þarna staddar með mönnum sínum og allir í sínum beztu sunnudagsfötum. Barna- börn brúðarinnar voru komin á vettvang í nærklæðum sínum og gerðu strandhögg í kökunum með stírur í augum. Ovide skálaði við frú Jolivet hina nýju, sem leit einkar vel út í fallegum, svörtum sorgarkjól. Viktor óskaði Jolivet lækni til hamingju. — Ég ætlaði mér að skreppa upp eftir til þín í fyrramál- ið, sagði gamli læknirinn. — Ég er að hugsa um að fara í brúð- kaupsferð . . . — Hvert hafið þér ráðgert að halda? — Til búgarðs þess, sem Árelía erfði eftir Blanque frænda sinn á Bayou Lafourche. — Og hversu lengi? — O, svo sem hálfan mánuð, svaraði Jolivet læknir. — Ég hef ekki tekið mér fr: síðastliðin fimmtíu. ár. v Viktor gat sér til um, hvað það væri, sem gamli læknirinn ætl- aði að biðja hann um, og tók af honum ómakið. Kvaðst ekkert hafa á móti því að taka að sér læknisstörf hans á meðan. Ungi maðurínn virti fyrir sér grannleita og hrukkótta andlitið gamla mannsins með þreytuleg augun. — Þér hafið gott ai þessu, mælti Viktor. — En gleymið ekki að koma aftur til baka. 11. kafli. Á sunnudagsmorgun kynnti Joli vet læknir honum dagbækur sínar yfir alls kyns sjúklinga, og á mánudagsmorgun sat Viktor við gamla skrifborðið á annarri hæð í bankahúsinu. Þar sem hinir inn fæddu drógu venjuleg að leita læknis, þangað til þeir voru óferðafærir, var það meginverk- efni Jolivets að vitja þeirra á heímilunum. Viktor hafði fallizt á að nota vagn gamla mannsins, þótt orðinn væri næsta hrörlegur. Nanaine var mjög óánægð með samkomulag hans við Jolivet gamla, því að hún taldi sjúkdóma skjólstæðinga hans ósamboðna virðingu manns af duRochers ætt inni. Eins og sömu sjúkdómar væru óvirðulegri hjá frumstæðu fólki en höfðingjum af hennar stétt. Hún fyribauð honum að geyma gamla vagninn eða hýsa hest læknisins heima á Mána skini. Og til að forðast frekara rifrildi um það fékk Viktor að nota hesthús og vagngeymslu Ulysses frænda síns Fyrir viðtal tók Jolivet fimm- tíu sent, en heimavitjanir kostuðu frá einum tíl fimm dollara. Sumir voru þeir auðvitað meðal sjúkling anna, er horfðu meir i skilding- inn en sjálfa sig, svo sem frú Naquin, kona póstmeistarans, er kom til læknis fyrsta morguninn með mýrarköldu, en hefði sannar lega átt að liggja í rúminu. f fylgd með henni var Híppolyte, sonur hennar, sem múlasninn sparkaði í höfuðið á, en var þó ævinlega glaður og ánægður. Polyte hafði yndi af fiskveiðum, en var haldinn þeirri áráttu, að festa öngulinn sýnu oftar í fingr um sér en fiskum hafsins. — Vesalings dregnum mínum hefur liðið illa í nótt, sagði frú Naquin. Tennurnar glömruðu í munni hennar, þótt hlýtt væri í veðri þennan morgun og hún vafði gráa sjalinu fastar að sér. — Hvernig líður þér, Polyte? spurði læknirinn vingjarnlega. — Vel! svaraði pilturinn og brosti breitt. — Ágætlega! Viktor gaf nú frú Na uín kín- ín og bjó um hönd sonar hennar. Eigi að síður var hún óánægð, enda þótt hún hefði fengið tvo skammta fyrir sama verð og einn kostaði. Nú vildi hún til viðbótar fá eitthvert lyf handa manni sín um, hann hafði í seinni tíð kvart- að yfir höfuðverkjarflogum og velgju. , — Segíð honum að koma hing að til mín, mælti læknirinn, — svo að ég geti rannsakað blóðþrýst- ing hans. — Hann hefur kannski ofreynt sig? sagði frú Naquin og var sýni lega nóðguð yfir því, að læknir- inn skyldi ekki þegar í stað grípa pennann og lyfseðlaheftið. — Það get ég ekki sagt um, fyrr en ég sé hann. Hún dokaðí ögn við og reyndi að gera sig heimakomna með því að bera nýjustu fréttir á borð. — Vitið þér, að Fauvette d‘Eau bonne er búin að panta sér reið- hjól? Jú, hugsið y.ður bara! Og hvernig haldið þér að standi á þvi, að hún fær svo mörg bréf að norðan? Auðvitað er það vegna þess, að hún hefur auglýst eftir dvalargestum í einhverju Norður- ríkjablaði. Maðurinn minn sá sjálf ur bréfið með auglýsíngunni með því að halda umslaginu upp við ljósið. Jæja hún getur náttúrlega leyft sér þetta með hjólið, eftir að hún er búin að selja mæðgun- um á Fagranesi bæði hest sinn og vagn. Vitið þér, hvað Palmýra læt ur skrifa utan á bréfin sín? Frú Mendel. Skyldi hún halda, að hún geti slegið ryki upp í augur, á okkur öllum, eins og hún gerði við dómarann, eða hvað? Maður- inn minn segir — Maðurinn yðar hlýtur sanr- arlega að hafa reynt of mikið á sig greip læknirinn fram í fyri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.