Tíminn - 20.10.1964, Qupperneq 2

Tíminn - 20.10.1964, Qupperneq 2
TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 20. október 1964 'ánudagur, 19. október. TB-París. Frakkland og V- 'ýzkaland hafa gert með sér imning um sameiginlega fram iðslu eldflaugavopna til notk unar gegn óvinum í lofti. ■'íTB-Washingtcn. — Johnson jrseti hélt í dag fund í Hvíta úsinu með yfirmönnum lög- jafanþingsins og skýrði þeim á gangi mála í Kína og Rúss- nndi. f ræðu sinni lét hann í 'jós ánægju yfir þeim fullyrð- ' ígum yfinmanna Sovétríkj- '.nna, að þeir mundu fylgja frið amlegri utanríkisstefnu undan .'arinna ára. 2’JTB-New Delhi. — Forsætis- áðherra Indlands, Lal Bahad Ur Shastri, sagði í útvarpsræðu í kvöld, að kjarnorkuhættan steðjaði nú að Indlandi og væri það nýlunda fyrir þetta frið elskandi land. Þetta er í annað sinn, sem Shastri ræðir Kína- sprengjuna, en minnist ekki á stefnu Indlands í þeim málum. NTB-Stokkhólmi. — Sænsku liðsforingjarnir tveir, sem ákærðir voru fyrir smygl á Kýpur, hafa nú vérið dæmdir í tveggja ára hegningarvinnu og sviptir liðsforingjatign sinni. Liðsforingjarnir voru í liði SÞ á Kýpur og smygluðu vopnum til Kýpur-Tyrkja. NTB-New York. Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Herbert Hoover, liggur rú lífshættulega veikur á sjúkrahúsi í New York. Hoover er nú 90 ára gamall og þjáist hann af inn- vortis blæðingum og er vart hugað líf. NTB-Washington. — Tæpur þriðji hluti bandarísku þjóðar innar heldur enn, að morðingi Kennedys forseta hafi verið lið ur í samsæri gegn forsetanum, þó að Warren-nefndin segi, að svo hafi ekki verið. Við sömu skoðanakönnun kom einnig í ljós, að meirihluti ibúa Banda- ríkjanna heldur, að ekki komi allt fram í dagsljósið í sam- bandi við þetta mál. NTB-Belgrad. Yfirmaður her foringjaráðs Sovétríkjanna, Sergej Biryuzov og fleiri hátt- settir menn í sovézka hernum, létu lífið í dag, þegar flugvél þeirra rakst á fjallshlíð, seirn var hulin þoku, í nágrenni Bel- grad. Enginn af farþegunum í vélinni komst lífs af, en þeir munu hafa verið 18 alls. NTB-Osló. — Málgagn komm- únistaflokksins í Noregi, Fri neten, gagnrýnir stjórnarskipt in í Sovétrikjunum mjög harð lega í dag. Segir blaðið, að Krustjoff hafi hvorki átt skil ið, að vera hafinn upi til skýj anna, né vera troðinn undir. NTB-Aþenu. — Miehael Grikk landsprins afsalaði sér í dag öllum rétti til grísku krúnunn ar, en hann var þriðji maður til að erfa hana. Ástæðan er sú, að hann ætlar að gifta sig stúlku af borgaraættum, dóttur ríks iðjuhölds. Konstantin Grikkjakonungur hefur viður kennt afsal prinsins. Snrtre Auden ORDADIR m NOBELSVERDLAUN Aðils-Khöfn, 19. október. Aftonblaðið sænska telur, að tveir menn komi helzt til greina við veitingu nóbelsverð launanna í bókmenntum. Þeir eru Frakkinn Jean Paul Sartre þjóð, brezka skáldið Auden, og Færeyingurinn William Heinesen. Aðrir sem til greina komi séu Þjóðverjinn Nelly Sachs, sem búsettur hefur ver ið um margra ára bil í Sví- ítalinn Alberto Moravia og Rússinn Mikhail Sjolokov. Nób elsverðlaunin í bókcnenntum verða afhent á fimmtudaginn. NYIBREZKIUTANRIKISRAÐ- HERRANN Á FÖRUM TIL USA NTB-London, 19. októbcr. Harold Wilson, hinn nýi forsæt isráðherra Breta, er þessa dagana að mynda stjórn sína og hcfur þegar skipað flesta ráðherrana. Hinn nýi utanríkisráðherra, Patrik Gordon-Walker, mun fara til Washington á mánudag og þriðju dag í næstu viku og ræða ýmis sameiginleg áhugamál við utanrík isráðherra Bandaríkjanna, Dean Rusk. Það var Rusk, sem bauð Walker í þessa ferð. Á fundi sínum munu utanríkis- ráðherrarnir ræða þau opinberu mál, sem nú eru efst á baugi, t. d. stjórnarskipti í Moskvu og kín- versku kjarnorkusprengjuna. Einnig munu þeir ræða um NATO og kjarnorkustyrk þess og svo ýmis mál, er varða sambúð ríkj- anna tveggja. í dag ræddi Walker í hálftíma við bandaríska sendi- herrann í London, David Bruce. Tilkynningín um ferð utanríkis- Lögreglan bjargar drukknum mönn- um úr Engey KJ-Reykjavík 19. okt. Lögreglan bjargaði í gærkveldi tveim dauðadrukknum mönnum úr Engey, en þangað höfðu þeir farið á bát frá bátalegu. Bátinn hafði þriðji maðurinn fengið leigð an í tilefni af afmæli konu sinn- ar, en þegar til kom fékkst engin barnapía, svo ekkert varð af báts ferð þeirra hjóna. Aftur á móti fengu bátinn tveir góðglaðir, sem sigldu upp í Engey, brutu skrúf- una á bátnum í lendingunni, og urðu því skipreika. Leigutakinn hafði með skrifleg um samningi skuldbundið sig til þes að framselja ekki bátinn í hendur öðrum, svo sem tíðkast þegar bílar eru téknir á leigu. ráðherrans var send út á meðan hin nýja stjórn Harold Wilsons sat á sínum fyrsta fundi, en hún kom saman til að ræða ástandið eftir hinn nauma sigur verka- mannaflokksins. Fundur þessi var haldinn einum degi fyrr en áætl- að var og vitað var.’að hin miklu fjármálavandræðí, sem hin nýja stjóm þarf að leysa úr, voru helzt á dagskrá. Wilson hefur gefið í skyn, að hann hafi mikinn áhuga á því að styrkja fjárhag landsins til grundvallar þeim þjóðfélagsum bótum, sem hann hyggst koma í kring. Meðan á fundinum stóð, féllu hlutabréf mjög i verði, því að menn veigra sér við að kaupa, meðan ekki er vitað, hvaða stefnu hin nýja stjórn tekur í fjármálum. Stjórnmálasérfræðingar í Lond- on segja andrúmsloftið þar ein- kennast af öryggisleysi. Ein af ástæðunum fyrir því er sú, að formaður Frjálslynda flokksins, Joe Grimmond, hefur tilkynnt, að flokkur hans muni greiða atkvæði gegn öllum tillögum, sem stefni í átt til sósíalisma. Þetta styrkir menn í þeirri trú, að stjórn Wíl- sons verði skammlíf. Með svo tæp an meirihluta sem stjórnin hefur, má búast við því, að hún verði borin ofurliði í neðri deildinni. Um leið og stjórn Wilsons hélt sinn fyrsta fund, hittust þingmeð- limir íhaldsflokksins undir stjórn Home. Ekkert var gert opinbert af þeim fundi, en sagt er, að dregn- ar hafi verið ályktanir af ósigri flokksins í kosningunum. Hin nýja stjórn er ekki orðin viku- gömul og stendur þegar andspæn- is fyrsta verkfallsboðinu. Hafnar- verkamenn í London og nágrenni hafa hótað að leggja niður vinnu á fimmtudaginn fái þeir ekki hærri laun. Smáleki á síldar- geymi eystra KS-Eskifirði, 19. ol’.ótber. Lítilsháttar bilun varð á stór um síldarlýsisgeymi hér á laugar daginn. Rifa kom á botn tanksins og er ekki unnt að gera við hana, nema tæma geyminn. Dælu var komið fyrir við sprunguna og lýsinu dælt jafnóðuim aftur upp í geyminn. Sama og ekkert hefur farið til spillis, í hæsta lagi fjór ar tunnur. Geymirinn verður tæmd ur í dag og þá verður unnt að gera við sprunguna. Reidar Carlsen væntanl. hingað til lands í næstu viku kemur hingað til landsins Reidar Carlsen, fyrrv. sjáv arútvegsmálaráðherra Noregs, nú forstjóri fyrir Distriktenes utbygg ingskontor í Osló, Kann mun flytja erindi í Reykjavik og á Akureyri á vegum félagsins Ísland-Noregur um starfsemi þesarar stofnunar, er kalla mætti Framkvæmdastofn- un dreifbýlisins. Markmið stofnun arinnar er að stuðla að fram- kvæmdum, sem tryggja aukinn og | arðvænlegan atvinnurekstur í hér- uðum, þar sem möguleikar eru takmarkaðir og atvinnulif fábreytt. MIKOJAN Framhald aí 1. síðu. sjónvarpað. Bresnév hélt sig al- veg við skrifaða ræðu og var því mjög ólíkur Krústjoff, sem venju- lega talaði án blaða. Hann nefndi ekki Krústjoff á nafn í ræðu sinni en varð oft að stoppa vegna fagn- aðarhrópa mannfjöldans. Við mót- tökuna voru hinir nýju valdhafar í Kreml í fyrsta sinn saman komn ír í einni röð opinberlega á graf- hýsi Lenins og gekk Bresnév fyrstur upp tröppurnar. í ræðu sinni ræddi Bresnév bæði innanríkismál og utanríkis- mál. í ræðu sinni fullyrti Bresnév, að engin breyting yrði á utanríkis stefnu Sovétríkjanna og yrði frið samleg sambúð áfram grundvöll- ur þeírrar stefnu. Jafnframt sagði hann, að Kommúnistaflokk- ur Sovétríkjanna myndi áfram berjast fyrir að yfirvinna þá erf- iðleika, sem risið hafa upp innan heimskommúnismans. Myndi flokk urinn halda áfram að vinna að sameiningu allra kommúnista- flokka á grundvelli Marx-Lenin- ismans. Telja fréttamenn, að þetta bendi til þess, að Sovétríkin muni gera meira en áður til þess að jafna deilur sínar við Kínverja. Jafnframt sagði Bresnév, að það væri alþjóðleg skylda Sovét- ríkjanna að styðja réttláta baráttu þjóðanna gegn heimsvaldastefnu, nýlendustefnu og ný-nýlendu- stefnu, og vinna að friði, lýðræði, sjálfstæði þjóða og sósíalisma. Þá kvað hann Sovétríkin myndu styðja Sameinuðu þjóðirnar og algera afvopnun. Bresnév sagði, að engar breyt- ingar yrðu á innanríkisstefnunni. Myndi á því sviði fylgt stefnu flokksins, eins og hún var mörk- uð á þrem síðustu flokksþingum. Sagði hann, að fyrsta verkefni hinnar nýju stjórnar væri að auka framleiðslugetu landsins, bæta vel ferð þjóðarinnar og þróa hið sósíalistíska lýðræði á annan hátt. Kommúnistaflokkur Tékkósló- vakíu segir í tilkynningu í dag, að flokkurinn og þjóðin hafi orð- ið undrandi á falli Krústjoffs og að hún meti mikils starf hans í þágu friðar og útrýmingu persónu dýrkunar. Útvarpsstöðvar í Austur Evrópu hafa allar lýst yfir virð- ingu sinni fyrir Krústjoff, og út- varpið í Tékkóslóvakíu segir, að menn seinni tíma muni líta á Krústjoff sem hinn mikla baráttu- mann í þágu friðarins, og sem manninn, sem útrýmdi illgresi Stalinismans. Og útvarpið í Búda- pest segir, að miklar breytingar hafi átt sér stað í tíð Krústjoffs í Sovétríkjunum, og að i stjórnar- tíð hans hafi náðst mikill árang- ur. LEIFUR ÍSLENZKUR Framnalö aí L. síðu ur á íslandi. Þó að faðir hans, Eiríkur rauði, hafi verið Norðmaður, var sonur hans íslendingur. Það er ekki nema eðlilegt, að ís- lendingar nú til dags leggi á þetta áherzlu. Það er sjálfsagt öllum ijóst, að hér áður fyrr voru Noregur og ísland tengd mjög sterkum bönd- um, bæði menningar- og stjórnmálalegum. Þó hægt sé með fullum rétti, að tala um að norrænt mál hafi verið taiað í Noregi, á ís- landi, Færeyjum og öðrum eyjum í kring, þá höfum við Norðmenn engan rétt til að eigna okkur Leif Eiríksson. íslendingasögurn ar hafa sannað, að Leifur heyrði íslandi til. Þess vegna verðum við að vara okkur á því í framtíðinni, að sýna viðleitni til þess að eigna okkur það, sem ís- lenzkt er“.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.