Tíminn - 20.10.1964, Síða 3

Tíminn - 20.10.1964, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 20. október 1964 TÍMINN 3 „Mér finnst fisklaust þegar ýsuna vantar" - segir eina konan, sem selur fisk í Reykjavíkurborg — Mér franst alltaf fisklaust ef ýsuna vantar, sagði Rósa Sveinbjörnsdóttir fiskkaupmað- ur að Dalbraut 1 í samtali við Tímann í dag. Rósa er eini kven-fisksalinn í borginni, sem við vitum um, og því fannst okkur ekki úr vegi að spjalla lítillega við hana. — Jæja Rósa, hvað áttu í matinn í dag? — Það er heldur fátæklegt núna, því miður. Það hefur verið fiskleysi að undanförnu, og erfitt um útvegun á nýjum fiski. En ég er hérna með ágæt ýsuflök, saltfisk, saltaða grásleppu, nýjar gellur, rauð- sprettu, reyktan fisk og fisk- fars. — Þarft þú að standa niðri á bryggju þegar bátarnir koma, u til að fá nýjan fisk? — Nei, nei, þá gæti ég ekki staðið í þessu. Ég fæ allan fisk frá Fiskmiðstöðinni, en það er fyrirtæki, sem fisksalar í bænum standa að, og þeir dreifa fiskinum, sem að berst, í búðirnar til okkar. — Þú varst að tala um ýsuna þarna áðan. Hvað þarftu nú að fá mikið af ýsu á dag svo eftirspurninni sé fullnægt? — Ja, ef allir eiga að fá ýsu, sem um hana spyrja, þá þarf ég að fá þetta fjóra kassa á dag, eða um 160 kíló. — Hvað heldur þú, Rósa, að fólk hér í hverfinu hjá þér borði fisk oft í viku. — Eftir andlitunum, sem koma hingað í búðina til mín, þá virðist mér sem sumar fjöl- skyldur borði fisk á hverjum einasta degi, aðrir einu sinni í viku, og svo allt þar á milli. Það er stanlaus straumur í búðina til Rósu, surnir vilja fá hálft flak, aðrir fyrir 10 krón- ur. Við spyrjum því Rósu hvernig standi á kaupvenjum fólksins. — Ég get nú litlar skýrfngar gefið á þessu, en eitt get ég sagt þér, og það er, að sama fólkið biður alltaf um fyrir 10 krónur, hálfa flakið og hálfa kílóið. Það hefur vanizt þessu, og breytir ekki út af því. — Og hingað koma, ekki að- eins húsmæðurnar, heldur líka húsbændurnir, er ekki svo? — Jú jú. Húsbændurnir koma fyrst á morgnana, áður en þeir fara í vinnuna, og svo aftur á daginn eftir vinnu. Þeir kaupa oftast meira en konurn- ar, í hverja máltíð. Þá má ekki gleyma börnun- um, sem hingað koma til mín í tugatali. Þau eru send hingað til að kaupa fisk í soðið eða til að steikja, og ég reyni að gera mitt bezta í því J láta þau fá eitthvað gott. — Svo er það þetta eilífa framstykki og afturstykki á fiskinum. Hvernig leysir þú það mál? — Það er nú auðleyst mál, skal ég segja þér, því það skiptist nokkurn veginn til helminga, fólkið, sem vill fram- stykkin og afturstykkin. — Hvað ertu svo búin að standa lengi hér fyrir innan borðið? — Hér er ég búrn að vera í fjögur ár, og aldrei hefur eitt styggðaryrði hrotið af vörum nokkurs manns í minn garð. — Þú ert líklegast ættuð og uppalin í sjávarplássi fyrst þú fæst við fiskkaupmennsku? — Nei, nei, ekki aldeilis. Ég er ættuð austan úr Grímsnesi. § Klukkan er nú að verða sex, og I allir virðast vera á síðasta f snúning með að fá sér fisk í matinn fyrir kvöldið hjá henui Rósu í fiskbúðinni á Dalbraut 1. Við kveðjum því Rósu, sem er önnum kafin við að afgreiða ýsuflökin, sem hún flakar sjálf. PRESSUBALLIÐ Pressuballið verður haldíð 14. nóvember að Hótel Borg. Miða- pantanir eru hjá Elínu Pálmadótt- ur, síma 22480, Agnari Bogasyni, síma 13496 eða Ásmundi Einars- syni í sima 19707. Síöasta Pressu- ball, sem haldið var í hitteðfyrra, tókst mjög vel og ganga þeir, sem sóttu það, fyrir miðum. Miðinn kostar kr. 600.— en mjög verður vandað til veizlufanga og skemmtí atriða. — Myndin er tekin á síð- asta Pressuballi og sýnir veizlu- stjórann, Vilhjálm Þ. Gíslason, ávarpa samkomuna. Meðal ann- arra á myndinni sjást Gunnar Gunnarsson, skáld, Gunnar G. Schram, ritstjóri, Björn Jóhanns- son blaðamaður, Þórhallur Ás- geirsson, ráðuneytisstjóri og Páll Ásgeir Tryggvason, sendíráðsrit- ari. Landbúnaðurinn þarf að halda rétti sínum. GAMALL Vestur-íslending- ur, sem heitir Joseph J. Myres, birtir nýlega grein eftir sig í Lögbergi—Heimskringlu, en hann hefur komið hingað tví- vegis, í fyrra og í sumar. f fyrra heimsótti hann ættingja sína I Strandasýsiu, en í sum- ar héit hann til Austfjarða. — Joseph býr nú í Kaliforníu og hitti Vigfús Guðmundsson han-n þar fyrir nokkrum árum, en lengst hefur hann átt heima í Norður-Dakota. Grein Joseph cr athyglisverð að ýmsu leyti og þó einkum það, sem hann segir um iand- búnaðinn. Honum ferst m. a. orð á þessa Ieið: „ÖIl Iönd hafa sfna gann margvíslega örðugleika við að etja og ekki má við öðru búast á þesari jörð. Hér sýn- ist allt vera vel viðráðanlegt og stefna í rétta átt ef hægt verður að haida við samvinnu á sjó og landi án þess að hleypa þeim ofvexti í Reykja- vík, að borgin beri landið ofur- liða, og dragi til sín um of mannaflann og unga fólkið, og raski þar með jafnvæginu. Landbúnaðurinn er vel mögu legur á fslandi og þarf að halda þar rétti sínum. Ef vel á að fara þarf landið að halda við sínum jörðum, sveitum og sýsl um, sem verða að vera nógu arðberandi til þess að unga fólkið sjái sér fært að haJdast þar við. TJnga fólkfð verður að sjá góðar framtíðarvonir við búskapinn, ekkert síður en við aðra atvinnu. svo ekki burfi bændur að flvia lan-dið eins og feður okkar, Vestur-íslendinga þurftu að gera veina fátæktar og ráðaleysis. Feður okkar fundu hvað auðvelt var að yfir gefa jarðir sínar og land en hvað ómögulegt það var að koma til baka, og svo heldur bað áfram að vera. Hvort sem flutt er langt eða skammt. Of fátt er víst fólk á íslandl eða svo virtist mér; sarot, er ég sannfærður um bað, að mik- ið ákjósanlegra er. að fóJkið sé of fátt heldur en of margt". Fjárræktin. .TOSEPH minnist sérstaklega á fjárræktina og segir: ..Heyrist nú að bændur eru að verða kvíðaudi með fjár- ræktina bví farið er að vanta mannafla til j>ess að reka fé i réttir að hausfiim eða fara í göngnr eins o“ kaUað er. En fjallabeitina er nauðsvn- lcgt að íreta. því bún er góð og hefnr alltaf verið bakhjallur fiárræktarinnar Ef nauðsvn krefur burfa »áómenn «g Wevkjnvíkurtnjar að blauua hér unfHr hagga Það reyndist auðvelt að fá bað. sem tók stað hesfanna En hað er varla hugsanlegnr hú- skapur á fslandi fyrir ntan sauð fé og fiallaheit, því hún er lengí búinu að vera máttarstöð húskanarins þar“ Joseph Iýkur grein sinnl með því að þakka þá gestrisni, sem honum hafi verið sýnd. Greinin er Ijóst dæmi þess, hve Vestur-íslendingum er það mikið gleðiefni, að geta heim- sótt ísland og hve vel þeir fylgj ast með þvf, sem hér er að gerast.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.