Tíminn - 20.10.1964, Qupperneq 11

Tíminn - 20.10.1964, Qupperneq 11
ÞRISJUÐAGUR 20. október 1964 n Charles Nordhoff og James N. Hall vingjarnlega á móti þeim en menn skyldu þó varast hnupl- semi þeirra, en hún er tíð meðal lægri stéttarinnar. Með morgungoluna í seglunum skriðum við inn mynni flóans. Það var geysilegur hávaði á þiljum uppi. Að minnsta kosti hundrað karlmenn og þrjátíu konur hlupu fram og aftur um þilfarið. Þau hrópuðu, hlógu og pötuðu ákaft og þvöðruðu við hásetana, eins og þeim fyndist það sjálfsagt, að þeir skildu allt, sem þau sögðu. Konurnar voru einkum boðnar og velkomnar, og það reyndist ekki auðvelt að halda skipverj- unum við starf þeirra. Byrinn óx stöðugt. Klukkan níu fyrir hádegi vörpuðum við akkerum í Matavaiflóanum á þrettán faðma dýpi. Fjöldi eyjarskeggja kom þegar í stað úr landi, en það leið á töluvert löngu, áður en nokkur virðingarmanna kom um borð. Ég var að þvaðra við nokkrar stúlkur, og hafði gefið þeim smámuni, þegar þjónn Blighs kom og sagði, að skip- stjóri vildi finna mig. Ég hitti hann aleinan í klefa sínum, gj þar sem hann laut yfir kort af Matavaiflóanum. — Ó, herra Byam, sagði hann og gaf mér merki um að fá mér sæti á kistunni. — Ég vildi gjarnan fá að segja við yður fáein orð. Við verðum sennilega að dvelja hér í nokkra mán- uði, meðan herra Nelson safnar brauðávaxtatrjánum. Ég losa yður við öll skyldustörf yðar um borð og gef yður fullkomið frelsi til þess að framkvæma verk yðar á þann hátt, sem vin- ur minn, Sir Joseph Bank óskaði eftir. Ég hef hugsað dálítið jum málið og hygg, að þér getið framkvæmt starf yðar bezt á þann hátt, að búa í landi meðal eyjarskeggja. Nú er allt und- ir því komið, að þér verðið heppinn að velja yður taio eða vi og ég vil ráðleggja yður að vanda valið. Eins og kunnugt er, velja höfðingjar á Tahiti ekki hvern sem er, til kunningja. Ef þér yrðuð svo óheppinn að velja yður að vin einn af lægri stéttinni, yrði það starfi yðar til mikils tjóns. Hann þagði, og ég sagði: — Ég held að ég skilji, hvað þér eigið við, skipstjóri. — Jæja, hélt hann áfram, — þér skuluð að minnsta kosti gæta fullkominnar varkárni. Farið í land eins oft og yður lystir í nokkra daga. Þegar þér hafið fundið heimili, sem yð- ur geðjast að, skuluð þér segja mér frá því, og ég skal rann- saka, hvers konar fólk það er. Þegar þér hafið valið yður taio, getið þér flutt kistuna og ritföngin í land. Eftir það mun ég sjaldan sjá yður, nema þegar þér komið á minn fund og skýrið mér frá árangri iðjunnar. Hann kinkaði kolli vingjarnlega, og ég skildi samtalinu var lokið, stóð á fætur og kvaddi. Þegar ég kom á þiljur, benti stýrimaður mér að koma til sín. — Hafið þér talað við Bligh? spurði hann. — Hann sagði mér í gærkvéldi að leysa yður frá öllum skyldustörfum um borð. Þér þurfið ekki að óttast hina innfæddu. Farið í land, 13 þegar yður lystir. Þér megið gefa eyjarskeggjum gripi yðar, en munið, að þér megið ekki verzla við þá. Skipstjórinn hef- ur falið herra Peckover alla verzlun. Ég hef heyrt sagt, að þér eigið að semja orðabók yfir mál Tahitibúa. — Já, samkvæmt ósk herra Josephs Bank. — Það er nauðsynjaverk! Það yrði til mikilla hagsmuna fyrir sjómenn, sem þyrftu að sigla hingað. Og þér eruð hepp- inn. Ég öfunda yður. Bátur hafði flutt út að skipi farm af grísum að gjöf frá höfðingja einum í landi. Mig langaði mjög til þess að kom- ast sem fyrst í land. — Má ég fara með þessu fólki í land. ef það vill flytja mig? spurði ég stýrimanninn. — Farið, ef þér viljið. Þér verðið að kalla í þá. Ég hljóp út að borðstokknum og kallaði, í því skyni, að vekja athygli manns, sem sat í skut eins bátsins. Þegar ég hafði vakið athygli hans, benti ég á sjálfan mig og því næst á bátinn. Hann skildi þegar í stað við hvað ég átti, og hrópaði skipunarorð til ræðaranna. Þeir lögðu aftur að skipshliðinni. Þegar ég stökk yfir borðstokkinn og renndi mér ofan í bát- inn, litu ræðararnir um öxl, brostu og buðu mig velkominn Stýrimaðurinn hrópaði aftur skipunarorð til ræðaranna og í sama bili tóku þeir til ára og báturinn rann í áttina til lands. Frá One Tree Hill að Point Venus er vogskorin strand- lengja um hálfa aðra mílu vegar. Við stefndum á þessa strandlengju hér um bil miðja og ég sá hvítt sævarfroðu- skúmið við bratta fjöruna. Þegar við nálguðumst lendinguna, greip stýrimaðurinn langa ár, til þess að stýra með og hróp- aði um leið skipunarorð til ræðaranna, en þeir héldu árunum upp úr sjónum, meðan fjórar eða fimm öldur riðu undir bát- inn. Stór hópur Tahitibúa beið okkar með eftirvæntingu i fjörumálinu. Allt í einu tók stýrimaðurinn að hrópa og greip fast um stýrisárina. — A hoe! hrópaði hann. — Teie te are rahi! Róið. Þarna kemur stór bylgja! Ég man vel eftir þessum orðum, því að ég fékk oft að heyra þau seinna. Mennirnir sigu á árarnar og hrópuðu allir í einu. Öldutopp urinn lyfti bátnum og hann skreið með örskotshraða upp i fjöruna. Stýrimaðurinn tók svo fast á stýrisárinni, að vöðv- arnir þrútnuðu. Bátinn bar langt upp í fjöru, en þar voru margar hendu tilbúnar að taka á móti okkur og hindra það. að okkur flæddi út aftur. Eyjarskeggjar hrópuðu og hlógu meðan þeir drógu bátinn inn í langan sk]ígjrpe.ð.stfgþaki. I sömu andránni var ég unikripi(Íug1af„fáÍkif^<om,þrengdi sér svo fast að mér, að ég. gat maumast ■ náð andanumt: En samt sem áður voru menn þessir svo vingjarnlegir og kurteis ir, að ég hafði ekki áður vanist öðru eins. Allir virtust vilja bjóða mig velkominn. Það varð geysilegur hávaði, því að all- ir töluðu í einu. Lítil börn með svört, geislandi augu héngu i kirtilföldum hinna fullorðnu. Þau horfðu hálffeimin á mig, þegar foreldrarnir þrengdu sér fram til þess að þrýsta hönd mína — en það er eldgamall siður á Tahiti að heilsast á þann hátt. Hávaðinn hætti jafnskyndilega og hann hófst. Fólkið dró sig í hlé fyrir háum, miðaldra manni, sem nálgaðist. Það var bersýnilega, að þar fór höfðingi, því að allir báru virðingu fyrir honum. Hann var ákaflega vingjarnlegur á svip og allt fas hans bar vott um öryggi. Ég heyrði mannfjöldann tauta: O, Hitihiti! Hinn nýkomni var nauðrakaður, en flestir hinna höfðu * 1 A ■ 1 ■ 11 ||lf lÁl%V^ NYR Hl MINN - NY JORD EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ 24 minnar? Alphonse grúfði andlitið í höndum sér og kjökraði. Klukkan var farin að ganga tvö, þegar Viktor kom heim. Frú Gaspard var úr allri hættu að þessu sínni, — en búast mátti við nýju flogi. Þegar að þvi kæmi, yrði Jolivet læknir kominn heim og gæti sjálfur annazt hana. . . Hann gaf á stallinn fyrir Rou- gette, áður en hann hleypti ,hon- um inn í hesthús Ulysses til næt- urvistar. Sjálfur hafði hann ekki bragðað mat síðan klukkan tólf á hádegi. Það var ljós í setusalnum á Mánaskiní/ Þegar hann var á leið upp dyraþrepin, sá hann, að Nana ine var enn á fótum. Sat hún við borðið í miðri stofunni. hvildi annan handlegg á marmaraplöt- unni og lét talnaband sitt renna millum fingra sér. Varir hennar voru samanbitnar og allar virtust stellingar hennar benda til ínni- byrgðrar ofsareiði. — Mikið var! tók hún til máls. — Loksins hefur þér þó dottið í hug, hvar þú ættir heim. — Við þurfum að fá okkur tal síma. sagði læknirinn. — Hvað er nú? Talsíma? Til hvers? Hún stóð á fætur. — Ég þarfnast þess. Það geta komið sjúkdómstilfelli, þar sem hann er bráðnauðsynlegur. — Þegar um einn hálfan mán- uð er að ræða? Þvílíkt væri hreint og beint hlægilegt. Þú lofaðir þess um þorskhaus . . . hálfsmánaðar . . . Það var Jolivet læknir, sem hún titlaði þannig. — Það skipti ekki máli, hvort um er að ræða tvær vikur eða tvær klukkustundír, ef síminn get ur orðið til þess að bjarga manns lífi. — Ég vil ekki sjá svoleiðis ný- tízkudrasl á mínu heimili. — Gott og vel! anzaði hann. Hann var bæði hungraður og þreyttur og ekki ver fyrirkallað- ur til að þrefa. — Þá hefur þú mig ekki heldur hér áheimilinu. — Ó, hrópaði hún. — Ef þú hefur hugsað þér að setjast að í hreysi Jolivets læknis, geturðu sparað þér ómakið. Júlíen keypti húsið á laugardaginn. Honum kom til hugai rausið í frú Naquin þá um morguninn. Fauvette d‘ Eaubonne tók við sumargestum. — Eg er að hugsa um að flytja til Joli Bois. — Hvað ertu að seg]a? Annað eíns dirfist þú ekki að gera! Þau voru bæði orðin æði há- vær. — Þú skalt nú fá að sjá það. — Og þannig dirfist þú að tala í viðurvist afa þíns. Hún benti há tíðlega á málverkið uppi yfir arin hillunni. — Já, ég gef ekki túskilding fyrír nærveru afa míns. Hann snerist á hæh og gekk út úr stofunni. 12. kafli. Það var kvöldið. sem halda áttí hina árlegur tónlistarhátíð sumars ins á Bon Repos. en það var hvíldarheimili, er konur staðar- ins höfðu komið upp fyrir afgreiðslustúlkur og aðrar vinn- andi konur, sem annars áttu þess engan kost að komast um stund úr hita og hávaða borgarinnar. Ólympe var á leið út að vagni sínum, er Leon reikaði heim garð- stiginn með djúpan skurð á enni. Sendi hún Cúcú, þjónustustúlku sína, eftir Viktor. Hörundslitur Cúcú bar þess órækan vott, að faðir hennar hafði verið hvítur maður. Hann var gullbrúnn, én augun gul líkt og í ketti, hárið hrafnsvart og hékk í þungum lokk um niður um herðar henni. Hafði hún numið staðar á þrepskildin- um að svefnherbérgi Leons og skotraði augum með ísmeygilegu brosi til Viktors, en mjallhvítar tennur hennar sáust milli rauðra, hálfopinna vara. — Reyndu að komast að verki þínu! sagði Ólympe gremjulega. Stúlkan hafði verið ráðin til að- stoðar við eldhússtörf, eftir að tug ur gesta hafði sezt upp á heimilj Rousselshjónanna, sem allir voru vinir Leons. Læknirinn hreinsaði sárið, og reyndist það ekki hættulegt. Þeg ar hann laut yfir Leon, gaus sterk brennivínslykt á móti honum, og þá skildi hann, að Leon hafði ver- íð svo reikull í gangi sökum ölv- unar, en ekki sársins vegna. T rúlotunar hringa' Flior’ atereiðsla S’endom oesm oóst kröfn GI.H>iW r*' »»í s-TK11\SSON (ntlkníi^ni M^nlznotríptl \ *£, SÍMI 14970 vElahkein gerning Vanlj ! menn Þægiieg Fllótieg vönduö vtnna PKIF - Simi 21857 oe 40469

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.