Tíminn - 07.11.1964, Qupperneq 1

Tíminn - 07.11.1964, Qupperneq 1
ÞINGMÁLAFRÉTTIR VANDINN OLEYSANLEGUR ÁN STEFNUBREYTINGAR Eysteinn Jónsson flytur rœðu á Alþingi. (Tlmamynd, KJ). Ræða Eysteins Jónssonar í útvarpsumræðunum við 1 umræðu fjárlagafrumvarpsins fyrir 1965 Á árunum 1962 og 1963 fóru ríkistekjurnar 560 millj. fram úr áætlun samtals. Af þessari fúlgu eyddi ríkisstjómin umfram fjár- lög 170 millj., en greiðsluafgang- ur var 160 millj. fyrra árið og rúmlega 100 síðara árið eða sam- tals 300 milljónir. Það er yfirlsýt stefna ríkisstj. að hafa álögurnar meiri en út- gjöldin og efna til greiðslu- afganga. Ekki til þess að leggja afgangana í almannaframkvæmdir, sem mest eru aðkallandi, heldur til þess að draga með álögunum úr kaupmætti, ná fé úr umferð og leggja inn í bankakerfið, eins og hæstv. fjármálaráðherra var að lýsa hér áðan, að væri nauð- synlegt til að auka jafnvægið. Þetta er liður í þeirra höftum, og á að vera til þess af stuðla að jafnvægi, en þessi kjaraskerð- ing hefur þó ekki stuðlað að neinu jafvægi en orðið til þess eins, að innkaup til heimilanna og fram- kvæmdir almennings hafa orðið að víkja fyrir öðrum framkvæmdum og eyðslu þeirra, sem mest hafa haft peningaráðin, og sumir hverj- ir hafa komið sér undan að borga lögmæt gjöld. Ekki hafa greiðslu- afgangar orðið fyrir aukna ráð- deild eða sparnað því að þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur eyðsla farið hraðvaxandi og ríkískerfið þanizt út með ofsahraða. Það er heldur ekki mikið talað núna síð- ustu misserin um þessi 59 sparn- aðarfyrirheit, sem fjármálaráð- herra og hans menn gáfu, á með- an þeir voru brattastir á fyrstu árum viðreisnarinnar sællar minn ingar. Ráðdeikíin Af handahófi tek ég dæmi Það átti að spara einhver ósköp í kostnaði við álagningu skattanna og af því tilefni var sá kostnaður áætlaður í fjárlögum 1963 tæplega 8^millj. kr. í stað 8 er er nú í flugvexti. Þá átti að minnka kostn aðinn við eyðingu minka og refa þó enginn vissi í raun og veru hvernig átti að fara að því, og var þetta boðað með því að áætla þennan kostnað í fjárlögum 1963 iy2 millj. kr., en nú sýnir reikn- ingurinn, að hann nálgaðist 3 millj. kr. Svona fór það og þannig mætti lengi telja. Nefndum átti að fækka, en kostnaður við nefndir hefur vax- ið tröllaskrefum, en þeírri brellu beitt að kalla nefndavinnuna í mörgum dæmum vinnu við undir- búning þessa eða hins. Er spam- aður af því tagi táknrænn fyrir hagsýslu núverandi ríkisstj. Þetta er 6. fjárlagafrv. þeirra viðreisnarmanna og nú eru þeir búnir að koma því á 4. þúsund millj. kr. Hækkun er núna hvorki meiri né menni en 530 millj. frá fjárlögum þessa árs. Verður því stjómin sífellt stórstígari og stór stígari og er nú farin að hafa meir en hálfan milljarð í skrefinu. Ekki gefur þó einu sinni þetta fullnægjandi mynd af ráðleysis- öngþveíti ríkisstj. í efnahags- og fjármálum og afleiðingum þess, sem hún hefur aðhafst, því á fjár- lagafrv. er ekki gert ráð fyrir kostnaði við viðbótarniðurgreiðsl- ut, sem ríkisstj. lætur nú fram- framkvæma til þess að halda verð- laginu í skefjum í bili. Sýnir þetta svo glöggt sem verða má, að ekki hefui ríkisstj. getað gert það upp við sig, þegar hún samdi fjárlagafrv., hvað skyldi næst til bragðs taka held- ur staðið ráðþrota. Kemur það ekki flatt upp á neinn, því aug- ljóst er orðið, að ríkisstj. hrekst nú mjög fyrir sjó og vindi. Til þess að halda núgildandi niðurgreiðslum áfram og núgild- andí uppbótum vegna landbúnað- ar og sjávarútvegs þarf að minnsta kosti 850 millj. en í frv. er 524 eða 300 millj. minna en þyrfti til að halda áfram, eins og horfir. Vegaútgjöldin eru að mestu ut- an fjárlaga, og í vegaáætlun vænt- anlega á þriðja hundrað millj., en væri þau i fjárlögin og niður- greiðslum og uppbótum, sem gilda núna, mundi fjárlögin kom- ast upp í 3.700-3.800 millj. kr., og sýnir þetta hvert stefnir. En þetta fjárlagafrv., þrátt fyrir allt, sem á það vantar, er nálega 4 sinn- um hærra en fjárlögin voru fyrir 6 árum. Það er ekki að furða, þótt að aðalfundur Sjálfst.fl. á dögunum fagnaði því, hve vel hefði tekizt að vernda íslenzku krónuna! Það vekur eftirtekt, að sölu- skatturinn nýi, sem lögleiddur var í fyrra, og mestmegnis átti að renna til sjávarútvegsins á nú að að renna í ríldssjóð. En uppbæt- ur á fiskverð og framleiðnifram- lög til fiskvinnslustöðva eru ekki tekin með í fjárlögin. Þannig er nýjum álögum til venjulegra útgjalda bætt á undir fölsku yfirskini, og er það ekki ný bóla nú, sbr. innflutningssölu- skattinn upp á nokkur hundruð millj., sem lögfestur var í byrjun viðreisnar með hátíðlegum loforð- um um afnám hans eftir eitt ár, en hann stendur enn. í Allir sjá, hvernig fjárlögin hækka risaskrefum og álögumar finna menn í dýrtíðinni og á skattseðlum gjaldheimtunnar. Allt er þetta meira en lítið alvömmál og tekur þó steininn úr, að þrátt fyrir þetta skatta og tollaflóð tekst ekki að leysa á viðunandi hátt mörg þýðingarmikil verkefni sem ríkið verður að leysa. Skólamálin Skólaskortur er í landinu og hefur ástandið í þeim málum far- ið hríðversnandi síðustu árín. Verður að vísa ungu fólki frá skólavistum í hópum, og horfir þó til enn vaxandi öngþveiti. Á næstu misserum verður að efna til nýrra stórátaka í menntamálum bæði varðandi skólakost til al- mennrar menntunar og þá ekki síður til að koma upp lífsnauð- synlegum tækniskólum, og endur skoða verður alla tækni- og vís- indalega kennslu frá rótum með þarfir atvinnulífsíns og nútíma- samfélag í huga. Auknar fjárveit ingar að krónutölu, sem veittar hafa verið og lítið eitt fyrirhug- aðar í þessu fjárlagafrv., hverfa eíns og dögg fyrir sólu í verð- bólguhýt ríkisstj. Svipaða sögu er að segja í spítalamálum, þótt fjárveitingar hækki að krónutölu. Er það öm- urlegur vottur um stefnuna, að í þessum málum og fleiri hliðstæð + -4 +■ + * ‘ V ■>

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.