Tíminn - 07.11.1964, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.11.1964, Blaðsíða 4
16 LAUGARDAGUR 7. nóvember 1964 voru birtar margar tölur þessu til staðfestingar. Þó varð nú niður- staðan samt sú, að óhjákvæmilegt var talið að lækka skattana hér. Og nú er talað um að hjálpa fólki til að greiða skatta þessa árs með því að lána því til tveggja ára einhvern hluta hinna opinberu gjalda, auðvitað með vöxtum. — Þessi niðurstaða finnst mér skjóta skökku við þær forsendur, sem áður eru raktar, um það að skatta byrðin hér sé léttbærari en annars staðar. Því að það þekkist þó ekki annars staðar mér vitanlega, að fóöri sé lánað af opinberri hálfn til að greiða opinber gjöld. Og þessi niðurstaða er náttúrlega í ’hrópandi ósamræmi við yfirlýs- ingarnar, sem gefnar voru í sum- ar. Þegar talað er um að lána fólki fyrir sköttum, þá minnir það helzt á, að tveir menn hefðu átt skipti saman og kæmust svo að því, að verðlð, seim þetr hefðu komið sér saman um væri of hátt, og þá mundi fara frarp samtal eitthvað á þessa lund. Kaupandinn segði við seljandann: „Þú hefur haft af mér í viðskiptunum. Verðið á ekki að vera svona hátt“. Og selj- andinri mundi svara þessu svona: „Þetta er alveg rétt hjá þér. Ég hef látið þig borga of mikið. Ég skal bara bæta þér þetta upp með því að láta þig hafa frest. Þú mátt borga það, sem þú átt ekki að borga á tveimur árutn með 9% vöxtum. Það er alveg sjálfsagt. Ég er svo sanngjarn i viðskiptum". En ég er hræddur um, að þetta yrðu taldir dálítið einkennilegir viðskiptahættir. Og það er áreið- anlega ekki svona iagfæring, sem fólk vonaðist eftir, og það telur sig mega eiga von á eftir þær yf- irlýsingar valdhafanna og stuðn- ingsmanna þeirra, sem ég hef hér lítillega gert grein fyrir. RAUNHÆFAR AÐGERÐIR. En hér þurfa annars konar að- gerðir að koma til, raunhæfar að- gerðir. Og það frv., sem hér er til umr., er flutt tii að koma skriði á það mál. Það, sem lagt er til í frv. til lagfæringar á álagning- unni á þessu ári er tvennt. í fyrsta lagi að laðkka tekju- skatt á einstaklinga á árinu 1964 um 7000,00 kr. á hvern gjaldanda, en einstaklingstekjuskattur, sem lægri er en 7000,00 kr. falli niður- Þessi eftirgjöf, 7000,00 kr., hún jafngildir því, að skatturinn sé felldur niður af fyrstu 50 þús. kr. af skattskyldum tekjum og byrj- að að reiljna skattinn á 30% þrep- inu. Vissulega hefði verið miklu æskilegra að breyta persónufrá- drættinum og haga álagningunni eitthvað svipað því, sem till. okk- ar framsóknarmanna frá bví í vor gerðu ráð fyrir. En til þess, að því mætti verða við komið að þessu sinni, þyrfti að endur- reikna öll framtölin Og við. sem flytjum þetta frv., teljum þá að- ferð of seinvirka. Við höfum val ið að benda á þá fljótvirkustu leið til lagfæringar, sem völ er á. Ég vil taka það fram fyrir mina hönd og annarra flm. þessa frv., að ef að bent væri á aðrar leiðir til lagfæringar á ástandinu á þessu ári, sem teldust heppilegri og sem hægt væri að framkvæma, þá er það að sjálfsögðu ekkert kapps- mál hjá okkur að það sé sú að- ferð, sem við bendum á, sem val- in verður. Aðalatriðið er hitt að það verði eitthvað gert, því að lag færingar þurfa ti] að koma 20% LÆKKUN ÚTSVARA Hin leiðin, sem rið leggjurn til að farin verði, er sú, að öll tekju- útsvör, sem lögð voru á einstakl- inga á árinu 1964 verði lækkuð um 20%. Okkur er ljóst, að sveit- arfélögin geta ekki tekið pessa lækkun á sig, eftir að vera búin að gera sínar fjárhagsáætlanir, og við gerum þess vegna till. um það, að þessi lækkun verði þeim bætt úr jöfnunarsjóði sveitarfélag anna, en að ríkissjóður leggi hon- um það fé, sem til þarf, og við teljum, að ríkissjóður geti það, eins og ég mun aðeins koma að síðar. Þessi tilhögun að læ'kka útsvör- in um 20% hefði að sjálfsögðu jafngilt því, að sveitarfélögin öll hefðu upp til hópa notað fimm- tungi minna af útsvarsstiganum, en þau hvert um sig gerðu, en fengju þess í stað meiri greiðslur úr jöfnunarsjóði. En jöfnunarsjóð ur er, eins og öllum er kunnugt að sjálfsögðu, til þess stofnaður og starfræktur að fá sveitarfélögun- um í hendur fjármagn til þess að þau geti lækkað útsvörin. Því að útsvarsbyrði hvers sveitarfélags er vitanlega það, sem á vantar til þess að bera uppi útgjöldin, sem áætluð eru hverju sinni. Það má í þessu sambandi benda á það, að við þm. Framsfl. fluttum till. um það á s.l. þingi, í febrúar s.l., þegar verið var að ákveða nýj an 300 millj. kr. söluskatt, að nokk ur hluti af honum gengi til jöfn- unarsjóða sveitarfélaga í því skyni að létta undir með sveitarfélögun- um, en sú tilhögun mundi hafa jafngilt útsvarslækkunum. Og í rauninni jafngilt því, sem hér er verið að leggja til. Önnur ástæða fyrir því, að við bendum á þessa leið, sem heppi- lega og mögulega að framkvæma, er sú, að það er auðvelt og verður að vera auðvelt fyrir jöfnunarsjóð að reikna út þær endurgreiðslur, seim hvert sveitarfélag um sig á að fá. Og sú framkvæmd þess verð ur auðveldust á þann hátt, að það sé um fastan hundraðshluta að ræða, sem útsvörin upp til hópa eru lækkuð um. FRAMÚR ÁÆTLUN Þeir, sem hafa talað hér á Al- þingi og annars staðar fyrir hönd hæstv. ríkisstj., hafa gefið þær skýringar m. a. á því, hve skatt- arnir urðu háir á þessu ári, að tekjur manna á árinu 1963 hafi farið langt fram úr áætlun. Og menn hafi ekki gert ráð fyrir því — ge*. sér grein fyrir því, hvað þær væru raunverulega háar. — Þess vegna væri afskræmingin svona ofboðsleg. Sé þetta rétt, sem ég rengi ekki, þá lætur að sjálf- sögðu að líkum að tekjuskattur- inn hefur þá einnig farið mikið fram úr áætlun, og ríkisstj feng- ið miklu meiri tekjur af þeim tekjustofni heldur en ráðgert var. Þá má ætla, að sú eftirgjöf. sem hér er gert ráð fyrir, verði ríkis- sjóði ekki þungbær, vegna þess að það er hægt að nota þær tekjur, sem hann átti ekki von á, og ekki var reiknað með, ‘þegar fjárlaga- frv. var gert, til þess að standa \ undir þessum hluta endurgreiðsl- unnar. Við gerum einnig ráð fyrir því í frv., að ríkissjóður hæti sveitar- félögunum lækkun útsvaranna, þannig að hann leggi jöfnunarsj. fé það, sem hann þarf til þess að bæta þeim það upp, sem á vantar. Og við höldum þvi fram, að ríkissjóður geti þetta. Við bendum því til staðfestingar fyrst og fremst á raunverulega greiðslu afganga undanfarinna ára. Og okkur þykir — eða mér þykir sennilegt, — að sú verði einnig raunin á að þessu sinni, að það verði greiðsluafgangur. Ég byggi það á því árferði, sem við höfum búið við, þeim aflabrögðum og ýmislegu þess konar. sem ég skal ekki fara út í að rökstýðja frek- ar. SKATTSVIKIN. Þá eþ i ’frv. gert ráð fyrir því, að frarri fari víðtækari rannsóknir á framtöium manna heldur en átt hafa sér stað að undanförnu, og einnig þannig er líklegt, að ríkis- Bjóði bætist enn tekjur til að mæta þeim álögum, sem hér eru ráðgerðar. Þessi ákvæði eru á þann veg, að það skuli fara fram sérstök rannsókn á skattframtölum ársins 1964, þ. e. fyrir tekjuárið 1963. Þess er skylt að geta, að við með ferð tekjuskattslaganna hér í vor báru þm. Alþbl. nokkrir fram till., jsem gekk í þá átt að láta fara fram sérstaka rannsókn á skatt- fraentölum nokkuð svipað því, sem hér er tekið upp. Þetta var ágæt till., en hún hlaut ekki 'stuðning stjórnarliða hér á Alþingi frekar en aðrar tiIL, sem reynslan hefur sýnt, að áttu þó rétt á sér. Við gerum ráð fyrir því, að þessi rannsókn nái til 3% allra framtala þeirra, sem bókhalds- skyldir eru og til 2% af öðrum framtölum. En fyrst og fremst, og það vil ég undirstrika, á þó að rannsaka þau framtöl, sem gefa tilefni til grunsemda. Það er auð- vitað svo augljóst mál, og þarf kannski ekki að taka það sérstak- lega fram, en ég geri það þó til að fyrirbyggja tnisskilning, við vilj- um að sjálfsögðu leggja meginá- herzlu á það, að þau framtöl, sem gefa tilefni til grunsemda, séu rannsökuð, og nú hefur verið stofnuð sérstök rannsóknardeild, sem hlýtur að hafa það hlutverk. Við viljum tryggja það, að eng- inn maður í landinu, hversu góða aðstöðu, sem hann telur sig hafa til að telja rangt fram, geti treyst því, að hans framtal verði ekki rannsakað. Segja má, að það væri hægt að fela rannsóknardeild skattstofunnar að ákveða sjálf hvaða reglur hún hefði við það, að tína úr framtöl til rannsóknar, þ. e. handahófs úrtöku-rannsóknir, en hér í frv. er gert ráð fyrir því, að framtölin séu valin með úr- drætti úr öllum framtölum lands- ins af Hagstofu íslands samkv. reglum, sem hún setur. Það var mikið skrifað um skatt- svikin í vor, og ég skal ékkir þreyta hv. þm. á þvi að rifja mik- ið af því upp, en það var skrifað í öll blöðin um það, hvað skatt- svikin væru almenn, og það eins og hitt, að skattaálögumar væru of háar var mjög almenn skoðun. T. d. segir í Alþýðublaðinu 5. ágúst: „Mér datt ekki í hug, að skatt- skráin liti svona út. Ég hélt, að einhvers konar vit væri í þessu, en það er ekkert vit í þessu Hverj ir kunna að telja fram? Kunna þeir einir að telja fram', sem bera byrðar samkv. tekjum sínum eða ' er það í raun og veru svo, að þeir einir kunni að telja fram, sem beri nú léttustu býrðarnar? Það er að verða trú fólksins, að svo sé. Ég fullvissa stjórnarvöldin um. að þetta getur ekki gengið. Það er alveg ljóst. að skattskráin nú, hin augljósu skattsvik, stórþjófnaðirn ir, þjófnaðir einstaklinga og fyr- irtækja, hlýtur að hafa varanleg áhrif í stjórnmálalífinu“. Og alveg til þess að gera nú báðum stjórnarflokkunum jafnhátt undir höfði, leyfi ég mér að fara með eina eða tvær tilvitnanir í Morgunblaðið þvi til staðfesting- ar hversu almenn sú skoðun var, að skattsvikin hefðu aldrei verið meiri en nú. Þar segir 9. ágúst: ..fslenzkt þjóðfélag hefur á und anförnum áratugum þokazt æ meir í átt til hreinræktaðs braskarafé- lags og það er löngu kominn tími til að þjarma að braskaralýðnum og lukkuriddurunum, sem grass- era í þjóðfélaginu“. Og Morgunblaðið sesir í forustu grein þann 16. ágúst i Reykjavík- urbréfi: „Menn eru óánægðir með háa skatta, en ekki síður yfir því. að þeim er kunnugt um einstaklinga, sem berast mikið á. en greiða lítil g.iöld Menn sjá því kattsrik fyr ir augunum og una því ýmist illa eða greiða af öllum sínum tekjum eða þá, að þeir freistast til þess að skjóta einnig undan skatti. Við- reisnarstjórnin hefur upprætt margháttaða spillingu, sem þróað- ist í skjóli haftanna og uppbót- anna. Hún hefur afnumið bitling- ana og margvíslegt brask. Engu að síður er enn mikið verk óunn- ið í þessu efni og er margt af því, setn miður fer beint eða óbeint af- leiðing af því, að ekki hefur tek- izt að tryggja rétt og heiðarlegt framtal". SAMSTARF. Þá kem ég að síðasta atriði þessa frv., en það er ákvæði til bráðabirgða, sem er þannig, að sameinað Alþingi kjósi 7 manna nefnd hlutfallskosningu til þess að gera tillögur um skipan skatta- og útsvarsmála. Nefndin skal léggja till. sínar fyrir Alþingi svo fljótt, að hægt verði að afgreiða nýja löggjöf um þessi mál á yfir- standandi þingi. Ég hygg, að varla verði um það deilt, að skatta- og útsvarsmálin séu nú orðið mjög mikið vandarnál, sem brýn nauð- syn er til að ráða fram úr. Og okkur flm. þessa frv. finnst það vera a. m. k. tilraun til þess að leita að viðeigandi ráðstöfunum í þessu efni, að allir þingflokkar leggist þar á eitt, til þess að finna sem saruigjarnasta lausn málsins, i Athugasemd Sínum augum lítur hver á silfr- ið. Þetta gildir um mig og konu þá er skrifar athugasemdir um mig og heilsuhælið í Hveragerði út af greinarstúf, er birtist í Tímanum fyrir nokkru. Einhvern veginn hefur hún fengið andúð á heilsu- hælinu og virðist hún hafa færzt að einhverju leyti yfir á mig fyrir greinarstúf minn um hælið. Þar sem'konan skrifar undir dulnefni, „sjúklingur“, mun ég ekki fara að deila við hana. En auðséð er, að hún hefur orðið fyrir vonbrig- um með hæli, sem mest brýzt út í óánægju með fæðið þar. Mér féll það vel. Tel ég þó rétt að hafa „þjóðardrykk" okkar íslendinga, kaffið, einu sinni á dag. Reykingar eru alls staðar bann aðar í hælinu, nema í einu her- bergi. Þetta er eins og víðast tíðk- ast á menningarlegustu stöðum Talning arna og arnarhreiðra var framkvæmd á þessu sumri af Fugla verndunaríélagi íslands, með styrk frá Mennatmálaráðuneytinu. Var Agnar Ingólfsson, dýrafræðingur, ráðinn til þess að siá um talning una. Á þessu sumri voru kannaðar sérstaklega, Snæfelís- Barðastran strandar og Vestur ísafjarðarsýsl in en auk þess afiað upplýsmga eftir föngum úr Dala- og Norður ísafjarðarsýslum, en í ráði er að kanna þessar sýslui rækilega á komandi sumri. Er nú taiið að til séu á varpsvæð inu við Breiðafjörð og á Vestfjörð um, a.m.k 40 fullorðnir ermr og munu þar af vera 19 hjón og 2 stakir fuglar, en auk þess er kunn ugt um einn stakan örn utan þ°ssa svæðis. Aðeins 10 af þessum hjón um munu nafa orpið s.l. .vor, og komu þau jpp samtals 12 ungum. Um fjölda ungra ókynþroska arna. er ekki unnt að tullyrða, þar sem þeir eru lítt staðbundnir og dreif ast auk þess um allt land, og er þri mjög óhægt um vik, að telja þá Á sl. sumri var vitað um a.m.k 9 unga ;rni innar varpsvæðisins við Breiðafjörð jg a Vestf.iörðum, en þeir munu sennilega vera því að hér er koniið í> hreinan voða. Ef nokkur efast tim það og það þykir ekki nóg, sem vitnað hefur verið til, þá vil ég að síð- ustu leyfa mér að vitna til grein- ar, sem ritstjóri Fjármálatíðinda skrifar í júlíblaðið. Þar segir: „Það virðist nú almennt álitið, að þær skattareglur, sem í gildi eru, hafa bæði leitt til hærri skatt byrðar á launþegum en þeir vilja sætta sig við og jafnframt því hafi stórfellt ranglæti átt sér stað vegna útbreiddra skattsvika. Bein- ir skattar á tekjur hér á landi séu með öðrum orðum orðnir hærri en svo, að hægt sé að tryggja sæmilega réttláta skiptingu skatt- byrðarinnar jafnframt því, að sú hætta sé yfirvofandi, að skattam- ir dragi verulega úr áhuga manna á starfi og heilbrigðri tekjuöflun. Augljóst virðist, að úr þessu virð- ist ekki bætt nema með verulegri lækkun beinna skatta". Þegar svo er komið, að við borð liggur, eins og hér segir, að skatt- arnir eru farnir að draga úr áhuga manna á starfi og heilbrigðri tekjuöflun, þá er augljóst, að kotn ið er í óefni og við leggjum til, að þingflokkarnir taki höndum saman við að reyna að finna fram- búðarlausn á þessu mikla vanda- máli. erlendis, og tel ég það góðan sið. Víða þar eru slík herbergi kall- aðar „svínastíur". f heilsuhælinu er það kallað „Syndin". Ég hef oft heyrt tal roskinna kvenna kallað „nöldur“. Mér hef- ur oft fallið vel við rosknar konur, fundizt þær vera nærgætnar, við- kvæmar og tillögugóðar. En um- ræddur greinarstúfur „sjúklings", virðist helzt bera vott um heldur leiðinlegt nöldur, sem ekki sé nauðsynlegt að svara. Heilsuhælið haldi áfram að blessast og blómg- ast jafnt fyrir slíkt aðkast. Ég vil viðurkenna það, sem kærkominn vorgróður í þjóðlífinu. Vigfús Guðmundsson. Það skal tekíð fram, að í fyrri grein Vigfúsar varð sú prentvilla af hendi blaðsins, að Högni Björns son læknir var sagður frá Miðfirði í staðinn fyrir frá Viðfirði, Þetta var leiðrétt strax daginn eftir eð beiðni Vigfúsar. — Ritstj. nokkru fleiri og við þetta bætast svo ungir ernir, utan varpsvæðis ins Niðursföður talningarinnar eru svipaðar niðurstöðum talningar, er fram fór sumarið 1959 og vriðist fjöldi arna á landinu hafa staðið nokkuð í stað, undanfarin 5 ár. Gefur þetta ástæðu til bjartjýni um, að takast megi að hindra það. að ernir deyi út hér á landi, enóa þótt stofninn sé allt of lítill, ean sem komið er, til þess að hann megi teljast úr hættu Enn verður að halda áfram að vinna eftir megni að vemdun stofnsins, o'g er afar mikilsvert að skilningur al- mennings fáist í þessu máli Þeir sem að talningunni stóðu, róma ágætar viðtökur og fyrirgreiðslu, og víðast hvar virðist vera mikiil og almennur áhugi á því, að b.iarga erninum frá því að verða aldauða á íslandi Félagið vill að lokum minna menn á, að lögum samkvæmt er .bannað að taka myndir af arnar- hreiðrum eða ömum við hreiður, og að mjög er áríðandi að ekki sá komið að arnarhreiðrum íyrr en eftir 1. júlí, nema brýnustu riauð- syn beri til Arnarhreiður talin I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.