Tíminn - 07.11.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.11.1964, Blaðsíða 3
AÐLÆK Kaflar úr framsögurasðu Einars Ágústssonar fyrir frum- varpi Framsóknarmanna um að tekjuskattur lækki um sjö þúsund krónur á gjaldanda og útsvör um W° Hér fara á eftir helztu kafl- ar úr framsöguræðu Einars Ágústssonar fyrir frumvarpi Framsóknarmanna, um lækk- un skatta og útsvara, sem lögð hafa verið á elnstaklinga á ár- inu 1964. Ræðu þessa hélt Einar í neðri deild Alþingis, 29. okt. s.l. 1960 VAR AFNUMINN um- reikningur á persónufrádrætti og tekjutölum skattstigans, en sú að- ferð að umreikna þessa liði með hliðsjón af raunverulegu gildi teknanna, hafði verið í gildi frá árinu 1954. 1960 voru ennfretnur ákveðnir fastir útsvarsstigar, sem ekki gerðu ráð fyrir breytingurn, þó að verðgildi peninganna breytt ist. Þessar ráðstafanir höfðu þær éhjákvæmilegu afleiðingar, að skattbyrðin þyngdist stöðugt vegna vaxandi dýrtíðar. Þessar breytingar voru sagðar vera liður í framkvæmd á því stefnuskráratr iði ríkisstj. að breyta um í skatta- málum, þannig að ríkistekjurnar skyldu í vaxandi mæli innheimtar 1 formi óbeinna skatta og tolla, enda voru jafnframt lagðir á þjóð- ina nýir söluskattar, er námu hundruðum millj. kr. DÝRTÍÐIN. Á árinu 1963 óx dýrtíðin meira en nokkru sinni fyrr og sá vöxtur á þvf ári, varð til þess, að miklar launahækkanir áttu sér stað á miðju árinu. Tekjur manna urðu því miklu hærri að krónutölu en verið hafði undanfarin ár. Það var því öllum Ijóst að samkv. óbreytt- um álagningarreglum hlutu tekju skattur og útsvar að hækka stór- kostlega og langt umfratn það, sem nokkrir möguleikar væru á að innheimta. Þess vegna var á síðasta þingi lagt fram frv., sem gerði ráð fyrir hækkun á persónu frádrætti, en samhliða var í því frv. að finna ákvæði um breyting- ar á skattstigunum, sem leiddu til hækkunar, þannig að lagfæringin, sem fékkst með hækkun persónu- frádráttarins var að verulegu leyti tekin aftur með fækkun skattþrep- anna. Þegar á s. 1. vori var aug- ’jóst, að hér var hvergi nærri nóg að gert og á það var bent, að sam- þykkt frv. í óbreyttu formi mundi valda því, að skattar og útsvör hækkuðu meira en hóflegt væri. Framsóknarmenn bentu rækilega á þetta hér á Alþingi og báru fram tillögur til lagfæringar, sem voru fólgnar í þrennu: í fyrsta lagi að hækka persónufrádráttinn meira en frv. gerði ráð fyrir, í öðru lagi að fella niður þá grein frv., sem gerði ráð fyrir fækkun skattþrep- anna og í þriðja lagi að taka upp á ný umreikning á persónufrá- drætti og tekjutölum skattstigans. Þessar lagfæringar mundu hafa haft þær afleiðingar, að afskræm- ing verðbólgunnar á skatta- og út- svarsreglunum frá 1960 hefðu ver- ið afnumdar, en því miðni voru þær kolfelldar með atkv allra viðstaddra stjórnarsinna á Alþingi og þeim voru valin hin háðuleg- ■astu eftirmæli í b'aðakosti ríkis- /itj. Þær voru kalU-'Jar yfirboð, sem ekkert mark væri á takandi og ýmislegt fleira í þeim dúr. Það hefur nú komið fram, að skattabyrðin samkv. lögunum frá því í vor er svo gífurleg, að mjög miklum fjárhagsörðugleikum veld ur á fjölmörgum heimilum í landinu, og að víða er nú svo kom- ið, að langmestur hluti launanna fram að n. k. áramótum a. m. k. fer til þess að greiða opinbei gjöld og það eru dæmi til þess, að öll launin hrökkva ekki einu sinni til. SAMHLJÓÐA DÓMAR. Strax eftir að gjöldin höfðu ver ið lögð og. kunnugt varð um á- lagninguna, var það að því, er virtist, allra manna mál, að nú hefði verið gengið lengra en fært væri í álögunum og að ekki kæmi annað til greina en að leiðrétta þau mistök, sem orðið hefðu. Þessi skoðun var almenn og mjög út- breidd og m. a. gengu dagblöðin hér í Reykjavík mjög rösklega fram í því að skýra frá því, hversu útkoman úr reiknivélunum væri í hrópandi ósamræmi við það, sem allir hefðu átt von á. Það má því segja, að engum hafi komið á ó- vart, þó að dagblöð stjórnarand- stöðunnar í Reykjavík, Tíminn og Þjóðviljinn, héldu því fram, að of langt væri gengið í skattheimt- unni. En það, sem var óvenjulegt að þessu sinni var þó hitt, að stjórnarblöðin voru engu mildari í dómum sínum, a. m. k. fyrst á eftir, að kunnugt varð um skatta- álagninguna. Einnig þau réðust harkalega á niðurstöðurnar. Til þess að minna á, hvernig þau skrif uðu í sumar, koma hér nokkrar tilvitnanir úr Morgunblaðinu, Vísi og Alþýðublaðinu. Þar er af nógu að taka. YFIRLÝSINGAR • STJÓRNARBLAÐANNA. 1. ágúst birtist ritstjórnargrein í Alþýðublaðinu, í henni stóð þetta: „Hin mikla krónuhækkun út- svara og skatta skapar alvarlegt innheimtuvandamál, sérstaklega fyrir fastlauna menn. Fyrstu sjö mánuði ársins hafa verið heimtar af þeim upphæðir, sem miðaðar voru við eldri útsvör. Nú er kraf- izt greiðslu á því, sem á vantar á 4—5 mánuðum með þeim afleið- ingum, að fjöldi manns fær lítið sem ekkert annað en kvittanirnar í launaumslögum sínuim.“ Sama dag skrifaði sá blaðamað- ur Alþýðublaðsins, sem nefnir sig „Hannes á horninu" m. a. þetta: „Stopp. Ég sagði í íyrradag: Vomurinn kemur. Hann kom og er orðinn landfastur, a. m. k. i hug- um fólksins. Ég hef fylgzt með því, þegar skattskráin hefur komið í 40 ár.og aldrei hefur hún valdið annarri eins reiði, undrun og furðu og í þetta sinn. Álögurnar hafa hækkað hjá /'jöltnörgum, sem ég hef falað við, um 30—60% án þess þó að tekjurnar hafi hækkað nálægt því síðan í hitteðfyrra". 14. ágúst segir. í Alþýðublað- inu: „Ríkisstj. hefur haldið fund út af skattskránni. Þetta er söguleg- ur viðburður, því að aldrei fyrr hcfur verið haldinn sérstakur ráðuneytisfundur af tilefni skatt- skrárinnar. Hvers vegna var það gert? Til hvers bendir það? Svör- in liggja í augum uppi, þó að þau séu ekki látin fylgja með. Skatt- skráin er vandræðamál. Útkoma hennar kemur á óvart, einnig rík- isstjórninni". Laugardaginn 15. ágúst i sumar var í Visi birt viðtal við ríkis- skattstjórann og þar var haft eft- ir honum: „Breytingarnar, sem gerðar verða á skatta- og útsvarsl. munu felast í tvennu, sagði ríkisskattstj., EINAR ÁGÚSTSSON persónufrádráttur verði hækkað- ur, skatta- og útsvarsstigaþrepun- um verði breytt í samræmi við launahækkanirnar á undanförnum mánuðum, þannig að menn þurfi ekki að greiða hlutfallslega hærri upphæð af launum sínum í skatta og útsvar þrátt fyrir auknar tekj- ur. Svo segir blaðið i viðtalinu: „í vor, þegar skatta- og útsvarsl. nýju voru samþykkt á Alþingi, var þegar ljóst, segir ríkisskattstjóri, að enn á ný þurfi að breyta skatt- og útsvarsstiganum vegna þeirra hækkana, sem þá höfðu orðið á kaupgjaldi í landinu. Meðal annars eftir desemberverkfallið. í ljós hefur nú komið, að tekjuaukning almennings árið 1963 var mun meiri en reiknað hafði verið með og nýju skattal. voru byggð á Til þeirrar aukningar verður að taka tillit í sambandi við þær oreyting- ar, sem nú eru fyrirhugaðar“. Forustugrein blaðsins fjallar um þetta viðtal og segir svo: „í viðtali á forsíðu Vísis í dag greinir ríkisskattstjóri frá .því, að unmð sé nú að breytingum á skattal., persónudrádráttur verði hækkaður og skatta- og útsvars- þrepunum brej'tt í samræmi við auknar tekjur manna, þannig að þrátt fyrir hækkuð laun þurfi menn ekki að greiða hlutfallslega hærri upphæð í skatta. Hér er verið að leiðrétta það misræmi, sem skapazt hefur í skattlagning- unni vegna þeirrar dýrtíðarþróun- ar, sem verið hefur í þjóðfélaginu síðustu árin og hinar miklu aukn- ingar á tekjum manna. Munu menn almennt telja þetta góð tíð- indi og vissulega má segja, að slík ar breytingar séu tímabærar vegna fyrrgreindrar þróunar. Hún hefur valdið því, að margir skattgreið- endur hafa færzt mun ofar í skatt stiganum, þótt aðeins hafi verið um venjulegar iaunatekjur að ræða“. Þetta segir Vísir 15. ágúst, blaðið, sem lengst gekk í því fyrr fyrir 2—3 mánuðum þar á undan að kalla till. okkar framsólcnar manna hér á hv. Alþingi til breyt- inga á skattal. yfirboð, sem ekkert mark væri á takandi. Nú er þetta orðinn heilagur sannleikur, hafð- ur eftir sjálfum ríkisskattstjóran- um. í ritstjórnargrein Mbl. 5. ágúst segir: „Eins og Morgunblaðið hefur áður sagt, hefur tekjuaukning orð ið svo mikil, að skattlagabreyting- arnar á síðasta þingi hafa naum- ast nægt til þess, að heildarniður- staðan yrði jafn hagkvæm fyr.r skattgreiðendur og næstu árin á undan“. Hún byrjar fremur hógværlega, játningin í Morgunblaðinu, en það á eftir að koma meira. í því biaði er 9. ágúst skrifað á þessa leið: „Það hlýtur að vera leiðinda- starf að standa í því að telja öðr- um trú um hluti, sem maður trúir ekki sjálfur og veit jafnvel, að aðrir fást ekki til að trúa heldur“. Þetta hafa leiðarahöfundar eins dagblaðsins í Reykjavík verið að fóst við upp á síðkastið í sam- bandi við alræmda álagningu op- inberra gjalda. Okkur hefur verið sagt það mjög ótvíræðum orðum í nefndu blaði, að skattar og út- svör hafi lækkað, að almenningur standi betur að vígi fiárhagslega en áður og sé hæst ánægður með út- reikninga skattheimtunnar Þetta og annað svipað lesa menn í blað- inu, meðan þeir handfjatla gjalá- seðilinn hálfringlaðir, því að hann segir allt aðra sögu og miklu i- skyggilegri um stórauknar opin- berar álögur, skattpíningu, sem ekki á sér hliðstæðu um mörg und anfarin ár. Mér hefur lengi verið það hrein ráðgáta, hvaða tilgangi leiðarahöf- undar þykist vera að þjóna með slíkum skrifum. Nú er það að vísu rétt, að íslenzkir kjósendur eru sauðtryggir og einstaklega fylgi- spakir, en dettur umijæddum skrif finnum raunverulega í hug, að menn taki meira mark á fjálgum orðum þeirra, en óhugnanlegum tölunum á skattseðlinum? Það er út af fyrir sig gott og blessað að geta kastað fram háfleigum hag- fræðilegum skýringum studdum töfraformúlum tölvísinnar á hinu nýja skattafargani, en sagði ekki hæstv. núv. forsrh einhvern tím- ann, að nuddan væri, þegar Ö'l kurl kæmu til grafar öruggasti hagfræðingurinn, og nú segir hún vissulega ömurlega sögu á þessum síðustu tímucn opinberrar bjart- sýni“. í forustugrein Mbl. 14. ágúst segir: „Eins og margsinnis hefur ver- ið bent á hér í blaðinu voru breyt ingar á skatta- og útsvarslögunum, sem samþ. voru á síðasta þingi, miðaðar við það að létta byrðar lágtekjumanna, þótt það yrði til þess, að hinir tekjuhærri fengju hærri skatt en ella. Það er nú ljóst að almennar launatekjui eru miklu hærri, en menn þá gerðu sér grein fyrir, og fjöldi launa- manna fær því hærri skatt en til- ætlunin var.“ Hér er það sagt alveg berum orðum, að fjöldi launamanna fái hærri skatt en tilætlunin var. — Enn segir í sömu forustugrein: „Enn á ný urðu hér miklar kaup hækkanir og verðhækkanir í kjöl far þeirra“, — sem áður er minnst á í greininni. — „þannig að skatt stigar röskuðust og hin heilbrigðu skattalög urðu úrelt Á þeim voru að vísu gerðar breytingar til úr- bóta, en nægðu þó ekki, eins og í ljós hefur komið“. FORYSTUMENN STJÓRN- MÁLAFLOKKANNA SAMDÓMA. Eins og þessar fáu tilvitnanir sýna Ijóslega, þá var það allra manna mál, eftir að skattskráin kom út, að útkoman væri í ósam- ræmi við það, sem allir höfðu bú- ist við, og að of langt væri nú gengið í innheimtu opinberra gjalda. Þessi skoðun, sem dagblöðin hér túlkuðu og ég hefi leyft mér að vitna til, var svo útbreydd á þessu tímabili, að sjálft ríkisút- varpið hófst handa um það, að efna til sérstaks þáttar, þar sem fulltrúum frá öllum þingflokkun- um var gefinn kostur á því að koma fram og svara tveim spurn- ingum þessu máli viðkomandi. — Þeir, sem komu fram í útvarpinu, voru fyrir hönd Alþýðubandalags- ins, Hannibal Valdimarsson, fyrir hönd Alþýðuflakksins kom fram viðskmrh. Gylfi Þ. Gíslason, fyrir hönd Framsfl. kom Eysteinn Jóns- son og fyrir hönd Sjálfstæðisfl., fjármrh., Gunnar Thoroddsen. Allir þessir forystumenn stjórn- málaflokkanna voru sammála um að ekki yrði komizt hjá að lagfæra skattaálagninguna og vitnaði G.Á. tiJ ummæla þeirra. Eftir allar þessar yfirlýsingar, má ætla að allir landsmenn hafi trúað því, að ekki mundi koma annað til mála, en að gjöldin á þessu ári yrðu lagfærð, þar sem svona háttsettir menn í öllum þing flokkunum höfðu sagt: að útkom- an á skattaálagningunni væri allt önnur en menn hefðu átt von á. Og annar ráðherranna sagði það beinlínis berum orðum, að ef Al- þingi og ríkisstj. hefðu, vitað það, þegar skatta- og útsvarslögin voru sett á síðasta bingi,. hverja; tekj- ur maihia raunveruléga urðu árið 1963, þá hefðu skatta- og útsvars- stigar verið hafðir öðruvísi en reyndin varð. KREPPULÁN. í frásögn í Morgunblaðinu af fundi f Varðarfélaginu er það haft eftir liæstv. fjármrh., að rann sóknir sýndu, að ciginlega væru skattar hér á landi alls ekki hærri en annars staðar gerðist. Og það

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.