Tíminn - 07.11.1964, Page 5

Tíminn - 07.11.1964, Page 5
LAUGARDAGUR 7. nóvember 1964 TIMINN 17 RYN NAUÐSYN AÐ GERA RAUNHÆFAR RÁDSTAFANIR BYGGDAJAFNVÆGIS Framsöguræða Gísla Guðmundssonar á Alþingi 5. nóv. fyrir frumvarpi Framsóknarmanna um sérstakar ráðstaf anir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins FBUMVARP það, sem hér ligg- ur fyrir, er byggt á þeirri skoðun, að það sé eitt af meginhlutverk- um þjóðfélags okkar íslendinga að sjá svo um, að fsland haldi á- fram að vera byggt land Og ekki aðeins lítill hluti af landinu, held- ur landið allt milli fjalls og fjöru, hið byggilega land utan óbyggi- lega landsins. Við, sem flytjum þetta frv. -höldum því ekki fram, að sérhvert íslenzkt heimili eigi að standa þar, sem það hefur stað ið eða stendur nú. Þetta frv. fjall- ar ekki um slíkt, heldur um byggð arlög landshluta og notkun .nátt- úrugæða af landi og sjó um allt fsland. En það má að okkar hyggju ekki ske, að umheimurinn hafi á kcmandi tímum ástæður til að líta svo á, að heil byggðarlög á íslandi og heilir landshlutar séu orðnir einskis manns land. Réttur okkar íslendinga til slíkra landshluta kynni þá að verða véfengdur af þeim þjóðum, sem sjálfar búa við landþrengsli. Kenningin um rétt þéttbýlislanda til lífsrúms í ver- öldinni er ekki úr sögunni og það er ekki víst, að hún verði úr sög- unni, þó að stórveldin kunni að slíðra sverð sín. 187 þús. manns íbúatala landsins var hinn 1. desember 1963 samkv. hagskýrsl- um 187 þús. tæpar. Þjóðin er enn ekki fjölmennari en svo, að hún gæti fullvel komizt fyrir í einni borg, t. d. höfuðborginni hér við Faxaflóa og þetta yrði samt ekki sérlega stór borg á heimsmæli- kvarða. Það má vel vera, að fs- lendingar gætu, þó að þeir byggju allir saman í einni borg, skapað sér nægar tekjur til framfærslu sér og sínum og til öflunar þeirra lífsþæginda, sem nútímamenu og fram'.ilin krefjast. Um það skal ég ekki dæma. En við íslendingar, þessi 187 þús., gerum þá kröfu til lífsins, sem enginn annar jafn fámennur hópur manna gefir á þessari jörð, en það er að fá að vera sjálfstætt ríki með sjálf- stæðri tungu og þjóðmenningu og að eiga landið, sem við erum kennd við, nýtt land og fagurt og auðugt að náttúrugæðum. Við vit- um það vel eða ættum að vita, að ef við ættum ekki þetta stóra og góða land og ef við ættum það ekki ein, værum við ekki sjálf- stæð þjóð. En eignarréttur landa helgast af byggð. Okkar eignarrétt ur á landinu er áunninn með landsbyggð. Landið hefur fóstrað og stækkað þessa litlu þjóð og þjóðmenningu hennar. Við gætum búið öll í einni borg og hætt að vera íslenzk þjóð. Við gætum flutt okkur burt af þessu landi til ann- arra hlýrri og frjósamari landa og hætt að vera íslenzk þjóð. Það er nóg rúm fyrir okkur í sumum þessúm löndum. Þúsundir íslend- inga eru sagðir búa við velmeg- un i annarri heimsálfu, en okkar ósk ér að vera fólk mikilla örlaga, að eiga ein land og rSd. Við vit- um, hvers virði það er fyrir okk- ur, sem nú lifum og afkomendur okkar, að það getur gert íslending- inn í nútíð og framtíð mann að meiri, frjósamari og höfði hærri en hann ella væri. En þessi örlög leggja okkur þá skyldu á herðar að byggja þetta land. Það er ís- lendingum sem slíkum lífsnauðsyn að byggja landið. Fordæmi Norðmanna Ég vil leyfa mér að minna á það í þessu sambandi, að hér var nýlega á ferð einn af stjórnmála- leiðtogum Norðmanna og flutti hér erindi um landsbyggðarmál Noregs. Margir hv. alþm. hlýddu á mál hans. Honum fórust m.a. orð eitthvað á þessa leið: „Norðmenn segja sem svo, sagði hann, þ. e. sumir Norðmenn segja sem svo: Hvers vegna eigum við að vera að byggja firði og fjalla- dali norður á Hálogalandi og Finn- mörk? Þeir gætu alveg eins spurt: Hvers vegna erum við að byggja Noreg? Þannig leit þessi merki Norðmaður á landsbyggðarvanda- mál síns lands. Og á þessu sviði eiga Norðmenn og fslendingar við sama vandamálið að stríða. En Norðmenn hófust handa um að leysa sitt landsbyggðarvandamál á sérstakan hátt með Norður-Nor- egslöggjöfinni fyrir 13 árum. Á þessum 13 árum eru Norðmenn búnir að láta jafnvægissjóði sína hafa til umráða eftir því, sem haft var eftir þessum Norðmanni í ís- lenzkum blöðum hátt á 5. milljarð ísl. kr., en til viðbótar kemur svo það fjármagn, sem varið hefur ver ið til uppbyggingar í einstökum landshlutum Noregs vegna skatta- fríðinda, sem þar voru tekin í lög samtímis jafnvægislðggjöfinni Þróun byggðarinnar Eg ætla ekki nú að fara mörgum orðum um þá gífurlegu röskun jafnvægis í byggð lands- ins, sem hefur átt sér stað á und- anförnum áratugum, hef gert það áður. En í þessu sambandi vil ég þó leyfa mér að fara með nokkrar tölur úr grg. þessa frv. varðandi þær breytingar, sem orðið hafa á búsetu landsmanna síðan á árinu 1940 eða um nálega aldarfjórð- ungsskeið. Er þá miðað við mann- tal í árslok 1940 og manntal í árs- lok 1963. Á þessum 24 árum fjölg- aði landsmönnum úr rúmlega 121 þús. upp í nálega 187 þús. eða um 53,9%. Á sama tíma fjölgaði hér við sunnanverðan Faxaflóa í Kjal arnesþingi um 122%. En á Vestur- landi sunnan Gilsfjarðar fjölgaði aðeins uim 25,5%, á Svðttrktndi um 21%, á Norðurlandi um 13,2%, á Austurlandi um 6,2% og á Vest- fjörðum fækkaði um 22%. fbúum þeirra 6 bæja og sveitarfélaga, sem skipulagsmenn telja nú til Stór- Reykjavík fjölgaði íbúum á þessu tímabili úr 43 þús. 400 upp í 95 þús. og 400, þ. e. a. s. á þessum 24 árum. Varhugaverð þróun Þessi fjölgun hér á höfuðborg- arsvæðinu hjá okkur er miklu meiri fjölgun hlutfallslega en j orðið hefur í höfuðborg Noregs I eða á höfuðborgarsvæðinu þar síð ! an um aldamót og þýkir þó um | of þar í landi. f Noregi var í árs- ; lok 1960 íbúafjöldi landsins í heild 3 millj. og 596 þús., en íbúafiöld- inn á höfuðborgarsvæðinu við Oslo var um sama leyti 477 þús og 100 eða rúmlega 13% af þjóð- inni, en hér er á höfuðborgarsvæð inu eins og ég sagði áðan, meira en 50% af þjóðinni. Hér er vissu- lega um mjög svo varhugaverða þróun að ræða, ekki aðeins fyrir fólksfækkunarsvæðin og með fólks fækkun á hér bæði við beina og hlutfallslega fólksfækkun, heldur einnig varhugaverða þróun fyrir höfuðborgarsvæðið sjálft, sér í lagi höfuðborgina. Ég hef áður rætt um það mál hér á hinu háa Alþingi og það hafa fleiri gert, bæði innan húss og utan, en vegna þessarar þróunar er það frv., sem liér liggur fyrir fram borið. Sérstök stofnun Ég kem þá næst að því að lýsa meginefni þess frv., sem hér ligg- ur fyrir um sérstakar ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins á þskj. 28. Hinar sér- stöku ráðstafanir, sem hér er um að ræða, eru samfcv. frv. í því fólgnar, að komið verði upp sjálf- stæðri ríkisstofnun, sem annist þessi mál og beri ábyrgð á fram- kvæmd þeirra og þessari ríkis- stofnun Jafnvægis eða Landsbyggð arstofnun ríkisins verði tryggt fjár magn, sem um munar til starfsemi sinnar, að fylgzt verði með þróun byggðar og atvinnulífs víðs vegar um land, framfaraáætlanir gerðar og hinir einstöku landshlutar og byggðarlög fái aðstöðu og hvatn- ingu til frumkvæðis í þessum mál- um. Hér er að verulegu leyti höfð hliðsjón af þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið í Noregi á þessu sviði, en þó að .sjálfsögðu miðað við íslenzka staðhætti. 7 manna nefnd Ég vil taka það fram, að með þessu frv. er ekki á neinn hátt hróflað við gildandi lögum frá 1962 um Atvinnujbótasjóð. Við fylgismenn þessa frv. gerurn ráð fyrir, að þau lög standi og Atvinnú bótasjóður haldi áfram starfsemi sinni, sem mótazt hefur á sérstak- an hátt, en sú starfsemi miðar ekki nema að nokkru leyti að því marki, sem miðað er að með þessu frv. f 1. gr. þessa frv. er tilgangur þess markaður þannig, að hann sé sá að stuðla að jafnvægi í byggð landsins rneð rannsóknarstörfum, áætlunargerð og fjárhagslegum stuðningi til framkvæmda í þeim landshlutum, þar sem bein hlut- falls fólksfækkun hefur átt sér stað undanfarið eða er talin yfir- vofandi. Stjórn þeirta mála. sem hér er um að ræða, er samkv. frv. falin svonefndri jafnvægisnefnd 7 manna, er kjörnir verði af Alþingi að loknum alþingiskosningum hverju sinni. Þessi nefnd er sam- kv. frv. stjóm jafnvægissjóðs þess, sem fjallað er um í II. kafla frv. Gert er ráð fyrir, að jafnvægis- nefndin komi saman til funda einu sinni i mánuði hverjum og oftar, ef þörf krefur. Fundir hennar eru þá ekki oftar en svo, að jafnaði, að nm. gætu verið búsettir hvar sem er á landinu, endá verður það að teljast æskilegt og gera má ráð fyrir, að fundir verði ekki allt af haldnir á sama stað. N. verður að sjálfsögðu að hafa fastráðna starfskrafta í þjónustu sinni, enda ráð fyrir bví gert í frv. Verkefni n. er samkv. frv., rannsókn á þró- un landsbyggðar og atvinnulífs í einstökum landshlutum á hverjum tíma, skýrslugerð í því sambandi, áætlunargerð og ráðstöfun fjár úr jafnvægissjóði. En gert er ráð fyr- ir, að Framkvæmdabankinn ann- ist dagleg afgreiðslustörf og reikn ingshald fyrir sjóðinn. ÁætlanagerS í 7. gr. frv.'segir svo: „Jafnvægisnefnd lætnr, þegar þörf þykir til þess, gera áætlanir um framfcvæmdir í einstökum byggðarlögum, enda séu þær við það miðaðar, að með þeim sé stuðl að að jafnvægi í byggð landsins. Áætlanir þessar skulu að jafnaði gerðar í samráði við sýslunefnd, bæjarstjórn eða hreppsnefnd, eina eða fleiri. Lán og framlög úr jafn vægissjóði skulu áfcveðin með hlið sjón af slíkum áætlunum, séu þær fyrir hendi. En í 14. gr. frv. er gert ráð fyrir því, að framkvæmda áætlanir byggðarlaga og lands- hluta geti einnig orðið til á annan hátt, að framfcvæmdaaðilar heima fyrir á þessum svæðinn, sem í hhit eiga, eigi frumfcvæði að og vinni að gerð slíkra áætlana og geti fengið tíl þess fjárhagsstuðning hjá Jafnvægissjóði að framkvæma þá vinnu, sem til þess þarf. Gert er ráð fyrir, að þeir aðilar, sem hér er um að ræða, getí verið bæjarstjórnir, hreppsnefndir eða sýslunefndir og einnig fjórðungs- þing, þar sem fjórðungssambönd eru starfandi og skipuð verði af þessum aðilum framfaranefnd til að annas't áætlunargerðina fyrir það svæði, sem um er að ræða. — Framfaraáætlun heimagerð yrði síðan lögð fyrir jafnvægisstofnun ríkisvaldsins. Slík áætlunargerð heima fyrir mundi hafa mikla kosti. Hún yrði að jafnaði byggð á meiri kunnugleika og nánari þekk ingu á því, hvar skórinn kreppir að en áætlun fjarlægari landsn. Og áætlunarstarfið heima fyrir mundi hafa hvetjandi áhrif og örva hugkvæma áhugamenn til dáða. En að sjálfsögðu verða slík- ar svæðisbundnar framfaranefndir að geta lagt vinnu í áætlanagerð- ina og fengið sérfræðilega aðstoð og til þess er ætlazt, að þær geti fengið fjárhagslegan stuðning hjá Jafnvægissjóðnum til þess, ef jafnvægisnefnd samþyfckir. Fjáröflun < Flest þeirra ákvæða, s«n ég nú hef nefnt, eru í 1. kafla frv. En í II. kafla eru ákvæði um jafn- vægissjóðinn, fjáröflun tíl hans og ráðstöfun þeirra f jármuna, sem hann ræður yfir á hverjum tíma til eflingar atvinnulifi og lands- byggð í samræmi við tilgang frv. Samkv. 9. gr. frv. er ætlazt til þesS, að til jafnvægissjóðs renni fastákveðinn hundraðshhiti 1% % af tekjum ríkissjóðs ár hvert og í fyrsta sinn af tekjum ársins 1964. Miðað við tekjuáæöun fjárl. þessa árs eru fyrstu tekjur sjóðsins þá um 40 millj. kr. og saúnkv. fjár- lagafrv., sem nú liggur fyrir, yrðu þær 48 millj. kr. á árinu 1965, en því hærri, sem ríkistefcjur reyn- ast meiri og yrðu sjálfsagt þegar á næsta ári talsvert yflr 50 millj., vegna þess að gera má ráð fyrir að fjárlögin verði hærri en frv nú. Auk þess mundi sjóðurinn „k :ík-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.