Tíminn - 07.11.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.11.1964, Blaðsíða 6
18 LAUGARDAGUR 7. nóvember 1964 indum, er frá líður, hafa nokkrar og eitthvað vaxandi vaxtatekjur og í 12. gr. frv. er gert ráð fyrir, að hann geti tekiö lán til starfsemi sinnar á iþví sviði sem þar er rætt um, þ. e. a. s. ef sveitarfélögum er veitt aðstoð til að koma upp í- búðum. Þá er og gert ráð fyrir, að kostnaður við störf jafnvægis- nefndar þ. á. m. áætlanagerð greiðist sérstaklega úr ríkiss.ióði. Ráðstöfun fjármagnsins í 10., 11. og 13. gr. eru aðalá- kvæðin um ráðstöfun á fjánmagni jafnvægissjóðsins samkv. 10. gr. má veita úr sjóðnum lán til hvers konar framkvæmda, sem eru til þess fallnar að dómi sjóðsstjómar að stuðla að jafnvægi í byggð lands ins, þ. á. m. til kaupa á atvinnu- tækjum, enda sé áður leitað álits hlutaðeigandi sveitarstjómar, sé hún ekki sjálf umsækjandi. Það er skýrt fram tekið, að hér skuli vera um viðbótarlán að ræða, þ. e. a. s. að lán úr jafnvægissjóði kotni efcki í staðinn fyrir þau lán, sem nú tíðkast að veita, heldur til við- bótar við þau, þar sem þess er þörf, til þess að af framkvæmdum geti orðið. Lán jafnvægissjóðs em þvi áhættulán, enda eðlilegt, að þau séu það. f frv. er ekki ákvæði um lánskjör, lánsupphæðir eða lánstíma. Allt slíkt teljum við, a. m. k. fyrst um sinn, verða að vera á valdi jafnvægisstofnunarinnar sjálfrar og þær reglur um útlánin verði að mótast af þeirri reynslu, sem hún fær í starfi sínu. Sérstak lega er fram tekið, að >-ita megi sveitarfélögum lán til að koma upp íbúðum. Það má ekki eiga sér stað framvegis, að landssvæði, sem eiga í vök að verjast, missi af fólki vegna skorts á íbúðarhús- næði, t. d. sérmenntuðum mönnum eða kunnáttumönnum í verkleg- uim efnum, en því m}ður hefur slíkt átt sér stað og núverandi lánastofnanir taka ekki tillit til slíks. í frv. er þó ekki eingöngu gert ráð fyrir lánastarfsemi, held- ur einnig óafturkræfum framlög- um, en til þess að veita slík fram- lög er gett ráð fyrir, að þurfi auk- inn meiri hluta í jafnvægisnefnd- inni. En þessi óafturkræfu fram- lög mundu koma til greina, þar sem líklegt þykir, að ekki gæti orðið um endurgreiðslu að ræða. Sérstakir sjóöir Þá vil ég vekja athygli á því, að í 15. gr. frv. er gert ráð fyrir þeim möguleika, að jafnvægisstofnunin geti, ef sérstaklega stendur á, gerzt meðeigandi í atvinnufyrir- tæki, sem hún telur nauðsynlegt að koma á fót, ef ekki reynist unnt að stofna fyrirtækið á annan hátt, enda séu einnig aukinn meirihluti a.m.k. því samþykkur í n. í norsku jafnvægislöggjöfinni, sem ég nefndi áðan, eru einmitt á- kvæði, sem að þessu lúta og norsku jafnvægissjóðirnir hafa gert töluvert af því á undanförnum árum að gerast meðeigendur í slík um fyrirtækjum. Einnig vi1 ég vekja athygli á ákvæðutn 13. gr. um sérstaka jafnvægissjóði í ein- stökum byggðarlögum eða lands- hlutum. Greinin fjallar um það, að á nánar tilteknn landssvæði sé hægt að koma upp sjálfstæðri jafn vægisstarfsemi á þann hátt. að þetta landssvæði fái til ráðstöfun- ar sinn hluta af allsherjarsjóðn- um, en njóti þá ekki stuðnings af honum með öðrum hætti. Þetta miðar, eins og ákvæði 14. gr um framfaranefndir að því að örva frumkvæði og framkvæmdagetu heima fyrir í hverjum landshluta í samræmi við tilgang frv., enda hafi hinir sérstöku jafnvægissjóð- ir, er til kemur hlotið löggildingu jafnvægisnefndar. Gert er ráð fyr- ir, að þeir aðilar, er að slíkum sjóðum standi, útvegi sjálfir nokk urt viðbótarfé heima fyrir til starf-! semi sinnar eða leggi fram á þann hátt fé, setn þeir geti ráðstafað til framkvæmda í þágu atvinnu- lífs til eflingar byggðinni á hiutað- eigandi svæði. Þá vil ég að lokum vekja athygli á 16. gr. frv. Þar segir svö, að þeg- ar komið er upp atvinnufyrirtækj- um með fjárhagslegum stuðningi ríkisvaldsins, skuli ríkisstj. leita á- lits jafnvægisnefndar um staðsetn ingu þeirra. Þetta á að sjálfsögðu eigi sízt við um fyrirtæki eða stofnanir, sem ríkið sjálft á eða rekur á sviði atvinnulífsins og ætti í framkvæmd einnig að eiga við ýmsar aðrar opinberar stofnan- ir, þótt eigi þyki hér henta að setja um það almenna reglu, þar sem sumar af slíkum stofnunum hljóti að vera tengdar við ákveðna staði t. d. höfuðborgina. Þetta á- kvæði, eins og fleiri í þessu frv. styðst við erlent fordæmi frá lönd- um, sem tekið hafa upp jafnvægis- starfsemi, en þar er að því stuðl- að af hálfu rikisvaldsins á ýmsan hátt, að atvinnufyrirtæki, sem eru að hefja starfsemi sína, yrði að auka með nýrri fjárfestingu, starfi fremur í þeim byggðarlögum. sem höllum fæti standa, en i hinum stærstu borgum eða umhverfi þeirra. Bráðabirgðaáæflun f ákvæði til bráðabirgða er og ákvæði, sem ástæða er til að nefna sérstaklega. Þar er svo fyrir mælt, að jafnvægisnefnd skuli þegar eft- ir gildistöku 1. gera bráðabirgðaá- ætlun um sérstaka aðstoð við þau byggðarlög, sem nú þykir sýnt, að dregizt hafi aftur úr og hætta er á, að eyðist, þó því aðeins, að það geti talizt vel viðunandi náttúru- skilyrði til atvinnurekstrar og verja til þeirrar aðstoðar allt að þriðjungi af tekjum sjóðsins, sem óafturkræfu framlagi næstu 3 ár. Sum byggðarlög virðast nú þannig á vegi stödd, að hafa verði hrað- ann á, ef þær sérstöku ráðstafan- ir, sem þjóðfélagið kann að vilja gera þeim til aðstoðar, eiga ekki að verða um seinan og leyfi ég mér að vísa til grg. frv. og þeirra fundasamþýkkta, sem þar'er getið um í því sambandi. Um einstök efnisatriði þessa frv. og rök fyrir þeim leyfi ég mér að öðru leyti að vísa tfl grg , sem fylgir frv., svo og þess, sem áður hefur verið um þetta mál rætt hér á hiiiu háa Alþingi. Frv. að mestu leyti sama efnis og þetta hefur þegar verið flutt á tveim undanfömum þingum, en því miður ekki náð fram að ganga. Nú sýnist mér hins vegar ýmis- legt benda til þess, að nýtt við- horf hafi skapazt til þessara mála og meiri skilningur en fyrr á hinni aðkallandi nauðsyn þess, að sporn að sé gegn því með skipulögðu á- taki, sem um' munar, að þjóðin leggi meiri eða minna hluta af landi sínu í eyði. Það er nokkuð áberandi stundum í fari okkar fs- lendinga og sérstaklega um þessar mundir að gefa gaum að þvf, sem aðrar stærri þjóðir hafast að og fara eftir einhvers konar heims- tízku í meðferð þjóðmála. Og nú vill svo vel til, að hægt er að benda á það þessu máli til stuðn- ings, að ekki aðeins frændur vorir Norðmenn, heldur og ýmsar aðrar þjóðir hér í álfu hafa nú í seinni tíð talið sér nauðsynlegt að taka landsbyggðarmál sitt til sérstakr- ar meðferðar og gert í því sam- bandi ýmsar mikilsverðar ráðstaf anir í löggjög og stjórnarframkv. Við, sem að þessu frv. stöndum höfum undir höndum upplýsingar um opihberar ráðstafanir þess efn- is frá 7 Norðurálfulöndum auk norsku jafnvægislöggjafarinnai — Þessi löggjöf er að sjálfsógðu með ýmsu móti, enda staðhættir mismunandi, en eitt er nér alls staðar sameiginlegt, að i henni, þ. e. a. s. í löggjöfinni er ákvæðið, TÍEVBINN______________ að þjóðfélögin hafi hönd í bagga um það, hvernig löndin byggist á komandi tímum og leggi fram til þess mikla fjármuni til að koma í veg fyrir, að hin blindu lögmál fjármagns og viðskipta verði yfir- sterkari félagslegum og þjóðleg- um sjónarmiðum Frakkar í Frakklandi hefur verið gerð 10 ára áætlun um flutning ýmiss konar ríkisstofnana burt frá höfuð borginni og um að dreifa starfsemi einstakra stofnana um landið At- vinnufyrirtæki, sem flytja starf- semi sína a. m. k. 200 km. út fyr- ir París eða út í Græna beltið, sem svo er nefnt, fá sérstaklega hagstæð lán í Frakklandi. Árið 1960 var talið, að búið væri að flytja á þennan hátt um 600 at- vinnufyrirtæki, sem höfðu 170 þús. manns í vinnu. Tvær stórar bifreiðaverksmiðjur með 25—30 þús. menn voru t. d. fluttar vestur í Bretaníu. Á Ítalíu hefur verið stofnaður sérstakur uppbyggingarsjóður fyr- ir Suður-Ítalíu og sérstakur upp- byggingarsjóður fyrir Suður-Ítalíu og sérstakar uppbyggingaráætlan- ir gerða á vegum ríkisins fyrir Sardiniu og Sikiley. Bretar í Bretlandi er nú skráð á upp- byggingaráætlun um 300 svonefnd uppbyggingarsvæði víðs vegs> um Bretland, strjálbýl landssvæð: eða landssvæði, þar sem koma þarf upp nýjum atvinnugreinum í stað annarra úreltra, svo og útborgar- svæði til að létta á London og öðr um stórborgum. Á þessum upp- byggingarsvæðum hefur ríkið siálft, brezka rfkið, látið koma upp fjölda atvinnu- og framleiðslu stöðva, seen leigðar eru út eða síð- ar seldar og einnig að atvinnufyr- irtæki kosta mjög opinberu háu framlagi, ýmist beinu eða 1 formi skattgjalds eða afsláttar vegna fjárfestingar á þessum svæðum. Nánari ákvæði um þessi framlög í Bretlandi eru í nýrri löggjöf frá brezka þinginu á árinu 1963. í Svíþjóð vann nefnd að þessuir málum á árunum 1959—1963 og gerði till. um að verja miklu fé til uppbyggingar svonefndra þró- unarsvæða í Svíþjóð. Þar er m.a. gert ráð fyrir sérstöku og lægra rafmagnsverði í nyrzta hluta Sví- þjóðar og athyglisvert fyrir okkur hér á íslandi, en hér — það nú svo, að hin strjálbýlli héi srð grefða hæst verð í Svíþjóð hafa verið uppi og gerðar af opinberum aðilum á- kveðnar till. á áætlunum um flutn ing opinberra stofnana og starfs- manna burt úr höfuðborgunum, þ. e. a. s. stofnana, sem ebki er talið nauðsynlegt, að séu þar. Viðfangs- efni stórþjóðanna á meginlandinu eða á Bretlandseyjum eru að sjálf sögðu ólík okkar viðfangsefnum og við getum ekki sniðið ofckar löggjöf eða framkvæmdir nema að nokkru leyti eftir fordæmum þeirra. En það, sem athyglisverð- arst er í þessu sambandi er sú grundvallarhugsun, sem nú hefur fest rætur í mörgum löndum, að þjóðfélagið getur ekki látið sér ó- viðkomandi staðsetning lands- byggðarinnar eða staðsetning at- vinnu og fjár. Að samanþjöppun eða centraliser ingu á litlum landssvæðum verði að vera takmörk sett. Hin nýja og vaxandi samgöngutækni er þegar farin að skapa nýja og áður ó- þekkta möguleika í þessu sam- bandi. Margt bendir til þess, að hér sé um að ræða eitt höfuðvið- fangsefni þjóðfélaganna á kom- andi tímum og þó er það e t. v. hvergi eins aðkallandi og tiér að taka þetta viðfangsefni föstum tök um og hef ég áður vikið að þeim ástæðum. Má ekki dragast Eins og ég sagði áðan, eru ár- legar tekjur jafnvægissjóðs miðað við sennilega afgreiðslu fjárl. 1965 að líkindum eitthvað kring- um 50 millj. kr. eða rúmlega það samkv. þessu frv. Þetta er ekki mikið fjármagn miðað við þau verkefni, sem fyrir hendi eru, en miklu skiptir, að ekki sé lengur dregið að hefjast handa. Jafnvæg- isstofnunin þarf að komast á fót sem fyrst. Framkvæmdastjóri norsku jafnvægisstofnunarinnar sagði hér á dögunum að ráða- menn í Noregi vildu stöðva fólks- flóttann úr dreifbýlinu, stöðva strauminn, eins og hann orðaði það. En getum við stöðvað þenn- an straum, spurði hann og spurn- ingunni svaraði hann sjálfur á þessa leið: „já, við getum það, þ.e. a.s. við Norðmenn getum það ef við viljum.“ Við fslendingar getum það líka, ef við viljum. Þjóðfélagið getur gert þær ráðstafanir, sem til þess þarf, að ísland verði áfrahi byggt land. Hér er fyrst og fremst um að ræða rétta drefingu þess fjár- magns, sem þjóðfélagið getur ráð- ið yfir, til þess að skapa fram- leiðslumöguleika, íbúðir og það, sem til þess þarf að lifa menning- i arlífi nútíðar og fraimtíðar um ! landið allt. Jafnvægisstofnunin á að verða þess um komin að leggja til það fjármagn, sem á vantar, þegar búið er að fara hinar venju- legu leiðir. Hún á að geta lagt það lóðið á vogarskálina, svo úr- slitum ræður. Hún á að hafa varð- stöðu, skynsamlega forsjá. Það getur verið, eins og Carl- sen sagði um daginn, að þetta kosti eitthvað. Við megum ekki láta okkur bregða í brún, þó að það kosti eitthvað fyrir svona litla þjóð að vera sjáífstætt ríki og eiga landið og kann að reynast, eins og skáldið sagði, dálítið dýrt, a.m.k. um stundarsakir, að vera íslendingar, en það kynni þó að reynast dýrara fyrir afkomendur okkar að vera það ekki. Fjölgun á 23 árum: 54% Síðustu 23 árin hefur þjóðinni eins og ég sagði áðan, fjölgað um nálega 54%. Ef gert er ráð fyrir sömu fjölgun hlutfallslega áfram og litið 23 ár fram í tímann til ársloka 1988, ættu íbúar landsins þá tð vera rúmlega 100 þús. fleiri en þeir eru nú. Þegar rætt er um að skipuleggja landsbyggðina, er spurningin fyrst og fremst þessi: Hvar verða heimili þessara 100 þús. íslendinga, sem bætast við í landinu á þessum 23 árum? eða á einhverjum styttri tíma eða lengri tíma ef menn vilja svo vera Iáta. Það er hægt að hugsa sér, að allur þessi mannfjöldi eða mestur hluti hans safnist saman á höfuð- borgarsvæðinu. En í sambandi við allan þennan mannfjölda eru líka möguleikar til að efla byggð i öll- um ladshlutum, og það er það, sem þjóðfélagið þarf að stefna að. Náttúrugæðin eru víða. Landbún- aðurinn í sveitunum ætti að geta tekið á móti miklu meira fólki en við hann vinnur n úþrátt fyrir aukna tækni. Þéttbýliskjarnar Á 19. og 20. öld hafa myndazt víðs vegar um land rúmlega 70 þéttbýlisstöðvar fyrir utan höfuð- borgina og stærstu kaupstaðina, sem teljast nokkur þúsundir manna hver. Flestar eru þessar þéttbýlismiðstöðvar við sjóinn, en nú i seinni tíð eru þær einnig að myndast í sveitum, á krossgötum í sambandi við verzlun og fleira. í kringum skóla, á jarðhitastöð- um o.s.frv. Þessi byggð öll eða mestöll hefur vaxtarskilyrði, ef rétt er að henni búið, en þó mís- jafnlega góð og slíkir staðir geta orðið fleiri. ísland mun á næstu áratugum eignast mannafla til að geta gefið hinum mörgu þéttbýlis- stöðum nýtt líf og jafnframt til að efla sveitirnar og fá stóra kaup- staði eða bæi, t.d. ein neða tvo í hverjum landshluta. Að þessari þróun er jafnvægisstofnuninni, sem þetta frv. fjallar um, ætlað að vinna. Um það þarf hún að hafa samráð við reynda menn og ser- fróða á ýmsum sviðum. Hún þarf að byggja á því, sem fyrir er, en jafnframt hafa auga fyrir nýjum viðhorfum, nýjum möguleikum. Nútímafólk hér á landi vill, eins og annað nútímafólk, verkaskipt- ingu og fjölbreytni. Sjávaraflinn mun enn um hríð reynast drýgstur til eflingar hinum mörgu, smáu þéttbýlisstöðum við sjóinn ng al- veg sérstaklega þegar farið verður að nýta hann betur/ til mpnnsldis en nú er gert. Og íslenzkur land- búnaður kann að eiga sér meiri markaðs- og vaxtarmöguleika en nú er almennt viðurkennt. En ís- lendingar eru líka iðnaðarþjóð og hafa raunar alltaf verið. Innlend hráefni og alþjóðleg gerviefni opna sjálfsagt ýmsar nýjar leiðir. Ekki er það ólíklegt,' að gamall íslenkur heimilisiðnaður, þjóðleg handavinna eða listmunagerð eigi eftir að veita mörgum vetrarat- vinnu, e.t.v. ekik svo mjög — og sveitaheimilum eins og fyrr, aeld- ur í þorpum og bæjum, þar sem veturinn er nú hjá mörgum dauð- ur tími heima. í sumum löndum er heimilisiðnaður og ferðamanna- þjónusta nátengdar atvinnugrein- ar. Og þegar sá draumur rætist, að hafizt verður handa um stór- virkjun fallvatna til framleiðslu- aukningar, er þar um að ræða mikla, óvenjulega möguleika tll að auka jafnvægið milH landsbluta og það værí stórslys í skipulags- málum landsbyggðar, ef þeir mögu leikar væru látnir ónotaðir, ef mýtt fjármagn á þessu sviði væri látið ýta undir öfugþróun í stað þess að stuðla að jafnvægi. Það er von okkar flm., að sá tími nálgist, að það málefni, sem við berum hér fram, hljóti nauð- synlegt fylgi hér á hinu háa Al- þingi. Ég geri ráð fyrir ,að ýmsir hafi sannfærzt um það nú í seinni tíð, að hér er bent á hina réttu leið. Við erum að sjálfsögðu reiðu- búnir til að ræða um þær breyt- ingar á þessu frv., sem til bóta mætti verða. Þegar íslenzk jafn- vægisstofnun kemst á fót, verður þar um að ræða .tákn þess, að með vaxandi fólksfjölda renni hér. upp ný landnámsöld en ekki landeyð- ingaröld. Við íslendingar erum um þessar mundir staddir á þeim ör- lagastað, þar sem skilur milli feigs og ófeigs, því að þjóðin hirð- ir ekki um að láta landið stækka sig eða smækka að eilífu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.