Tíminn - 07.11.1964, Síða 7

Tíminn - 07.11.1964, Síða 7
LAUGARDAGUR 7. nóvember 1964 19 TÍMINN SAMVI HEFUR KAPURINN Hér fer á eftir meginefni framsöguræðu Páls Þorsteins- sonar fyrir. frumvarpi Fram- sóknarmanna um samvrnnu- búskap. Páll flutti ræðu þessa í efri deild Alþingis 29. okt. Þessi Old, sem vl8 lifum á, má með sanni kallast öld tækni og vélvæðingar. Tæknin stóreykur af- köstin hjá atvinnuvegunum og léttir störfin og gerir kleift að lyfta Grettistökum, svo að þau viðfangsefni, sem menn taka sér fyrir hendur, verða stærri og stærri í sniðum. En tækni verður ekki beitt nema hún styðjist við almikið fjármagn, 'bæði til stofn- kostnaðar og reksturs. Þessi vél- væðing atvinnuveganna hefur valdið mjög örum breytingum, bæði á atvinnulífinu og þjóðfé- lagsháttum. Nýjar atvinnugreinar eru settar á stofn og tækifærin gefast fleiri og fleiir til að velja sér starf hver við sitt hæfi og hinn vinnandi maður getur því horft til margra átta, þegar hann vill velja sér starf. Af þessu leiðir það. að landbúnaðurinn hefur nú i sinni þjónustu hlutfallslega miklu færra fólk heldur en hann hafði við skulum segja um síðustu alda- mót og allt fraoi eftir þessari öld. En þrátt fyrir þetta vex fram- leiðslan. Þessu veldur vélvæðingin og tæknin. Það er talið eftir skýrsl um, sem Hagstofan hefur gert, að árið 1910 hafi 51% af þjóðinni stundað landbúnað. Árið 1920 um 42.9%, árið 1930 35.8%, árið 1940 30.6%, árið 1950 19.9% og talið er, að 1960 hafi um 15% af þjóð- inni stundað landbúnað. Það er vitanlega erfitt að draga glögga markalínu, þegar þjóðinni er skipt í atvinnustéttir, því að í sveit- unum er og hefur nú jafnan verið fleira fólk en það, sem eingöngu vinnur að landbúnaði, en þessar tölur sýna þó örugglega, hver þró- unin er í atvinnuskiptingu hér með þjóðinni. Stóraukin framleiðsla Þrátt fyrir þessa þróun hefur framleiðsla landbúnaðarins vaxið hröðum skrefum, svo að á síðustu 15 árum hefur mjólkurframleiðsl- an um það bil þrefaldázt og fram- leiðsla sauðfjárafurða nærri því tvöfaldazt. Þessu veldur vélvæðing landbúnaðarins, sem eykur afköst- in og framleiðslumagnið. En þó að vélvæðingin hjálpi mikið til við framleiðsluna, eru samt sum verk við landbúnaðinn, sem ekki er hægt að vinna með vélum eða þær geta ekki létt undir nema að takmörkuðu leyti. Það er yfir- leitt ekki miðað við það af hálfu löggjafans, að búskapur hér á landi sé á þessum tíma rekinn al- mennt með miklu, aðkeyptu vinnu- a£]i. Verðlagsgrundvöllur landbún- aðarafurða er t.d. miðaður við það, að það sé ekki nema lítið aðkeypt rinnuafl, sem meðalbúið notar, en idnnan hvíli að langmestu leyti á bóndanum sjálfum og fjölskyldu bans. Svipað er að segja um þau ’.kvæði. sem n-'ipsa hafa verið sett um ræktun, þar sem miðað er við að veita sérstakan stuðning til ræktunar á jörðum, sem hafa minna en 25 ha tún. 25 ha tún gefur af sér allmikla uppskeru, en sú túnstærð er þó ekki miðuð við það að framfleyta á slíkri jörð stórbúi með miklu, aðkeyptu vinnuafli. Að langmestu leyti er því búskapurinn einyrkjabúskapur. En reynslan sannar, að einyrkja- búskapur hefur mikla annmarka. Starf einyrkjans er mjög bindandi. Hann þarf ein nað leysa af hendi margvísleg verkefni, sem hann er misjafnlega vel fallinn til að vinna og ef annað hjónanna á sveita- heimilinu forfallast um skemmri eða lengri tíma, getur það valdið miklum örðugleikum, þegar ein- yrki á í hlut. Tímabært Það er því fullkomlega júma- bært að dómi okkar flm. þessa frv., að leitað sé nýrra ráða við þessum vanda. Og þá kemur mjög til álita sú hugmynd, sem færð er í búning í þessu frv., að leggja grundvöll að aukinni samvinnu í búskap. Við höfum fyrir okkur dæmi um árangur samvinnuskipu- lags á mörgum sviðum i þjóð- iífinu. Við vitum, að samvinnu- skipulagið hefur lyft Grettistökum á sviðum viðskipta og afurðasölu. Og það er kunnara en frá þurfi að segja, að einstaka þætti hafa bændasamtökin leyst með sam- vinnuskipulagi, af því að þau sáu, að verkefnin voru svo stór, að við þau yrði naumast ráðið á annan hátt, og þá hefur það tekizt mjög greiðlega. Þessu til skýringar nefni ég eitt dæmi. Þegar hinar stórvirku jarðræktarvélar tóku að ryðja sér til rúms fyrir svona 1% áratug eða svo, reyndist það flestum einstaklingum í bænda- stétt ofviða sökum kostnaðar að kaupa þær og reka. Hins vegar eru slíkar vélar og viðeigandi tæki nauðsynleg við framkvæmdir í sveitum. Þær hafa lagt grundvöll að hinum stórstígu framförum í ræktunarmálum. sem orðið hafa á 1—2 áratugum, en þennan vanda leysti bændastéttin mjög greiðlega og ágreiningslítið á grundvelli lög-| gjafar, sem sett var 1954 með1 stofnun ræktunarfélaga og sam- j vinnu um kaup vélanna og rekstur. j Og við höfum líka fyrir okkur í dæmi þess, að bæði fyrr og síðar hafa vissir þættir í bústörfunum verið leystir með samvinnu og verða ekki öðru vísi leystir. í þessu efni má nefna fjallskilin, sem framkvæmd eru eftir reglu- gerð, sem sveitarstjórnir eða sýslu- nefndir setja. Það má nefna nytj- un ýmissa hlunninda, svo sem veiðiskap, selveiði o.fl., sem verða ekki nytjuð öðru vísi en minni eða stærri hópur manna vinni saman að þessum verkum. Og í sujiium sveitum er það algengt, að samvinnubúskapur þótt óformleg- sé víðast hvar, sé stundaður þann- ig að skyldfólk vinni saman við bústörfin, og hefur þetta víða gef- ið góða raun og sums staðar er það svo, það get ég dæmt um af nokkr- um kunnugleika, að þar sem vel hefur tekizt, um samvinnu við bú- skap á þennan hátt, þar eru yfir- leitt styrkustu sveitarheimilin í hverjum hreppi. Lagalegur grundvöllur Við leggjum fram þetta frv. til þess að fá lagalegan grundvöll undir stofnun samvinnubúa, en það er ekki tilgangur frv. að beita til þess valdboði eða þvingun. Það er ekki stefnt að því með þessu frv. að löggjafarvaldið knýi til samvinnu í búskap eða að útrýma einstaklingsbúskap. Við gerum ráð fyrir því og teljum sjálfsagt, að þótt þetta frv. verði lögfest og það komi til framkvæmda, þá þró- ist einstaklingsbúskapur og sam- vinnubúskapur jafnvel hlið við hlið og það hlýtur að fara eftir vilja fólksins og aðstöðu á hverj um stað, hvoru forminu verður fylgt. En augljóst er, að samvinnu búskapur hefur ýmsa kosti fram yfir einyrkjabúskap og mun gera sveitafólkinu kleift að losna við annmarka, sem einyrkjabúskap fylgja. Þar sem tveir bændur eða fleiri starfa saman að búrekstri, getur komizt á hagkvæm verka- skipting, framkvæmdir orðið hlut- fallslega meiri en hjá einyrkjum, vélaaflið notazt betur og búin orðið hlutfallslega stærri. Það má þó telja enn mikilvægara, að með samstarfi í búskap skapast öryggi, sem nú vantar víða tilfinnanlega, þannig að búið verður ekki í öráðri hættu, þót einn maður forfaliist, þar sem samst.arfs- menn hlaupa þá undir bagga. Með samvinnubúskaþ mun og gefast kostur á meira frjálsræði til að taka þátt í nútíma þjóðlífi en ein- yrkjabúskapur leyfir. Efni frumvarpsins í I. kafla þessa frv. er það skil- greint, hvað samvinnubúskapur er samkv. frv., ef að lögum verður. En það er samvinnubúskapur sam- kv. lögum þessum, ef tveir bændur eða fleiri saman reka í félagi sam- kv samningi eitt bú, þar sem að- ilar vinna saman við búið, vélar og tæki vegna búrekstrarins eru sameign og jörð og útihús eru til sameiginlegra afnota vegna bú- skaparins. Hér er það ekki gert að skilyrði, að eignarhlutföll í fasteigninni, þar sem búið er, séu jöfn. Það er allvíða svo ástatt, að öldruð hjón eiga stóra og kosta- ríka fasteign, en vantar vinnuafl til þess að nýta hana. f grennd við þau eru svo ung hjón, sem vilja stofna til búskapar, en vantar jarð- næði. Þarna ætti að vera opin leið samkv. frv., til þess að mynda samvinnubú, þar sem eldri hjónin gætu lagt fram meira af fasteign- inni, en yngri hjónin meira af starfsorkunni báðum til hagsbóta. Samkv. II. kafla frv. geta tveir bændur eða fleiri, sem búa á sömu jörð, stofnað samvinnubú, ef þeim þykir það henta. Enn- fremur er svo kveðið á í III. kafla frv., að nýbýlastjórn sé heimilt að hlutast til um, að komið verði á fót samvinnubúskap samkv. 1. þess- um í byggðahverfum, sem reist eru að tilhlutan nýbýlastjórnar samkv. 1. um landnám, ræktun og byggingar í sveitum. Þá gerum við ráð fyrir, að hugsað verði fyrir því, áður en mannvirki byggða- hverfisins eru reist, að þarna sé fyrirhugað á þessu svæði að reka samvinnubúskap og þá mannvirk- in sniðin með tilliti til þess. Vörn gegn byggða- eyðingu IV. kafli frv. er nýmæli, sem felur í sér ákvæði um það, að sé hætta á, að byggð eyðist í sveit- arfélagi að dómi Nýbýlastjórnar og hlutaðeigandi sveitarstjórnar, þar sem skilyrði eru góð til bú- skapar frá náttúrunnar hendi, þá sé Landnámi ríkisins heimilt, að fengnu samþykki eða eftir ósk hlutaðeigandi sveitarstjórnar að stofna þar til samvinnubúskapar, ef talið er, að með því verði komið í veg fyrir eyðingu byggðarinnar. Á undanförnum árum hefur mjög verið rætt um jafnvægi í byggð landsins og nauðsyn þess, að ríkis- valdið stuðlaði að því að viðhalda slíku jafnvægi.Þó að skemmra hafi verið gengið í því efni, heldur en við framsóknarmepn höfum lagt til, þá er áreiðanlega mjög mörg- um mönnum í þessu landi ljós þörfin á því, að það mál sé tekið föstum tökum. Við höfum nú ný- lega átt þess kost að fræðast um það, hvað frændur okkar, Norð- menn, hafa gert á því sviði. Þeir hafa tekið þetta mál miklu fastari tökum og skiþulegar, heldur en okkur íslendingum hefur enn auðnazt að gera. Og þeim dylst það ekki, hvaða gildi það hefur fyrir norsku þjóðina og þjóðlífið þar í landi, að halda öllum lands- hlutum þar í byggð ,og stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Enda er það svo, að landið okkar er sér- eign þessarar þjóðar. En þessari eign og réttinum yfir henni og landhelginni fær þjóðin a.m.k. bezt haldið með því, að hún geri sér það ljóst, að hún á að nytja þetta land ein. Landbúnaðurinn er einnig líka sá ^tvinnuvegur, sem dreifir byggðinni og bindur þjóðina við landið umfram aðrar atvinnugreinar. f þessum kafla, IV. kafla frv., er gert ráð fyrir þvi, eins og ég hef þegar gert grein fyrir, að það sé heimilt samkv. frv., ef að lögum verður, að stofna til samvinnubúskapar, þar sem skilyrði eru góð í því skyni að koma í veg fyrir, að byggðarlag fari í eyði og ef ráðizt er í fram- kvæmdir samkv. þessum kafla frv., þá gerum við ráð fyrir, að ríkissjóður leggi fram í því skyni 10 millj. kr. árlega næstu 10 ár, en framkvæmdir séu á vegum Landnáms ríkisins. Um fjárframlög samkv. frv. til samvinnubúskapar að öðru leyti, eru þau ákvæði, að samvinnubú hafi sama rétt til lántöku í Stofn- lánadeild landbúnaðarins og til framlaga samkv. jarðræktarlögum og 1. um Stofnlánadeild landbún- aðarins, landnám, ræktun og bygg- ingar í sveitum eins og aðilar að búinu hefðu haft, ef þeir hefðu búið hver út af fyrir sig á sér- stakri bújörð. En auk þess skal nýbýlastjórn heimilt, ef stofnun samvinnubúa hefur í för með sér sérstakan kostnað á byrjunarstigi umfram venjulegan einkabússtofn- kostnað að veita stofnendum óaft- urkræft framlag eftir þvi, sem fé verður til þess veitt á fjárl. Enn- fremur skal Stofnlánadeild land- búnaðarins heimilt að veita sam- PÁLL ÞORSTEINSSON vinnubúi stofnlán til þess að standa straum af slíkum kostnaði, ef Nýbýlastjórn mælir með því. En að um þennan sérstuðning verði sett nánari ákvæði í reglu- gerð. í frv. er svo'fyrir mælt, að ef stofnað er til samvinnubúskapar samkv. þessum ákvæðum, skuli gerður um það stofnsamningur milli aðila og sé honum þinglýst. f 11. gr. frv. er svo nánar kveðið á um það, hvaða ákvæði sé skylt að setja í stofnsamning. Við gerum ráð fyrir, svo sem sjálfsagt má telja, að Teiknistofa landbúnaðar- ins, Búnaðarfélag íslands og Bú- reikningaskrifstofa ríkisins, hver stofnun á sínu sviði, veiti aðstoð við framkvæmd þessara laga/ Og Nýbýlastjórn er með frv. beinlínis lögð sú skylda á herðar að láta í té eyðblöð undir stofnsamning og leiðbeina við gerð samnings og hafa eftirlit með framkvæmdum. Það má telja eðlilegt, að leggja þessa skyldu á herðar þeirrar rík- isstofnunar, sem hefur þegar það hlutverk með höndum að hafa eftirlit með stofnun nýbýla, bæði einstakra býla og byggðahverfa, ennfremur eftirlit með eyðijörð- um, og greiða fyrir því, að jarðir verði byggðar, og hefur til umráða nokkurt fjárframlag til þess að veita einstaklingum slíka fyrir- greiðslu. jTrúlofunarhringar afgreiddii samðægurs SENDUM UM ALLT LAND HALLDÓR uSkólavörðustíg 2 INGÖLFSSTRÆTl 11 Símar 15014 11325 19181.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.