Tíminn - 13.11.1964, Side 12

Tíminn - 13.11.1964, Side 12
230. tbl SIGLUFJARDAR. FLUG AUGL YST MB-Reykjavík, 12. nóvember. f hádegisútvarpinu í dag var lesin tilkynning frá Vestanflugi um vikulegar flugferðir til Siglu- fjarðar. Hyggst Vestanflug láta flugvél sína fljúga þangað á hverj um föstudegi, þegar veður leyfir. Blaðið átti í dag tal við Guð- björn Charlesson, flugmann Vest- anflugs, um þessar ferðir. Hann kvað þá hafa farið til Siglufjarðar tvo síðastliðna föstudaga, en ekki auglýst ferðir sínar fyrr, því að Stofnfundur F.U.F. Stofnfundur félags ungra Fram sóknarmanna í Mosfells-, Kjalar- nes- og Kjósahreppi verður í dag 13. nóvember að Hlégarði og hefst kl. 20,30. Jón Skaftason, alþingismaður og Örlygur Hálf- dánarson mæta á fundinum. — Undirbúningsnefnd. Fundur í Framherja Fundur verður haldinn í Fram- herja, félagi launþega, sunnu- daginn 15. nóv.' í Tjarnargötu 25 og hefst kl. 2 e.h. Dagskrá: Rætt um verkalýðsmálin í dag — Sýnd- ar verða skuggamyndir frá Nor- egi. Félagar fijölmennið. Stjórn in. þeir hefðu ekki haft fast aðsetur til afgreiðslu í Reykjavík, fyrr en nú að þeir hafa fengíð húsnæði í gamla flugturninum. Áætlun er ekki leyfð á Siglu- fjörð, svo að þarna verður um tilraun að ræða, að sögn Guðbjarn- ar, en hann kvað völlinn á Siglu- firði vera nú eins góðan og hann gæti verið og hafa verið í ágætu lagi í sumar. Flugvél Vestanflugs er sem kunnugt er tveggja hreyfla Piper Apache vél, sem er fjög- urra manna. Vélin hefur verið staðsett í Reykjavík að undan- förnu, þar sem ekkert flugskýli er tSl á Vestfjörðum. Þessi mynd var tekin á Miklubrautinni, en kafiinn á milll Háaleitisbrautar og Grensásvegar er sá siðasti sem malbikaður verður j sumar. Fremst á myndinni er „eldvagn" sem notaður er til að þurrka undirlagið undir malbíkið. í baksýn eru svo útlagningarvélar borgarinnar. (Tímamynd K.J.) Hafnarfjörður Framsóknarfélag Hafnarfjarðar heldur aðalfund að Norðurbraut 19 laugardaginn 14. nóvember kl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosnir fulltrúar á kjördæmis- þing. 3. Jón Pálmason, bæjarfulltrúi, ræðir um bæjarmálin. 4. Önnur mál. Jón Skaftason, alþingismaður, mætir á fundinum. Stjórnin. Helmingi meira mal bikað nú en í fyrra HASKOLAMENNTADIR KENN- ARAR STOFNSETJA FÉLAG KJ-Reykjavík, 12. nóv. Ánægjulegt og þarft átak hefur verið gert í gatnagerðarmálum j höfuðborgarinnar í stunar, bæði ! iivað viðvíkur malbikun gatna og Iiellulagningu og steypun gang j stétta. í vor gerði borgarverkfræðing- ur áætlun um malbikun gatna í Reykjavík á sumrinu, og auk þeirra gatna sem þar var getið og sagt var frá í blaðinu á sínum tíma, voru hluti Laugarnesvegar, Otrateigur, Hrísatiegur og Eiðs- grandi malbikaðar utan áætlunar innar. Ingi Magnússon yfirverk- fræðingur hjá borginni tjáðí blað- inu einnig í dag að alls hefðu 145 þús fermetrar akbrauta verið EJ-Reykjavík, 12. nóvember. Háskólamenntaðir kennarar hafa stofnað sitt eigið félag, þar sem þeim þótti ekki nægilegt tillit tek ið til menntunar kennara í Lands sambandi framhaldsskólakennara, sem þeir voru í áður. Telja þeir réttmætt, að háskólamenntaðir kennarar, sem lokið hafi prófí, fái hærri laun en kennarar án sér- menntunar, og munu vinna að því I framtíðinni. Stjóm félagsins, sem stofnað var s. 1. sunnudag, kallaði blaða- menn á sinn fund í dag og skýrði þeim frá stofnun félagsins. Sögðu þeir, að hugmyndin um, að há- skólamenntaðir kennarar stofnuðu eigið félag vegna sameigínlegra áhuga- og hagsmuaamála, hefði verið lengi á döfinni, en megin- orsök félagsstofnunarinnar væri þó sú stefnubreyting, sem gerð var á síðasta þingi L.S.F.K., en þar voru gerðar samþykktir, sem fela í sér að lítt skuU tekið tillit til menntunar við ákvörðun launa, og jafnframt sú yfirlýsing formanns LSFK nýlega, að „menn skuli hljóta sömu laun fyrir sömu vinnu“. Sögðu stjórnarmennirnir, að samkvæmt þessu ætti að setja hlið við hlið réttindalausa menn og kennara með fyllstu tilskilda menntun, sem er 4—6 ára háskóla nám. Yrðu því ævitekjur þeirra, sem afla sér þeirrar framhalds- menntunar, sem nauðsynleg er til starfsins og lög krefjast, lægri en hinna, sem minni menntun hafa. Þeir sögðu, að verkefni félags- ins væru tvíþætt. í fyrsta lagi verði lögum um réttindi og mennt- un kennara breytt, kröfum um menntun verði auknar og einnig Framhald á bls. 23 Ólafur Friðriksson | látinn Ólafur Friðriksson rithöfundur og fyrrum ritstjóri Alþýðublaðsins lézt í Reykjavík í nótt. Ólafur var fæddur 16. ág. 1886 á Eskifirði sonur Friðriks Möllers póstaf- greiðslumanns og síðar póstmeist- ara á Akureyri og konu hans, Ragnheiðar Jónsdóttur. Gagnfræða prófi lauk Ólafur 1903 og var í Kaupmannahöfn frá 1906 við nám og ritstörf. Ólafur var forgöngu- maður um stofnun Alþýðuflokks- íns og Alþýðusambandsins og sat tvisvar sinnum í stjórn þess. Rit- stjóri Alþýðublaðsins var Ólafur 1919—22 og ritaði fjölda greina í blöð og tímarit og fékkst einn- ig við skáldsagnagerð. Stjórn Félags háskólamenntaðra kennara, f. v.: Gunnar Finnbogason, Guðmundur Hansen, Adolf Guðmunds- son, Jón Böðvarsson, formaður, Gestur Magnússon, Ingólfur A. Þorkelsson og Flosi Sigurbjörnsson. lagðar malbiki, en það samsvarar 21 kílómeter sjö metra breiðrar akbrautar. Er það 100% aukning á malbikunarframkvæmdum borg- arinnar miðað við fyrra ár. f sum- ar voru hellulagðir eða steyptir .12.7 km. af gangstéttum eða um 34 þúsund fermetrar er það 93% aukning frá því í fyrra. Nýr háttur var á hafður vlð gatnagerðarframkvæmdir í sumar, er fólst í því að nú eru akbrautir malbikaðar fyrst og síðan eru yztu brúnir malbiksins sagaðar af þar sem gangstéttarbrúnir eru steyptar með sérstakri vél. íbúar höfuðborgarinnar voru orðnir heldur langeygir sum- Framhald á bls. 23. Aðalfundur Framsóknarfélags Reykiavíkur Gústaf Sigvaldason einróma endurkosinn KJ—Reykjavík 12. nóv. Fjölmenur aðalfundur var hald inn í Framsóknarfélagi Reykjavík ur í gærkveldi, og var Gústaf Sig- valdason einróma endurkjörinn formaður félagsins. Hjörtur Hjartar var kjörinn fundarstjóri á fundinum og Sig- urður Björnsson fundarritari. í upphafi fundarins lágu fyrir inn- tökubeiðnir frá 90 nýjum félög- um og voru þeir allir samþykktir í félagið. Gústaf Sigvaldason for- maður félagsins flutti skýrslu stjórnar um starfsemina á liðnu starfsári, og bar hún með sér að félagsstarfið hefur verið öflugt og vel heppnað, mannfagnaðir og fundir félagsins vel sóttir. Björn Guðmundsson gjaldgeri félagsins flutti þessu næst skýrslu um fjár hag félagsins, og er hann góður. Að loknum skýrslum formanns og gjaldkera var gengið til kosninga stjórnar og endurskoðenda. Gústaf Sigvaldason var endurkjörinn for- maður og með honum í stjórn eru; Jón S. Pétursson Kristinn Finnbogason, Hannes Pálsson, Gunnar Steindórsson, Sverrir Jóns son og Björn Guðmundsson. Stjórn in mun síðar skipa með sér verk um á fyrsta fundi. Varastjóxp skipa þessir menn: Hjálmar Tóm- asson, Einar Eysteinsson, Þórður Hjaltason og Björn Stefánsson. Endurskoðendur voru endurkjörn ir þeir Sigurður Jóhannsson og Ólafur Kristjánsson. Einnig voru kjörnir 33 fulltrúar í Fulltrúaráð Framsóknarfélag- anna í Reykjavík og 17 til vara. Alþingismenn Framsóknarflokks- ins fyrir Reykjavík þeir Þórarinn Þórarinsson og Einar Ágústsson fluttu ræður á: fundinum, og auk þeirra tóku fjölmargir aðrir til máls. Gústaf Sigvaldason

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.