Tíminn - 14.11.1964, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 14. nóvember 1964
TÍMINN
9
— Þú ert búinn að fara
nokkrar ferðirnar út í Surtsey?
— Ætli ég sé ekki búinn að
fara út að eyjunni með ein-
kverjum hætti 60—70 sinnum,
eða að meðaltali fjórða eða
fimmta hvern dag. Það er allt
annað að komast þangað nú en
var í byrjun þessa árs. Það var
ekki sérlega árennilegt þegar
við fórum þangað út í febrúar
til að komast þar í land, lentum
í sjónum og myndavélin varð
viðskila við mig svo ég hef ekki
séð þann góða grip síðan, það
an af síður skotthúfuna. í sum-
ar hefur fjöldi fólks farið út
í eyna, langflestir þó útlending
ar og þeir hinir einu, sem dval
izt hafa þar langdvölum. Fleiri
fslendingar hefðu þó farið, ef
betri samgöngur hefðu verið út
í Surtsey td. ef helikopter hefði
gengið þangað, það er nú sann
arlega kominn tími til að fs-
lendingar eignist slíkt farar-
tæki. Oftast hef ég notið varð-
skipanna til að komast út að
ey. í vetur gekk þangað v. b.
Haraldur úr Vestmannaeyjum
og var orðinn vanur þessum
ferðum, en svo var hann seldur
á uppboði í sumar. Svo byrjaði
annar bátur að ganga úr Eyj-
um, Sæfinnur, sem Ólafur í
Suður-Garði hefur verið með
seinna í sumar. En það borgar
sig bara ekki fyrir fiskibáta
að standa í þessu. Það er líka
erfitt að leggja þarna að iandi,
ef eitthvað er að veðri eða
brim, þetta er það langt úti
í hafi.
— Hafa ekki útlend blöð og
tímarit sótt mikið til þín um
Surtseyjarfræðslu?
— Jú, það er nú t.d. að koma
út í alþjóðaeldfjallatímariti,
sem UNESCO gefur út í Nap-
oli á Ítalíu, ritgerð eftir okk-
ur Guðmund Sigvaldason og
Þorleif Einarsson, um fyrstu
þrjá mánuði gossins. Svo hef
ég skrifað grein um Surtsey
fyrir bandaríska landfræðitíma
ritið National Geographic Maga
zine. Það er nú það helzta. En
má það annars um gosið segja,
á þessu stigi, að það er
meira að komast í bili úr hönd
um okkar jarðfræðinga og í
hendurnar á eðlisfræðingunum,
mælingar á hita, leiðni. titr-
ingi á eynni o.s.frv. er það,
sem nú er helzt haft með hönd
um í rannsóknum kringum
Surtsey. Nú gera þangað tíð-
astar ferðir eðlisfræðiprófess-
orarnir Þorbjörn Sigurgeirsson
og Trausti Einarsson, efnafræð-
ingarnir Guðmundur Sigvalda
son og Gunnlaugur Elísson.
— Og hvað líður áformum
bandarísku vísindamannanna
við Duke-háskólann um að
fylgjast með landnámi lífsins
á Surtsey?
— Þeir hafa víst alltaí sam-
band við Rannsóknarráð og
það veit Steingrímur Her-
mannsson betur um Þeir
sýndu mikinn áhuga á sam-
vinnu um þetta, sem hingað
komu, en það er ekki hiaupið
að þessu, fyrst er að bíða og
sjá, hvort eyjan verði varan-
leg, því ekki þýðir að stofna
til verulegra rannsóknaáætlana
fyrr en líklegt þykir að eyjan
standi a. m. k. í nokkra
áratugi. En þeir hafa tjáð
sig reiðubúna ti 1 að leggja
fram nokkurt té til rannsókna
á jarðfræði og lífi á eynn; og
sjávarbotninum kringum hana
á næstu árum og hafa sam-
vinnu við okkur, og er víst
væntanlegui maður að vestan
á næstunni til skrafs og ráða
— Er Surtsey orðin varan-
leg?
— Vonir stóðu fyrst til þess,
þegar hraungos hófst um há-
degi 4. apríl, og síðan hafa þær
vonir styrkzt. En því er ekki
að neita, að alltaf getur eitt-
hvað komið fyrir með svona
ey, hún getur sigið verulega
eftir gosið, og sjórinn gæti
hugsanlega brotizt inn í gíginn
aftur, þótt líkur fyrir því fari
minnkandi, því að hraunið er
að leggjast meira að aðalvind-
áttarmegin. En ef sjórinn kæm-
ist inn í gíginn, yrði aftur
sprengigos, sem gæti tætt eyna
sundur að einhverju leyti. Þó
hef ég ekki trú á því, eyjan er
líka orðin það mikið land, og
yfirborð hraunsins komið í 120
metra hæð, en gamla eyjan, er
hæst rúmlega 170 metrar, eins
og ég sagði áðan. Hraunpyttur
inn, sem bullar og sýður í, er
h.u.b. 130 metrar i þvermál.
Stundum er hægt að komast á
barminn, stundum ekki, allt
eftir þvi, hvernig slettist úr
honum.
— Hafa verið teknar margar
merkilegar kvikmyndir af
Surtseyjargosinu?
— Þeir eru orðnir æði marg
ir, sem þar hafa brugðið kvik
myndavél á loft, en fátt um
heildarmyndir af þróun goss-
ins, nema kvikmynd Ósvalds
Knudsens, þegar hún er öll
komin saman. Hann hefur verið
iðnastur við kolann, hefur fylgt
okkur eftir á öllum ferðum,
og mynd hans verður ótvírætt
langmerkasta og heillegasta
heimildarkvikmyndin um þetta
fágæta gos. Sumir Vestmanna
eyingar og Ævar í Geisla hafa
sótt allfast að taka þar myndir
Kvikmyndafélagið Geysir tók
þar ljómandi fallegar myndir.
sem er ágætur kvikmyndakafli
svo langt sem hann nær, en það
þarf gott úthald til að eltast
við þetta til langframa. En,
sem sagt, eiga margir fallegar
myndir í fórum sínum frá
Surtsey, því fleira fólk hefur
séð þetta gos í návigi en nokk-
urt annað gos á íslandi. Eg hef
fengið margar fallegar myndir
í hendur í sambandi við bók-
ina um Surtsey, sem ég hef
verið að setja saman fyrir Al-
menna bókafélagið og kemur
út á næstunni. Þar birtast lit
myndir eftir fjölda Ijósmynd-
ara leikra sem lærðra
Nú hef ég tafið dr. Sigurð
meira en góðu hófi gegndi.
Hann átti sem sé ýmislegt eftir
ógert áður en hann legði af
stað til Japans og fleiri Asíu-
landa daginn eftir mæta á
stjórnarfundum í Náttúiuvernd
arráðinu, Sænsk-íslenza félag-
inu o. fl., lesa prófarkir af
Surtseyjarbókinni og fleiri rit-
um. Þegar þetta birtist, er hann
áreiðanlega kominn til Japan
og ekki ómögulegt að hann sé
að klifra upp á gígbarminn á
Fuji-no-yama sem hann telur, á
samt Snæfellsjökli, meðal feg
urstu eldfjalla heims, og nú
er hann í fyrsta sinn að sækja
þetta helga fjall heim. Eg spyr
hann loks, hvort hann háfi séð
svo um að Surtsey héldi sé'
í skefjum á meðan hann er
burtu.
— Eg vona, að ekkert sér
-itakt gerist fyrr en ég kem
aftur, því ég vil ekki fyrir
nokkurn mun missa af því, ef
eitthvað merkilegt skeður í
Surtsey. G.B.
Þróun Surtseyjar. — Efsto mynd-
in var tekin 25. nóvemOor 1963.
Miðmyndin var tekln 4. febrúar
1964 og neðsta myndin — tröll-
karlinn — var tekin 17. apríl.