Tíminn - 14.11.1964, Side 12

Tíminn - 14.11.1964, Side 12
Gunnlaugur Hjálmarsson — lelkur á sunnudaginn Fyrsti stór- leikurinn er á morgun ALF — Reykjavík. Fyrsti stórleikurinn í hand knattleik hér heima á hinu ný byrjaða keppnistímabili verSur háður í íþróttahúsinu á Kefla víkurflugvelli á morgun, sunnu dag. Þá mæta íslandsmeistar ar Fram Danmerkiirmeisturum Aiax. Leikurinn hefst klukkan 16, en áður fer fram leikur milli a og b unglingalandsliðs. Mikill spenningur er fyrir leik Fram og Ajax, þarna mæt- a«t á stórum velli beztu félags lið fslands og Danmerkur. Líta má á leikinn, sem nokkurs kon ar prófraun fyrir Fram vegna Evrópubikarkeppninnar, en Fram mætir sænsku meistur- unum Redbergslid 8. des. n.k. — f leiknum á sunnudag verð ur Fram-liðið að mestu óbreytt frá síðiistu leikjum, nema hvað Gunnlaugur Hiálmarsson kem ur inn í liðið, en hann hefur verið frá veena meiðsla að und anfömu. Ætti Fram-liðinu að vera mikill styrkur að fá Gunn laug. Þess má geta. að bílferðir í cniv,hn»,aj við leikinnn verða frá nsf klukkan 14.30 — og sfðan í bæinn aftur strax að leik loknum. Körfubolti Keppnistímabil körfuknatt- 'ciksmanna hefsf um þessa he'gi með Reykjavíkurmótinu, «'-i fvrstu leikarnir fara fram að Hálogalandi í kvöld. Þátt- taka er svipuð og verið hefur, flö’nasv eitthvað i vneri flokk- en þó hefi’r hátttöknliðum unum Hendír hað i’i bess að Vörfuknatt'eikiirinn cigi vax- nndi vinsældnm að fagna með- a' vngri kynslóðartnnar Þessir leikir fara fram í kvöld: ’ ' ’ ’ >r k. KR—ÍR t. f8 KR ’ ”--ií) k’ öid, sunnudags- ''■"!•' 'nrg ' ’ssir leikir fram: ' r'nirkur k ÍRa—KU 'í flokkur k Árm. — KR. v' Hokkui k Árm. — ÍR u -‘'"■fii'i'gTt'yittftitaBíiiB—— TÍMINN mmmim LAUGARDAGUR 14. nóvember 1964 vegna eigm hæfileika! — segir Björgvin Schram í viðtaii við Tímann Alf — Reykjavík, 13. nóvember. Fréttin um félagaskipti Þórólfs Beck á Skotlandi hefur að vonum vakið mikla athygli. Fréttin barst fyrst til Björgvins Schram, for- manns KSÍ, en Þórólfur hringdi strax til hans eftir að hafa iindirrit- ag sfamninginn við Glasgow Rangers. Og frá skrifstofu KSÍ barst fréttin út og hefur síðan verið hlezta umræðuefni íslenzkra knatt- spyrnuáhugamanna, en sitthvað hefur spunnizt í kringum hana, sem Björgvin Schram, formaður Knattspyrnusambands íslands. (Ljósm. Tíminn GE) er á misskilningi byggt. Það var engin tilviljun, að Þór ólfur skyldi láta Björgvin fyrstan manna vita af félagaskiptunum, en Björgvin hefur verið honum hjálp legur á margan hátt eftir að hann gerðist atvinnumaður 1961 hjá St. Mirren. Ég hitti Björgvin í dag og spjallaði lítillega við hann um félagaskipti Þórólfs og notaði þá einnig tækifærið og spurði hann um fleira viðvíkjandi íslenzkri knattspymu og atvinnumennsku. — Eg samgladdist Þórólfi inri- lega, er hann hringdi til mín og sagði mér þau stórtíðindi, að hann hefði undirritað samning við Glasgow Rangers og að undirskrift in hefði kostað Rangers 20 þúsund sterlingspund, eða nálega 2.5 millj. ísl. króna, sagði Björgvin. Og hann hélt áfram: — Okkur finnst öllum hérna í Vesturbæn- um, að við eigum svolítið í Þór- ólfi. Ég hef fylgzt með honum frá því hann sem smápatti hóf knattspyrnuferil sinn á leikvell inum við Framnesveg — og síðar í KR, landsliðinu og St. Mirren. Mér hefur alla tíð verið ljóst, að Þórólfur gæti, ef hann fengi rétta þjálfun, unnið stór afrek á knatt spyrnusviðinu. Enginn af okkar knattspyrnumönnum hefur náð annarri eins leikni með knöttinn sem hann. Nú hefur hann þjálfað sig látlaust í öðrum atriðum knatt spyrnunnar um nokkurra ára skeið — og það, að Rangers skuli nú hafa fengið hann til sín, sýnir, að hann er nú kominn á það stig, að honum verða gefin tækifæri, sem hann verðskuldar. Þórólfur hefur ekki verið nógu ánægður hjá St. Mirren og það hefur án efa háð honum mjög í spíli, því eins og við vitum, er það eitt höfuðskilyrði til að ná hámarksgetu, að vera fyllilega ánægður. — Jú, ég gleðst innilega yfir þessum frama Þórólfs, sem bygg isst eingöngu á hans eigin hæfni — og engu öðru. Rangersmenn hafa áreiðanlega „studerað“ Þór- ólf í leikjum vikum og mánuðum saman áður en þeir ákváðu að taka hann ínn í raðir sínar. Grundvöllurinn fyrir ákvörðun þeirra er hæfni Þórólfs og ekkert annað. Það er hrcinn barnaskap ur að halda, að þar hafi nokkuð annað spilað inn í. Hann hefur staðizt prófraunina og nú fær hann senn stór tækifæri með Rangers. Allir íslenzkir unnendur knattspyrnu hljóta að óska Þór- ólfi gæfu og gengis í hinu erfiða hlutverki, sem hann hefur tekið að sér. — Hvað viltu segja um unga íslenzka knattspyrnumenn, sem hafa áhuga á því að fara utan, t. d. hefur núna verið rætt um það, að Eyleifur Hafsteinsson hafi á- huga á því að leggja fyrir knatt spyrnu ytra? — Sem oddviti knattspýrnu- manna hlýt ég að vera á móti útflutningi þeirra, ef þeír ætla sér að setjast að erlendis og gera knattspyrnu að atvinnu sinni. Það gefur að skilja að helzt yrðu það okkar sterkustu menn, sem léki hugur á að freista gæfunnar. Og það þýðir tap fyrir okkur hér heima. Að vísu , er ekki mikil hætta á, eins og sakir standa, að þeir verði margir okkar menn, sem sózt verður eftir yfir í at- vinnumennskuna. En við megum helzt engan missa. Ilins vegar. skil ég vel hinn unga mann, sem vill víkka sinn sjóndeildarhring, leita ævintýra með öðrum þjóðum, læra mál þeirra og fá að spreyta sig í íþrótt, sem á hug hans allan. Ég var einmitt sjálfur í þessari að- stöðu um tvítugsaldurinn, er ég dvaldi í Englandi um eins árs skeið við nám og var fullur brenn andi áhuga á knattspyrnunni, lék með ágætu félagi i Yorkshire. Þá var mér boðinn samningur við eitt þekktasta félag (atvinnum. Aston Villa) í Englandi, en með þeim fyrirvara, að atvinnuleyfi fengist. Það fékkst ekki, sem betur fór, liggur mér við að segja. En atvinnuhorfur hér heíma voru i þá tíð síður en svo góðar og ég leit því svo á, að ég mundi engu tapa þó ég dveldi 1—2 ár í viðbót ytra, en lengur hefði ég ekki viljað vera að heiman. Álit mitt kann að vera rangt, en ég hefi haft þá skoðun að at vinnumennska í knattspyrnu sé ekki eftirsóknarverð. Menn verða eins konar þrælar þess félags, er þeir eru í, og þeir eru seldir milli staða eins og gripir. Þetta kann þó að vera þolanlegt, ef vel geng ur, en engum gengur vel alla tíð. Alls konar erfiðleikar steðja oft að. meiðsli og leiðindi er oft víð að stríða. Mér finnst að falleg og skemmtileg íþrótt sem knatt- spyrna hljóti að missa ljómann þegar peningar koma í spilið. Ég hefi fjarska gaman af að skreppa í á og kasta fyrir lax, en ætji ég að standa dag eftir dag og fá kaup fyrir, er ég hræddur um, að að lítíð færi fyrir „ljómanum" er frá liði. En eins og ég sagði áðan, skil ég vel, að ungir og bjartsýnir knattspyrnumenn vilji forframa sig með utanferðum, kynna sér nýjar æfingaaðferðir, dvelja ytra nokkurn tíma, en sem reyndur maður í þessum efnum ráðlegg ég, að farið sé að öllu með gát og engin skuldbinding undirrituð fyrr en að rækilega athuguðu máli. — En hvað um atvinnumennsku hér? — Að mínum dómi er atvinnu knattspyrna hér tómt mál að tala um, enn sem komið er, hvað sem síðar kann að verða. En ég hefi ekki farið leynt með þá skoðun mína. að mér finnst tími til kominn og reyndar al- veg sjálfsagt, að borga töpuð vinnulaurí, ef landsliðsmenn missa kaup vegna frátafa við landsleiki. Þá á ég við, að ef það er sannan legt og staðfest af vinnuveitanda, að piltur sem tefst frá vinnu vegna landsleiks, hvort heldur er hér heima eða ytra, á að fá þá upphæð bætta er dregin var frá honum af vinnuveitanda við út- borgun launa. Þetta er svo sann gjarnt, að ekki virðist þurfa að deíla þar um. Öll knattspyrnusambönd, sem ég þekki til, nema okkar, greiða töpuð vinnulaun og fer greiðslan fram um hendur vinnuveitanda og eru mjög strangar gætur hafðar á því að ekki séu brögð í tafli. Ég álít, að þetta spor eigi að stíga strax næsta sumar, en að svo komnu tel ég ekki fært að ganga lengra. En þróunin -r óneitanlega i þá áttina að borga leikmönnum nokkra upphæð' fyrir leíki og æfingar (t. d. í Svíþjóð) en ég tel að þetta mál þurfi svo ræki- legan undirbúning, að enn sé ekki hægt að leggja það fram. Á þingi K.S.I. í lok þessa mán- aðar mun koma fram tillaga um að stjórn K.S.Í. vinni að því að breyting fáist á áhugamannareglun um þannig að lieimilt verðí að borga töpuð vinnulaun. Ég vil taka skýrt fram í sam- bandi við þessi mál, að á meðan okkar leikmenn eru áhugamenn þá má almenningur ekki gera jafn strangar kröfur til þeirra og at- vinnumanna, er sækja okkur heim. En ekki er laust við, að svo hafi verið og jafnvel íþrótta fréttaritarar hafa tekið undir hina hörðu gagnrýni almennings. Þeir ættu þó að skilja betur aðstöðu- mun knattspyrnumanna okkar. Minnumst þess, að knattspyrnan er leikur, en ekki stríð, skemmti legasti og vinsælasti leikur, sem til er. Þátttakendur og áhorfend ur verða að líta á knattspymuna sem slíka. Að sjálfsögðu víljum öll eiga sem hæfasta menn í þess um góða leik. Þess vegna megum við ekki spara neina fyrirhöfn til þess að aðstoða knattspyrnufélög- in í starfi þeirra við uppeldi knatt spyrnumanna okkar. Allur okkar árangur byggist á því hvernig til tekst með starfið í félögunum. Landslið okkar er spegilmynd af styrk félaganna. Þaðan verðum við að fá mennina i fullri þálf un og í alla stað sem bezt undir búna. Sé starfið í félögunum van- rækt þá verður útkoman veikt landslið, en sterk og vel rekin félög mynda sterkt lan^slið. Látið ukkiir stilla og herða UPP nýU' bifreiðtna. Fyigtst vel með bifreiðinni. BÍLASKOÐUN SkúlagÖtu 32 sími 13-100 RYÐVÖRN Grensásvegi 18 sími 19-0-45 i Látið ekki dragast að rvð verja og hljóðeinangra blr reiðina með Tectyl

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.