Tíminn - 15.11.1964, Page 2
TÍMINN
SUNNUDAGUR J5. nóvember 1964
Laugardagur, 14. nóvember.
NTB-Tokio. Bandaríski
kjarnorkukafbáturinn yfirgaf
-japönsku hafnarborgina, Sase-
bo í dag eftír tveggja daga
heimsókn. Koma kjarnorku-
bátsins til landsins kost-
aði miklar óeirðir yfir allt
landið í þessa tvo daga. Sosia-
listar og kommúnistar stóðu
fyrir óeirðunum og héldu því
fram, að þetta væri fyrsta
skrefíð í þá átt, að innleiða
kjamorkuvopn í Japan. Nýjar
óeirðir höfðu verið skipulagð-
ar í Sasebo í dag, en aðeins
þúsund manns voru viðstaddir
brottför bátsins.
NTB-Peking. Fréttastofan
Nýja Kína skýrir frá því í dag,
að Shou En-lai forsætisráð-
herra hafi snemma í dag kom-
ið aftur til Pekíng að loknum
viðræðum við hina nýju vald-
hafa í Moskvu. Formaður kín-
verslfa kommúnistaflokksins,
Mao Tse-Tung, forseti landsins
og aðrir háttsettir embættis-
menn tóku á móti forsetan-
um ásamt sendiherra Sovét-
ríkjanna í Kína.
NTB-Kaupmannahöfn. For-
maður danska íhaldsflokksins,
Pol Möller, sagði í Danmörku
í dag, að hín smærri lönd
Evrópu i^rftu sem fyrst að
haíöp méð sér ráðstefnu og
ákveða afstöðu sína gagnvart
hinum sameiginlegu marköð-
um, sem eru að myndast inn-
an Efnahagsbandalagsins.
Nefnir Möller eftirfarandi
lönd í þessu sambandi: ísland,
Finnland, Danmörk, Noreg,
Svíþjóð og Austurríki. Sagðist
Möller mundi leggja fram til-
lögu um ráðstefnuna á lands-
fundi íhaldsflokksins á næst-
unni.
NTB-Bonn. I. nóvember sl.
skaut bandarískur hermaður á
sovézkan herbíl, sem ók inn á
.umráðasvæði bandaríska hers-
ins við Núrnberg í Bayem.
Farþegar bílsins voru síðan
hafðir í haldi í fleiri klukku-
tíma. Bandaríski herinn hefur
mótmælt því framferði við
sovézka herinn í Þýzkalandi,
að farið sé ínn á yfirráðasvæði
hans.
NTB-Lubeck. A.-þýzkur fall-
byssubátur skaut í gær fleiri
skotum rétt fram hjá v.-þýzku
flutningaskipi eftir upplýsing-
um v.-þýzku hafgæzlunnar.
Skipstjóri flutningaskipsins
kallaði óðar á hjálp, er hann
sá fallbyssubátinn stefna á
skipið og þegar tvö önnui skip
komu á vettvang,sneri a.-þýzki
fallbyssubáturinn við yfir á a.
þýzkt umráðasvæði.
Geta ekki heimsótt
afmælisbarnið
MB-Reykjavík, 14. nóvember.
Vísindamenn ætluðu að ganga á
land í Surtsey í dag í tilefni eins
árs afmælis gossins. Sjógangur er
mikill við eyjuna og biðu vísinda-
mennirnir um borð í varðskipi við
eyjuna um hádegið án þess að
hafa getað heimsótt afmælisbarn-
ið. Varðskipið mun bíða við Surt
fram í myrkur en koma til Reykja-
víkur í nótt.
GB-Reykjavík, 14. nóvember.
Tvaer myndlistarsýningar, sem staðið hafa yflr hér í borg síðan í fyrrl vlku og vaklð mlkla ánægju sýningagesta, eru myndvefnaðarsýning
Ásgerðar Búadóttur í Bogasalnum og málverkasýnlng Vllhjálms Bergssonar i Listamannaskálanum. Sumlr fara aftur og aftur að skoða
þær. En nú lýkur báðum þessum sýningum á sunnudagskvöld, og hvorug verður framlengd. Meðfylgjandi mynd var tekin á dögunum á sýningu
Ásgerðar í Bogasalnm.
Sjötugur á morgun:
GunnlaugurA. Jóhannesson
Bakka
Gunnlaugur Auðunn Jóhannes-
son, bóndi á Bakka í Víðidal, verð
ur sjötugur á morgun, 16 nóvem-
ber. Hann fæddist á Auðunnar-
stöðum í Víðidal, sonur hjónanna
Ingibjargar Eysteinsdóttur og Jó-
hannesar Guðmundssonar, og ólst
þar upp með mörgum systkinum.
Haustið 1911 fór hann til náms
í Gagnfræðaskólann á Akureyri,
og útskrifaðist þaðan vorið 1914
eftir þriggja vetra nám. Næsta
haust settist hann í 4. bekk
menntaskólans í Reykjavík, en
fékk lömunarveiki þá um vetur-
inn og,varð ,að. hverfa frá námi.
Vorið 1921 kvæntist Gunnlaug-
ur myndarlegri dugnaðarkonu,
Önnu Teitsdóttur frá Víðidals-
tungu. Á næsta ári byrjuðu þau
búskap á Bakka í Víðidal, og
hafa búið þar síðan. Þau eignuð-
ust 9 börn. Árið 1925 misstu þau
dreng á 1. ári, en hin 8 börnin
komust til fullorðinsára og eru
á lífi, 4 dætur og 4 synir. Öll
eru þau að heiman farin, að und-
anskildum yngsta syninum Ragn-
ari, sem er búfræðingur frá
Hvanneyri. Annar sonur þeirra
hjóna, Egill dýralæknir, er nú
heima í sínu ættarhéraði, nýlega
kominn frá námi í Þýzkalandi.
Gunnlaugur Auðunn hefur ætíð
boríð merki lömunarveikinnar,
sem hann fékk fyrir 50 árum. En
þó að hann sé mikið haltur, hefur
hann unnið öll venjuleg störf
sveitabóndans, og gengið að þeim
með dugnaði og þrautseigju. Þeg-
ar þau hjónin komu að Bakka var
þar lítið tún og lélegar byggingar,
en þau hafa gert þar verulegar
Sjötug í dag:
Olína Guðmundsdóttir
jarðabætur. Og nú er Ragnar son-
ur þeirra að byggja þar íbúðar-
hús.
Gunnlaugur Auðunn hefur
komið mjög við sögu félagsmála
í sveit sinni og héraði. Meðal
annars hefur hann lengi verið for-
maður búnaðarfélags Þorkelshóls-
hrepps, og um fjölda ára hefur
hann verið einn af deildarstjórum
í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga
og átt sæti á fulltrúafundum þess.
Má af þessu marka, að hann nýt-
ur trausts hjá sveitungum sínum,
enda vinnur hann af áhuga og trú
mennsku að þeim störfum, sem
honum eru falin á hendur. —
Hann er söngmaður og hefur ver-
ið góður þátttakandi i karlakór,
sem starfað hefur í sýslunni.
Ég sendí Gunnlaugi og fjöl-
skyldu hans beztu óskir í tilefni
af sjötugsafmælinu, og þakkir fyr-
ir liðin ár. Sk.G.
MINNING
Jón Árnason, bóndi
Norður-Hvammi
Keflavík
Frú Ólína Guðmundsdóttir,
Hafnargötu 52 í Keflavík er 70
ára í dag. Hún er fædd í Höfnum
í Gullbringusýslu, og voru for-
eldrar hennar Guðmundur Jóns-
son, og Kristín Brynjólfsdóttir,
sem þar bjuggu Þau fluttust síð-
an með dóttur sína unga austur á
Eyrabakka, og ólst Ólína þar upp,
3 albræður átti Ólína, Sigurjón,
Kristin og Stefán, og eru þeir
allir látnir.
Óiína giftist ung norður í Húna-
vatnssýslu, Stefáni Björnssyni frá
Gunnsteinsstöðum í Laxárdal.
Missti hún mann sinn eftir stutta
sambúð, árið 1921. Eignuðust þau
einn son, Stefán verzlunarmann
i Keflavík.
Síðar giftist hún hinum lands-
þekkta manni, Danival Danivals-
syni, kaupmanni í Keflavík. Hófu
þau bú sitt í Keflavík um 1930.
Danival var ekkjumaður, og tók
Ólina að sér uppeldi Guðmundar
sonar hans, og Nönnu dóttur hans
að nokkru. Með Danival eignaðist
hún einn son, Sturlaug Kristin,
bifreiðastjóra í Keflavík. Þau hjón
settu fljótlega eftir komuna til
Keflavíkur upp verzlun í húsi
sínu, og sínnti Ólína verzlunar-
störfum með manni sinum, auk
húsmóðurstarfanna.
Ólína hefur alla tíð verið hlé-
dræg kona, og hneigð til að láta
lítið á sér bera. Hún er dul og
Hér lágu þín spor um lífsins leið
nú lokið er jarðlífs göngu.
Hér lifa þín blóm á mannlífs meið
sem myndir af starfi löngu.
Hvort vegur var beinn og gata
greið
eða grýttur, í erfiði ströngu.
fáskiptin um annarra hagi, en góð
ur vinur vina sinna. Munu þeir
margir minnast hennar með hlýj-
um hug í dag. Eftir lát síðari
manns síns, hefur hún dvalið ým-
íst hjá Kristni syni sínum eða
haldið heimili með eldri syni sín-
um, Stefáni.
Þegar Ólína lítur yfir ævi sína
á þessum sjötugasta afmælisdegi
sínum, þá blasa við henni skin
og skuggar liðinnar ævi, eins og
oftast vill verða um flesta menn
og konur. Margar glaðar stundir
hefur hún lifað með ástvinum sín-
um, og ýmsa hefur hún glatt með
nærveru sinni og hjálpsemi. En
á þessum tímamótum getur hún
fagnað því að hafa jafnan gert
skyldu sína í hvívetna, hún hef-
ur j kyrrþey innt sín störf af
hendi á nokkuð annariku heimili
af þeirri dyggð sem eínkennt hef-
ur margar góðar alþýðukonur á
íslandi. VG. .
Við þekkjum ei upphaf né orsakir
þær
þá ábyrgð er lífið oss gefur,
Frá vöggu til grafar sú verrid var
þér kær
frá villu er anda vorn hefur.
Þann lifandi kraft er í ljósinu
grær
þann lífsmátt er alla vefur
Það vald er oss setti til vistar hér
og vaxtar í dagsins önnum,
því eins og við sáum, uppsker hver
þann ávöxt um eilífð könnum.
Við gleðjumst og hryggjumst, en
guð einn sér
hvern gróður í dyggðum sönnum.
Og þegar svo lokið er lífsins ferð
og landsýn að nýju við sjáum,
og framtíðar landið svo fagurt
sérð
og fagnandi heim við náum
Við lofum þig drottinn, þá ljós-
anna inergð.
er oss lýsir að bústöðum háum.
B.E.
(Ljóð þetta átti að birtast í gær,
en sökum þrengsla í blaðiau varð
það að bíða þar til í dag).