Tíminn - 19.11.1964, Page 3

Tíminn - 19.11.1964, Page 3
3 FIMMTUDAGUR 19. nóvember 1964 TÍiyilNN HEIMA OG HEIMAN EFTIR ÓSIGURINN JHM-Washington. Forsetakosningarnar eru nú yfirstaðnar, og Lyndon vann, nokkuð sem margir bjuggust við. Flestir eru ánægðir með úrslitin, eins og þau sjálf gefa svo glögglega til kynna. Menn vita, að forsetinn á eftir að standa sig vel í Hvíta Húsinu, og eins og málin standa í dag, fjögur óvenju björt ár eru framundan. Þar sem flestir menn hafa svo mikið traust á Johnson, hafa þeir litlar áhyggjur af því, sem gerist hér í Washington. Heldur ræða menn nú af miklum áhuga um framtíðarhorfur republik- anaflokksins. Það má líkja republikana- flokknum við nýbrunnið hús, þar sem enn rýkur úr glæðun- um og fáir sleppa lifandi út, en þeir, sem sluppu voru illa á sig komnir. Alþjóð fínnur til með republikönum eftir útreiðina, sem þeir fengu frá demókröt- um í þessum sögulegu kosning- um, en sumir bæta við, að þetta sé gott á þá fyrir að útnefna Goldwater sem forsetaefni. Fréttamaður Tímans hefur ferðast víða um Bandaríkin í sumar og haust,, og varð all- staðar var við að fólk hafði mikinn áhuga á að sjá, hvað myndi henda republikana í þessum kosníngum og hvað myndi gerast eftir konsingarn- ar, þó sérstaklega ef Goldwat- er tapaði illilega. Það var hálf ömurlegt að fylgjast með þv' á flokksþingi republikana í San Francisco hvernig Gold- wateristar tóku öll völd flokks- ins, á meðan hinir eldri og þekktari leiðtogar, eins og t.d. Rockefeller, Romney og Scranton fundu sjálfa sig „á götunni." En það er samt enn ömurlegra að fjá, hvernig flokkurinn lítur út í dag, al- gjörlega forystulaus og í þús- und molum, eins og kristals- kúla, sem fallið hefur í gólfið og enginn veit hvar byrja skal að líma saman. Menn vissu að ef Goldwater tapaði illilega, myndi tapi hans fylgja bylting innan flokks- ins, og það mjög fljótlega eft- ir kosningar. Samt datt eng- um til hugar að það myndi vart líða nema um tólf tímar frá því að síðasta kjörstað væri lokað þar til að átökin innan flokksins myndu hefjast. Stjórnmálafræðingar sögðu að ef Goldwater fengi 45 prósent eða meir af atkv. Þá héldi hann eflaust völdunum innan fiokksins, og fengi jafnvel aft- ur útnefninguna áríð 1968. Færi aftur á móti svo að hann fengi minna en 40 prósent þá yrði honum sparkað og hinn frjálslyndari hluti flokks- ins myndi reyna að ná völdum á ný. Þessi spádómur reynd- ist réttur, og t.d. hefur Nixon þegar sagt að Goldwater yrði fljótlega ýtt til hliðar eins og „heítri kartöflu". Nokkrir republikanar hafa gefið það til kynna að þeir vilji tosna við formann allsherjanefndar flokksins, Dean Burch. Gold- water hefur aftur á méti sagt hér í Washington að þess yrði ekki þörf, þai sem Burch væri mjög fær formaður. Eitt virðist vera staðfest og það er að menn kusu ekki allir Johnson, vegna þess að þeír hefðu meira álit á honum en Goldwater. Heldur kusu nokkr- ar miljónir republikana á móti Goldwater, með því að kjósa Johnson. Þetta varð til þess að margir góðir republikanar, sem voru í framboði, náðu ekki kosningum í nokkuð mörg um ríkjum. Þar á meðal voru menn, sem flokkurinn þarf nú nauðsynlega á að halda, ef efla skal eininguna og stefnuna. Á meðal þessara manna voru t.d., Kenneth Keating, öldungadeild armaður frá New York, Robert Taft jr., sem var í öldunga- deildarframboði í Ohio, Carles Percy, sem var í ríkisstjóra- framboði í Illinois, og svo mætti lengi telja. Sá maður á meðal republikana sem vann glæsilegan sigur var George Romney, ríkisstjóri í Michigan, og varð þar af leiðandi núm- er-eítt-maður flokksins með til liti til næstu forsetakosninga. Romney hefur verið mjög góð- ur ríkisstjóri, en átti samt á hættu að ná ekki endurkjöri vegna meirhluta Johnsons í Michigan og eins vegna þess að Romney hafði œtíð neitað að styðja Goldwater. Um leið og kosningín var yfirstaðin byrjuðu innbyrðis átök um hver ætti að verða leiðtogi flokksins, og meðal þeirra sem hafa áhuga, má finna, Nixon, Goldwater, Scranton, Rockefeller, Romney og marga fleiri. — Richard Nix on hefur hagað sér þannig upp á síðkastið, að menn komast ekki hjá því að taka eftir til- raunum hans til að komast í sviðsljósið á ný, þrátt fyrir það, að hann segist að- eins vilja hjálpa til ,,á bak við tjöldin“. Nixon var fijótur að finna að við hina ýmsu leið- toga flokksíns, og benda á galla þeirra, og eftir að hafa farið yfir leiðtogalistann, þá var enginn eftir nema Nixon sjálfur. Nixon hefur m. a. sagt: „Það eru pólitískar reglur um það, að þeir, sem ekki taka þátt í kosning ibar- áttunni geta ekki talizt vera leiðtogar flokksins." Hér átti hann við menn eins og Keat- ing, Romney og fl. sem neituðu að styðja Goldwater. Rockefeller og aðrir framá- menn republikana voru fljótir að svara ásökunum Nixons. Rockefeller sagði að þessar ásakanir Nixons hjálpuðu lít- ið „til að efla eininguna" inn- an flokksins, og bætti því við að hér væri aftur á móti „tæki- færi til að endurbyggja repu- blikana sem sterkt stjórnmála legt vald í miðkvísl hins banda ríska þjóðlífs". Scranton, ríkis- stjóri, talaði um „algert tap“ og sagðist vita að „fólk sem ætíð kysi republikana, hefði nú snúið við þeim baki — hvers vegna það gerði það, þá er eitt vist að þetta fólk var á móti frambjóðendum flokks- ins, og nú krefst það breyting- ar“. Romney sem ætíð hefur verið mjög gætinn í sínum póli tísku gjörðum hefur látið sér nægja að senda skeyti til Smylie, ríkisstjóra í Idaho, en hann er formaður félags repu- blikanskra ríkisstjóra. í skeyti þessu segir m.a.: „Ég álít að víð, sem erum ríkisstjórar og republikanar, ættum að halda með okkur fund í byrjun des- embermánaðar, sem er mjög nauðsynlegur til þess að við sem hópur getum ákveðið hvernig við bezt getum unn- ið að eflingu flokksins.'' Ýms ir aðrir flokksmenn hafa látið í ljós skoðanir sínar og hvern ig bezt megi endurbæta stefnu skrána og um leið auka ein- inguna. Goldwater hefur sjálf ur í hyggju að hafa sín áhrif á flokkinn, og hefur m.a. sagt: „Þar sem ég er atvinnulaus maður frá og með þriðja janú- ar n.k., hef ég nógan tima til að einbeita mér fyrir þennan flokk, fyrir stefnu hans, og fyr- ir stjórn hans, og það er ein- mitt það, sem ég hef hugsað mér að gera“. Margir flokksmenn hafa hvatt flokksbræður sína til að taka lífinu með ró svona fyrstu vikurnar, og leyfa öllum að jafna sig eftir erfiða, en árang- urslitla baráttu, en byrja svo á fullum krafti að endurbyggja flokkinn í janúar. Það verður mjög athyglisvert að fylgjast með atferli republikana næstu vikurnar, þar sem það ætti að gefa mönnum góða hugmynd um, hvort íhaldsstefna Gold- waterista verði útskúfuð, eða hvort frjálslyndir nái aftur völdum. Ef Goldwater-liðinu tekst að halda völdum enn um sinn, mun það eflaust leiða af sér algeran klofnin meðal republikana. Slíkur klofning- ur myndi hafa mjög alvarleg áhrif á hið bandaríska tveggja- flokkakerfi. Það verður erfitt líf fram- undan hjá republikönum, ekki bara vegna þess að Goldwater tapaði kosningunni, heldur einnig vegna þess hve margir góðir og mikilvægír republik- anar töpuðu sínum eigin kosn- ingum vegna Goldwaters. Þessi sundrung mun einnig auka vald stjórnarinnar í Wash ington, þar sem republikanar geta ekki veitt mikla mótstöðu í sambandsþing. fyrst um sinn. Þessí kosning undirstrikaði það, sem fram kom í kosning- unni 1936, þegar bandaríska þjóðin afneitaði íhaldsstefnu þeirri, sem Goldwater var aft- ur að bjóða upp á í ár. Þjóð- in vill heldur þá stefnu sem frjálslyndir republikanar og hægri sinnaðir demókratar hafa boðið upp á síðustu ára- tugina. Hefði einhver frjáls lyndur republikani eins og t.d. Rockefeller eða Romney verið á móti LBJ, þá hefði sá síðar- nefndi ekki unnið með slíkum meirihluta. Það er kalt í kotinu hjá repu blikönum þessa dagana og skammdegið verður langt hjá þeim í ár. Þetta kennir þeim eflaust að byggja nýtt og betra hús, þar sem ekki kemur kul inn um hverja rifu, og þangað sem fleirí landsmenn vilja koma til að sækja sér hlýju og öryggi. Hryggðarmyndin höggvin í stein Eg vil fá þessa hryggðarmynd alegna i stein svo a3 ég gleymi henni aldrei. Á VlÐAVANGI „Jafnvægi í fram- kvæmd/' Hjörtur E. Þórarinsson bóndi á Tjönn í Svarfaðardal, .Kar athyglisverða grein í Dag ara jafnvægismálin, nýlega, og seg- ir m.a.: „Allir virðast vera á einu máli um, að æskilegt sé að koma á meira jafnvægi í byggð landsins og trúin á, að það sé raunverulega hægt með skipu- legum aðgerðum, hefur sýni- lega aukizt til muna. Þetta ef blessað og gott, svo langt sem það nær og nauðsynlegl skil* yrði fyrir raunhæfum fram- kvæmdum, sem vonandi sigla f kjölfarið. Á því er enginn vafi, að fordæmi annarra þjóða, einkum Norðurlandaþjóða, veldur mestu um, að farið er að hugsa og ræða þetta af meiri alvöru en áður. En frændur vorir á Norður- löndum eru fyrir Iöngu komn- ir af umræðustiginu og yfir í kröftugar aðgerðiir, eins og við höfum nýlega fengið fréttir af frá Noregi.“ Dæmi frá Svíþjóð „En í Svíþjóð er líka unnið kappsamlega að því, að stöðva straumÍTOi úr útkjálkahéruð- um til hinna eftirsóttari staða í stóiru borgunum eða nágrenni þeirra. Gotland heitir eyja ein stór, langt úti fyrir austurströnd Svíþjóðar sunnanverðri. Hún er sérstök sýsla í sænska rík- inu, Iíkt og Vestmannaeyjar hjá okkur. í háa herrans tíð hefur atvinnuástandið verið dauft á eynni, svo að fólk, einkum ungt fólk, hefur leitað til meginlandsins í atvinmuleít. Á árunum eftir 1950 kvað svo ranimt að, að meira en þúsund manns fluttu burt ár- lega, eða um það bil þrír á hverjum degi til jafnaðar. Öll- um má Ijóst vera hvaða áhrif slíkt hefur haft á 50 þús. manina samfélag, enda var íbúabalan orðin lægri en hún var 1880, og menn tóku að ótt- ast, að eyjan fætri í eyði að mestu. En þá var hafizt handa um björgunarstart. Margir góðir kraftar, bæð’ af opinberri hálfu og ewistaklingar, gerðu sameiginlegt og skipulegt átak til að bæta atvinnuástandið. Á örfáum árum tókst að koma upp mörg hundruð nýjum vinnustöðvum. sumum mjög smáum, öðrum stórum. Og nú ar svo komið, að fleira fólk ffvzt til Gotlands frá meg- inlandinu, heldur en fer það- an, þvi margir brottfluttir Got- lendingar liverfa heim aftur þegar þeir fá fréttir af hinu ágæta atvi'nnuástandi í hcima- byggð sinni. Sérstaklega er talað um stóra verksmiðju. sem sím- tækjaframlciðendur, L. M. Er- iksson og Co. hafa byggt á eynni. En þetta geysistóra firma kvað hafa gcrt það að verksmiðjum sínum sem mest um alla Svíþjóð, og telur sig ekki tapa á því. Þá hefuir sements- og kalkframieiðsla veríð efld til mikilla muina, en Gotlendingar eru svo heppnir að eiga ' jörðu óþrjót- andi birgðir af afbragðs kalk- steini. Sænsk klæðagerðar- firmu hafa sett upp útibú á Framhald á 14. síðu. /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.