Tíminn - 19.11.1964, Side 8

Tíminn - 19.11.1964, Side 8
/ Við fréttum af tilvil jun, að danskur ævintýramaður væri stadd ur í Reykjavík. Enginn vissi, hvar hann var niður kominn. en þeir sem höfðu spurnir af honum töldu víst, að hann væri á förum. Við hringdum látlaust, og svarið var: — Hann er farinn, eða hann er ekki hér. Hótelin könnuðust ekki við manninn, þar til við spurðumst fyrir í síma 20211 .... Asmussen fræðir tvo unga menn um flugvélar. mynd al Asmussen nja tveggja hreyfla vél og flugturn í bak- sýn Við fengum því meiri ágirnd á bla'ðinu. Asmussen sagði, að við skyld um hafa blaðið og nota mynd- irnar: — Það er allt í lagi með það. Ég get fengið annað ein- tak, sagði hann og bauð Play- ers að reykja. Og nú gafst færi á að glöggva sig á manninum, sem er lágur vextí, snöggur í hreyf- ingum, glaðbeittur að sjá. Hár- ið ljóst og stuttklippt. Aldur- inn gæti verið nærri fertugu. Við fluttum honum skilaboð- in um snjókomuna. Asmussen spratt upp af stólnum: — Jahá, þetla sagði Jón. Hann veit hvað hann syngur. Veðurfregnir sögðu af stór- rigningu á þessum slóðum, en Jóp sagði það hlyti að verða snjókoma. Nú fer ég ekki fet, ekki fyrr en upp styttir. Kannski maður hreyfi sig eitt- hvað hér í Reykjavík. FIMMTUDAGUR 19. nóvember 1964 Þessi „iuítens eventyrer" settist aftur makindalegur á svip og beið eftir spurningum. Við höfðum fyrst heyrt hans getið fyrír rúmlega hálfri klukkustund og vissum ekkert um hann nema það, sem Jón hafði sagt okkur, og fyrsta spurningin var á þessa Ieið: — Hvenær komuð þér fyrst til íslands? — Árið 1957, sagði Asmus- sen og drap Players-öskunni í bakkann. — Þá var ég ráðinn sem flugmaður við blýnámuna i Meistaravík. Vélin var flutt sundurtekinn með Gullfossi til Reykjavikur. Hér var hún sett saman, og ég flaug henni til Grænlands. Og þar vann ég á hverju sumri til 1961, flutti matvæli frá bækistöðinni í Meistaravík upp að námunni, þar sem ég kastaði þeim út. Áður var ég sjúkraflugmaður í Danmörku — ég var eigin- lega lánaður til starfa á Græn- landi, en að því búnu gerðist ég „frilans“. Ég fór með vél „Flyver-Alfred™ Ásmussen — Hótei Saga, gott kvöld, var svarað þegar við hringd- um í 20211. Við spurðum um Asmussen. — Jú, hann er hér, gerið þér svo vel, sagði stúlkan. og Asmussen kom í símann. Við bárum upp erindið. — Ja. det maa de gærne. sagði „luftens-eventyrer". Nú hringdum við i Jón Ey- þórsson og spurðum. hvort hann- gæti lánað okkur blaðið með viðtalinu. — Það er nú verra, sagði Jón, Asmussen lánaði mér það og þarf að fá það aftui. — Við þyrftum að giöggva okkur á manninum. Hann ætl- ar að tala við okkur á Sögu. — Gott, þá farið þið með blaðið tíl hans, sagði Jón. Og að svo mæltu keyrðum við suður á flugvöll og bönk- Nýkomlnn úr svaðilferð, þreyttur en heill á húfi. Hann afvopna paur SS í Danmorku S.l. fimmtudag hringdi einn af fréttamönnum blaðsins til Jóns Eyþórssonar að spyrjast fyrir um jöklamælingar. Þá sagði Jón honum frá því, að Daninn Alfred Asmussen væri kominn hingað á Dorniervél, sem hann ætti að skila til Kan- ada. Asmussen er „frilans-pilot“. Hann tekur að sér að ferja vél- ar, seldar frá einni heimsálf- unni í aðra, hann annast loft- flutninga margskonar fyrir umsamið kaup. Danir kalla hann „Flyver-Alfred" og „luft- ens eventyrer". Það hefur hann verið í fimmtán ár. As- mussen hefur margsinnis kom- ið hér víð á ferðum sínum, og Jón er honum vel kunnug- ur. — Þið verðið að hafa hrað- ann á, ef þið ætlið að ná í Asmussen, sagði Jón. — Hann flýgur þegar fært er. Þá sagði Jón okkur, að hann væri að lesa grein í dönsku blaði, viðtal þar sem Asmuss- en segir nokkuð frá ævintýr- um sínum. — Þetta er maðurinn, sem afvopnaði sjálfan yfirmann SS-sveítanna í Danmörku, þeg- ar hann var að laumast til Þýzkalands í stríðslok. bætti Jón við. — Hvar er hann? spurðum við með öndina í hálsinum, en Jón vissi það ekki. — Þeir vita það kannski hjá Birni Pálssyni. Við hríngdum nú til Björns Pálssonar og spurðum um As- mussen. — Hann var héi fyrir skömmu, en við vitum ekki hvert hann fór, var svari.ð — Kannski þeir viti um hann í Flugturninum. — Þvi miður, sögðu þeir í Flugturninum. Asmussen var hér, en nú er hann farinn. Hann hlýtur að vera á hóteli, kannski á Snorrabraut 52. Asmussen var ekki bókaður í „Piparsveinahöllinni". Þeir könnuðust ekki við hann á Hótel Borg. OG ekki á City Hótel. uðum upp á hjá Veðurstof- unni á neðstu hæð í turninuni. Jón var þá að enda við að ráða krossgátuna í blpðinu, og hafði sett Tapir móti Dyr og Loire móti Flod í neðstu línu. — Hann Asmussen fer ekki fyrr en styttir upp við suður- odda Grænlands, sagði Jón og fékk okkur blaðið. — Hann er eínn af þeim fáu ferjuflug- mönnum, sem gefa sér tóm til að bíða af sér veður. Hinir flýta sér of mikið, og þess vegna fer sem fer. Asmussen kemst á oall í kvöld, hann er mikill ballmaður. Þið segið honum frá snjókomu á leiðinni. Við ókum vestur á Sögu, o" auðvitað var enginn tími til að lesa viðtalið áður en við bönkuðum hjá Asmussen. Við lásum þó fyrirsögnina: Jeg af- væbnede „den höjere Pancke“, og sáum þar fjölda mynda: Asmussen við flugstýrið, As- mussen í Grænlandsflugi, As- mussen „træt, men lykkelig over at være sluppet fra begi- venheden med livet í behold“ og á forsíðunní var stór lit-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.