Tíminn - 20.11.1964, Qupperneq 3

Tíminn - 20.11.1964, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 20. nóvemfoer 1964 3 TÍMINN í SPEGLITÍMANS Undanfarnir mánuðir hafa verið viðburðaríkir fyrir Önnu- Maríu Danaprinsessu, núver- andi Grikklandsdrottningu. Þegar hún hafði lokið skóla- göngu, hófst hún handa um að velja brúðargjafir og innrétta tilvonandi heimili sitt i Grikk- landi, láta sauma á sig brúðar- kjólinn, skreppa í nokkrar heimsóknir til Grikklands og taba svo á móti Konstantín, þegar hann kom til Danmerk- ur að sækja hana. Þá tók brúð- kaupið við, en þar var allt helzta fyrírfólk licimsins sam- an komið, síðan fór hún ásamt manni sínum í brúðkaupið, þá í opinbert ferðalag um Grikk- land, og núna siðast eru þau hjónin í nokkurra daga heim- sókn í London. Þangað komu þau 15. þ.m., og er myndin tekin af Önnu Maríu, þar sem hún stígur út úr leigubíl, sem ók hemni að CLaridges-hóteli, en þar dveljast þau þá fimm daga, sem þau eru í London. Ekki cr annað að sjá en drottn- ingin sé hraustleg og líti vel út, en nýlega var gert opfci- bert, að hún ætti von á barni í júní næstkomandi. Greta Garbo er nú í heim- sókrn í Hollywood, en hún neit- ar því harðlega, að heimsókn- in standi í sambandi við það, að hún sé að snúa aftur til kvikmyndanna. Gefur Greta þessa skynsamlegu skýringu á því, að hún v'ill ekki leika fram ar í kvikmyndum; „Ég ætla ekki framar að standa fyrir framan kvikmyndavél, því ég vil að áhorfendur muni eftir mér, eins o>g ég var í minni síðustu kvikmynd.“ Það er að verða vaijdlifað í New York. Konurnar í Crown Heights-héraðunum í Brook- lyn, geta helzt ekki látið sjá sig á götu nema tvær og tvær saman, og þær verða að hafa með sér stafi og lögregluflaut- ur, þegar þær fara út að verzla. Ástæðan er sú, að undanfarið hefur verið ráðizt á sex ein- samlar konur, sem hafa verið úti að verzla. Glæpamennimir ræna töskum þeirra og svívirða konurnar á eftir. Þrátt fyrir aukinn lögregluvörð, hafa árás- armeranirnir ekki náðst. Firú Joan Kennedy, mágko<na Kennedys heitins forseta, er þarna stödd í Frankfurt í Þýzkaland!i í tilcfni af minin- ingarsýningu, sem þar var kom- ið upp til heiðurs hinum látna forscta. Myndin af Joan er tek- in þar sem hún er vfð hinn fræga ruggustól forsetans, en hann var, sem kunnugt er, veill í baki og féll bezt að sátja í ruggustól, ef hann þurfti að sitja langan tíma. Sýningin, sem var opnuð hinn 15. þessa máinaðar, er haldin í Frank- furt. [ ^ v ^ r .j|r, | rS f Mikfð hefur verið sagt og skrifað um það, hver Colum- bus var í raum og veru, og nú hefur liinn 72 ára gamli faðir Andres Sonchez Serrano í Madrid, sett fram nýjustu hug- myndina. Honum hefur tekizt, eftir margra ára vinnu, að Iesa úr dulmáli, sem skráð er hin- an á armband, sem Columbus bar. Þar segir, að í raun og veru hafi Columbus veirið munkur að nafni J.C. Donado, fæddur í spánska þorpinu Santa Maria de Val de Olliva sem er skammt firá landamær um Portúgals. Á armbamdinu stendur: „Hinn mikli latid- könnuður flúði úr munkaregl- unni, þegar hann varð ástfang- inn. Hann sagði yfirvöldunum í Feneyjum á ítaliu, að því mfður hefði hann týnt öllum pappírum sínum.“ Þcssar nið- urstöður eru nú f frekari rann- sókn hjá háskólanum í Madrid. Það er sjálfsagt óþarfi að kynna þessa fjóra herramenn fyrir Iesendum, en ef ske kynni, að einhver þekkti þá ekki, þá heita þeir, talið frá vinstri: Quentin Hogg, Sir Al- ec Douglas-Home, Nikita Krust- joff og Lyndon B. Johnson Ef ykkur sýnist eitthvað bil vera á milli Johnsons forseta og hinna þriggja, þá stafar það af því, að Johnson er sá eini, sem enn heldur embætti sínu, hfciir þrír urðu allir nýlega að hrökklast frá völdum. Hogg og Home misstu embætti sín, þeg- ar brezka íhaldsstjórnin tapaði síðustu kosningum í Bretlandi, og allir vita hvernig fór fyrir Krustjoff. Annars eru þetta höggmyndir, gerðar af Stefan Baran, og eru þær á sýningu félags brjostmynda myndhöggv ara í London. Er þetta 12. sýningin, sem félaglð heldur. Á VÍÐAVANGI „Refslungnir st[órn- málamenn" Sveinn Guðmundsson, bóndi í Miðhúsum »í Reykhólasveit rit ar athyglisverða grein i Morg- unblaðið í gær, og hefst hún . á þessa leið: „Á íslandi er stéttarbarátta í algleymingi. Hver stétt fyrir sig reynir að ota fram sinum tota, án þess að taka hið minnsta tillit til þess hvernig hinum stéttunum reiðir af eða að taka nokkurt tillit til hags- muna þjóðarbúsins. Þó hygg ég að fúnasti þáttur í þessari baráttu sé, hvernig refslungn- um stjórnmálamönnum hefur tekizt að koma saman eins og reiðum hönum forráðamönnum vinnandi stétta, verkamönnum og bændum og á meðan þeir bítast um eyrinn þá hirða þeir krónuna. Eg hef áður minnzt á það í þessum þáttum, að farið sé með bændur eins og skyni- snauðan búpening. Það er margsannað mál að stór hluti bændastéttarinnar getur ekki lifað menningarlífi á þeim tekj um sem landbúnaðurinn gefur af sér. Þeir geta ekki stækk að bú sín vegna skorts á fjár magni, en auðvitað má segja og er sagt að þetta fólk geti flutt á mölina. Jú, satt er það en þá refsar þjóðfélagið þessu fólki með því að gera það eignalaust. Því að það getur oft og tíðum ekki selt eignir sinar og verður oft að byrja á nýjan leik og að jafnaði eftir langa og erfiða starfsemi með tvær hendur tómar." Olíuflutningarnir Morgunblaðið ræðir í gær samninga þá, sem gerðir hafa verið við Rússa um olíukaup og olíuflutninga landsins, er hafa það í för með sér. að eina stóra olíuskipið, sem ís- lendingar eiga, getur ekki ann azt þessa flutninga. Morgun- blaðið segir svo um þetta: „Morgunblaðið hefur ekki upplýsingar um það, hve miklu munar á þeim flutnings gjöldum, sem Hamrafell þarf að fá og gjöldum þeim, sem Rússar bjóða, en augljóst er þó að þar er um verulegan verðmismun að ræða. En blað ið getur tekið undir með for- stjóra Skipadeildarinnar, að ætíð verður að gjalda varhuga við „annarlegum verzlunarhátt- um.“ Við höfum um langt skeið átt mikil viðskipti við komm únistaríkin, i sumum tilfell- um hafa þau verið okkur hag- stæð, en i öðrum óhagstæð, eins og t.d. sást á miklum verð hækkunum á vörum frá þess- um ríkjurn þegar unnt var að kaupa þær einnig frá öðr- um löndum. Þar sem allt efna hagskerfið er undir stjórn ríkisvaldsins er hægt að haga viðskiptum eftir því sem vind- urinn blæs hverju sinni, og vissulega er illt til þess að vita ef þessar aðgerðir Rússa verða til þess að selja verður úr Iandi eina stóra olíuflutninga- skip íslendinga, þótt það sé nú nokkuð farið að eldast og muni ekki sérlega hagkvæmt í rekstri." Vill ekki taka ábyrgð Morgunblaðið ræðir hógvær lega um þessi annarlegu við- skipti og vill augsýnilega ekki taka fulla ábyrgð á þessum Framhald á bls. 13.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.