Alþýðublaðið - 24.04.1954, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.04.1954, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagxií' 24. apríl 2 §54 Útgefandl: AlþýOuflokkuriran. Ritstjóri og ábyrgÖannaBtur; Hantóbtl Valdiœarsson MeOritstjóri: Helgi Sæmundssos. Fréttastióri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamemn: Loftur GuO mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emm* Möller. Ritstj órnarsímar. 4901 og 4902. Auglýsinga- límL' 4906. Afgreiöslusími: 4900. AlþýðuprentsmiÖjan, Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á m&n. 1 lausasölu: 1,00. Landhelgisbrotin LANÐHELGISRROT ís- lenzkra togara hafa verið ær- iS tið í vetur og sannarlega tími' til kominn, að það mál sé rætt opinberiega. Landhelgis- gæzlan v^jrðist hafa rækt skyldu sína vel og notið góðr- ar samvinnu við fiskimennina á bátaflotanum. Þetta er skylt að viðurkenna og þakka. Fram koma íslenzku lamlhelgisbrjót- anna er svo viðurstyggileg og þjóðhættuleg, að þeim má enga hlífð sýna. Landhelgisbrjót- arnir eru að kalla yfir okkur þá hættu, a'ðl útlendingar geti með rökum haldið því fram, að íMent^mgar veiði í þeirri lándhelgi, sem þeir banna öðr- um. Landhelgisgæzlan kemur í veg fyrir þetta með því að rækja skyldu sína af oddi og egg. Hún cr því ekki aðeins refsari, heldur landvarnarað- ili. Islendingar hljóta ávallt að ganga að því vísu, að útlend- ingar reyni að gerast veiði- þjófar í íslenzkri iandhelgi. — Sú viðleitni er að ýmsu leyti iskiljanleg, þó að ekki sé hún sfórmannleg. Gegn því verð- um við að berjast me'ð strangri landhélgisgæzlu og þungum viðurlögmn. En afbrot ís- lenzkra landhelgisbrjóta eru miklu stærri og alvarlegri en útlendra. Þeir ættu að sæta ©nn þyngri viðurlögunj en út- Jéndu veiðiþjófarnir. Almenn- itigsálitið gegnir miklu hlut- verki í því sambaudi. Og saít að segja ætti að krefjast þess af útgerðarmönnum okkar, að þfcir viki úr þjónustu sinni þeim 1 skipsfjórum, sem gerast land- helgiisbrjótar. Það yrði áhrifa- míkil ráðstöfun í þá átt að hinda enda á ósómann í eitt skipti fyrir öll, en á því er okk ur Islendingum mikil nauðsyn ein« og málum er háttað. Öllum mun í minni, að Al- þýðubláðið birti á sínum tíma upplýsingar um landhelgis- forot íslenzkra togara. Morgun- folaðið gerði þetta að æsinga- máli fyrir síðustu alþingis- kfcsningar og taldi bér um að ræða svívirðilegan róg í garð íslenzku sjómannastéttarinnar. Sú ályktun var mikill misskiln ihgur, þar eð upplýsingar AI- þýðublaðsins voru einmitt frá sjómönnum komnar. Og í þessu sambandi skintir engu máli, hvaða augum viðkomandi stétt Iítur á ákæruna. Hér var um að ræða mál, sem varðaði alla þjoðina, og sú staðreynd mótaði afstöðu og málflutning Alþýðublaðsins. Reynsían frá í vetur er með þeim hætti, að Morgunblaðinu er vonandi farið að skiljast, að Alþýðublaðið hafi haft rétt fyr ir sér, þó að auðvitað detti íhaldsbiaði ekki í hug að við- urkenna slíkt. Togaraskipstjór- ar, sem stunda landhelgisbrot í nálægð varðskipa og flugvéla, eru naumast englar, þegar varð skipin liggja bundin í fjar- Iægri höfn. — Landhelgis- gæzlan má eiga það, að hún lét sér gagnrýni Alþýðublaðs- ins að kenningu verða, þó að Morgunblaðið ætlaði af göfl- unum að ganga vegna hennar. Þetta hefur gefið góða raun. Islendingar standa nú ólíkt bet ur að vígi af því að þcir hafa látið til skarar skríða gegn landhelgisbrjótunum. Dómur reynslunnar hefur orðfð AI- þýðublaðinu í vil. Hlutur Morg unblaðsins er hins vegar slík- ur, að það ætti að sjá sóma sinn í að fara varlega í köst- um sínum framvegis. Stækkun landhelginnar er íslenzkt stórmál. Hún hefur kostað okkur erfiðleika, sem stafa af misskilningi og ósann- girni Breta. Yið munum aldrei láta undan síga í landhelgis- málinu. En í því sambandi skiotir miklu, að við verjum landhelgina eins og Ijón og ekki síður gegn fslendingum en útlendingum. Atburðirnir í vet ur tala skýru máli um nauðsyn bess, að landlhelgisgæzlansésem öruggust og víðtækust. Þetta hafa forustumenn hennar skil- ið gó'ðu heilH. Þjóðin öll á að standa sem einn maður á bak við bá viðleitni að gera land- helgisgæzluna sem fullkomn- asta og ffl/rdæma miskunnar- laust þá íslenzku skipstjóra, sem gerast sekir um landhelg- isbrot. Þpir eru bæði hvimleið- ari og hættulegri en erlendir starfsbræður beirra, sem virða landihelgi okkar að vettugL Báða á að aga strangt, en dóm- urinn fyrir brot íslenzku skip- stjóranna að vera tvíþættur, annars vegar lagalegur, hins ven-ar siðferðilegur. Þá mun úrbóta að vænta í náinni fram- tíð. Karlakórinn Fóstbrœður. Kvöldvaka í Sjálfstæðishúsinu sunnudagskvöld kl. 9. GAMANÞÆTTIR — EFTIRHERMUR — GAMANVÍSUR — SÖNGUR — o. fl. Dansað til klukkan 1. Aðgöngumiða má panta í síma 81567. — Einnig verða seldir aðgöngumiðar í Sjálfstæðishúsinu eftir kl. 2 á snjnnudag. — Borð tekin frá um leið. — 2339. Bezta skemmtun ársins. Helgi Sæmundsson svarar Morgunbiaðinu - 01 skapari GAPUXI, sem kallar sig Reykvíking, sendir mér tón- inn í Morgu'niblaðinu á sUmar- daginn fj^rsta og hefur alit á hornum sér. Tileínið er tví- þætt, annars vegar Kaupmanna haínarbréf mitt um heimsókn í fjögur ráðhús, hins vegár for- ustugrein Alþýðuhiaðsins um ísland ög Danmörku og sér í lagi pistill hennar um. hand- ritamáiið. Gefur Morgunblað- ið mér þann vitnisburð, að ég hafi komið heim frá Danmörku og Noregi á fjórmn fótum. Ðatt mér fyrst í hug, að Morg- unblaðið væri orðið svo bind- indissamt, að það befði taiið mig undir áhrifum áfengis við heimkomuna, en við nánari at- hugun kemur í Ijós við hvað er átt. Greinarhöfundur viíl halda því fram, að ég hafi gerzt sekur um skriðdýrsleg skrif í blaði mínu. áf íiaufsæffinni Mér er gleðiefni, að greinar- kornið um ráðhúsin fjögur skuli hafa komið Morgunblaðs mönnum úr andlegu jafnvægi. Þeir hafa kanriski skammazt sín — aldrei þessu vant? Ég skýrði aðeins frá staðreyndúm, lýsti ráðhúsunum í Kaup- mannahöfn, Óðinsvéum, Ár- ósum og Osló og lét í ljós hryggð mína yfir þeirri ömur- legu staðreynd, að ekkert ráð- hús skuli til í Reykjavík. Morg unblaðinu finnst það skriðdýrs háttur að hryggjast yfir fram- taksleysi Reykvíkinga í þessu efni. Ég er hræddur um, að fleiri séu um þann skriðdýrs- hátt en ég. — Sanngjarnir og viðmælandi íhaldsmenn finna jafnvel sárt til þess, að ekkert ráðhús skuli til í Reykjavík. Gunnar Thoroddsen foorgar- stjóri taldi við siðustu bæjar- stjórnarkosningar, að úr þessu þyrfti að bæta. Sannleikurinn er sá, að Reykvíkingar verða að sameinast um þetta mál án stjórnmálaskoðana og dægur- baráttu eins og ég benti á í grein minni. En Morgunblaðið svarar þeirri tillögu með stór- yrðum. I>að ætti að skamm- ast sín. Morgunblaðið hefur aldrei gefið ráðhúshugmynd- inni gaum. Skjólstæðingar þess, andlausasti hluti íhaldsins, má ekki heyra hana nefnda. Morgunblaðið lifir í von- inni um höll handa/ sér. Slíkt er mannlegt. En það vill ekki heyra minnzt á ráðhúshug- myndina. Þau viðbrögð eru af nautsættinni og sýna í hvössu ljósi, hvert er menningarstig þessa stærsta blaðs landsins. Misskilningur Reykvíkingur hefur misskil- ið hógvær ummæli Alþýðu- blaðsins um handritamálið, annaðhvort viljandi eða af gáfnaskorti. Enn er naumast tímabært að ræða viðhorf handritamálsins í dag til hlít- ar, en sjálfsagt gefst kostur á því áður en langt um líður. Ég verð vonandi viðlátinn, ef Morgunblaðið býður upp í þann dans, þegar umræður um handritamálið þjóna einhverj- um tilgangi og verða ekki hættulegar málstað íslands, en málgagn forsætisráðiherrans ætti að hyggja að því atriði ekki síður en við, sem skrifum blöð stjórnarandstöðunnar. Greínarhöfundur Morgunblaðs ins .segir réttilega, að ríkis- stjórn íslands og alþingi hafi t einum rómi svarað tiiboði d.önsku stjórnarinnar og hafn- að því, en bætir síðan við, að | ég líti svo á. að , .þessir mál- svarar . íslenzku þjóðarinnar" , hafi „sýnt misskilning, fíjót- j færn: og þjóðernislegan stór- bokkaskap". Þessi ummæli eru birt . hér innan tilvitnunar- merkja til að sýna orðbragð- ! ið og taka af öll tvímæli um j bað. að málið og stíllinn sé i Morgunblaðsins. Þsssi ásökun Morgunblað.sins í minn garð er hins vegar uppspuni frá rót- um. í forustugrein Albýðuiblaðs ins var tekið fram, að nokkur's misslrilnings hafi gætt í sam- bandi við afgreiðslnna á tilboði dönsku ríkisstjórnarinnar. En Morgunblaðið er svo naut- heimskt, að það skilur ekki, að þessi misskilningur er ekki síður danskur en íslenzkur. Ummælin um fljótræði og þjóðemislegan stórbokkaskap voru ekki viðhöfð í sambandi við afgreiðslu þings og stjórn- ar á tilboði dönsku ríkisstjórn- arinnar. Þau voru sett fram sem varnaðarörð í sambandi við umræður og afgreiðslu málsins í framtíðinni og voru ekki síður ætluð Dönum en fs- lendingum. Þetta mun liggja öllum viti bornum mönnum í augum uppi, þó að gapuxi Morgunlblaðsins skilji hvorki upp né niður í þeim. Viðbrögð Ólafs Ég ætla ekki að sinni að ræða misskilninginn í sam- bandi við afgreiðsluna á til- boði dönsku stjórnarinnar. Það er hvorki heppilegt né tíma- bært. En að þessu gefna tilefni er þó ekki úr vegi að minnast á misskilning, sem fram hefur komið af hálfu íslend- inga. Hann verður hvorki fasrð ur á reikning ríklsstjórnarinn- ar né alþingis. En ummæli Ólafs Th.ors. í Morgunblaðinu . á dögunum í tilefni af blaða- samtali við Hans Hedtoft for- 1 sætisráðherra Dana voru sprott in af misskilningi. Ég hef auð- vitað ekkert á móti því, a5 Ólafur Thors og Hans Hedtoft deili um handritamálið á rétt- ; um stað og réttri stund. En for- j sætisráðherra fslendinga ætti ekki að ræða stórmál eins og þetta fyrr en hann hefur átt- , að sig á orðum og afstöðu pagnaðilans. Viðbrögð Ólafs Thors voru því líkust, að hann sé hættur að skilja tungu feðra sinna. Maðurinn er kannski orðinn svo góður í ensku, að ihann sé búinn að týna niður dönskunni? Líffu þér naer Ég nenni ekki að fjölyrða um skriðdýrsháttinn, sem Morgun- blaðið ber mér á brýn. En í samfoandi við skriðdýrshátt í handritamálinu ætíi Morgun- blaðið að spyrja Bjarna Bene- diktsson fyrrverandi utanrikis- málaráðherra um fótaburð skjólstæðinga hans áður en það telur mig eða aðra skriða á höndum og fótum. Sama gegnir um það að skríða al- mennt fyrir Dönum. Morgun- blaðið hefur ekki aðeins skrið- sið fyrir Dönum, heldur er það j fætt af Dönum, og ljósmóður- inni var greitt af dönskum fé- sýslumönnum — en að vísu í sterlingspundum. Sú athygl- isverða saga er rakin eftir- Framíhald á 6. síðu. Bréfakmúnn: Hægri og vinsfri Herra ritstjóri! ÉG VIL biðja Alþýðublaðið að flytja þau fáu orð, sem hér fara á eftir. Að vísu túlka þau engin ný sannindi, en flestum er okkur þörf á að rifja upp öðru hvoru, undirstrika og skýra línur. Flokkur okkar er lýðræðis- sinnaður og forðast öfgamar til hægri og vinstri, jafnt fasisma sem kommúnisma. Hann ann frelsi og jafnrétti og beitir sér gegn kúgun og öfríki. Hann virðir rétt einstaklingsins^ svo lengi sem sá réttur er ekki not aður öðrum til tjóns. Starfs- aðferðir Alþýðuflokksins eru lýðræðislegar, og hann mun aldrei ganga feti lengra en þjcðin veitir honum umboð til. Kommúnistar eru á hinn bóginn einræðissinnaðir. Þeir reyna að ná völdum í þjóðfé- laginu með hverju því ráði. sem bezt gefst, og í þeim til- gangi að sleppa þeim aldrei framar. Milli Alþýðuflokksins og kommúnista er því staðfest djúp, sem aldrei verður brúað. Kapitalistar eru í eðli sínu einræðissinnar. Hér á landi hafa þeir hreiðrað um sig í Sjálfstæðisflokknum. Hanm; er úlfurinn í sauðargærunni. Á uppvaxtarárum mínum var hvierjum A3|þýðuflo.kksmamii það íjóst, að íhaldið var aðal- óvinurinn. Við það varð fyrst og fremst að berjast. Enn gild- ir hið sama, þótt úlfshárin séu nú betur falin en þá. Á því mega Alþýðuflokksmenn vara sig. Fljótt á litið getur Sjálf- stæðisflokkurinn virzt meinlít ill, þótt nokkuð íhaldssamur sé, en þetta er Mekking, þvi að undir niðri vinnur hann mark- Visst að hagsmunamálum kapítalista og svífst þar einsk- is. Sem stendur telur Sjálfstæð isflokkurinn sig engan hag hafa af samvinnu við Alþýðuflokk- inn á opinþerum vettvangi stjórnmálanna. Hefur svo verið síðan síðasta þing Alþýðu- flokksins var haidið. Á því þingi varð breyting á flokks- stjórninni, og mun sú breyting hafa farið fyrir brjóstið á í- haldinu, enda það talið sér hana mjög í óhag. En það er á i Framh. af 2. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.