Tíminn - 25.11.1964, Page 1

Tíminn - 25.11.1964, Page 1
29. þing A.S.Í. Frá setningu 29. þings A.S.f. Timamynd KJ. l:|H :íl| Einbeittur meirihluti hafnaði 29. þing Alþýðusambands ís- lands var sett mánudaginn 16. nóvember í KR-húsinu við Kapla- skjólsveg og lauk kl. 6.15 að morgni laugardagsins 21. nóvem- ber. Skipað var í margar starfs- nefndir á þinginu, og sendu þær frá sér álit, sem flest voru sam- þykkt á þinginu, sum þó með nokkrum breytingum. Fyrsta nefndarálitið, sem kom til umræðu og afgreiðslu, var álit fræðslunefndar, og var Hrafn Sveinbjarnarson, Hallormsstað, framsögumaður, en auk hans voru í nefndinni Björgúlfur Sigurðs- son, Tryggvi Emilsson, Karvel Pálmason, Jón H. Guðmundsson, Pjetur Stefánsson og Gunnar S. Guðmundsson. Er þar lögð áherzla á, að það sé „beinlínis lífakkeri samtakanna, að ungu fólki lærist stöðugt að þekkja hlutverk og tilgang þeirra“, og verði samtök- in því að efla fræðslustarf sitt til þess að ná til unga fólksins Tal- ið er óhjákvæmilegt: Að ráðinn verði sérstakur ritstjóri við ,,Vinnuna“ og að tíma ritið verði fært í nýtízkulegra horf. •fc Að samtökin auki fræðslu um félagsmálalögjöfina. •fr , Að reynt verði að koma á fót stuttum námskeiðum í sam- bandi við orlofsheimili verkalýðs ins í Ölfusi. ☆ Að gefin verði út sérstök handbók fyrir launþega, þar sem í verði öll lög, reglugerðir, dómar og opinberar samþykktir. er varði rétt, vernd og öryggi launþega. ☆ Að samtökin greiði veg fyrir hverskonar vinnuhagræðingu eins og unnt er. ☆ Að nú sé aðkallandi orðið, að hefja söfnun sögulegra gagna um sögu verkalýðssamtakanna á íslandi. TRYGGINGAMÁL Þá var tekið fyrir álit ti-ygginga og öryggismálanefndar, framsögu maður Hermann Guðmundsson, Hafnarfirði, en aðrir í nefndinni voru Kristján Ág. Eiríksson, Bald ur Svanlaugsson, Ásbjörn Pálsson. Jóhanna Egilsdóttir, Pétur Sigurðs son og Kristján Jóhanns- son. Álitinu er skipt í þrjá kafla, Öryggismál sjófarenda. Öryggi á landi og Tryggingamál. Er þar gerð grein fyrir þeim kröfum, sem ASÍ gerir til öryggistækja í skipum og eftirlit með þeim, um sýnikennslu í meðferð björgunar- tækja, að reynt verði að Koma á fyllri trýggingu varðandi slys á vinnustöðum og margt fleira. í kaflanum um trj’ggingamáj er lögð áherzla á eftirfarandi breyt- ingar á almannatryggingalögun- um: Að örorku- o-g ellilaun verði hækkuð, og verði skattfrjals ★ Að dánarbætur verði hækk aðar verulega. ★ Að þeir sem hafa elli- og örorkulífeyri, fái 25% af launum til eigin þarfa, ef þeir dvelja á sjúkrahúsum eða elliheimilum. ★ Greiddur sé lífeyrir með banni látinnar móður á sama hátt og nú er með barni látins föð- ur ★ Barnalíteyrir vegna munað arlausra barna sé greiddur tvö-l faldur. í stað heimildar komi skil- yrðislaus réttur. ★ Ellitryggingum sé breytt í það horf, að þeir sem þeirra njóta fái fullan lífeyri. ★ Skylt se að láta rétt til elli- lífeyris ekki falla niður við sjúkra húsvist allt upp í 26 vikur á ári, sbr. 59. grein. Þá fagnar þingið því, að hreyf- ing skuli komin á það hagsmuna- mál verkalýðsins, að stofnaður verði lífeyrissjóður fyrir alla laun þega, og treystir því, að hann komi til framkvæmda sem fyrst. Síðan er rætt um endurskoð- un laga um atvinnuleysistrygging ar og telur þingið, að taka beri þar tillit til eftirfarandi: ★ Að eftir samfellt atvinnu- leysi í eina viku séu heimilaðar bætur. ' ic Að tími sá sem bætur greið ast árlega, verði eigi skemmri en 7 mánuðir. ★ Að dagpeningar, án óuiaga séu eigi lægri en 75% af kaupi verkamanns. + Að stefnt verði að ovi að verkalýðsfélög fái óskorðuð yfir ráð sjóðsins í sítvar hendur Einnig ályktaði þrngið, að snú- ast einhuga til varnar gegn ásókn andstæðinganna til aukinna valda yfir sjóðum eða tilraun til skerð ingar á atvinnuleysistryggingum. ATVINNUMÁLIN Þá lagði Verkalýðs og atvinnu málanefnd fram álit sitt um at- vinnumál. og var Tryggvi Helga son framsögumaður en auk hans. Ivoru í nefndinni Eðvarð Sigurðsl son, Björn Jónsson, Sturla H. Sæ- mundsson, Snorri Gunnlaugsson, Björgvin Jónsson, Björgvin Sig- hvatsson, Elínbergur Sveinsson, Jón Sigurðsson, Guðjón Sigurðs- son og Sverrir Hermannsson. Er nefndarálitið tvíþætt; fyrst er rætt um þróunina og ástandið í dag, en síðan eru tekin fram þau at- riði, sem þingið telur, að brýnt sé að hrundið verði i framkvæmd á næstu tveimur árum. Hljóðar sá kafli samþykktarinnar þannig: Þingið telur brýnt, að eftirtöld um aðgerðum til eflingar atvinnu lífinu verði hrundið í framkvæmd á næstu tveimur árum: •& Endurnýjun fiskiskipaflot- ans verði haldið áfram bæði með því að keypt verði stór og vönduð fiskiskip, sem vel henta til síld- veiða og þorskveiða. Einnig ' erði gerðai sérstakar ráðstafanir og sérstök fyrirgreiðsla til endurnýj unar minni fiskibáta, sem vel henta til daglegra róðra með sér- stöku tilliti til hráefnisöflunar fyrir fiskvinnslustöðvarnar víðs vegar i landinu. Gerðar verði nú þegar ráðstafanir til nýsköpunar togaraútgerðarinnar Verði þær framkvæmdir undirbúnar af sér fróðum mönnum um togaraútgerð. ■ft Keppt verði að því að full nýta fiskaflann til matvælafram- leiðslu svo sem kostur er Sér- staklega verði unnið ötullega að uppbyggingu .iðnaðarfyrirtækja til að leggja niður verulegt magn síldaraflans og sjóða niður Verði við uppbyggingu bessa iðnaða Atn . ir sitja í fyrirrúmi þeir staðir, I þar sem atvinna er ófullnægjandi Þegar verði hafizt handa, undir forystu stjórnarvalda, að leita markaða fyrir framleiðsluna er- lendis og leitazt við að gera sölu samninga, heizt til fleiri ára í senn, ef kostur er. ☆ Komið verði upp skipastól, er sérstaklega hafi það verkefni að flytja síldarafla, þegar mikið veiðist á takmörkuðum svæðum, frá veiðiskipunum til verksmiðja og jafnvel söltunarstöðva, sem vantar síld til vinnslu, en liggja of fjarri viðkomandi veiðisvæði fyrir fiskiskipin að sigla til þeirra með aflann. Verði nú í vetur haf izt handa um stofnun félags n.eð þátttöku ríkisins, bæjar- og sveítar félaga og annarra aðila, er mikilla hagsmuna eiga að gæta í þessu efni. Leitazt verði við að kaupa hæfilega stór og hentug skip til þessara flutninga. ■& Kappsamlega verði unnið að því að bæta og koma við hagan legri aðferðum við fiskvinnsluna. Sérstaklega verði lögð áherzla á að koma á betra geymslufyrir- komulagi á t'iskinum en verið hef ur, og með því tekið fyrir það, að mikið af fiskafla stórspillist við geymslu og flutninga. Þegar nýjar fiskvinnslustöðvar eru byggðar, verði þeim undantekningaiaust valinn staður við hafnarmannvirki þar sem aflanum er landað. ☆ Fiski- og hafrannsóknir verði efldar með auknu fjármagni frá ríkinu. ftannsöknarstarfsemi ' fyrir sjávarútveginn verði sam- einuð undir eina stiórn — Tækni stofnun sjávarútvegsins — og að hafizt verði handa á næsta ári

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.