Tíminn - 11.12.1964, Qupperneq 3
Í*ÖSTUDAGUR 11. desember 19S4
TÍMINN
í SPEGLITIMANS
Enn einu sinni liafa unglingarnir í Los Angeles fundið sér
það til duíidurs að athuga, hversu margir þeirra geti komizt inn
í Volkswagenbifreið í einu. Hér á myuidinni eru þeir 31, 21 stúlka
og 10 drengir.
Eddie Constanline, Leœmy,
hefur átt við harða samkeppni
að stríða síðustu árin, ekki sízt
James Bond. En hann lætur
ekki að sér hæða. Hann hefur
stofnað sitt eigið kvikmynda
framleiðslufélag og ætlar að
framleiða 6—8 kvikmyndir á
ári. Sú fyrsta þeirra er nú bom
inn á markaðinn, ng er Lewmy
þar á hælum stríðsglæpamanns
að sjálfsögðu umkringdur fögr
um stúlkum.
Daut Ezig vann eins og
venjulega í grætimetisverzlnn
sinni dag einn fyrir nokkvn, peg
ar fulltrúi yfirvaldanna kom
heimsókn til hans »g íærði hon
um afmælisgjöf, en Ezig varð
þann dag 100 ára gamali! Af-
mælisgjöfin var lausn frá öll-
um opinberum gjöldum
bæði til sveitarfélags og rikis.
Ezig er Júgóslavi.
Hollywood hefur sent nýja
kvikmynd á markaðmn og það
..íerkasta við hana er að öllum
Iíkindum það.að tvær frægar
stjörnur tveggja kynslóða koma
þar fram, sem sagt Bette Davis
og Susan Hayward, en þær
leika móður og dóttur í kvik-
myndinni, sem heitir „Where
Love Has Gone” og er fram-
’.eidd af Paramount.
SikOey hefur i fyrsta sinn
fengið konu sem ieigubílstiéra.
Eiginmaður hennar slasaðist
mikið í verksmiðju þeirri, s«m
hann vann í, og því varð hún
að vinna fyrir heimilinu. Aft
ur á móti mun hún aðeins fá
að aka með konur.
29. nóvember s.l. fór ung,
ljóshærð og ógift frönsk kona
niður í helli einn 100 mefcra
fyrir neðan yfirborð jarðar og
þar mun hún dvelja um nokk
urn tíma. Hún gerðist sjálf-
boðaliði til þessa verks, sem
er þáttur í vísindalegri rann-
sókn um áhrif einverunnar á
fólk.
Konan, sem heitir Josiana
Laurres, kölluð Josie, er Ijós
móðir við sjúkrahús eitt rétt
fyrir utan Nice í Frakklandi.
í frítíma sínum málar hún,
dansar, fer á hestbak, les —
eða þá að hún fer í hellagöng-
ur, en þá „íþrótt“ hefur hún
stundað í þrjú ár, og m.a. dval
ið ein í helli í 10 daga.
Hún dvelst nú í umræddmn
helli, sem er um 50 km. fyrir
ofan Nice. Inni í hellinum hef
ur verið komið fyrir tjaldi, sem
hún getur dvaliít í. Hún ætl-
ar áð eyða tímanum með því
að mála. Einnig hefur hún feng
ið að hafa segulband hiá sér,
en á spólunum eru ýmis upp-
áhaldsverk hennar eftir ýmis
helztu tónskáld sögunnar.
Þarna mun hún dveljast í
nokkrar vikur, og hugsanir
hennair verða teknar inn á
segulband hverju sinni. Vís-
indamen'nirnir munu síðan
rannsaka upptökurnar nákvæm
lega.
Sama dag o*g Josie lagði af
stað n'íður i hellinn, hóf
Antonie Senni, 35 ára, svipaða
tilraun í öðrum helli. Hann
ætlar sér að setja nýtt met sem
„hellabúi“. Núverandi met,
sem eru tveir mánuðir, setti
Michel Siffre árið 1962, en
Senni ætlar sér að dvelja í
helli .sínum í fjóra mánuði.
Þessa mánuði ætlar hann að
nota til tréútskurðar, og tók
hann með sér niður í hellinn
100 kg. þungan trjábol.
★
Pu-Yi, sem var keisari í
Kína 1918-22 og var skipaður
keisari Mansjúríu af hálfu
Japan árin 1934—45*, hefur gef
ið út endurminningar sínar og
kallast þær „Fyrri helmingur
lífs míns“ Hann er nú 58 ára
gamall.
Pu-Yi var handtekin af
rússneska hernum árið 1945 en
síðan afhentur kínverskum
kommúnistum, sat mörg ár <
fangelsi, en var síðan gerður
að garðyrkjumanni í opinber-
um skemmtigarði, þegar liann
bafði Iýst yfir stuðningi sínum
við stjórn kommúnista. í dag
er hann aðstoðarmaður við
sagnfræðilega rannsókmarstofn
un í Peking.
Marlene Dietrich kom nýlega
fram á sviði í London í fyrsta
sinn á ævinni og var að sjálf-
sögðu geysivel tekið og hyllt
með blómum í lok söngs síns.
Og þegar hún yfirgaf leikhúsið,
QueenS íheatre, stöðvaðist öll
umferð í 15 mínútur.
Og svo kemuir auðvitað ný
hárgreiðsla í jólaönnunum.
Þessi minnir ónei'anlega dá-
•ít'ið á jólatré Mynd-in er tekin
í Róm.
★
Hjón nokkur i London,
George og Ethel Dabbs, nafa
verið gift í 44 ár. Þegar þau
giftu sig, áttu þau einn stór-
an draum — það var að heim-
sækja Nýja Sjáland. Og þau
byrjuðu þegar að spara saman
fyrir ferðinni, og toksins. þeg-
ar þau höfðu næg fjárráð, var
hann orðfcnn 70 ára og hún 67!
Þau pöntuðu miðnna, en svo
kom í Ijós að þau gátu aðeins
fengið eins manns klefa á
skipi því, sem sigldi til Nýja
Sjálands.
— Og þá hættu þau við ferð
ina.
— Við höfum verið saman
hvern einasta dag allt hjóna
band okkar — sögðu þau —
svo að við viXjum ekki skyndi
lega ferðast hvor í sinum klefa.
Nýr sveitarst jóri
E.J.-Reykjavík, 10. desember.
Á fundi hreppsnefndar Seltjarn
arneshrepps í gær baðst Bjarni
Beinteinsson, sveitarstjóri, lausn-
ar frá embætti frá og með áramót-
um. Á sama fundi var ráðinn nýr
sveitarstjóri, Sigurgeir Sigurðs-
son, sölumaður hjá Kr. Kristjáns-
syni. Hann er hreppsnefndarfull-
trúi.
ÞURRABÚÐARMENN
Framhald ai Ols. i
forsætisráðherra, sagði, er hann
lagði málið fram, að það værí
flutt af lýðræðislegri og þingræð-
islegri nauðsyn, svo að sósíalistar
ættu fulltrúa í nefndum. Ef þeirri
hugsun er haldið til enda, getur
komíð að því að enn verði að
fjölga verulega í nefndum. Rétt
væri og að minna á það, að fyrir
tveimur dögum hefði Emil Jóns-
son lýst því yfir, að utanríkismála-
nefnd þingsins væri óstarfhæf
vegna þess að sósíalistár ættu þar
sæti. Einnig má ekki gleyma grein
þeirri, sem Gylfi Þ. Gíslason skrif-
aði um kosningaúrslitin eftir síð-
ustu alþingiskosningar, þar sem
hann sagði, að örlagaríkasta og
gleðilegasta árangur kosninganna
væri sá, að*kommúnistar ættu þess
ekki kost lengur að fá menn
kjörna í 5 manna nefndir.
Ólafur sagði það persónulega
skoðun sína að fjölgun í þing-
nefndunum myndi gera þingstörf-
in erfiðarí og þyngri í vöfum og
væri ekki til bóta, en- með tilliti
til þess, hvernig mál eru vaxin,
myndi hann ekki greiða atkvæði
gegn frumvarpinu.
Alfreð Gíslason tók þá til máls
og mótmælti því að frumvarpið
byggðist á samkomulagi, sem gert
hefði verið utan þings við Sósíal-
istaflokkínn. A. m. k. væri sér
með öllu ókunnugt um slíkt sam-
komulag og spurði Ólaf hvort
hann gæti staðfest þessa fullyrð-
ingu. Enn fremur sagði Alfreð, að
Sósíalistaflokkurinn ætti engan
fulltrúa á þingi, heldur Alþýðu-
bandalagið.
Ólafur Jóhannesson kvaðst
furða sig á þessarí spurningu Al-
freðs. Furðulegt væri að hann
vissi ekki af þessu samkomulagi
stjórnarinnar við Sósíalistaflokk-
inn og spurning hans væri upplýs-
andi um sambúðina á Alþýðu-
bandalagsheimilinu. Gengið hefði
verið milli þingflokkanna þegar á
fyrsta degi þingsins og skýrt frá
því að samkomulag hefði tekizt
milli Sósíalistaflokksins og stjórn-
arflokkanna um að fjölga í þing-
nefndum í 7 og strax í upphafi
þings voru leyfð afbrigði frá þing-
störfum samkvæmt þessu sam-
komulagi. Rétt væri það, að á
þingi væri til Alþýðubandalag að
nafninu til, en utan þings er $kk-
ert Alþýðubandalag til — aðeins
Sósíalistaflokkur og samkomulag-
ið var gert við Sósíalistaflokkinn.
Orðrómur var á kreiki um það nýlega, að Liz Taylor hefði lent
ur hún eftirmfcnnilega afsannað og sést hún hér taka í hendina
átti að vera dauður. Við hlið hennar er Richard Burton.
í bílslysi og látið lífið. Þetta hef
á bílstjóra sínum, sem einnig
KONA RÆND
Framnald ai it> síðu
hendinni. Tók ránsmaðurinn á rás
eftir Fjölnisveginum. síðan yfir
húsagarðana og hvarf upp á Sjafn
argötu. Var hægt að rekja slóðina
yfir garðana, en hún hvarf síðan
í slóðir upp á Sjafnargötu.
í töskunni voru um sex púiiind
krónur í peningum, bankabók á
Landsbankann og fleira verðmæti.
Konan lýsii árásarmanninum
þannig að hann hafi verið ungur
hár vexti og vel vaxinn Var hann
klæddur stangaðri nælonúlpu,
dökkri, með hettuna yfir höfðinu
og í dökkum buxum
Þeir sem kynnu að hafa orðið
varir við mann á þessum sióðum
í morgun sem lýsingin gæti átt
við. eru vinsamlegast beðnir að
hafa samband við rannsóknarlög
regluna hið allra fyrsta.