Tíminn - 12.12.1964, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.12.1964, Blaðsíða 12
n TÍMBNN « L*VUGARDAGUR 12. desember 1964 Úrslit ð körfuknattleiksmótinu annað kvöld Alt' — Reykjavík, 11. desember. Á sunnudagskvöld fer fram úrslitalcikur í Reykjavíkur- mótinu í körfuknattleik og mætast ÍR og KR í meistaraflokki karla. Eftir þessum leik er beðið með nokkurri eftirvæntingu, en KR-liðið hefur tekið framförum að undanfömu og hefur unnið ÍR í æfingaleik. iR-ingar hafa einokað bæði Rvíkur- og íslandsmót síðustu ára og ekkert annað félag ógnað þeim, ncma ef vera skyldi KR. Hvort KR tekst að sigra ÍR að en heldur er það óliklegt, þar sem þessu sinni skal látið ósagt — ÍR hefur hætzt verulegur liðstyrk ur nýlega, en Guðmundur Þor- steinsson er byrjaður að leika með liðinu eftir langvarandi veikindi, sýndi Guðmundur góðan leik gegn Collegians nýlega. — Á sunnudags kvöld fer einnig fram leikur í 1. flokki og leika KR og Ármann. Hefst sá Ieikur kl. 20.15, en leikur ÍR og KR strax á eftir. í meistaraflokki kvenna voru tvö þátttökulið, ÍR og KR, og sigr aði ÍR. Er því Rvíkurmeistari í mfl. kvenna. FH EFNIR TIL AFMÆLIS- MÓTS í H ANDKN ATTLEIK - Býður Rvíkurmeisturunum í öllum flokkum til keppni við sig. — og íslandsmeisturum Fram Alf — Reykjavík 11. desember. Á mánudagskvöld og þriðjudagskvöld í næstu viku efnir FH til | afmælismóts í handknattleik að Hálogalandi. Mótið verður að því leyti! sérstætt, að FH-ingar bjóða til keppni við sig nýbökuðum Rvíkur- j meisturum í öllum flokkum, en að auki m.a. íslandsmeisturum Fram j í meistaraflokki karla. Ekki er að efa, að mótið ætti að geta orðið skemmtilegt, enda hefur FH mörgum góðum flokkum á að skipa, og virðist FH-Iiðið í mjög góðri æfingu um þessar mundir. Er skemmst að minnast þess, að FH sigraðt Ajax, dönsku meistarana með 11 marka mun í siðast mánuði. Verður gaman að sjá hvernig i ekki tekizt að sigra Fram í íslands FH tekst svo upp gegn hinmu ný- 1 móti s.l. þrjú ár, en hefur nú bökuðu Rvíkurmcisturum KR — i fullan hug á að vinna. og þá ekki síður gegn íslands- | Dagskrá afmælismótsins lítur meisturum Fram, en FH hefur ' þannig ú'- Mánudagurinn 14. des. kl. 20:15 — Formaður FH. Val- garð Thoroddsen setur mótið með rcsðu. — Leikir: M. kv. FH — Valur 2. fl. k. FH Valur 1. fl. k. FH — KR M.K FH — KR. Þriðjudagurmn 15. des. Kl. 20 - 15. , 2. fl. kv. FH — Fram 4. fl. k. FH Haukar 3. fl. k. FH — Valur M. k. FH — Fram (Leiktími 2x30 mín.) Clisgow Rangers slgraði Rapid frá Austurríki í siðari leik llðanna í Evrópubikarkeppnlnni, sem fram fór í Vin á þrlSiudag, með 2:0 Fvrri lelkinn hafSi Rangers unniS með 1:0 í Glasgow og heldur því áfram f keppn innl. — Á myndinni að ofan sést þegar varnarmenn Rangers, McKlnnon og Provan, stöðva austurríska sókn í leiknum í Vín. — (Ljósm. Polfoto). RITSTJÓRh HALLUR SÍMONARSON Dennis Law — faer oft harðan skell. Dennis Law fékk 28 daga keppnisbann! — Hlaut einnig sekt, sem svarar 6 þús. ísl. kr. Hinn frægi innherji Manlh. Utd, og Skotlands, Dennis Law, var í gær dæmdur frá keppni í 28 daga og í 50 punda sekt vegna framkomu sinar í leik í Blackpool í fyrri mánuði, þeg- ar dómarinn vísaði honum af leikvelli vegna ósæm/legs orð- bragðs. Dómurinn kemur til framkvæmda á mánudag — 14. desember — og losnar Law þvi ekki úr keppnisbanninu fyrr en 11. janúar. Þetta er mikið áfall fyrir lið Dennis Law — Manch. Utd. — sem um þessar mundir hefur forustu í 1. deild með 32 stig — einu stigi meira en Chelsca og tveimur stigum me/ra en Leeds. Law er bezti leikmaður Bretlands — og verður því erfitt að vera án hans í hinum erfiðu jóla- og nýjársleikjum, sem framundan eru, auk þess, sem hann getur ekki le/kið í 3. umferð bikarkeppninnar, en Manch. Utd. á þá að vísu léttan mótherja, 4. deildar-lið/ð Chester á heimavelli. Hann verður hins vegar laus úr keppnisbanninu, þegar félag hans mætir Everton í 3. umferð borgarkeppni Evrópul/ða. Dennis Law er einn svipmesti knattspyrnumaður, sem nú er uppi í heimiirum, þessi Ijóshærði Aberdeen-búi á erfitt með að st/lla skap sitt á stundum. Einkum virðist skammdegið hafa slæm áhrif á hann, því í nóvember í fyrra var honum einnig vísað af leikvelli, í leik gegn Aston Villa í Birmingham, fyrir að sparka í mótherja, og í desember þá var liann dæmdur í 28 daga keppnisbann. Ef til vill var það orsök þess, að Manch. Utd. varð í öðru sæti í 1. deild í stað hins fyrsta, sem Liver- pool hlaut. En framkoma Law er vissulega mannleg. í hverj- um leik eru tve/r til þrír leikmenn settir til höfuðs honum og nota þá ekki alltaf sem bezt meðöl til þess að stöðva hann, Law verður því iðulega fyrir meiðslum og hefur í haust misst marga le/ki af þeim sökum. Og fætur hans eru milljóna- | virði og því ekki furða þótt hann missi stjórn á skapi sínu, þegar reynt er að eyðileggja þá af ásettu ráði. Þess má geta, að ensk blöð hafa mjög rætt um þetta mál í sambandi við Law og flest varið hann — og bent á, að athuga þyrfti þá dómara, sem stöðugt eru að vísa leikmönnum af velli. Fiest bjuggust þau við, að Law myndi fá léttan dóm nú — en reyndin varð önnur og er sennilcgt að óeirðir þær, sem urðu í Blackpool, þegar Law var rekinn af velli, eigi uokkra sök á því, en um 30 unglingar frá Manchester gerðu þá nokkurn usla í þessar/ frægustu gleðiborg Englands. Á fimmtudaginn var Law lengi á Iokuðum fundi með nefnd knattspyrnusam- bandsins enska og hélt því fram, að hann hefði aldrei sagt | orð við dómarann, aðeins þann leikmann, Allan Ball, sem hann lenti í höggi við. En orð dómarans voru h/ns vegar tekin gild, þrátt fyrir ■— eins og ensk blöð hafa bent á — að „litlir“ dómarar álíta sig „stækka“ við að vísa þekktum ieikmann/ af velli. — hsím.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.