Tíminn - 12.12.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.12.1964, Blaðsíða 16
1 MlCi'í'íl Laugardagur 12- desmeber 1964 254. tbl. 48. árg. I.íw *í w / Oddur Helgason sölusrtjóri lengst til vtnstri, þá Oddur Magnússon stöðv- arstjóri og Stefán Björnsson forstjóri. Fyrir framan þá eru mjólkurhyrn ur, bæði þær, sem notaðar eru núna og þær, sem í athugun er að taka i notkun. (Tímamynd K. J.) Dagstimplun mjó/k- urhefur veriðbreytt til íslenzkrar le BÓ-Reykjavík, 11. desember. Poul Reumert hefur nú gert að ’ veruleika hugsjón konu sinnair, Önnu Borg, með því að stofna mimningarsjóð, sem ber nafn móður hennar, leikkon- unnar Stefaníu Guðmundsdótt- ur, en sjóðurinn hefur þann til- gang að efla leiklist á íslandi. Sjóðurinn var formlega stofn aður þann 9. þ.m., en þá komu saman til fundar á heimili Ósk ars Borg, jLaufásvegi 5, þeir Agnar Kl. Jónsson ráðuneytis- stjóri, Torfi Hjartarson toll- stjóri, Þorsteinn Ö. Stephensen leikari, og bræður Önnu, Geir og ÓSkar Borg. Sfofnunin var gerð í umboði Poul Reumerts, og tóku þrír hinir fyrst töldu að sér að, vera í fyrstu stjórn sjóðsins, samkvæmt eindreg- inni ósk Poul Reumerts. Er Þorsteinn formaður sjóðsins, Agnar ritari og Torfi gjaldkeri. Eftir að sjóðurinn var stofn- aður, sendi Óskar Borg sím- skeyti til Poul Reumerts og skýrði honum frá því. Reumert svaraði með símkseyti, sem hljóðaði á þessa leið: „Hurra, hurra, hurra, hurra for dig og Geir ráber gamle Poul!" Stjórn sjóðsins og bræðurnir Borg, skýrðu fréttamönnum frá þessu í dag. — Tilgangur sjóðs ins er eins og fyrr segir, að efla leiklist á íslandi, með þvi að veita ísl. leikurum styrki til framhaldsnáms erlendis o.fl. Framlag Poul Reumerts til sjóðsins er nú þegar fyrirsjáan legt 300 þúsund krónur, og er gert ráð fyrir að byrjað verði að veita úr honum eftir eitt ár. Það var hugmynd hjónanna, að þau mundu ekki standa ein að stofnuninni, og von þeirra og ósk, að sem flest félög og ein- staklingar tækju þátt í að mynda sjóðinn. Hefur því ver- ið ákveðið, að þeir, sem til- kynni framlög sín til sjóðs- Reumort myndunarinnar fyrir 15. febrú- ar 1965, skuli teljast stofnfé- lagar þeirra Önnu Borg og Poul Reumerts. Ríkisskattstjóri hefur gert framlög til sjóðsins skattfrjáls, og kváðust stjórn- armeðlimir vilja benda á það sérstaklega. Máltlutningsskrif stofa Einars B. Guðmundsson- ar í Morgunbiaðshúsinu og dagblöðin í Reykjavík munu taka við framlögum til sjóðs- ins. Saga þessa máls hófst árið 1938, er þau hjónin Anna Borg og Poul Reumert léku hér í Reykjavík, sem gestir Leikfé- lags Reykjavíkur, og ákváðu þá, að laun þeirra fyrir leik- sýningarnar skyldu renna í sjóð, er hefði að marksmiði eflingu brautryðjandastarfs móður Önnu Borg, leikkonunn- ar frá Stefaníu Guðmundsdótt- ur, í þágu leiklistar á íslandi. ' Heimsstyrjöldin kom í veg fyrir nánari framkvæmdir þessa máls, en er Anna Borg beið bana við hið hörmulega flugslys á páskum í fyrra, kom Poul Reumert hingað til lands, og var þá efst í huga hans að hrinda þessu tilfinn- ingamáli konu sinnar í fram- kvæmd hið fyrsta. Ætlun Poul Reumerts var, að efla sjóðmn frá árinu 1938, sem nú var að vöxtum kr. 30.000.—, en gildi í’-ramíi s OL ts KJ-Reykjavík, 11. des. Stefán Björnsson forstjóri Rusk kem- ur í dag FB-Reykjavík, 11. des. Dean Rusk utanríkisráð- herra Bandaríkjanna er væntanlegur hingað til lands á morgun í boði utan- ríkisráðherra Guðmundar í. Guðmundssonar. Utanríkis- ráðherrann er væntanlegur til Keflavíkur um kl. 18. Penfield sendiherra Banda- ríkjanna og Páll Ásgeir Tryggvason deildarstjóri fara flugleiðis frá Reykja- vík til Keflavíkurflugvallar í flugvél aðmírálsins á vell- inum, og taka þar á móti Rusk. Er Rusk hefur heilsað yf- irmönnum á Keflavíkurflug- velli fer hann með flugvél til Reykjavíkur, og verður á Reykjavíkurflugvelli um kl. 18,55. Þar taka á móti honum dr. Bjarni Benedikts son forsætisráðherra, Agnar Kl. Jónsson ráðuneytis- stjóri, lögreglustjórinn í Reykjavík og Guðmundur Benediktsson deildarstjóri í forsætisráðuneytinu. Af flugvellinum verður ekíð með ráðherrann til bústað- ar bandaríska sendiherians, en þar mun hann dvel.iast meðan á heimsókninni stend ur. Kl. 19,45 hefst kvöld- verður í boði forsætisráð- herra í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Rusk fer síðan flugleiðis til Evrópu kl. 6,45 á sunnu- dagsmorgun. Mjólkusamsölunnar skýrði frétta- mönnum í dag frá nýrri reglugerð um meðferð á mjólk og mjólkur- vörum, sem nýlega hefur verið gefin út, og er verið að byrja að framfylgja ákvæðum hennar. Eitt helzta ákvæði reglugerðar- innar, og það sem snýr að neyt- endum er, að ekki er heimilt selja mjólk tveim dögum eftir ger ilsneyðingu, og verða mjólkur- j hyrnur Mjólkursamsölunnar því i framvegis stimplaðar með dag- j setningarstimpli síðasta dagsins i sem heimilt er að selja mjólkina.; Mun þessi nýi háttur á dag- setningarstimplun mjólkurhyrna. koma til framkvæmda á miðviku- i daginn, en þar sem sölusvæði j Mjólkursamsölunnar er æði stórt, munu líða einn til tveir dagar i þangað til reglan um dagsetning- j arstímplunina, verður algild. Framangreint atriði mun verða ! þyngst á metunum hjá neytend- j um því með þessu á að vera i tryggt að þeir fái ætíð fyrsta j flokks vöru. Áður voru hyrnurn- ar stimplaðar með dagsetningar- stimpli þess dags sem mjólkin var gerilsneydd á. f reglugerðinní er svo kveðið á að eigi megi flytja aðrar vörur með mjólk á mjólkurbílum, en smávörur, sem ekki geta valdið óhreinindum á vörum eða ílátum. Þá eru einnig rýmkuð ákvæði um aldur mjólkur iður en hún er gerilsneydd, og er það nauðsyn þar sem flutningsleiðir lengjast Framhald á bts 14. HAMRAFELL TÍL 0L1U- FLUTNINGA IAMFR/KU að j GB-Reykjavík, 11. desember. Hamrafellið, sem lét úr höfn eftir helgina „út í óvissuna" í fyrsta sinn síðan það var keypt hingað til lands fyrir tó|f árum, hefur nú verið leigt ameríska olíu-l félaginu Esso til flutnings á ein-. um olíufarmi milli landa í Vestur-; heimi, og er nú á |eið til Venezu-i ela til að taka farminn, að því er Hjörtur Hjartar forstjóri skipa- deildar SÍS tjáði fréttamönnum j í dag. „Okkur barst þetta tilboð í gaer-j kvöldi og það var ekki áhorfsmál; að taka því, þar eð við höfum: haldið áfram stöðugum tilraunum; síðan 14. nóvember við að útvegaj skipinu verkefni, eftir að ríkis-j stjórnin hafði daginn áður tekiðj undirboði Rússa um allan flutning olíu frá Sovétríkjunum til fslands, og þar með var kippt fótunuml undan því að Hamrafellið annað-i ist olíuflutninga til íslands, sem því var fyrst og fremst ætlað, þeg- ar slíkt stórt olíuflutningaskip var í fyrsta sinn keypt til íslands árið 1962“ áagði Hjörtur. Aðspurður sagði Hjörtur um þetta nýja flutningstilboð, að það væri mjög hagkvæmt fyr- ir Hamrafell og . jafngilti því að það hefði fengið 47Vz shill- ing á1 tonnið frá Sovétríkjun- um til íslands. Þegar samningar stóðu fyrir dyrum um olíuflutn- inga hingað á næsta ári, buðumst við til að flytja olíutonnið á heimsmarkaðsverði, 33 shillinga, en Rússar buðu 25, sem þeir drógu enga dul á, meðan á samningaum- ræðum stóð að beir stórtn-m«u á slíkum flutningum, og er enn ein- kennilegra að þeir skyldu sækjastj svo mikið eftir þessum flutning- um, þegar á það er litið, að þeir taka erlend skip á leigu til slíkra flutninga, ýmist hollenzk eða norsk. Þegar Hjörtur var spurður, hvers vegna eigendur Hamrafells hefðu þá ekki boðið Rússum skip- ið á leigu, úr því þeir leigðu út- lend skip á annað borð, svaraði Hjörtur: „Okkur þótti nærtækara rramhaJd a 14 $I0u Me&alafiinn um ÍOOO mál á bát E.J.-Reykjavík, 11. desember. Ágæt síldveiði var í nótt fyrir austan og fengu 24 bátar afla, sam- tals 20.800 mál og tunnur. Afla- hæstur var Helgi Flóventsson með 1700 tunnur. Mest af síldinnj fer í bræðslu, en nokkuð er fryst eða salfcað fyrir austan, og nokkrir bátar sigla suður með aflann. Veð- ur versnaði á miðunum í dag, og var ekki búizt við veiðiveðri í nótt. Meðalaflinn í nótt var rétt inn- an við 1000 tunnur, og var Helgi Flóventsson hæstur með 1700. Snæfellið fékk 1500, Sæhrímír 1300, Helga Guðmundsdóttir 1300 og Haraldur 1200. Allar þrær eru nú fullar a Neskaupstað og um 2000 mál liggja úti á túnum og á plani. Bræðslan á Neskaupstað hefur nú brætt um 460.000 mál, en bræddi á vertíðinni í fyrra um 267.000 mál. Auk þess er síld fryst í báð- um frystihúsunum og vantar til- finnanlega fólk. Einnig er saltað nokkuð á Rúmeníumarkað, er síld- in þá sett heíl niður í tunnumar. Jólabingó Jólabingó Framsoknarfélags Reykjavíkur verður að Hótel Sögu sunudaginn 13. desember og hefst klukkan 20.30. Skemmt unin hefst með þvi að spilað verður bingó um fjölda giæsi- legra vinninga meðal anuars um hvíldarstól, málverk, uiat- vörur til jólanna, heimilisfæki og margt, margt fleira, en vinnings verðmæti er um 6<t 000 kr. Þá mun Einar Ágústsson al- þingismaður flvtja ávarp óvæntur gestur uemur i f eim- sókn. Á eftir verður stiginn dans, hljómsveit Svavars Gests leikur, söngvarar Elly Vil- hjálms og Ragnar Bjarnason. Aðgöngumiða má panta í sím- um 1-55-64 og L-60-66, og er mönnum ráðlagt a'c gera það hið fyrsta. Miðar verða seld ir í dag í Tjarnargötu 26 og á afgreiðslu Tímans í Bankastr 7.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.