Tíminn - 24.12.1964, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.12.1964, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 24. desember 1964 )2 TIMiNN FRIÐRIK ÓLAFSSON SKRIFAR UM SKÁK SKÁKIR FRÁ TEL AVIV Þátturinn er að þessu sinni helgaður Ólympíumótinu í ísrael, sem mönnum er enn í fersku minni. Fyrsta skákin, sem við tökum fyrir í 'dag, er ein af vinn- ingsskákum meistara Keres, en í henni sýnir hann okkur, hvers biskupaparið er megnugt i ein- faldaðri stöðu. 5. umferð undankeppninnar. Hv. P. Keres, Sovétríki'n Sv. Mervielle, Spáni. Philidor-vörn. 1. e4, e5 2. Rf3, d6 (Fáséð vörn og erfið). 3. d4, Rd7 4. Bc4, c6 (Ekki 4. —, Be7 5. dxeö, dxe5 6. Dh5 og vinnur. Eða 5. —, Rxeð 6. Rxe5. dxe5 7. Dh5 og vinnur peð). 5 0—0 (Hér hafa margir leikið 5. Rg5 með góðum árangri, enda er leik urinn miklu hættulegri en ætla mætti í fljótu bragði. Eftirfar- andi afbrigði ættu allir skákmenn að þekkja; 5____ Rh6 6. a4 (Sakleysislegur leikur en stór- hættulegur). 6. —, Be7? 7. Bxf7f, Rxf7 8. Re6, og svörtu drottning- unni verður ekki forðað, hvernig sem svartur fer að — 8 —, Db6 9, a5, Dh4f 10. c3, Dc4 11. Rc7t Kd8 12. b3 —. Eða 8. —, Da5f 9. Bb2, Db6 10. a5, Dxb2 11. Bc3. Annað afbrigði ekki síður viðsjár vert er: 6. O—O, Be7? 7. Re6, |fxe6 8. Bxh6, Rb8 (8. —, gxh6 ' mundi leiða til máts eftir 9. Dh5f, Kf8 10.. Bxe6 o.s. frv.). 9. Bxg7, Rxc4 10. Bxh8, Kf7 11. b3. Rb6 12. f4 Sókn hvíts er afgerandi. — Þeir eru ófáir skákmennirnir, sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum byrjunargildrum). 5. —, Be7 6. dxe5, dxc5 (Þær eru óteljandi hætturnar, sem svartur barf að varast í þess í ari byrjun. Hér gengi t.d. ekki 6. —, Rxe5 vegna 7. Rxe5, dxe5 8. Dh5). 7. Rg5! (Á þennan hátt tryggir hvítur sér betri stöðu. Skiptir í því sam bandi engu máli, þótt drottningar kaup eigi sér stað). 7. —, Bxg5 8. Dh5, g6 9. Dxg5, Dxg5 10. Bxg5, Rc5 ll.Rd2, Re6 12. Be3. Rf6 13. Rf3. Rxe4 14. Rxe5,Rd6 15. Bd3, Rf5 16. Bd2 (Keres er greinilega þeirrar skoð unar, að biskupaparið sé meira virði en sundruð peðastaða and- stæðingsins). 16_____ Rc5 17. Hfel, Be6. ] (Því miður var biskupinn á d3 ] friðhelgur: 17.—, Rxd3 18. Rxd3f, ÍBe6 19. Rc5. o.s. frv.). 18. Bc4 , (Biskupinn er búinn að gera sitt 'gagn). 18. —, Rd6 19. BxB. RxB 20. Iladl, Rb5 | (Hvítur var búinn að koma því 'svo fyrir, að svartur gat á hvorug an veginn hrókerað 20. —O—O 21. Bb4 eða 20. —. O—O—O 21. Ba5 o.s. frv.) 21.Bh6. c5 22. c3. Hc8 23. f4, a6 (Betra 23. —, Rbc7). 24. g4. Rbc7 (Einum of seint). 25 f5. f6 26. Rc4 Svartur gafst upp. — Stutt skák en lærdómsrík. í næstu skák verður á vegi okk ar hinn 17 ára norski skákmeistari Zwaig, en hann er íslenzkum skák mönnum að góðu kunnur, síðan hann tefldi hér í Norðurlandamót- inu 1961. Yfir skákinni hvílir ein hver ferskleikablær, sem jafnan er að finna í skákum ungra fram- sækinna skákmanna, og sigurvilj-- inn — hann leynir sér ekki. Teflt í viðureigninni Noregur — England í undan- keppninni. Hv. Zwaig, Noregi. Sv. Clarke, Englandi. Caro-Kann. 1. e4. c6 2. d4. d5 3. e5 (Hér teflir Zwaig afbrigði, sem ; Tal notaði mikið í seinna einvígi Isínu við Botvinnik). i 3. —, Bf5 4. Re2, e6 5. Gg3, Re7 | (Eðlilegra virðist manni 5. —, Bg6 : strax). 6. c4, Rd7 7. Rc3, Bg6 (Sbr. athugasemd við 5. leik svarts). ' 8. h4, h6 9. h5, Bh7 10. Bé3, Rf5 (?) (Svartur vill eðlilega rétta svolítið úr kútnum, en gerir það ekki á réttan hátt. Ilann átti að tryggja sér yfirráð yfir d5-reitnum með því að leika 10.—,dxc4 o.s.frv. Á hinn bóginn er ekki ósennilegt, að honum hafi yfirsézt hinn frumlegi en sterki 13. leikur hvíts). 11. Rxf5, Bxf5 12. g4 (Sókn á öllum vígstöðvúm!) 12. —, Bh7 13. c5! (Þessi sterki leikur tryggir hvíti varanlegt frumkvæði). 13. —, b6 (Svartur bregzt við á eðlilegan hátt — reynir að sprengja upp á drottningarvængnum, en það er spurning, hvort hann hefði ekki heldur átt að grípa til mótaðgerða á kóngsvængnum, t.d. með 13. —, f6. Áframhaldið gæti þá orðið 14. f4. fxe5 15. fxe5, Be7 16. Bd3, 0—0). 14. b4, a5 (Þessi leikur gýnir, að skilningur teflenda á stöðunni er ekki sá sami Clarke álítur, að frelsingi sá, er Zwaig fær myndað sér á c6, verði máttvana og hættulaus og muni brátt falla. Zwaig hins vegar skoð ar hann sem sigurtákn) 15. b5!, cxb5 16. c6, Rb8 17. Bxb5, Dc7 18. Db3, Be7 (Peðið á c6 er „taboo“ m.a. vegna (eftir, Rxc6) 19. Rxd5, exd5 20. Dxd5 og 21. Hcl). KERES 19. Hcl, 0—0 20. Ba4. Hc8 21. Rb5, Bb4t 22. Ke2, De7 23. c7! (Rétt. Eftir 23. a3, Rxc6 24. axb4, Rxb4 væri svartur ekki án gang- færa). 23. —. Ra6 24. Hc8 (Hér hefði Zwaig getað leikið 24. a3 sér að meinlausu, en álítur 24. Hc6 sterkari leið). 24. —, Dd7 25. Hxb6 (25. Hhcl hefði einnig leitt til vinnings. T.d. 25. —, Rc5 26. dxc5, Dxc6 27. cxb6, Db7 28. Rd6). 25. —, Hxc7 26. Rxc7, Dxc7, 27. Hc6, De7 28. Hhcl, g5 (111 nauðsyn). 29. hxg5 frhl., Bxg6 30. Hhl, h5 31. gxh5, Bf5 32. Hglt, Kh7 33. Bg5, Db7 34. Bf6 og svartur féll á tíma. — Snagg- araleg skák. Fyrst og tremst, sem lærdómsför ísl. landsliðið í körfuknattleik heldur utan næstk. sunnudag íslenzka landsliðið í körfuknattleik — mestmegnis skipað yngri leikmönnum — heldur untan til Bandaríkjanna n. k. sunnudag, en á næstunni leikur liðið 11 leiki við bandarísk skólalið. Eflaust verður förin mjög erfið fyrir ísl. liðið, enda ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, því hvergi í heiminum stendur körfuknattleikur á hærra stigi en í Bandarkjunum. Beztu óskir fylgja ísl. körfuknattleiksmönn-: unum eflaust reyna þeir að gera sitt bezta. Ástæða er til að undirstrika orð hins ötula formannns KKÍ, Boga Þorsteins- sonar, en hann segir, að þessi för verði fyrst og fremst lær- dómsferð — og hún ætti að færa körfuknattleiksmönnum okkar aukna reynslu. Hér á eftir fara nokkrar upp- lýsingar um þau lið, sem íslenzka landsliðið mætir í Bandaríkjaför- inni- Fyrsti leikur verður 28. desem- 6er við Hofstra University. flofstra hefur unnið yfir 20 leiki á ári s.l. 6 ár. í fyrra 23. Lið skólans kallað „The Flying Dutch- men“ varð sigurvegari í College Division, Middle Atlantic Confer- ence 1959, 1962 og 1963. S.l. vor komst liðið í úrslitakeppni NCAA fyrir smærri skóla um meistara- titil Bandaríkjanna. Undanfarin fimm leikár hefir Hofstra verið meðal „top ten“ þeirra liða er United Press Inter- national og Associated Press velja og nú í haust skipaði UPI lið- inu í 6 sæti. Steve Nissenson 21 árs varn- arleikmaður, setti s.l. ár met í vítaköstum fyrir Bandaríkin. Skor aði hann 230 af 252 vítaköstum, eða 91,3% en alls skoraði hann 776 stig s.l. leikár. Aðallið Hofstra í vetur er: Bob Smith 21 árs, Mike Pollack 19 ára, Gary Cypres 20 ára, Nissen- son og Mike Tilley. Hofstra er erfitt lið heim að sækja, liðið liðið tapaði ekki leik á heima- velli frá því i janúar 1960 þar til í febrúar 1962 samtals 31 leik- ur. Hofstra er tvímælalaust eitt sterkasta liðið, sem landslið okk- ar mætir í þessari ferð. Annar leikur verður 29. desem- ber í Washington D.C. Leikið verður við D. C. — AAU All Stars. Eins og nafnið bend- Þetta er landsliðið, sem tók þátt í Polar-Cup keppninni í fyrra og stóð sig með miklum ágætum. ir til er þetta úrvalslið úr íþrótta- félögum Washington eða District of Columbia. Má búast við mjög sterku liði. Þriðji leikur verður 30. desem- ber við lið, sem heitir „The Capi- tols“, en það verður gestgjaíi landsliðsins frá 29. des. til 2. jan- úar. The Capitols hefir á að skipa mörgum reyndum leikmönnum, þar af þrem, sem verið hafa í úrvalsliði flughers Bandaríkjanna s.l. tvö ár. Þeirra þekktastur er negrinn Hershel Weatherspoon, sem á úrtökumóti AAU fyrir Olympiuleikana s.l. vor var kjör- inn „Most Valuable Player" af öllum hermönnum, sem þátt tóku í mótinu. Fjórði leikur verður gegn Cath- olic University og America, Wash- ington D.C. Lið þessa skóla er kallað „The Cardinals“ og átti það mörgum sigrum að fagna s.l. ár. Sigraði liðið í Mason-Dixon Conference, en tapaði 92:91 fyrir Hofstra. Sterkt lið, enda frá stærsta kat- ólska skólanum í Bandaríkjunum. Fimmti leikur verður gegn Gall- audet College, Washington D.C. Þetta er stærsti skóli Banda- ríkjanna fyrir heyrnardaufa nem- endur. Skólinn hefur mjög sterku liði á að skipa og léku þeir m.a. við landslið Ítalíu sl. ár. Sjötti leikur verður 5. janúar við Plattsburgh State University College, Plattsburgh, New York. Ekkert er vitað um styrk þessa liðs, þegar þetta er ritað Liðið keppir í vetur m.a. við McGill University, New York Maritime College og Buffalo State. Sjöundi leikur verður 6. jan- úar við Potsdam State University, Potsdam, N. Y. Áttundi leikur verður 11. jan- úar gegn. St. Michaels College Winooski, Vermont. Þetta er eitt af sterkustu lið- unum á austurströnd Bandaríkj- anna, sigruðu í 15 leikjum, en tapaði 5 s.l. vetur. Sigruðu í Green Montain Conference og einn leikmaður Tarrant skoraði 699 stig samtals eða 29.3 stig að meðaltali í leik. Tarrant var til- nefndur í All New England, Green Mountain Conf. og Eastern Conference úrvalslið. Lið St. Michaels var fjórða bezta lið í öllum Bandaríkjunum með 52.2% hittni af leikvelli og annað bezta í vítaköstum með 77.4% meðal- tal. Níundi ieikur verður 12. janúar gegn Plymouth State College, Ply- mouth New Hampshire. Tíundi leikur verður 14 janúar gegn St Anselms College, Man- St. Anselms átti sterkt lið s.l. ár, sigraði m.a. St Michaels og Framhald á 11. sxðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.