Tíminn - 24.12.1964, Page 24
Fimmtudagur 24. desember 1964
284. tbl.
48. árg.
Undirbúa mótmælaaðgerð-
ir gegn Bandarikjunum
Annelíus Jónsson, sem veitir Grandaradíói forstöðu nú um sinn, eða þar til Barði Barðason tekur við
störfum, við loftskeytatækin, sem smíðuð eru af la ndssímanum.
Þeir fylgjast með bátunum
BLAÐAMENN HEIMSÆKJA GRANDARADÍÓ
MB Reykjavík, 23. desember.
Vestur á Grandagarði er lít-
il loftskeytastöð, sem gegnir
ómetanlegu hlutverki fyrir
báta þá, sem leggja upp hér í
Reykjavík, hvort heldur um er
að ræða síldarbáta eða vertíð-
arbáta. Stöðin heitir stutt og
laggott Grandaradíó, og þar
starfar aðeins einn maður. Við
litum inn til hans um ttaginn
og spjölluðum dáiítið við
hann.
— Mikið að gera?
— Ekki núna, en það var
of.t fjörugt, þegar síldiri veidd-
ist hér í Faxaflóa. Þá tókum
við á móti öllum upplýsingum
um veiðar og komum skilaboð-
um milli útgerðar og báta eft-
ir því, sem við gátum.
— Hverjir reka þessa stöð?
— Það er útvegsmannafélag
Reykjavíkur, og þeir borga
kostnað við rekstur hennar í
hlutfalli við stærð og fjölda
bátanna. Einnig borga útgerð-
armenn utan Reykjavíkur fyrir
þá. þjónustu, sem við veitum
bátum þeirra, þegar þeir leggja
hér upp.
Annars er ég nú ekki fastur
hér, ég er í staðinn fyrir
Barða Barðason, hann er að
gera upp síldarleitina frá því
í sumar. Ég er í öðru starfi
og kem hingað klukkan hálf
sjö á morgnana og er til klukk-
an 9, svo kem ég í klukku-
tíma eða svo um miðjan dag-
inn og loks enn um kvöldið.
Það eru ekki nema tíu bátar
á línu héðan frá Reykjavík
núna, svo þetta er rólegt.
Á meðan við stöldruðum við
kaliaði hver báturinn af öðr-
um á Grandaradíó. Einn vant-
aði matvörur úr Melabúðinni,
annan vantaði peru í bauju-
Ijósið, þann þriðja þrjá gogga,
og þannig gengu köllin. Svo
hringdi síminn látlaust, útgerð
armenn og aðstandendur vildu
fá að vita hvenær von væri á
hverjum bát í höfn og hver
aflinn væri. Og allt þurfti Anne
líus að vita.
Fyrir utan alla þá þjónustu,
sem Grandaradíó veitir bátum
og útgerðinni yfirleitt, er ekki
úr vegi að minnast á þá þjón-
ustu, sem það veitir almenn-
ingi í sambandi við fréttaflutn
ing, því vart mun sá dagur
líða, þegar stöðin er opin á
annað borð, að ekki sé hringt
frá blöðum og útvarpi og spurt
hvað sé í fréttum.
Þetta er fjórða vertíðin,
sem Grandaradíó er opið, en
á sumrum er stöðin lokuð.
Verður Keflavíkurvegur
steyptur á næsta sumri?
KJ-Reykjavík, 23. des.
Fínun hundruð metra bil skil-
ur nú endana á Keflavíkurvegin-
tim, sem unnið hefur verið að að
undirbyggja í haust og vetur.
Guðlmundiur Einarsson verkleg-
tu framkvæsmdastjóri fslenzkra að
alverktaka s. f. tjáði Tímanum í
dag að nú væri aðeins eftir að
undirbyggja fimmihundruð metra
af Keflavíikuj.'veginum. Horfur voru
á því að verkinu lyki fyrir áramót,
en vegna framkvæmda verktak-
anna við Reykjavíkurveg í Hafnar
firði gat ekki orðið af því. Verk
inu á samkv. samn. ekki að vera
lokið fyrr en seinna í vetur, og er
því langt á undan gerðri áætlun.
En þótt lokið sé undirbygg-
ingu þessa margumtalaða vegar,
er ekki þar með sagt að hann
verði opnaður fyrir umferð, því
þá er eftir að setja á hann varan
legt siitlag.
Tíminn sneri sér því til Snæ-
björns Jónssonar hjá Vegamála I
skrifstofunni, og spurði hann hvað
liði áfcvörðun um varanlegt slitlag
á Keflavíkurveginn. Snæbjörn
Framhald á 11. síðu
NTB-Saigon, 23. desember.
Nguyen Khanh, hershöfðingi, yf
irmaður hersins í Suður-Víetman,
hefur fallizt á að láta lausa fimm
fulltrúa Þjóðarráðsins, sem hand-
teknir voru í stjórnarbyltingunni
á sunnud-aginn. Jafnframt hefur
bandaríska sendiráðið í Saigon
heimildir fyrir því, að Khanh sé
að undirbúa mótmælaaðgerðir
gegn Bandaríkjunum, þar sem
lögð verður áherzla á að Suður-
Víetnam þarfnist ekki aðstoðar
Bandaríkjanna.
Órólegt hefur verið í Suður-Víet
nam séðan stjórnarbyltingin var
gerð á sunnudaginn, og í gær réð-
ist Khanh, sem talinn er hafa stað
ið að byltingunni, harkalega á
Bandarikin og sagði, að her lands-
ins myndi ekki berjast í þágu er-
lends ríkis.
Bandaríska sendiráðið . Saigon
segist hafa heimildir fyrir því að
Khanh hershöfðingi hafi átt fund
með nokkrum hershöfðingjum
landsins og lagt þar fram áætl-
un um bandaríska herferð, þar
sem krafist verður þess, að Banda
ríkin blandi sér ekki inn í innan-
ríkismál Suður-Víetnam.
Áreiðanlegar heimildir segja ,ð
hin fyrirhugaða aukna aðstoð
Bandaríkjanna við Suður-Víetnam
muni ekki koma til framkvæmda.
fyrr en ráðamenn í Saigon hafi
skipt um skoðun.
Drætti
lokið
NÚMER BIRT
12. janúar
f gær, þorláksmessudag,
var dregið í happdrættinU.
Vegna skilagreina, sem eru
á leiðinni utan af landi,
verða vinningsnúmer ekki
birt fyrr en þriðjudaginn 12.
janúar.
Happdrættið óskar vel-
unnurum sínum og stuðn-
ingsmönnum gleðilegra jóla
og þakkar fyrir veittan
stuðning.
Happdrætti Fram-
sóknarfloksins.
Vilja hækka verð
á tunnustöfunum
MB-Reykjavík, 23. desember.
Samkvæmt greinarkorni í
norska blaðinu „Fædrelandsvenn
en,“ sem er gefið út af vinstri
mönnum í Kristiansand, framleiða
Norðmenn tunnur eingöngu fyirir
íslendinga. Greinin er skrifuð i
nóvember, og þá var það þýðing-
armikil spurning, hvort fslending-
ar myndu fáanlegir til að greiða
hærra verð fyrir tunnustafina, sem
þeir kaupa af Norðmönnum en
undanfarin ár.
Greinin er viðtal við John Rop-
stad kaupmann, sem er formaður
í tunnustafaframleiðendafélaginu
í Agder. Hann segir: ísland kem-
ur til með að stjórna tunnustafa
framleiðslu okkar á starfsárinu
1964—65 líka. Eins og horfur eru
í dag vantar tæplega tunnustaf
hér innanlandsnotkunar, að
minnsta kosti ekki sem neinu nejn
ur og óhætt er að reikna með. ís-
land er hinn stóri viðskiptavinur
og næstum allt, sem framleitt er
af tunnum og tunnustöfum er
flutt til íslands.
Ropstad segir það vera nauð-
synlegt fyrir framleiðendur í Nor-
egi að verð á þessari vöru hækki,
verði svo ekki sé enginn grund-
völlur fyrir slíkri framleiðslu.
STÓRGJÖF TIL
HRINGSINS OG
VÖGGUSTOFU
THORVALDSENS
FB-Reykjavík, 23. desember.
Fyrir nokkru hlutu Barnaspítali
Hringsins og Vöggustofa Thor-
valdsensfélagsins kr. 166.460.-. en
þetta er meginhluti eigna frú Elísa
betar Hallsdóttur hjúkrunarkonu,
sem fædd var 8. janúar 1887 og
andaðist 25. september 1962.
Hafði hún í erfðaskrá sinni dag-
settri 15. des. 1958 ánafnað þess-
um tveimur stofnunum hluta af
eignum sínum, en auk þess hlaut
barnaskólinn á Vopnafirði 25 þús-
und krónur.
Frá þessu segir í fréttatilkynn-
ingu, sem formaður Barnaspítala-
sjóðs Hringsins og formaður
Vöggustofusjóðs Thorvaldsens-
félagsins sendu frá sér í dag.
Vilja formennirnir tveir votta
vandamönnum hinnar látnu konu
vinsemd og virðingu.
JOLIN FLEKKÓTT!
FB-Reykjavík, 23, desember.
Veðurfræðingar Veðurstofunnar
voru léttir í bragði, þegar við
náðum tali af þeim í dag og
spurðum frétta af veðurfarinu vf-
ir jólin. Þeir höfðu sagt okkur
fyrr í vikunni, að jólin yrðu flekk-
ótt að þessu sinni, og vildu halda
sig við þá spá, svona til örygg-
is. Þeir sögðu okkur að lokum,
að húsveggir yrðu áreiðanlega auð
ir, en játtu því þó, að þar sem
fólk byggi enn í torfbæjum gæti
orðið undantekning frá þessari
reglu.
Norðanlands hefur verið hrlð-
arveður í dag og frost hefur ver-
ið um allt land. Á Vestfjörðum
og út af þeim voru 7 vindstig,
þegar hvassast var í nótt, en nú
er vindhraðinn kominn niður í
3-4 vindstig. Veðurfræðingurinn
sagði að norðanáttin myndi ganga
niður. Svo væri hörkulægð að
nálgast Suður-Grænland og spáði
það góðu.
Um miðjan dag 1 dag var 2
stiga frost í Reykjavík, en kald-
ast 6 stiga frost í Skagafirði og
í Grímsey. En væntanlega hlýnar
þegar fram á daginn líður jg
verður komið ágætis veður á að-
fangadag.
Um vegamálin er það að ;egjH
að ekki er nema smáföl a flestum
aðalvegunum, nema á Vestfjörð-
um, þar sem hefur verið ófært
að undanförnu eftir að komið er
í Reykhólasveit, nema þá innan-
sveitar. Ekki er heldur fært nema
jeppum á norð-austurlandi, t.d
milli Raufarhafnar og Þórshafn
ar. Veður- og vegaútlit er þvi
ekki sem verst að þessu sinm
og vel má vera að hvíti flekk
urinn í flekkóttum jólum veður
fræðinganna lendi á aðfangadag
og geri jólastemmninguna full
komna.
(