Tíminn - 24.12.1964, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.12.1964, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 24. desember 1964 TÍMIWW RIDDARI DROTTN- INGARINNAR Riddari drottningarinnar nefn- ist jólamyndin í Hafnarbíói. Þetta er amerísk stórmynd, gerð í Technicolor og Panavision af Emblem Production. Með að- alhlutverkin fara Comel Wilde, Jean Wallace og Brian Aheme. Mynd þessi, sem er mjög Að- burðarík og spennandi, hefst á því, að Arthur, konungur Bret- lands, skýrir riddurum sínum frá því, að hann hafi hugsað sér að kvænast. Hann hefur beðið um hönd Guinevere, dóttur, Leodo- gran, konungs. vLeodogran er á móti ráðahagnum, þar sem hann vill ekki viðurkenna Arthur sem konung alls Englands, og segist muni gefa honum dóttur sína, ef einn riddara Arthurs sigri ridd- ara sinn í einvígi. Frakkinn Lance lot, sem er mikill vinur konungs, sigrar þetta einvígi, og færir konungi heim brúði sína, þó ekki án erfiðleika, því þau verða fyr- ir árásum á leiðinni og fella hug til hvors annars, en þrátt fyrir bað fer brúðkaup hennar og kpnungs fram. Mikil tíðindi verða nú í landinu og með hirðinni gerist margt, áður en myndinni lýkur, en við viljum ekki gera lesendum þann grikk, að skýra þeim frá endalokuöi myndarinn- ar. Ævintýri á gönguför jólaleikrit L. R. „Ævintýri á gönguför" verður jólaleikrit Leikfélags Reykjavíkur í ár, frumsýning á þriðja í jól- um, og verður það í níunda sinn, sem félagið setur þennan gamal- kunna danska gamanleik eftir Ho- strup á svið, síðast var hann leik- inn í Iðnó árið 1952 og urðu sýn- ingar fimmtíu það leikár, en alls hefur leikurinn verið fluttur 209 sinnum í Reykjavík. Að þessu sinni verður leikritið flutt í íslenzku þýðingunni eftir Jónas frá Hrafnagili, og þó í breyttri gerð Lárusar Sigurbjörns sonar, og söngvamir í þýðingu DR. WO Tónabíó sýnir kvikmyndina Br. No yfir jólin. Þetta er kvikmynd, byggð á skáldsögu Ian Fleming, Dr. No, en hún birtis, fyrir nokkru sem framhaldssaga i Vik- unni. Aðalsöguhetjan James Bond, er leikin af Sean Connery, en önnur aðalhlutverk eru í hönd- um Ursula Andress og Joseph Wiseman. Mynd bessi er ensk, en með íslenzkum texta og gerð í litum. Þeir eru margir til, sem ekki lesa skemmtilepri bækur í tómstundum sínum en frásagnir af enska njósnaranum James, Bond. Sögur Flemings af þessu i mikla ofurmenni eru líka mjög spennandi, ævintýralegar og við- burðaríkar. Það eru ensku kvik- myndaframleiðendurnir, Harry Saltzman og Albert R. Broccoli, sem keypt hafa réttinn til að kvikmynda sögurnar af Bond og er Dr. No ein þeirra. Ekki er að efa, að kvikmyndirnar munu njóta jafnmikilla vinsælda og bækurnar, einkum þar sem at- burðarásin er óvenju hröð og æsandi. Tómasar Guðmundssonar, eins og á sýningunni 1952, en fyrst var leikritið flutt hér í Reykjavík á frummálinu fyrir meira en öld, en oftast hefur það verið leikið í þýðingu Indriða Einarssonar. Leikstjóri nú verður Ragnhild- ur Steingrímsdóttir frá Akureyri, og er það í fyrsta sinn, sem hún setur leiikrit á svið fyrir Leikfélag Reykjavíkur, en hún hefur mest starfað að leikstjóm fyrir Leik- félag Akueryrar, m.a. sett þar á svið íslandsklukkuna, Galdra-Loft og söngleikinn Bláu Kápuna, en alls stjórnað tuttugu leiksýningum utan Reykjavíkur. Með hlutverk í leiknum að þessu sinni fara: Brynjólfur Jóhannes- son (Kraus birkidómari), Harald ur Bjömsson (Svale dómari), Er- lingur Gíslason (Skrifta-Hans), Inga Þórðardóttir (frú Krans), Gísli Halldórsson (Vermundur), Björg Davíðsdóttir (Lára), Guð- rún Ásmundsdóttir (Jóhanna) Framh. á bls. 17. Stööviö heiminn Jólaleikur Þjóðleikhússins verð ur að þessu sinni söngleikurinn „Stöðvið heiminn“ eftir Anthony Newley og Leslie Bricusse. Leik- stjóri er Ivo Cramér og hljóm- sveitarstjóri er Eckert Lundin, en þeir era báðir sænskir listamenn og stjórnuðu sýningu á þessu verki er það var sýnt í Stokkhólmi. Að- alhlutverkin em hér leikin af Bessa Bjarnasyni og Völu Krist- jánsson, en auk þeirra koma fram níu leikkonur og dansarar, sem fara með þýðingarmikil hlutverk í leiknum. Þýðandi leiksins er Þorsteinn Valdemarsson skáld. Hljómsveitin verður skipuð 16 hlj óðf æraleikurum. Leikurinn verður fmmsýndur á annan í jólum. Næstu sýningar verða sunnudaginn 27. desember og þann 30. desember, sem verður síðasta sýning í Þjóðleikhúsinu á þessu ári. Myndin er af Bessa Bjamasyni og litla drengnum í leiknum. James Bond kemst heilu og höldnu úr klóm Dr. No ásamt Ursulu Andress.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.