Tíminn - 24.12.1964, Blaðsíða 21

Tíminn - 24.12.1964, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 24. desember 1964 TIMINN 21 60 XVII. í leit að Bounty. Morgun nokkurn í byrjun maí voru. fóthlekkirnir leystir af okkur Stewart, og við vorum leiddir í sjúkraklefann á lágþiljunum. Hamilton læknir beið eftir okkur í gangin- um. Hann sagði ekkert, en benti okkur að koma inn. Við gerðum svo, án þess að vita, hvað um væri að vera, og dyrunum var lokað. Tehani og Peggy voru þar með báðar dætur okkar. Tehani kom til mín, vafði mig örmum og hvíslaði lágt í eyra mér, svo að enginn heyrði: — Byam, ég hef engan tíma til að gráta. Ég verð að flýta mér. Atuanai er hér með 300 tantiramenn, beztu hermenn sína. Þeir hafa komið eftir ströndinni 5—10 í einu. í marga daga hef ég reynt að hitta þig. En *íg hef ekkert tækifæri fengið fyrr en núna. Þeir vilja ráðast á skipið að næturlagi. í myrkrinu geta fallbyssurnar lítið mein gert okkur. En við erum hrædd um, að hermennirnir drepi þig, áður en við náum þér. Þess vegna hefur árásin ekki verið hafin ennþá. Ertu í húsinu, sem þeir hafa byggt á þilfarinu? Ertu hlekkjaður? Atuanui vill fá að vita, hvernig þú ert vaktaður. Ég var glaður yfir því að sjá Tehandi og litlu stúlkuna okkar, að stundarkorn gat ég engu svarað. — Flýttu þér að svara, Byam — við höfum nauman tíma. — Hvað hefurðu verið lengi í Matavai, Tehani? Ég kom þrem dögum eftir að þú fórst til Tantira. Hélztu, að ég myndi svíkja þig? Við Atuanui höfðum ráðgert þessa árás. Allir vinir þínir vilja hefja árásina sem fyrst. — Tehandi, sagði ég. — Þú verður að segja Atuanui að það sé vonlaust að bjarga okkur. Hann og allir menn hans verða drepnir, ef þeir reyna að bjarga okkur. — Nei, nei, Byam! Við drepum þá, áður en þeir geta kom- ið skotvopnunum við. Við viljum bjarga þér frá þessum vondu mönnum. Atuanui vill gera árásina aðra nótt. Það er ekkért tunglsljos. Við verðum að hraða okkur, áður en skipið leggur af stað. Það bar engan árangur að reyna að skýra Tehani ástæð- una fyrir því, að við vorum teknir fastir. Hún gat ekki skilið það. Og það var líka okkur sjálfum að kenna. Við höfð- um aldrei skýrt Tahiti-búum frá uppreisninni. — Við vitum það allt. Skipstjórinn hefur skýrt Hitihiti frá því, að þið séuð vondir menn. Hann segir, að hann verði að flytja ykkur til Englands, þar sem ykkur verði refsað. Hitihiti trúir því ekki. Enginn trúir því. Peggy hafði sagt Stewart það sama. Það var aðeins ein leið til þess að koma í veg fyrir árásina. Við sögðum þeim, að við værum bundnir á höndum og fótum, og við værum algerlega bjargarlausir og yrðum drepnir, áður en hægt væri að ná skipinu. Ég skýrði Tehani frá því og það var satt — að Edwards skipstjóri væri búinn undir slíka árás, og að varðmennirnir hefðu fengið skipun um, að skjóta okkur, um leið og vinir okkar í landi gerðu tilraun til að bjarga okkur. — Okkur heppnaðist að lokum að fullvissa konur okkar um það, að árangurslaust væri að reyna að bjarga okkur. Fram að þeirri stundu höfðu Tehani og Peggy getað haft fullkomið vald á tilfinningum sínum. Þegar þær komust að raun um, að ekkert var hægt að gera, fór Peggy að gráta — og það gekk okkur nærri hjarta að hlusta á hana. Stewart reyndi árangurslaust að hugga hana. Tehani sat við fætur mér og huldi andlitið í höndum sér, en ekkert hljóð kom yfir varir hennar. Ég kraup við hlið hennar með barnið okk- ar á handleggnum. Loks þoldi Stewart þetta ekki lengur. Hann opnaði dyrn- ar. Hamilton og varðmennirnir biðu úti fyrir. Stewart gaf þeim merki um að koma inn. Peggy hélt dauðahaldi í hann, og það var með erfiðismunum, að hann gat losað fingur hennar. Ef Tehani hefði ekki verið viðstödd, hefði orðið að bera hana frá borði. Óhamingja okkar Tehani var þyngri en tárum tæki. Hún féll í faðm minn andartak, svo lyfti hún Peggy á fætur og leiddi hana burtu. Við Stewart gengum á eftir og bárum börnin. Við skipsstigann fengum við þær í hendur þjónunum, sem höfðu komið ásamt kon- um okkar. Stewart óskaði þess að hann væri fluttur í fangaklefann þegar í stað. Með mig var farið í klefa Hamilt- ons læknis. Ég var þakklátur fyrir að fá að vera þar einn stundarkorn. Út um gluggann sá ég vin minn, Tuahu, og Tipan, föður Peggys, við árarnar. Einn þjónanna hélt á dóttur Peggys. Tehani sat í þóftu og hélt á Helenu litlu, dóttur okkar. Döprum augum horfði ég á bátinn, sem óðum fjarlægðist. Ég stóð ennþá við gluggann, þegar Hamilton læknir kom inn. — Fáðu þér sæti, drengur minn, sagði hann. Augu hans voru tárvot, þegar hann horfði á mig. — Ég gekk til Ed- wards skipstjóra til þess að leyfa þessa heimsókn. Mér gekk ekki annað en gott til, en ég vissi ekki, hvílíka raun ég lagði ykkur á herðar. '— Mér er óhætt að fullyrða vegna okkar Stewarts beggja, að við erum yður mjög þakklátir, læknir. — Má ég spyrja, hvað konan yðar heitir? — Hún heitir Tehani — og er frænka Vehiatua, höfðingja á Taiaropu. — Hún er göfug kona, herra Ilyam. Ég vai (5 mjög <teif- inn af tign hennar og festulegri ró. Ég játa það hrein- skilnislega, að álit mitt hefur breytzt mjög mikið á hinum innfæddu konum. Ég hafði myndað mér skoðun á þeim samkvæmt þeim sögum, sem um þær gengu í Englandi. Ég hélt, að þær væru allar hinar mestu léttúðardrósir, án til- finninga. Ég skil alltaf betur og betur, hve þessi skoðun er röng. Við köllum eyjarskeggja villimenn. En sannleikur- inn er sá, að við erum villimenn, en þeir ekki. — Hafið þér séð konuna mína fyrr? spurði ég. — Já, ég hef séð hana á hverjum degi síðasta mánuðinn. Hún hefur gert það, sem í hennar valdi stóð, til þess að ná tali af yður. Kona Stewarts hefur gert hið sama. Þangað til í gærkveldi neitaði Edwards skipstjóri hinum innfæddu um NÝR HIMINN - NY JÖRÐ EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ 70 four, sagði ég svona við föður hans, þér voruð þó langheppnast-! ur, að læknirinn skyldi koma í veg fyrir að þér eyðilegðuð lækn- ingatæki hans. Já, sagði ég, ójá, því ef þér hefðuð gert það, væri Hercule dauður nú, og þá væru tveir morðingjar með nafninu Du four. — Leiðarvísirinn er skrifaður á miðana, mælti læknirinn og rétti henni dósina. — En náttúrlega verður hann að borga allan þann skaða sem hann hefur gert, hélt hún ótrauð áfram. — Það hlýtur lögfræðing- urinn að sjá um. Svo er það uú lán í óláni, að frú de Gerbeau skuli eiga bróður, sem tekur í nef ið. Læknirinn átti fullt í fangi að fylgjast með hugsanagangi frúar- innar. — Því að ef hana hefði ekki lang að til að eignast neftóbaksdósir langafa Fauvette d‘Eaubonne, svo mikið að hún keypti þær, hvar fengju þeir Dufour feðgar þá fé til að borga skaðabæturnar? — Ó . . . þannig, sagði Viktor. Nú mundi hann að Fauvette hafði greitt reikning sinn hjá bakaran- um með verði dósanna. — Og þessi Fauvette! hrópaði frú Naquin. — Vitið þér hvað hún sagði, þegar hún var spurð hvort hún ætlaði ekki að kaupa dósirn- ar aftur, fyrst hún væri orðin svona rík? — Nei, svaraði læknirinn bros- andi. — Hvað sagði hún? — Hún sagði: Eg gef ekiki svo mikið sem einn nefdrátt fyrir dós irnar hans afa! Hafið þér nokk- urn tíma heyrt annað eins smekk- leysi? — Hún flíkar nú kannski ekki tilfinningum sínum í tóbak, mælti læknirinn í spaugi. Hann vissi vel að Fauvette hafði fallið í enn meiri ónáð, eftir að hún varð rík á ný. Og til hvers skyldi hún þá nota þessi auðæfi sín? spurði frúrnar hver aðra yfir kaffibollum sínum. Ætli hún fari nú þegar til forn- salans og kaupi aftur þessa himin sæng sem Louis Philippe svaf í, þegar hann heisótti New Orleans árið 17982 Ónei! Hún fer rakleitt til hljóðfærasala og kaupir þenn- an nýmóðins tónhrylling, slag- hörpu. Læknirinn hafði árangurslaust leitast við að ve'kja athygli kven þjóðarinnar á því sem var að gei- ast í umheiminum. Höfðu þær fylgst með því, að nú vai Norður- heimskautið fundið? Doktor Fred erik Cook hafði skýrt frá því að hann hefði komist á heimskautið i apríl árið áður. En konurnar höfðu engan áhuga fyrir slíkum hégóma. Cook! Hver va, það. Heimskaut! Til hvers skyldu þau svo sem vera? Nei, svo aftur =é vikið að Fauvette . . . — Annars flytur hún frá Fagra nesi á morgun, mælti frú Naquin. — Hún hefur keypt hús farlega í New Orleans, til þess að geta búið innan um Ameríkumenn. — Á morgun, segið þér? — Já, á morgun .Og . . . Hann varð að fara út eftir og kveðja hana. Hann myndi áreið- anlega sakna hennr. Hún var ein af þeim fáu, sem frjálslyndir voru í þessu kreddubæli. Nú var drepið á dyr. Þetta var Kóletta. Dúdús hafði fylgst með henni. Viktor varð undrandi er hann sá hana. Hún hafði farið yfir til borgarinnar með Júlíen á Svanin um, snemma á mánudagsmorgun- inn, ásamt þeim frú Larouche og Féfé, en hjá þeim átti hún að dveljast í vikutíma. Það var svali og heiðríkja yfir svip hennar, hún var klædd hvítum sumarkjól og með hvítan flókahatt, barðið upp brett öðrum megin og svört fjöð- ur lögð meðfram skyggninu. En hann var fljótur að taka eftir dökk um baugum undir augunum, þeg- ar hún teygði sig upp til að kyssa hann. — Hefur þú nú átt erfitt með svefn, einu sinni enn, Kóletta? spurði hann í áhyggjuróm. — Lof aðir þú mér ekki, að gera þér ekki áhyggjur út af neinu? Hann leit til dagatalsins á veggnum. — Þú hefur komið aft- ur áður en ráð var fyrir gert! Við bjuggumst ekki við þér fyrr en á morgun. Hún varp öndinni, svo hann flýtti sér að spyrja: — Gengur nokkuð að þér? — Nei, nei. Hún tyllti sér á stólinn, sem hann hafði dregið fram handa henni. Hann sá að hún var mjög óstyrk á taugum, og hneppti glófum sínum ýmsit að sér eða frá. — Pabbi hefði komið aftur í kvöld, þótt hann hefði orðið að synda alla leið. Hann fékk bréf frá Palmýru Delamare um að koma og finna hana. Leon sá það á skrifstofu hans. Það var hann, sean sagði mér frá því. — Það er vafalaust viðskipta- mál. Hún horfði í gaupnir sér og beit á vör. — Hann á að taka á móti tólf lítrum af olíu, sem koma með snekkjunni. Hún er til sögunar- myllunhar. Leon og vinír' hans höfðu notað Svaninn svo mikið, að leifarnar dugðu aðeins til þess að komast yfir til borgarinnar á mánudaginn. Pabbi neyðist því til að hafa varabirgðir liggjandi hér. Hann var naumast stiginn á land, er hann lagði af stað til að sýna þeim hvar þeir ættu að láta olí- una. Svo sagði hann að minnsta kosti. En auðvitað þaut hann beint út að Fagranesi. — Mér er vel kunnugt um að olían er komin, mælti læknirinn. — Því að einn af negrunum sem unnu við uppskipunina, meiddist á hendi. Hann var hér rétt áðan til þess að láta búa um meiðslið. — Þú þarft ekki að hafa fyrir því að útvega pabba fjarvistar- sönnun. Hann er snillingur í því sjálfur. Hún brosti við, ofurlítið hæðnislega. — Við skulum þó láta hann njóta þess. Aðgerð mín á hönd negrans er þó að minnsta kosti sönnun. — Vik — það er það, sem ég er komin til að tala um við þig. — Um sannanir? En hún var í of þungu skapi til að geta tekið spauginu. — Nei, um starf þitt. Féfé Lar- ouche sagði mér áð föður sínum hefði snúist hugur. — Já, anzaði hann stuttlega. — Ó. Vik. hvað ætlarðu nú að gera? Hann kærði sig ekki um frekari viðræður varðandi Larouche lækni, bara yppti öxlum. — Setjast hér að, sennilega. — Vik, það er þó alveg ómögu- legt! Hún setti upp þann skelf- ingarsvip, að hann rak upp hlátur. — Þá getum við flutt okkur til New York. Hann gékk að skrif- borðinu og tók þar sendibref. — Heilbrigðismálastjórnin hefur sent mér þessa próförk af skýrslu, sem ég ritaði fyrir Medical Joum- al. Þeir bjóðast til ð haga svb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.