Tíminn - 24.12.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.12.1964, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 24. desember 1964 TtMINN 7 peninganna var svo settur einn hnappur í búðinginn. Hann var kallaður piprunar- hnappurinn, og sá eða sú, sem hann fékk, átti ekki eft- ir að eignast maka. Búðingurinn var soðinn í klút og svo geymdur til jóla- dagsins og þá hitaður upp að nýju. — Haldið þið nokkuð upp á aðfangadagskvöldið fremur en aðrar enskumælandi þjóðir? — Nei, 24. desember er hjá okkur eins og hver annar virk- ur dagur. Þó er kannski of- sagt, að hann sé alveg venju- legur dagur, því að auðvitað ber hann þess merki, að hin mikla hátíð sé á næstu grös- um. Og eins og víðar er kvöld þess dags mikið veizlukvöld. Á skrifstofum eru gjarnan haldn- ar veizlur fyrir starfsfólkið og sumir mynnast þá nokkuð við Bakkus kóng. En að langmestu leyti eru drukkin létt vín og bjór. — Og hvernig hélduð þið svo upp á jóladaginn sjálfan? — Við börnin vöknuðum eld snemma. Eins og annars staðar í hinuim enskumælandi heimi áttum við von á því að jóla- sveinninn, „Father Christmas" hefði komið í heimsókn til okkar á jólanóttina með ein- hvem glaðning. Áður en við fórum að sofa hengdum við koddaver á fótagaflinn á rúm- inu okkar og í það átti sá gamli að stinga jólagjöfunum. Hann var gamall og með hvítt sítt skegg og í víðri, rauðri kápu, rétt eins og jólasvein- ar annars staðar, þrátt fyrir sumar og hita og hann kom niður um reykháfinn. Okkur var sagt, að hann kæmi alls ekki fyrr en við værum sofn- aðar, systurnar, sem sváfum í sama herberginu, og þvi reyndum við alls ekki að vaka og sjá hann. Það var siður að skilja alltaf eftir ávaxtatertu og sherryglas handa gamla manninum til að gæða sér á. Ég geri ráð fyrir, að mamma okkar blessuð hafi gætt sér á þessu, þegar hún var búin að læðast inn til okkar. Systir mín var eldri en ég og hún komst á snoðir um það, hver raunverulega kæmi með gjafirnar inn til okkar og hún sagði mér það víst. Engu að síður héldum við áfram að hengja koddaverið á rúmgafl- ina- okkar og sváfum svefni hinna réttlátu á meðan mamma laumaðist inn til okk- ar og eftir að við uxum úr grasi hélzt sá siður að skilja sherryglasið eftir frammi handa jólasveininum. Það var raunar ekki svo mjög erfitt fyrir fullorðna fólk ið að komast að því, hvað böm in vildu helzt fá í jólagjöf, að minnsta kosti ekki í borgun- um. í búðum þeim, sem höfðu jólavarning á boðstólum, voru alltaf jólasveinar síðustu vik- urnar fyrir jól. Þeir sátu þar. gamlir, feitir og góðlegir kaíl- ar með skeggið sitt o - í rauðu kápunum og öll börn, sem komu inn í búðina, spjölluðu við þá. Þau settust á kné þeirra og sögðu þeim, hvað þeir ættu að koma með til þeirra niður um reykháfinn. Og einhvern veginn hittist oftast svo á, að mamma stóð við hliðina og heyrði hvað þau báðu um, eða þau sögðu henni það, því hvað gat gert til, þótt mamma vissi, hvað þau hefðu sagt við jóla- sveininn? Fyrst í stað áttum við víst erfitt með að bíða nokkuð méð að líta á gjafirnar, en þegar Juditte Gunnarsson. við stálpuðumst, fórum við með koddaverin inn í stofuna og létum pakkana bíða, þang- að til fullorðna fólkið kom á fætur. Það vaknaði líka snemma, því að messur byrj- uðu í kirkjunum klukkan sex um morguninn og voru í hverri kirkju á klufekutíma fresti. Kirkjurnar voru yfirleitt allar troðfullar og fólk fór snemma í kirkju. Þegar við komum úr kirkj- unni opnuðum við pakkana og næstu stundirnar voru fljótar að líða eins og hjá öðrum bömum. Þá tíðkaðist það tals- vert á jóladagsmorguninn, að fólk færi með gjafir heim til kunningja sinna og oft var þá dokað aðeins við og eitt sherryglas tæmt. — Áttuð þið einhverja sér- staka jólarétti? — Að frátöldum jólabúð- ingnum, sem ég minntist á áð- an, áttum við enga sérstaka jólarétti, að minnsta kosti ekki samsvarandi hangikjötinu og rjúpunum okkar héma á fs- landi. Á jóladaginn borðuðum við þó yfirleitt alltaf einhverja fugla. Við borðuðum venjulega um miðjan daginn, svo dmkk- um við te síðdegis og borðuð- um svo aftur um kvöldið — annars var betta engum föst- um reglum háð og á reiki hjá ýmsum, m.a. út af sumarleyf- unum, sem ég minntist á áðan. Stundum fórum við í mat til Gyðingafjölskyldu, sem var gott vinafólk okkar. og þar var deginum eytt á mjög líkan hátt og hjá okkur. — Það þarf varla að spyrja að því, að jólasálmarnir ykkar eru ekki þeir sömu og hjá okk- ur. — Yfirleitt ekki. Við höld- um okkur mest við enska jóla- sálma, en þó eru að minnsta kosti tveir sálmar sungnir bæði í Ástralíu og á íslandi. Það eru In dulci jubilo, Sjá him- ins opnast hlið, og svo auð- vitað sálmurinn, sem fylgir jólum kristinna manna um all- an heim, Heims um ból, sem hjá okkur heitir Silent Night. Hjá aðfluttu fólki af megin- landi Evrópu tíðkast svo vafa- laust þeir sálmar, sem sungn- ir eru í löndum þeirra, auk ensku sálmanna, en um það er ég ekki nógu fróð til að geta fullyrt nokkuð. — Höfðuð þið jólatré? — Nei, það höfðum við ekki, og ég held, að það hafi ekki verið algengur siður í Ástra- líu. Ég gæti trúað, að það væri heldur að færast í vöxt núna, en vil samt ekki fullyrða um það. Sömuleiðis áttum við enga sérstaka leiki, sem farið var í á jólunum, eins og sums stað- ar tíðkast, ég geri ráð fyrir, að sumarblíðan eigi sinn þátt í því. Þar sem fólk verður að hírast innan dyra að mestu, er auðvitað miklu meiri þörf fyrir slíka leiki en þar, sem fólk er sem mest utan dyra. — En hvað um annan jóla- dag? — Hann er líka haldinn há- tíðlegur hjá okkur. Hann heit- ir „Boxing day,“ eins og í öðr- um enskumælandi löndum. Yf- ir honum hvílir mikil helgi hjá okkur, ég hugsa meiri en víða annars staðar. Ég held til dæm- is að bíó og leikhús séu yfir- leitt ekki opin að bvöldi hans, eins og er þó hérna, þótt sum- ir séu hér sífellt að kvarta yf- ir alltof miklum hátíðleika um jólin. En fólkið í sumarleyf- unum tekur þennan dag sjálf- sagt ekki eins h^tíðlega og þeir, sem eru hjá fjölskyldum sínum. Baðstrandarlífið er víst í fullum gangi og þá hefst frægasta kappsigling ársins í Ástralíu. Hún er milli Sidney og Hobart, en það er borg syðst á eyjunni Tasmaníu. Með þessari kappsiglingu fylgist fjöldi fólks um alla Ástralíu. Ég sagði víst áðan, að ég myndi ekki eftir neinum sér- stökum jólaleikjum, sem tíðk- uðust hjá okkur. Ekki tek ég það aftur, en ég vildi gjarna minnast á einn fallegan sið, sem er orðinn tengdur jólun- um heima í Melboume, og hef- ur verið nokkur ár. Hann á sér nokkra forsögu. í Melbourne eru nokkrar út- varpsstöðvar í einkaeign, fyrir utan ríkisstöðina, ABC. Þær hafa auðvitað allskyns óska- lagaþætti í dagskrám sínum, og einu sinni rétt fyrir jólin barst (einni þeirra ósk frá litlum 'dreng, sem lá á spítala nokkr- um í borginni um að leika ákveðið lag, og senda með.því kveðju til hans. En hann fók það fram, að sjálfur gæti hann ekki hlustað á lagið, því að ekkert útvarp væri á spítalan- um. Þetta varð til þess, að út- varpsmenn fóru í heimsókn á spítalann, og þeir urðu ekki hrifnir af aðbúnaðinum. Spít- alinn var svo fátækur, að hann hafði engin ráð á því að kaupa nein tæki til að létta sjúkling- unum dvölina, né að kaupa dýr tæki til læknisaðgerða. Og þá datt þeim það í hug, að helga einn þátt í útvarpinu þessum spítala og reyna að safna fé til hans. Þeir gerðu það með því að leika lög gegn borgun og að lesa upp nöfn þeirra manna, sem sendu inn peninga. Og úr þessu varð geysivinsæll þáttur. Símastúlk- ur stöðvarinnar höfðu ekki undan að taka niður nöfn manna og upphæðirnar urðu oft háar. Til dæmis var það algengt, að einhver, við skul- um segja Mclntosh, hringdi og segði: „Ég skal gefa tíu pund, ef tíu aðrir Maclntosh- ar gera slíkt hið sama.“ Og svo hringdu tíu Maclntoshar og 110 pund lágu á borðinu. Og auðvitað gátu 0‘Brian-ar ekki látið sinn hlut vera minni en þeirra skozkættuðu og áður en varði lágu önnur 110 pund á borðinu. Og þannig gekk koll af kolli. Fleiri stöðvar hafa tekið upp hliðstæðar aðferðir til að afla fjár til mannúðarstarfsemi, en stöðin, sem byrjaði er búin að byggja nýjan og stóran spítala á lóð þess gamla og hann er búinn öllum hugsanlegum þæg indum. Og, nokkrum árum áð- ur en ég fór frá Ástralíu, tók þessi stöð upp nýjan sið, sem varð afskaplega vinsæll. Hún tók stærsta almenningsgarðinn í Melbourne á leigu á jóladags- kvöld. Eins og ég sagði áðan er veðrið yfirleitt ákaflega gott á jólunum heima, og fólk streymdi í garðinn, sem var skrautlega lýstur. En hver sem inn fór varð að kaupa bækling, sem í voru algengustu jóla- sálmarnir, og svo eitt stórt kerti. Andvirðið allt rann til spítalans, sem ég gat um áðan. Svo settist fólk niður í gras- ið og söng jólasálma og kveikti á kertunum sínum. Um mið- nættið var slökkt á öllum raf- ljósunum, nema kastljósum, sem um leið var beint að geysi stórri mynd úr plasti, sem sýndi fæðingu frelsarans. Hún var hengd í hæstu trjátoppana og það var eins og hún birt- ist á himni. Um leið stóð all- ur skarinn upp með kerti sín og söng Silent night, Heims um ból. Þessi stund verður öll- um algerlega ógleymanleg, sem ha'na hafa lifað, svo mikil tign og helgi hvíldi yfir henni. mb. Ljósmynd Tíminn-GE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.