Tíminn - 29.12.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.12.1964, Blaðsíða 3
ÞREÐJUDAGUR 29. desember 1964 TÍMINN STÓRÞJÓFNAÐUR VAR FRAMINN / CEVAFÓTÓ KJ-Reykjavík, 28. des. ASfaranótt jóladagsins var brotizt inn í verzlunina Geva- fótó, Lækjartorgi, og var stolið þaðan myndavélum, sjónaukum og ljósmælum að verðmæti um 130 þúsund krónur Var stolið úr verzluninni öll- um verðmætustu hlutunum, sem voru sæmilega meðfærileg- ir, svo sem Vogtlender mynda- vélum af Bessamatic og Ultra- metic gerð, einni Rolleiflex myndavél, þrem Minolta kvik- myndatökuvélum með zoom linsum, Lumasix ljósmælum að verðmæti kr. 2400 hver, tveim sjónaukum, sem kosta kr. 8,600 hver um sig. Alls voru þetta 18 stykki að því er Ásgeir Ein- arsson verzlunarstjóri sagði blaðinu í dag, og er útsöluverð þýfisins um 130 þúsund krón- ur. Ekki var hreyft við ódýrari hlutum í búðinni, og heldur ekki teknar kvikmyndasýninga- vélar, sem eru nokkuð þungar í meðförum. Rannsóknariög- reglan biður þá, er gefið gætu upplýsingar um þjófnaðinn, að gefa sig fram, svo og ef ein- hverjir yrðu varir við að fram- angreindir hlutir væru boðnir til sölu á grunsamlegan hátt. ELDSV0ÐII NESKAUPSTAÐ MB—Reykjavík, 28. desember. MRdll eldsvoði varð á Neskaup stað á jóladag, er tvær efstu hæð ir fiskverkunar- og geymsluhúss Ölvers Guðmundssonar útgerðar- manns gereyðilögðust og neðsta hæðin stórskemmdist. Ekki er enn vitað hve mikið tjón varð, en þama brannu ýmsar útgerðarvör- Sátlafundur í gærkvöldi EJ—Reykjavik, 28. des. Sáttafundur hófst í bvöld kl. 20. 30 í deöu Félags íslenzkra hljóð- faeraleikara, Félagi framreiðslu- manna og Félagi starfsfólks í veit ingahrúsum við atvinnurekendur, en Iftil von var talin á samfcomu- lagi í bvöld. t»essi þrjú félög hafa boðað verk faU frá og með L janúar. Ef sam komul. næst ekki fyrir þann tíma þá mun verkfallið hefjast kl. 24 á gamlársfcvöld. Sáttasemjari er Torfi Hjartarson. ur og var sumt lágt vátryggt ogvar efcki geymdur þar, þegar eldur annað óvátryggt. Blaðið átti í dag tal við Ófeig Eiríksson, bæjarfógeta á Neskaup stað, og spurðist fyrir um eldsvoð ann. Sagðist honum svo frá: Húsið, sem brann, er stórt um sig, 270—80 fermetrar, tvær hæðir og ris. Langveggir eru úr timbri, en gaflveggir steyptir. Um klufck an hálffjögur á jóladag var til- kynnt til slökkviliðsins að eld- ur væri laus á miðhæð hússins. Slökkviliðið brá skjótt við, en þeg að það kom á vettvang var suður hluti miðhæðarinnar alelda. Er skemmst frá því að segja, að mið- hæð og rishæð brunnu og mest allt það, sem þar var, en veggir neðstu hæðarinnar standa uppi lítið stoemmdir og litlar skemmdir urðu Á efstu hæðinrii var ge'$mt 'ails kyns dót til útgerðar, meðal annars ný síldamót og brann hún alger lega. Á miðhæðinni var einnig síld arnót og tvær kraftblakkir og ýmis legt fleira, en sá hluti er einnig notaður til fisfcþuritounar. Fiskur kom upp. Talið er a. m. k. eitthvað af nótinni á miðhæðinni sé nýtilegt enn, en það hefur ekki verið fullkannað. Á neðstu hæð- inni voru geymdar noktouð hundr uð tunnur af síld, bíll, bátar og fleira, en sbemmdir urðu þar ekki framnaid a 14. slðu SAMKOMULAG NÁÐIST EKKI UM BOLFSSK- VERÐID EJ—Reykjavík, 28. desember. Verðlagsráð sjávarútvegsins náði ekki samkomulagi um lág- marksverð á bolfiski o.fl., sem taka á gildi frá 1. janúar, n.k. og var málinu því vísað til yfirnefnd ar. Hélt nefndin sinn fyrsta fund í dag. í yfirnefndinni eru tilnefndir af hálfu fiskkaupenda: Bjarni V. Magnússon, framkvæmdastjóri, R- vík, og Helgi G. Þórðarson, fram kv.stj. Hafnarfirði, en til vara Ólafur Jónsson, framkv.stj., Sand geríi, og af hálfu fiskseljenda Sig urður Pétursson, útgerðarmaður, Rvík, og Trýggvi Helgason, sjó- maður, Akureyri. Oddamaður yfir nefndar er samtovæmt hinum nýju lögum um Verðlagsráð, forstjóri Efnahagsstofnunarinnar, sem nú er Jónas Haraldz, hagfræðingur. FYRIRSPURN FRA NOKKRUM ÚTVEGS- OG Þar sem verðlagsnefnd sjávar- útvegsins situr nú þessa dagana á rökstólum til að ákveða verð á ferslífislú fýrir komandi vertíð, og þar ’sém segja má að gert sé út um örlög útvegsmanna og fiski- manna hinna minni fiskiskipa, sem ekki hafa síldina uppá að lilaupa, þá Iangar okkur að koma þessari fyrirspurn á framfæri. Hverjar eru orsakir þess að ferskfiskverð hér á íslandi er u. þ. b. 50% lægra heldur en í ná- grannalöndunam, -þar sgm fiskur er unninn á sama hátt bg fyrir sömu markaði. Við teljum okkur eiga kröfu ti! að fá upplýst, hvað verði um þriðjung hins raunveru lega fisfcverðs. Er vinnuhagræðing svona miklu skemmra á veg kom in hér, heldur en t. d. í Færeyjum. Framhaio s ois 4 Guðjón Einarsson tók þessa fallegu mynd af skreyttum skipum í Reykjavíkurhöfn á annan jóladag. Margir sjó- menn héldu jólin í höfn sem endranær, þótt þeir væru einnig margir, sem urðu að halda jólin fjarri ástvinum sín- um. Hæst ber á myndinni skreytinguna á Gullfossi, sem kom xir jólaferðinni á annan jóladag. Farþegar voru hin ir ánægðustu með ferðina, þótt nokkuð spillti ánægjunni, að á aðfangadagskvöld var hálfslæmt í sjóinn, svo margir farþegar treystu sér ekki til þess að borða jólamatinn. Ýmislegt var gert til að koma farþegum í jóla- skap m. a- var flutt af segulbandi jólaávarp, sem séra Bjarni flutti til farþega og Lárus Pálsson leikari, sem var einn farþeganna, las upp úr fslandsklukkunni. Á VÍÐAVANGI Á bak jólum Líklega hafa verið hvít stórubrandajól um allt land að þessu sinni. Mátti meira að segja kalla óvenjulega vetrar- legt hér sunnan lands ióladag ana og nokkur snjór, en norð an lands lítill snjór og varla til trafala á vegum. Yfirleitt mun jólahelgin hafa liðið í ró og friði víðast hvar, þó ekki væri hún laus við nokkra bruna og jafnvel slysfarir. Menn munu í ríkara mæli en oft áður hafa unað jólum heima og notið þeirra vel. Hátíðisdagarnir eru margir að þessu sinni, þriðji dagur jóla sunnudagur, og þriðji dagur nýja ársins einn- ig sunnudagur. Jólagjafir Menn hafa skipzt á jólagjöf- um eins og vant er, og verða að sögn æ stórtækari með hverju árinu. Telja margir, að jólagjafasiðurinn sé kominn í nokkrar öfgar, en góður hugur og vinátta fylgir iafnan slík- um gjöfum, og þær gleðja að minnsta kosti börnin. Ríkisstjórnin gaf líka sínar jólagjafir að þessu sinni, og verður líka æ stórtækari á þær með hverju árinu, sem líður. Hún gef'ur nú raunar líka gjaf ir á ýmsum tyllidögum allan ársins hring. Þjóðin er varla búin að gleyma hinni veglegu sumargjöf, sem hún fékk frá ríkisstjórninni á liðnu vori, þar sem var stórhækkun opin berra skatta og útsvara sam- kvæmt nýjum lögum, sem sett höfðu verið til að lækka skatt ana. Að vísu brá ýmsum svo við þá gjöf. að þeir fengu „sjokk“ að sögn Alþýðublaðs ins, en þau áhrif gefcur mikil og óvænt gleði líka haft á mann fólkið að sögn vitrustu manna. En jólaglöfin var ekki minni. Þá kom stórhækkun söluskatts ins, sem hækkar vísitöluna um 3% þegar, og þess vegna kall aði Vísir þessa skattahækkun „almenna kauphækkun“ og er það í samræmi við það, að sama blað kallaði skattahækk unina í sumar boð ríkisstjórn arinnar í skemmtifcrð til út- landa. ióí-ipiafir til barnanna Þessar stórgjafir rétti -íkis ‘-tió'-nin úr örlátri hendi til þióðarinnar allrar. en eftirlætis börnum sínum "af Siálfstæðis- flokkurinn að sjálfsögðu sér- stakar iólacjafir. Þær jólagjaf ir voru líka með be'm ágætum. að unnf var að taka þær af óþægu börnunum gefandanum að kostnaðarlausu. íhaldið skar því ekki þessar gjafir við negl- ur sér. Forsætisrá*herrann sett i't því niður á Alhingj og krnss aði framan við lista kommún ista í feitustu ráð og nefndir. kaus kommúnÞta í bankaráð og önnur æðsturáð ng færði Fin- ari Olgeirssyni atkvæði sit* á gulldiski. Gerðist hann þar jafnvel enn þjónusfculiprari en sumir þingmenn. sem teljast þó til þingflokks A'hvðubandalags ins. Hins vegar þykir mörgum nú fróðlegt að vita. hvort beir borgarar, sem kusu Biarna Ben ediktsson á þing í höfuðborg- inni við síðustu kosningar hafa beinlínis ætlazt til þess, að hann kysi lista kommúnista á þingi í nefndir og ráð í stað síns eigin flokkslista, eða hvaða annar þingmaður Sjálfstæðis- flokksins hefur til þess um- Eramhald á 14 siðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.