Tíminn - 29.12.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.12.1964, Blaðsíða 13
ÍÞRÓTTIR á blaði! Lidia Skoblikova, sú sem vann fern gullverðlaun á Vetrar-Olympíuleikun- um í Innsbruck, hefur- ver ið kjörin „fremsti íþrótta- maður“ Sovétríkjanna af blöðum og útvarpi þar í landi. í öðru sæti varð Gal ina Prozumensjikova en hún vann gullverðlaun í 200 metra bringusundi á Olympíuleikunum í Tokíó. í þriðja sæti á listanum er karlmaður en það er Vias jelav Ivanov sem vann gull verðlaun í einmennings kajakróðri á leikunum í Sigurður Einarsson kominn í gegnum Víkingsvörnina og tekst að skora, þrátt tyrir óblíðar móttökur. „Línu- *-manns-ævin er iTI í litla salnum að Hálogalandi- Línuspil dauðadæmt Skoblikova — fern gullverðlaun Tokíó en hann vann einnig gullverðlaun á Olympíuleik unum í Melbourne og Róm. í Hálogalandssalnum Fram sigraðí Víkíng naumlega Reykjavík, 28. desember. Alf- Með afar sterkum varnarleik og taktiskum sóknarleik munaði sáralitlu, að „botnliðinu” Víking tækist að halda jöfnu við fslandsmeistara Fram í 1. deildar keppninni í Iiand knattleik á sunnudagskvöld. Allt fram til síðustu mínútna var um jafna og spennandi kcppni að ræða — og það var ekki fyrr en alveg undir lokin, að Víkingur gaf sig, og Fram tókst að tryggja sér 3 marka sigur, 22:19. — Leikur þessara aðila var um margt merkilegur og undirstrikaði að vissu marki, að línuspil (sem aðalvopn) er dauðadæmt að Háloga landi. Línuspilið, sem Fram innleiddi fyrir u.þ.b. 3 árum er svipur hjá sjón í framkvæmd í dag. Það er þjarmað svo að línumönnum, að njóta sín aldrei. Þessa þróun má kenna dóinur- um um, en um leið viðurkennt, að þeir eigi ekki hægt um vik. Ekki STAÐAN Fjórir leikir hafa nú farið fram í 1. deildar keppninni í handknattleik og úrslit orðið þessi: KR—Víkhigur 17:17 Ármann—Fram 24:22 FH—Haukar 32:15 Fram—Víkingur 22:19. Staðan eir þá þessi: FH 1 1 0 0 32:15 2 Árm. 1 1 0 0 24:22 2 Fram 2 1 0 1 44:43 2 KR 10 10 17:17 1 Vík. 2 0 1 1 36:39 1 Haukar 1 0 0 1 15:32 0 Næstu leikir í íslandsmótinu verða 2. jan. n.k. og fara þá fram 2 leikir í 2. deild. 3. jan. leiba svo í 1. deild KR-FH og Ármann — Haukar. þeir eru bókstaflega lamdir niður og má skilja þessi orð þannig, að ekki sé hægt að beita línuspili undir neinum kringumstæðum — t. d. voru skoruð nokkur mörk af línu í leik Fram og Víkings — en sem aðalvopn gengur línuspil ekki lengur í hinum litla Hálogalands- sal. Víkingsliðið undir stjórn Péturs Bjarnasonar mætti mjög ákveðið til leiks gegn Fram og hafði yfir- með 22 : 19 r.v \ í'í'í höndina méát állan fýrri hálfleik. Undir lok hálfleiksins tókst þó Fram að komast yfir, 9:8, en Sig- urður Hauksson jafnaði 9:9 rétt fyrir hlé. Allur síðari hálfleikur var mjög spennandi. Fram náði fljótlega yf- irhöndinni, en yfirleitt skildu ekki meira en eitt til tvö mörk á milli. Víkingsliðið lék sterkan handknatt leik — lék mjög yfirvegaðan og taktiskan sóknarleik, sem oftast endaði með hörkuskotum þeirra Þórarins Ólafssonar og Sigurðar Haukssonar, sem flest fengu inni í Fram-markinu, enda var mark- varzla Þorgeirs Lúðvíkssonar ekki upp á marga fiska í þetta sinn. Fram-Iiðið einblíndi mjög á lín- una, þrátt fyrir, að Víkingar tækju harkalega á línumönnunum og létu þá aldrei í friði. Annars virð- ist Fram-liðið ekki eins sterkt nú og oftast áður. Og það, sem áður einkenndi Fram, alger yfirvegun í leik, virðist nú horfið. Jafn leik- vanir menn og Guðjón Jónsson og Gunnlaugur Hjálmarsson létu það henda sig, að „glopra“ knettinum á þýðingarmiklum augnablikum. Sex mínútum fyrir leikslok skildi einungis eitt mark á milli, Framhald á ois t4 Keflavíkurmót í handknattleik Vaxandi áhugi er fyrir hand knattleik í Keflavík og hafa Keflvíkingar ráðið hinn góð- kunna handknattleiksmann og þjálfara Pétur Bjarnason til sín. — Á sunnudag héldu Kefl víkingar handknattleiksmót og kepptu innbyrðis Knattspyrnu félag Keflavíkur og Ungmenna félag Keflavíkur. — Úrslit urðu eins og hér segir: Mfl. kv. KFK — UMK 9;2 4. fl.b k. KFK — UMK 8:10 4. fl. a k: KFK — UMK 2:8 Mfl. k. KFK — UMK 33:37 3 fl. b k. KFK — UMK 7:7 3 fl. a k. KFK — UMK 12:12 2. fl. a k. KFK — UMK 16:17 Dómari í leikjunum var Dan íel Benjamínsson frá Reykja- vík. Leikmaður Hauka í skotfæri — Ragnar Jónsson fylgist með. Haukar byrjuðu illa í 1. deild — töpuðu fyrir FH í fyrsta leiknum 15:32. Alf—Reykjavík, 28. des. Haukar úr Hafnarfirði, nýliðarnir í 1. deild, mættu ná- grönnum sínum frá FH í fyrsta leik í íslandsmótinu á sunnu dagskvöld. Og ekki var byrjunin glæsileg, því í 32 skipti sigldi knötturinn í mark Hauka, en þeir svöruðu fyrir sig í 15 skipti. Sem sé, munurinn varð 17 mörk. Oft er talað um, | að fall sé fararheill en hvort það á við um hið unga lið Hauka, skal látið ósagt, en mikið verður liðið að taka sig á, ef það ætlar að halda sæti sínu í 1. deild. Ettir að hafa 1 séð öll 1. deildar liðin leika, þá eru Haukar næstir nafn- i bótinni „fallkandidatar“ — en auðvitað geta styrktarhlut- | föllin breytzt. Byrjunin hjá FH var sérlega glæsileg og á skömmum tíma hafði FH náð 8 marka forskoti 9:1. Þetta bil minnkaði fyrir hlé, ingar ógætilega og mest fyrir það söxuðu Haukar á forskotið í síðari hálfleik gættu FH-ing- ar sín betur og léku á köflum en í hálfleik var staðan 13:9 fyrir mjög glæsilega. Bilið breikkaði FH. Eftir að hafa náð svo stóruióðum og þegar yfir lauk var mun Iforskoti, sem 8 mörkum, léku FH-1 Framhald á 14. stðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.