Tíminn - 29.12.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.12.1964, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 29. desember 1964 TÍMINN Lárus Salómonsson: Bréf til Harðar Gunnarssonar vegna ritsmíðar hans í Tímanum 17. des. s. 1. usm Jóhannes á Borg. Mér er ekki háð í huga, héma sérðu sikeytið mitt. Dags í ljö'si lítil fluga leiki sér urn nefið þitt. Eg þatoka þér sérstaklega fyrir þennan ritdóm, Hörður minn, því hann er akrifaður af þeirri víðsýni og þeim drengskap, sem hafa í sameiningu einkennt forystu glímu málanna hér á landi, og þá náttúr iega fyrst og freinst í elzta glímu- féiagi lar. tsins, Ármanni, síðustu áratugina. Eg er þér sammála um það, sem skrifað stendur milli línanna í grein þinni, að það versta við ævi- minningar Jóihannesar á Borg er það, að þær skuli vera orðnar að stórmerkilegri bók, sem sennilega verður lesin í margar aldir. Raun- ar má segja, að það hafi verið nógu leiðinlegt til að vita fyrir olckur, glímumenn sjálfa að Jó- liannes Jósefsson skuli hafa verið fræknastur og frægastur allra þeirra, sem lagt hafa stund' á ís- lenzka glímu frá upphafi vega, og mælirinn því meira en fullur þeg- ar þessi staðreynd verður lýðum Ijós, öldum og óbornum af lestri þessafar bókar. Einbig er ég þér sammáía um það, að lang bezti kafli bótoarinn ar er málsgreinin, sem fjallar um vinningana á konungsglímunni á Þirigvöllum. Þótt Stefán fréttamað ur sé sízt þakkarverður fyrir rit- un þessarar bókar að öðru leyti, þá erum við faonum báðir þakklát- ir fyrir þau pennaglöp, því sjálfir vitum við fullvel að Jóhannes Jós- efsson hefði aldrei skrökvað á sig sigri. Heppni fyrir oikkur að höf- undur bókarinnar er ekki fróður maður um fyrirkomulag á kapp- glímum. Þá ber mér einnig að þatóka, Hörður minn, sjáanlegum bak- og línuvörðum þínum, sem virðast telja sig kunnuga og minnuga á atvik úr lífi Jóhannesar. Með stuðningi þeirra og réttri notkun fyrrnefndra pennaglapa ætti okk- ur nefnilega í sameiningu að geta tekizt að varpa slikri rírð á frá- sagnir Jóhannesar í heild, að færra fólk en ella taki mark á ónotum öldungsins í garö þeirra, sem helzt bera ábyrgð á niðurlægingu íslenzku glímunnar en þar ber ykk ur Ármenningana náttúrlega hæzt. Með því að gera Jóhannes nógu tortryggilegan getum við til dæm is komið því inn hjá fólki, að sjálfur sé hann etoki nein sam- tímaheimild um glímumar, sem hann glímdi þó sjálfur. Þess vegna sé til dæmis sennilegt að kapp- glíma hansnwið H: Ben. að lok-' inni t'tóoriurigsglímunni' hafi ánnað hvort aldrei <verið háð, eliegar þá að úrslit hennar hafi orðið allt önnur en þau, sem Jóhannes seg- ir sjálfur í minningum sínum, — þó svo að það tounni að vera á lífi nokkrir ákaflega gamlir menn, sem muni hið sanna í þessu efni. Sama er að segja um glímu Jó- hannesar við Norðmanninn Floten. Við stoulum í herrans nafni ekki j fara að spyria aldna sæmdarmenn eins og t. d. Tryggva Gunnarason, j sem sá þá glímu, því hann væri vís j astur til að segja satt frá úrslitun ' um. Varðandi sigur Jóhannesar yf-1 ir Nielsen hinum danska skulum 1 við líka endilega hafa það fyrir satt, sem í blaðinu stendur að viðureign þeirra hafi staðið í ell- efu mínútur, en sleppa því, sem vel gæti verið, að enda þótt mín- útutalan sé rótt greind í blaðinu, getur hitt verið satt eigi að síður og jafnframt, að það hafi ekki tek 1 ið Jöhannes nema þrjár og hálfa mínútu að leggja manninn tvisvar. Þá komum við að júdómeistur unum tveimur. | Það er náttúrlega vísast að Diab- utsu, sem brezka stórblaðið Even- ing Times segir að sé viðurkennd- j ur meistari í japönsku glímunni, i hafi aldrei verið neitt annað en ! slcussi í júidsú, enda ástæðulaust að viðurkenna Evening Times sem samtímaheimild, blað, sem birtir þriggja dálfca frétt á útsíðu j-um þe’Ssa viðuréign. Eti útgéfandí íbók' 1 árírinar llefði sannariega mátt láta Þjóðsagnamyndir á almanaki JB-Reykjavík, 28. desember, Almanak Olíufélagsins Skeljungs yrir árið 1965 er komið út og að essu sinni skreytt teikningum úr lenzkum þjóðsögum eftir listmál ía Eggert Guðmundsson o>g Sig- rjón Jóhannsson. Teikningarnar eru ein fyrir jvern mánuð og er hin fyrsta af )jáknanum á Myrká. þá úr Andra- , rímum ((,,Viltu sleikja innan ausu mína Kvæða-Björn?“), Bakka- ! bræður, Gissur á Botnum („Systir i ljáðu mér pott“), Þorgeirsboli og Húsavíkur-Lalli og Eyjafjarðar- Stootta á ferð, Kirkjusmiðurinn á ! Reyni, Nátttröllið, Kráka tröll- skessa („Hér er hákarlinn, Jón, tólf ára og þrettán ára þó) og Upp- ; tök Drangeyjar („Varð þeim dags- brún að fjörlesti"). Birtist hér síðastnefnda myndin. sem er eftir Sigurjón Jóhannsson og þarf ekki j skýringar við, ef hún prentast' I sæmilega. I Almanök Skeljungs hafa vakið, notókra athygli undanfarin ár eða ; öllu heldur myndimar, sem fylgt 1 hafa mánuðunum, tekið fyrir visst1 efni hvert ár. í fyrra voru Ijós- myndir úr íslenzkri leiklist, eitt ! árið úr stóógrækt, annað ár íslenzk j blóm og jurtir svo notokuð sé nefnt. Jóhannes Jósefsson á yngri árum. ógert að birta mynd af þessari blaðaúrldippu, sem er til þess fall in að gera frásögn Jóhannesar trú lega. Sama gildir urn ljósmynd af úrklippu úr- New Vork Times ásamt mynd af viðureign Jóhann esar við Otagawa. Mér segir lög- giltur dómtúlkur úr ensku að þar standi að Otagawa hafi verið Japansmeistari. — einnig að Jó- .hanries nángnmt vifí hann í jap- anskaisttótknuKa'Og'Verið dæmdur sigur, enda lagt manninn nokkrum sinnum. New York Times er nátt úrlega ekki nein samtímaheimild. Hitt var virðingarvert af þér Hörður minn, vegna þeirra, sem etoki skilja ensku, að enduraegja efni blaðagreinarinnar á þinn hátt. Raunar megum við líka þaitoka I þeim, sem valdi myndir i bófcina, að hann skyldi láta glímumyndina í New York Times ráða því að liann valdi þessa úrklippu, en etoki einhverja af þó nokkuð mörg um öðrum, sem Jóhannes á í | fórum sínum og koma all miklu j betur heim við minningar hans j sjálfs frá þessari glímu. Hér ber ; otótour lí-ka að vera þakklátir fyrir það, að Jöhannes skuli hafa látið : setja í minningabók sína blaðaúr- klippur, sem benda til þess að hann hafi eiginlega aldrei ætlast til þess að bókin yrði notuð sem heimildarrit. þótt otokur sé náttúr- lega frjálst að metá hana sem I sdíka. Þessi skrif Jóhannesar um 1 .iapönsku glímuna ei-u náttúrlega sérstaklega leiðinleg fyrir gamla ! glímufélagsmenn, því nú lætur Ár- mann æfa þessa glímu eftir að j hnefaleikarnir voru bannaðir. sam j timis því sem lögð hefur verið sér ! stök áherzla á að uppræta úr ís-1 lenzku glímunni þan brögð sem líkleg eru til meiðsla Varðandi fullyrðingu Jóhannes- ar um að Ármann hafi látið síga j merki hinnar íslenzku glímu, get | ég sjálfur vottað með þér, Hörð- ! ur minn, að því fer fjarri. Sjálf- úr hefi ég séð það með eigin aug- rnn, að hjá ykkur mæta allt upp í fimrn manns á æfingum og venju- í lega ekki færri en þrír Einnig er ég efalau- um að þið hefðuð haldið myndarlegat upp á 50 ára afmæli Skjaldarglímunnar árið 1958 ef þið hefðuð getað sökum mannfæð ar Sannleikurinn er leiðinda fyrir í bæri, þegar hann kemur ekki heim við það, sem manni hentar. Það er ekki ný speki í hópi forystu- manna íþróttanna á íslandi og raunar býsna forn speki hjá for- sprötókum glímumálanna. Þannig máttu þeir til dæimis afhenda öðr- um manni sigurbikarinn í konungs glímunni 1921 þegar Hermann Jón asson sigraði. Sama gerðist 1938 á íþróttavellinum í Reykjavík, þeg ar háð var kappglímá til heiðurs Danaprinsi. Þá lagði. óg alla keppj nauta mína í byltuglímu, en frétti að leikslokum að dómnefnd h«fði komið sér saman um það, á meðan glímukeppnin stóð, að þetta skyldi vera fegurðarglímukeppni, og ann ar skyldi því hljóta verðlaunin. Enn má minna á það þegar formað ur Ármanns neitaði Steindóri Gíslasyni Árnesingi um aðild að Íslandsglímunni 1937 vegna þess að Steindóri hafði láðst að til- lcynna honum sjálfum þátttökuna, þótt hann hefði tilkynnt hana nógu snemima til réttra aðila annarra, en þá var Steindór líklegur til þess að knésetja Ármenningana. Loks má geta þess að af sömu ástæðum hefur,Ármann J. Lárus son verið settur hjá af forráða- mönnum Glímufélagsins Ármanns á hinn ódrengilegasta hátt. Og enn, nokkrar skjaldarglímur hafa verið kærðar o. fl. Annað tveggja hefur engin úrskurður verið felld ur, eða kæru hafnað, því hvarvetna er íþróttalegri valdníðslu að fagna. Af framangreindum ástæðum gleður það mig, Hörður minn, að til skuli vera greindir menn og ritfærir, sem sjá hættuna, sem glímumálastjórninni hér stafar af einurðinni og drengskapnum, sem Jóhannes Jósefsson reynir að lauma inn hjá lesendum æviminn- inga sinna. Við þessu er ebki nema eitt að gera, og það er að ómerkja manninn i huga sem flestra Ies- enda. Vonandi stendur þú við fyr- irheitið. sem þú gefur í grein þinni. um að halda þeirri iðju áfram Kópavogi, 20.12. 1964. Lárus Salómonsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.