Tíminn - 29.12.1964, Síða 2

Tíminn - 29.12.1964, Síða 2
TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 29. desember 1964 HWOT Mánudagur, 28. desember. NTB-Bern. Rúmönskum sendiráðsstarfsmanni hefur ver- ið vikið úr landi í Sviss fyrir að hafa staðið í sambandi við njósnara og gefið honum upp- lýsingar fyrir þriðja landið. Svissneska dómsmálaráðuneyt- ið skýrir frá þessu í dag og segir manninn þegar hafa yfir- gefið Sviss. NTB-Madrid. Spánskur her- réttur hefur dæmt forstjórann Carlos Alvarez í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa farið æru meiðandi orðum um hernaðar- yfirvöld landsins. NTB-Tel Aviv. Jórdanskir hermenn réðust í dag á ísra- elskar varðsveitir á Budrus- svæðinu og á svæðinu fyrir austan Kassem. Varðsveitirnar sneru til gagnárásar, en ísrael mun hafa kvartað yfir þessu við vopnahlésnefnd S.Þ. NTB-Saigon. — Hersveitir S-Vietnam unnu í gær einn stærsta sigur sinn yfir liðs- sveitum N-Vietnam. Að minnsta kosti 87 hermenn Viet Cong féllu í orrustunni og her- menn ríkisstjórnarinnar náðu undir sig meira magni af vopn um en nokkru sinni áður. Bar- daginn átti sér stað 145 km suðvestur af Saigon. Samtímis biðu hersveitir ríkisstjórnarinn- ar ósigur á öðrupi stað 80 km fyrir suðvestan Saigon. NTB-Lagos. — Deild úr nig- erianska hernum marséraði í dag um götur höfuðborgarinn- ar í Lagos, rétt áður en fyrir- huguð mótmælaganga átti að fara fram, vegna væntanlegra kosninga í landinu. Tilgangur- inn með hersýningunni var að sýna íbúunum fram á það, að herinn er reiðubúinn ef til ein- hverra uppþota kemur. NTB-Bonn. V-Þýzkaland mun reyna að fá hlutdeild í yfirráð- um yfir kjarnorkuvopnum Frakka, sagði vestur-þýzki ráð- herrann Heinrich Krone í dag. NTB-Drammen. Mikill bruni varð í dag í Drammen . Osló. Stórt þriggja hæða hús brann til grunna og tókst með naum- indum að bjarga konu einni úr eldinum. NTB-Mataro. Fjórar konur létu lífið og 23 farþegar særð- ust, þegar járnbrautarlest og áætlunarbíll rákust á í gær- kveldi í Mataro á Suður-Spáni. Allt voru það Spánverjar, sem slösuðust. NTB-Hongkong. Hæstiréttur Kína náðaði í dag 53 stríðs- fanga eftir því sem kínverska fréttastofan Nýja Kína segir. Ástæðan er sú, að þeir hafa sýnt góða hegðun. 45 þeirra, sem látnir hafa verið lausir, voru áhangendur Chiang Kai Shek. NTB-Buenos Aires. Starfs- menn við argentínsku járn- brautimar fóru í dag í eins klukkutíma verkfall til að styðja kröfu sína um hærri laun og betri vinnuskilyrði. Öll starfsemi járnbrautanna var lömuð í dag vegna þessa verkfalls. Helmingur fang- anna enn á lífí sem eru í haldi hjá uppreisnarmönnum á Paulís- Wambasvæðinu NTB-Leopoldville, 28. desember. Tíu Grikkir, sem hvítir mála- liðar hittu i dag fyrir sunnan borg ina Paulis í Kongó, hafa skýrt frá því, að minnsta kosti helmingur af þeim 160 föngum, sem enn eru í haldi hjá uppreisnarmönnum á svæðinu Paulis-Wamba, séu á lífi. Ekki skýrðu þeir frá því, hvað orðið hefði af hinum helmingnum, en flestir eru fangarnir trúboðar og verzlunarmenn. Hinir hvítu málaliðar sendu upplýsingar um þetta til Leopold ville í gegnum eigin senditæiki. Þeir rákust á Grikkina tíu í ná grenni þorpsins, Metchi, sem er 40 kim. fyrir suðaustan Paulis. Skýrðu þeir m. a. frá því, að Á sunnudag klukkan 2 söng Lögreglukórinn í Reykjavík jólalög í Neskirkju og á milli las séra Frank M. Halldórsson ritningargreinar. í kirkjunni var um 600 manns, eða eins margir, og hún rúmar. Lög- reglumennirnir voru allir í einkennisbúningum, og var há tíðlegt að sjá þá á kórlofti syngja jólalögin. Lögreglukór inn er nýbúinn að syngja fiög ur jólalög inn á plötu, sem kom á markaðinn fyrir iólin. Stjórn andi kórsins er Páll Kr. Páls- son. (Tímamynd GE). 1 læknir, sem starfaði í Kongó á vegum heilbrigðismálastofnunar SÞ hefði verið drepinn af upp- reisnarmönnuim í nóvemberlok. Grikkirnir vissu ekki, hvað lækn irinn hét. Mótmælendatrúboðar, sem bjarg að var frá Paulis til Leopoldville 26. nóvember síðastliðinn, skýrðu frá því, að allir hvítir íbúar í Wamba hefðu verið drepnir af uppreisnarmönnum. Síðan hafa borizt ýmsar fregnir, sem benda til þess, að þar séu hvítir menn á lífi. Uppreisnarmennirnir gera sér far um að safna öllum hvít- um föngum sínum saman í Wamba, sem er í 95 km. fjarlægð fyrir norðan Paulis. Spánskur sendi- ráðsstarfsmaður í Leopoldville, 'hefur skýrt frá því, að 25 spánsk ar nunnur séu einhvers staðar á þessu svæði. Eini Bandaríkjamaðurinn á yfirráðasvæði uppreisnarmanna, sem ekikert er vitað um, William Chesney, er líklega í Wamba, eða svo heldur bandarísika sendiráðið í Leopoldville. Evrópuráðið ræddi tollamálin KULDAR 0G FL0Ð ISVIÞJ0Ð 0G BANDARIKJUNUM MANNSKAÐAR MIKLIR AF VÖLDUM VEÐURS NTB-San Fransisco, Stokkhólmur og New York, 28. desomber. í Bandaríkjunum og Svíþjóð hafa orðið miklir mannskaðar yfir jólin. Mikil flóð voru á Kyrra- hafsströnd Ameríku og hefur fiöldi manns látið lífið af völdum þeirra. f dag var óveður á þessum slóðum, blindbylur og snjókoma, og bætti það ekki úr skák. Flóðin hafa nú staðið yfir í viku og hafa ríkin lengst í norðvestri orðið harð ast úti af þeirra völdum. Þegar hafa í kringum 40 manns drukkn að og rúmlega 16.300 fjölskyldur eru heimilislausar. Reynir Rauði | Krossinn að aðstoða þetta fólk, ; sem misst hefur heimili sín, bændabýli eða verzlanir í Kali- fomíu, Oregon, Idaho, Washing ton og Nevada. Tjón af völdum flóðanna mun nú nema milljörð um dollara. Mikill kuldi í Svfþjóð yfir jól- in orsakaði það, að alls drukknuðu þar sjö manns. Margir ætluðu sér að nota frídagana til að veiða af ís og héldu að ísinn væri traustur, þar sem þetta voru köldustu jól, sem kornið hafa í Svíiþjóð í fleiri ár. í flestum tilfellum barst ís- Tannlæknar önnum kafnir á jélunum inn með áðurgreindum afleiðing- um. Á miðnætti síðastliðna nótt höfðu 555 manns látizt í umferðarslys um á þjóðvegum Bandaríkjanna síðustu 78 klutokutímana. Einu sinni áður hefur jólaumferðin or- sakað fleiri dauðaslys, það var árið 1955, þegar 609 mann létust í umferðinni. Fimm ríki í Amer íku gátu státað af því í dag, að enginn hefði beðið bana í um- ferðarslysum þar yfir jólin, Al- aska, Hawai, Maime. Montana og Wasihington. Flestir létu lífið í Kaliforníu, eða 59. í New York, létust 36 og 35 í Michigan. í Kanada misistu alls 57 manns lífið í umferðarslysum yfir jólin. E.J.-Reyikjavík, 28. desember. Oft vill verða svo, að jólin verði hjá mörgum mikil tann- skemmdatíð, því að mikið -:-r um sætindaát. Hér i borginni voru tannlækningastofur opnar -i viss um tímum alla hátíðisdagana, og var nóg að gera hjá þeim að venju. Á aðfangadagsikvöld var tann- lækningastofa Gunnars Skafta- sonar opin kl 8—13 og kl 13.30— 16, og var oft á tíðum Yilt fullt, en sanáhlé á milli. Vai það fólk Ráðherranefnd Evrópuráðsins hélt fund í París 18. og 19. des- ember. Norski ráðherrann Halvard Lange stjórnaði fundinum. Fulltrú ar íslands voru ambassadorarnir Pétur Eggerz og Pétur Thorsteins son. Ráðherrarnir ræddu um tolla- viðræðumar, sem fram fara á vegum GATT, og um viðskipta- bandalögin í Evrópu. Þá fjölluðu þeir um samstarf ríkjanna í Vest- ur-Evrópu og Norður-Amerítou og þann áhuga, sem fram hefur kom ið á að þingmenn i þessum ríkj um haldi með sér fundi. Rætt var einnig um þróun mála í Austur- Evrópu og hugsanlegar afleiðing- ar þeirrari þróunar. Kotn glöggt fram í umræðunum, að Evrópu- ráðsríkin eru ekki sem slík aðili að flokkamyndun á alþjóðavett- vangi, en eru reiðubúin til sam- starfs við önnur ríki innan þeirra marka, sem stoínskrá Evrópuráðs- ins setur. á öllum aldri, simábörn og aldrað | fólk. Á jóladag hafði tannlækninga- stofa Magnúsar R. Gíslasonar op- ið kl. 9—12, á annan jóladag tann lækningastofa Jóhanns Möller kl. | 13—17 og á þriðja í jólum tann- | lækningastofa Kristjáns Ingólfs- sonar kl. 14—16. Talsvert af fólki kom á stof- | j urnar alla þessa daga, og var mik I ið um börn, en þau eru alltaf stór j hluti þeirra, sem fara til tannlækn i anna. VILJA GREIÐA HÖFUNDARLAUN Fyrir notokru barst Ragnari Ó1 j afssyni lögfræðingi smá peninga sending eða a. m. k. tilkynning um peninga. sem hann var beðinn að koma til skila. Þetta voru höf- I undarlp”- f-t> Þýzkalandi — fyrir birti’ inhverju, efni eftir Dai ' Isson skáld frá Akur- eyri fvrir nokkuð löngu). Ragna >iun vera að leita fyrir sér, hver af ættingjum Davíðs eigi að fá krónurnar frá þessum heiðarlegu möánuim í Þýzkál. Upp lýsingar um DÞ er að finna í rit- gerðasafni Davíðs Stefánssonar. Drætti Sokið NÚMER BIRT 12. janúar Á þorláksmessudag var dregið i happdrættinu. Vegna skilagreina, sem eru á leiðinni utan af landi, verða vinningsnúmer ekki birt fyrr en þriðjudaginn 12. janúar. Happdrættið þakkar vel- unnurum sínum og stuðn- ingsmönum veittan stuðn- ing. Happdrætti Fram- sóknarflokksins.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.