Tíminn - 29.12.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.12.1964, Blaðsíða 5
ÞRBDJUDAGUR 29. desember 1964 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson ttitstjórar: Þórannn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Ir.driði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gislason Ritstj.skrifstofur Eddu húsinu. símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti ■ Af- greiðslusimi 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrar skrbstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 90.00 á mán mnanlands — í lausasölu kr 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA n.t Valdastreita Bjarna Allt síðan nýsköpunarstjórnin svonefnda féll, hafa mál- gögn Sjálfstæðisflokksins rekið þann áfóður, að ekki væri hægt að hugsa sér öllu meiri höfuðsynd en að kjósa kommúnista til trúnaðarstarfa. Það hlýtur því að hafa komið mörgum óbreyttum liðsmönnum Sjálfstæðisflokks- ins meira en lítið á óvart, þegar það kom í ljós í nefnda- koningunum á Alþingi fyrir jólin, að einn af þingmönnum stjórnarflokkanna hafði kosið kommúnista og tryggt þeim þannig sæti í bankaráðum og stjófnum ýmissa ríkis- fyrirtækja. í fyrstu kunna þessir Sjálfstæðismenn að hafa álitið, að hér hafi einhver þingmaður Alþýðuflokksins verið að verki, en Alþýðublaðið tók af allan vafa um það með því að segja frá því, að sá þingmaður, sem kaus kaus kommúnista, hafi gert það samkvæmt fyrirmælum beggja stjórnarflokkanna. Innan Sjálfstæðisflokksins fer það hins vegar ekki dult, að það var Bjarni Benediktsson, sem mestu réði um þessa ákvörðun og strikaði þannig yfir öll hin stóru orð og yfirlýsingar, sem hann sjálfur og aðrir foringjar Sjálfstæðisflokksins, - að ógleymdum flokksblöðum hans hafa haft um það, að það væri pólitísk dauðasynd að kjósa kommúnista til trúnaðarstarfa. , Hvað kom Bjarna Benediktssyni til þess að hlaupa frá öllum fyrri eiðum og yfirlýsingum sínum og flokks síns um þetta efni? Skýringin á þessu er einfaldlega sú, að Bjarni finnur, að stjórn hans hefur haldið þannig á málum, að hún hefur rúið sig allri tiltrú og ætti, samkvæmt öllum pólitískum siðferðisreglum í öðrum lýðræðislöndum að vera búin að segja af sér. En Bjarna er ekkert meira í mun en að hanga við völd, og skiptir einu með hvaða hætti það er gert. í von um að það geti styrkt hina farlama stjórn hans eitthvað, reynir hann að vingast við kommúnista, og hjálpar þeim í trúnaðarstöður, enda þótt hann ómerki með því hátíðlegustu eiða yfirlýsingar sjálfs síns og sýni með því að orðum hans er ekkert að treysta, þegar valda- streita hans er annars vegar. Það er eftir að sjá, hvort Einar Olgeirsson geldur Bjarna eitthvað fyrir það að hafa fótum troðið fyrri eiða og yfirlýsingar, eða hvort Einar er nokkur maður til að borga fyrir það, þótt hann feginn vildi. En hvað, sem á eftir kann að gerast í þeim efnum, hefur þessi atburður sýnt, svo að ekki verður um villzt, að það hefur verið hræsni ein og látalæti, þegar málgögn Sjálfstæðisflokks- ins hafa verið að afneita kommúnistum. og að hátíðlegar yfirlýsingar foringja hans eru glamuryrði, sem enginn skyldi treystA á. Lýðræðisást Þjóðviljinn er dálítið feiminn yfir stuðningi stjórnar- flokkanna við kommúnista í nefndarkosningunum á Al- þingi. Hann reynir að leita að ýmsum skýringum, og finnur það loks út, að stuðningur Sjálfstæðisflokksins stafi af lýðræðisást! Þjóðviljinn gæti eins vel haldið því fram. að það hafi stafað af lýðræðisást, þegar stjórnarflokkarnir reyndu að lögbinda allt kaupgjald á Alþingi í fyrra. Það sem réði stuðningi stjórnarflokkanna við kommúnista nú er sprott ið af sömu rót og kaupbindingarfrumvarp þeirra í fyrra. TIMINN Hvar endar þetta? Kafli úr ræðu Þórarins Þórarinssonar í útvarpsumræðunum um hækkun söluskattsins. Aðalloforð stjórnarinnar Hæstvirt ríkisstjórn tilkynnti, þegar hún kom til valda, að hún ætlaði sér mörg og stór verkefni, en eitt var þó sett of ar öllu öðru. Það var stöðvun verðbólgu og stöðugt verðgildi peninga. í þessu fremur öllu öðru skyldi fólgin sú „við- reisn“, sem hæstvirt stjórn tal- aði svo hátt og mikið um. ð Stjórnarformaðurinn sagði líka réttilega, að ef ekki tækist að stöðva verðbólguna, væri allt annað unnið fyrir gíg. Þess vegna yrði stöðvun hennar að ganga fyrir öllu öðru. Ég hygg, að í dag séu ekki margir menn í stjórnarflokkunum, sem halda því fram, að stjórninni hafi tekizt að efna þetta loforð. Oft hefur íslenzka þjóðin búið við dýrtíð og óðaverðbólgu, en aldrei þvílíka, sem í valdatíð núverandi ríkisstjórnar. Svar Gladstones Ég hygg jafnframt, að erf- itt væri að finna ríkisstjóm í öðm lýðræðislandi, sem ekki væri löngu búin að segja af sér, eftir að hafa svo fuilkom- lega vanefnt meginloforð sitt. í hverju öðru lýðræðisríki eru gerðar slíkar kröfur til orð- heldni forustumanna, að þeir verða ,að segja af sér, ef þelr bregðast mikilverðustu loforð- um sínum. Það er ein mesta hættan, sem vofir yfir frjálsu þjóðfélagi á íslandi í dag, að menn gera orðið alltof litlar kröfur til orðheldni og loforða stjómmálamanna. Meðan kjós- endur gera ekki meiri kröfur í þeim efnum, geta þeir ekki gert sér vonir um heiðarlegt stjórnarfar. Hinn þekkti brezki stjórnmálamaður, Gladstone, svaraði ekki út í bláinn, þegar hann var spurður um, hver ætti að vera meginkrafa til stjórnmálamannsins, og hann svaraði: Orðheldni. Verður árferSi kennt um? En hvers vegna hefur hæst- virtri ríkisstjóm misheppnazt að framfylgja þessu meginlof- orði sínu? Ekki verður kennt um erfiðu árferði, því aldrei hefur góðæri af hálfu náttúr unnar verið meira á íslandi tié hagstæðara verðlag á útflutn- .ingsvömm. Engin íslenzk ríkis- stjórn hefur því fengið betra tækifæri til að koma fótum undir traustan og heilbrigðan efnahag. Það er kaldhæðni ör- laganna, að á tímum þessa mikla góðæris skuli menn vera kvíðafullir og spyrja: Hvar endar þetta, hvenær stöðvast verðfall krónunnar. fer þetta á sömu leið hér og í Þýzka- landi eftir fyrri heimsstyrjöld- ina? í þessum ugg og ótta sem er sízt minna áberandi meðal stjórnarsinna en stjórnarand- stæðinga, felst meira vantraust a stjómina op stefnu hénnar. en með orðum vprði 'ýst. Er sökin andstæð- inganna? En hvers vegna er þetta svona? Hæstvirtii ráðherrar segja að F'ramsókriarmenn og Kommúnistai hafi espað upp bændur og verkalýð og fengið þessar stéttir til að gera óhóf- legar kröfur og stjórnin hafi ekki fengið rönd við reist. Hvað segja hagskýrslui um þessa fullyrðingu hæstvirtra ráðherra? Hagskýrslur segja. að bændastéttin sé tekjulægsta stétt landsins. Hagskýrslur segja, að eini þátturinn í fram- leiðslukostnaði atvinnuveganna. sem er lægri hér en í nágranna löndum okkar — og það mun lægri — er kaup verkalýðsins. Fleira þarf ekki vitnanna við um það, að það er ekki kaup bænda og verkalýðs eða óhóf- legar kröfur þessara stétta, sem valda því hvernig kom- ið. er. Meginorsökin En hverjar eru þá orsakir þessa sívaxandi öngþveitis í ís- lénzkum efnahagsmálum, þrátt fyrir góðærið? Orsökin er fram ar öllu óðru röng stjórnar- stefna. Hæstv. ríkisstjórn bygg ir stefnu sína á þeirri úreltu íhaldshagfræði, að lausn efna hagslegra vandamála sé fólgin í því, að halda sem mest niðri kaupgetu almennings, en láta fjáraflamenn hafa sem mest olnbogarými til athafna, þótt það þrengi að framtaki hinna mörgu, sem hafa minní fjárráð og minni aðgang að lánsfé. Til þess að halda kaupgetu almennings í skefjum, hefur verið nokkurn veginn föst regla, að sérhverri kauphækk- un væri mætt með enn meiri verðhækkun í formi gengis- fellingar eða hækkandi skatta. Afleiðing þessarar stefnu hæstv. ríkisstjórnar er sú, að kaupmáttur daglauna verka- manna er minni nú en hann var fyrir 6 árum, þrátt fyrir stórauknar þjóðartekjur á þess- um tíma. Til þess að tryggja útvöldum fjáraflamönnum sem mest at- hafnafrelsi, hefur stjórnin tek- ið upp stórfelld lánsfjárhöft, sem hafa dregið úr framtaki þeirra mörgu, sem ekki hafa notið náðar í bönkunum. og jafnhliða hefur hún fellt niður allar hömlur gegn ónauðsynleg- um og ótímabærum fram- kvæmdum einstaklinga og fyr- irtækja. Afleiðingin hefur orð- ið, að einstaka fjáraflamenn hafa getað skapað sér stór- fellda gróðastöðu og að al- gert handahóf og ringulreið hefur skapazt í framkvæmdum. Þessi stefna dýrtíðar, lánsfjár- hafta og skipulagsleysis í fjár festingarmálum, hefur leitt til þess að þjóðarauðurinn og þjóðartekjurnar hafa lent æ meira á fáar hendur, en fjöld- inn allur borið skertan hlut frá borði. eins og gleggst sést hér ' Reykjavík, þar sem eru hinar miklu skrifstofuhallir og luxus- byggingar milljónamæringa annars vegar, en samdráttur • íbúðabyggingum almennings hins vegar. Skattamálin Ofan á þetta allt saman hefur svo bætzt hin nýja stefna • skattamálum, sem hefui verið fólgin i því ;<ð færa byrðarnar af breiðu bökunum yfir á veiku bökin, en enginn skattur þjón ar betur þeim tilgangi en sölu- skattur, er leggst á nær allar vörur í smásölu. En þetta hef- ur ekki aðeins verið gert með söluskattinum, heldur með breytingu á öðrum sköttum. Hlutur fyrirtækja og stóreigna manna í tekjuskatti og útsvör- um hefur farið síminnkandi undanfarin ár, en hlutur launa- fólks aukist að sama skapi. Svo langt hefur verið gengið 1 þessum efnum, að eitt stjórn arblaðið. Alþýðublaðið, gat ekki orða bundizt 31. júlí síðastlið- inn eða rétt eftir að skatt- skráin birtist en þá fórust. því svo orð í forystugrein: „Annað atriði vekur vaxandi gagnrýni borgara í öllum flokk- um. Hlutur fyrirtækja (ann- arra en Loftleiða) í skattbyrð- inni er ótrúlega lítill og fjöldi fyrirtækja með milljónaveltu, greiðir ekki meira en miðl- ungs fastlaunamenn af opin- berum gjöldum. Góðæri hefur verið mikið og hverskyns fyrir- tæki hafa fengið að styrkja sig til muna síðustu árin. Bygg- ingar þeirra og aðrar fram- kvæmdir sýna ótrúlega fjár- hagsgetu. Þessir aðiiar verða hér á landi eins og annars staðar að bera mun meira af þunga skattbyrðanna" Þetta voru ummæli Aiþýðu- blaðsins 31. júlí í sumar, þegar verið var að róa launþega $ vegna háu skattanna. Af þess- é um ummælum hefði vissulega mátt ætla að fyrsta skattfrum- varpið, sem ríkisstjórnin legði fram á eftir, hljóðaði ekki um hækkun söluskatts, sem leggst með hlutfallslega miklu meiri þunga á fátæka en ríka. Sú hefur þó orðið reyndin. Hæstv. ríkisstjórn stendur enn sem fyrr trúan vörð um hagsmuni hinna ríku og hennar eina stóra stefnumið er enn sem f fyrr að skerða kaupgetu al- ■menni'ngs. Vill stjórnin stríS? Ég hygg, að það sé næstum öllum ljóst nema ef vera kynni hæstv. ráðherrum, að með því frumvarpi, sem hér er til um- ræðu, hefur verið höggvið í hinn sama knérunn oftar en gæfulegt er. Fyrir verkalýðs- stéttir landsins er ekki hægt að una því, að þeim samstarfs- vilja, er þær sýndu á s. 1. vori sé svarað á þennan hátt. Ég tek því eindregið undir þá áskorun til ríkisstjómar- innar, að hún fresti afgreiðslu þessa frv., og hefji samninga við stéttasamtökin og andstöðu- flokkana um lausn efnahags- mála á breiðum grundvelli. Geri ríkisstjórnin það ekki, þá sýnir hún, að hún vill stríð en ekki samninga við verkalýðs- hreyfinguna, og þá mun hún líka fá stríðið. Ef verkalýðs- hreyfingin sættir sig við þá stefnu, sem felst í þessu frv., gæti hún eins vel hætt starf- semi sinni. Hvar endar þetta? Það munu margir spyrja, ei ríkisstjórnin velur stríðsleið- ina, með því að samþykkjs 8'ramhalo a 14 *fðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.