Tíminn - 29.12.1964, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.12.1964, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 29. desember 1964 TIMINN 11 leyfi til þess að heimsækja fangana. Hann var hræddur um, að þeir muni reyna að bjarga ykkur. — Og það er von, að hann óttist það, læknir. — Er það von? Hvers vegna? Ég vildi gjarnan komast hjá því að skýra frá því, sem Tehani hafði sagt mér, og hefði ég verið viss um, að Atuanui hætti við áform sitt, hefði ég ekki skýrt frá því. En ég þekkti kjark hans og ákefð, og hvorki hann né Tehani höfðu hugmynd um, hvað fallbyssurnar gátu áorkað. Þau höfðu aldrei séð skorið úr þeim, og það var meir en lík- legt, að Atuanui vildi ekki hætta við áform sitt. Ég skýrði lækninum frá ráðagerðinni um að ráðast á freigátuna, og hvað ég hefði gert til þess að afstýra henni. Hann varð undrandi á þessari fregn. — Við höfðum ekki hugmynd um, að verið væri að undirbúa árás, sagði hann. Það var gott, að þér skýrðuð mér frá þessu. Ef þeir hefðu ráðizt á okkur, hefðum við drepið fjölda eyjarskeggja. — Edwards skipstjóri getur komizt hjá allri hættu. — Hann þarf ekki annað en að hafa sterk varphöld í landi og neita eyjarskeggjum um að safn- ast saman í bátum umhverfis skipið. Því næst skýrði lækn- irinn mér frá því, að Tuahu hefðu fært sér handritið að orðabókinni minni. — Ég hef líka komizt yfir dagbókina yðar, sagði hann. Mig langar til þess að lesa hana við tækifæri, eða er eitt- hvað í henni, sem þér viljið ekki láta lesa? Ég sagði honum, að í bókinni væri ekki annað en frá sagnir um daglega viðburði frá því ég fór frá Englandi, og þangað til Pandora kom, og að hann mætti gjarnan lesa dagbókina ef hann vildi. — Það þykir mér vænt um, sagði hann. — Dagbók yðar getur orðið yður að miklu gagni á seipni árum., Ef þér viljið — skal ég geyma þessi plögg fyrir yður. Ég skal láta þau á botninn í meðalakistunni minni, og þar ættu þau ekki að glatast. En um orðabókina er það að segja, að Edwards skipstjóri veit, hve Sir Joseph er það mikið áhuga- mál, að þér fáið að vinna að henni, og hann hefur því gefið leyfi til þess, að þér vinnið að henni á heimleið- inni. Þetta var mér mjög kærkomið. Ég hafði kviðið fyrir hinni löngu ferð. Ég minntist þess nú, að skipstjórinn hafði bannað okkur að tala saman á máli Tahitibúa. — Ef við fengjum leyfi til þess að tala saman mál Tahitibúa, þá gæti ég haft mikil not af samföngum mínum. Og um leið gæti ég haft ofan af fyrir þeim. Læknirinn lofaði því, að hann skyldi tala um þetta við skipstjórann. Og um leið og Pandora lagði úr höfn feng- um við leyfi til þess að tala saman á tahitisku. ■jjL Allan næsta dag voru skipverjar önnum kafnir við að flytja vistir um borð. Brytinn okkar, Jones Good skýrði okk ur frá því, að skipið ætti að leggja úr höfn innan 24 klukkutíma. Edwards hafði engar upplýsingar fengið við- víkjandi Christian eða Bounty. Það virtist svo sem hann hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að við segðum satt við- víkjandi Bounty. Um nóttina heyrði ég hróp varðmannanna á þilfari skipsins. Sem betur fór var ekki reynt að gera árás á freigátuna. Við léttum akkerum um sólarupprás. Klukkan tíu um morguninn, þegar ég leit út um kvistgat- ið, sá ég ekkert annað en endalaust hafið. Nú hófst tilbreytingalaust tímabil fyrir okkur fjórtán, sem vorum byrgðir inni í „skríninu" á Pandoru. Það kom í Ijós, að tíminn Ieið fljótar, þegar við höfðum eitthvað fyrir starfni. Daginn eftir að við lögðum af stað, færði Hamilton læknir mér handritið að orðabókinni. Hann hafði enn fremur ritföng meðferðis, og hafði látið timburmeist- arann smíða lítið borð, sem ég gat haft í fanginu. í þurrkinum gisnuðu þiljurnar svo mikið, að nú var orðið vinnubjart inni hjá okkur. Nú máttum við tala saman á tahitisku, og samfangar mínir tóku drjúgan þátt í starfi mínu. Stewart, Morrison og Ellison voru ágætir málamenn, og nærri því jafngóðir í tahitisku og ensku. Ég varð undr- andi á Ellison. Hann talaði tahitisku með réttari áherzlu en nokkur okkar hinna, og virtist ekki hafa þurft að hafa neitt fyrir því að læra málið. Hann vakti athygli mína á ýmsu, sem ég hafði ekki tekið eftir. Þessi vesalings piltur hafði aldrei þekkt foreldra sína. Honum hafði verið sparkað frá bakborða til stjórnborða frá því hann mundi eftir sér, og honum hafði aldrei dottið í hug, að hann væri vel gefinn. Mér rann til rifja, að svona gáfaður pilt- ur skyldi aldrei hafa fengið færi á því að menntast, enda þótt reynt væri að troða í aðra, sem enga hæfileika hefðu til náms. Fyrir kom það, að veður var svo vont, að ekki var hægt að skrifa. Freigátan hjó stefninu í öldurnar og valt hræðilega. Við ultum líka, héldum dauðahaldi í boltana í veggjunum. Oft hentumst við til og særðumst þá á hönd- um og fótum. Auk þess rigndi stöðugt á okkur, ef dropi kom úr lofti, og jók það vanlíðan okkar að miklum mun. Við sváfum, eða réttara sagt, reyndum að sofa á blautum trjám. Oi Við 'höfðum verið í marga daga á sjónum, þegar við fréttuni það, að Pandora væri ekki ein á ferð. Resolution fylgdi i kjölfarið, litla skonnortan, sem Morrison og félag- ar hans höfðu smíðað. Edwards hafði búið það út sem hjálparskip fyrip freigátuna, og annar stýrimaður á Pand- ora, Oliver, hafði þar yfirstjórn. Að öðru leyti var skips- höfnin á Resolution: eitt liðsforingjaefni, einn bátsstjóri og sex hásetar. Þetta var laglegasta skip og það sigldi framhjá freigátunni hvernig sem veður var. Oft hafði Morrison ástæðu til þess að kvarta undan þvi að hafa verið tekinn fastur í Papara. Það hefði verið einhver munur að fá að sigla heim á þessari hraðsigldu skútu. Brátt fór að bera á því, að Henry Hillbrandt væri að gefast upp. Hann var að eðlisfari þunglyndur maður, og það var bersýnilegt, að kvíðinn við hinn yfirvofandi herrétt var að verða honum ofurefli. Ég minnist kvöldsins, þegar hann gerði þetta uppskátt í fyrsta sinn. Það hafði rignt um morg- NÝR HIMINN - NÝ JÖRÐ EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ 71 málum, að ég geti algjörlega helg að líf mitt rannsóknastarfsemi. — Og það þýðir að þú yrðir að eyða allri æfinni til þess að spýta bakteríum inní kanínur, skera upp marsvín og koma hinum ýmsu líffærum þeirra fyrir í glösum og tilraunakrukkum? Hann gat ekki varist hlátri yfir hugmyndum hennar um rann- sóknastörf. — Á vissan hátt, já. — Ó, Vik, ætlarðu þá að eyði- leggja alla þína framtíðarmögu- leika — öll þau ágætu tækifæri sem þér bjóðast? Þvílíkt starf er ekki við þitt hæfi. Skrifaðu þeim það — Já, en þú myndir áreiðan- lega kunna vel við þig í New York! sagði hann. Og í ákefð sinni við að telja henni hughvarf, tók hann að lýsa öllum þeim unaðs- semdum, er hin mikla heimsborg hefði upp á að bjóða Þar voru söfn, sönghöll, leikhús og glæsi- legar sölubúðir. Hún hristi höfuðið. — Okkar heimili er meðal okkar fólks, þar sem við getum lifað okkar eigin lifi. Hann var að missa þolinmæð- ina. — Okkar heimili er þar sem við byggjum okkur iað. Okkar fólk er ekki allt mannkynið. — Nei, en okkur myndi líða best í Louisiana. Vik . . Hún leit til bans bænaraugum. — Ég reyndi af fremsta megni að sætta mig við þá hugmynd, að flytjast með þér til Panamt. — iá vakandi um nætur og barðist við andúð mína á því. Og ég vildi óska að ég gæti núna sætt mig við tilhugsunina um að fara til New York! En að yfirgefa allt hér — varpa frá sér öllum þínum glæsilegu framavonum . . . Tárin hrundu niður vanga hennar og röddin var grátkæfð. — Hvað leggur þú þá til að ég geri? Hann stóð frammi fyrir henni með krosslagðar hendur a brjósti. ! Hún spratt upp af stólnum )g , greip í axlir honum. — Settu þig niður í New Orleans sem einka- læknir! Þú yrðir sá eftirsóttasti1 . Þú myndir skara fram úr hinum! Þú sem getur allt! Hann gekk að glugganum, horfði út og handlék úrfesti sína. Kannski var það eigingirni, eða jafnvel grimmd, að vilja fá hana til að yfirgefa allt sem hún elsk- aði, fórna því fyrir ótryggt )g einmanalegt líf meðal ólks, er hún myndi æfinlega telja sér fram andi. Hann hefði starf sitt að una sér við, en hún hefði ekkert ann- að en félagsskap hans, og jafn- vel návist hans yrði með köflum næsta takmörkuð. Síst af öllu vildi hann þó beita hana bilgirni jg hörku Skyndilega sneri hann ser að henni, varp öndinni mælti: — Svo þetta er það seiu þú villt? — Já. Hún stóð upp og.gekk úi hans. — Vegna þess að ég elska ; þig svo heitt. og óska þér goðs og glæsilegs frama. Og þess munt þú einnig óska. Vik Þú varst boí- inn ti) þess. Eins og faðir þinn og afi. Sérðu það ekki sjálfur? Að það er hlutskipti þitt? — Hlutskipti vort er það, sem við — með guðs hjálp — sköpum oss sjálf. — Veldu þá það hlutskipti, sem allir verði stoltir af! Svíktu okk- ur ekki! Svíktu ekki sjálfan þigl Allt í einu fannst honum hann vera uppgefinn. — Jæja. Þá það, Kóletta. Ég skal gera sem ég get. Hún gekk nær honum og mælti blíðlega: — Þú getur ekki ger- breytt þinni eigin veru, Vik, frem ur en þú færð breytt um merg í þínum eigin beinum. — Ætli ekki . . . Hún ieit rannsakandi í augu hans. Svo fleygði hún sér í faðm honum. — Ó, Vik, Vik! hvíslaði hún. — Við skulum vera þér svo góð. Því mátt þú trúa! Hún þrýsti sér að honum, og hann laut niður og lagði vanga sinn blíðlega að kinn hennar, en andstæðar tilfinn ingar háðu harða baráttu í sál hans. Það var laukrétt, að vagn Júlí- ens stóð fram undan húsinu á Fagranesi. Meðan læknirinn gekk upp garð stiginn, fann hann til samvisku- bits. í raun réttri var hann jafn leikinn í því að látast og tengda faðir hans tilvonandi. Því það varð hann að kannast við, að hann var ekki kominn hingað til þess fyrst og fremst, að kveðja Fauvette. Hann vonaðist eftir að hitta Mirjam. Hann hefði snúið til baica, er ekki hefði sést til hans ofan af hjallanum. Þar sátu þau að kaffi- drykkju, Júlíen og Palmýra, Fau- vette og herra Paviot. — Já, við erum að fara tu oorg arinnar, svaraði Fauvette. — Nú fara svo til allir sumargestirnir, þegar skólar taka til starfa.. — Við verðum kyrr, þar til val hneturnar eru orðnar fullþroskað ar, sagði Viktor. — Svo getur Sep hrist þær niður. — Þá vona ég að þær þroskist í tæka tíð, mælti Fauvette og hló við. — Því aldrei vill Nanaine missa af fyrsta kvöldinu í óper- unni. Ég er búin að tryggja okkur stúku. — Við verðum ekki i.ér, og er það þó hvorki vegna valhnetanna né operunnar, mælti Palmýra í viðkvæmnisróm — Ég er nýbúin að selja Fagranes. Júlíen var allt annað en glað- legur í bragði. Hann sat álútur og var sem hann skryppi saman í stólnum. Læknirinn hafði líka hrokkið við. en duldi það undir sinni venjulegu rósemi. Hann langaði til að spyrja, hvenær i-au ægðu af stað. og hvert ferðinni væri heit- ið, en var hræddur um að það liti út sem forvitni. Það var Júlíen sem bar upp bessa vandræðaspurningu. — Jafnskjótt og gengið heíur verið frá sölunni. svaraði Palmýra. — Það tekur um hálfan mán- uð, varð Júlíen þegar að orði. Hún yppti bara öxlum. — Það er ágætt. Okkur veitir ekki af þeim tima til að nakka niður og undirbúa ferð okkar til New York Við förum þangað með skipi. — 0, New York! Það glaðnaði yfir Júlíen. — Þangað kem ég stundum í viðskiptaerindum. — Því miður verðum við ekki þeirrar ánægju aðnjótandi að hitta yður, svaraði Palmýra og brosti vingjarnlega. — Við munum setj- ast að einhvers staðar í Frakk- landi. — Já, en orðrómur er a sveimi, um að styrjöld sé yfirvofandi i Evrópu, hrópaði Júlíen. Frakk- land var svo langt í burtu og þar átti hann engum viðskiptum að gegna. — Víst svo, en vinir okkar álíta. að ekki sé hætta á því næstu fimm árin. Það er Þýskaland,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.