Tíminn - 29.12.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.12.1964, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 29. desember 1964 14 TBMINN ÆVINTÝRIN Fraiphald at 9 síðu. þessu starfi. Og þetta er í fyrsta sinni, sem ég set á svið 'hér. En mér hefur virzt leikur- unum þykja gaman að vera | með í þessu, og æfingar voru | fjörugar og léttar. Ævintýrið hefur alltaf orðið lífseigt og I gengið vel, einhvern veginn er j það orðið býsna hugstætt ís-' lendingum. Ég kem ekki með neinar fullyrðingar í þessu sam- bandi, en vona allt það bezta, og að leikhúsgestir eigi glaða stund við að rifja upp gömul og ný kynni við góðan kunn- ingja. ______________________H.K. HVAR ENDAR ÞETTA? Framnald at o síðu þetta frumvarp: Hvar endar þetta? Ég skal játa, að ég er ekki réttur maður til að svara! þeirri spurningu, hver verðul-1 endir þeirrar óðaverðbólgu, j sem þá er verið að magna. En eitt þori ég að fullyrða, þetta endar ekki vel, nema það takist að draga úr hagsmunaá- tökum og efla meiri einhug hjá þjóðinni um sjálfstæði henn- ar, og sókn til betri lífskjara. ^ Þessi nauðsynlega eining getur, hins vegar aldrei náðst meðan sérhagsmunir gróðamanna skipa öndvegi hjá stjórnendum landsins. Hinar stóru og fjöl rnennu stéttir geta ekki og mega ekki una því að búa við miklu lakari kjör en eðlilegt er vegna þess eins að fjárafla menn og braskarar eru látnir leika lausum hala. Því er það grundvallaratriði þeirrar endur reisnar. sem hér þarf að verða, að hnekkt verði þeirri sérhagsmunastefnu. sem , fylgt er af núverandi ríkis- stjórn. Það er ekki sízt verk efni þeirra manna í stjórnar flokkunum, sem sjá þetta og skilja, að vinna að slíkri stefnu breytingu. FH—HAUKAR Framhald.af 13. síðu. urinn 17 mörk, 32:15. Sigur FH í þessum leik var aldrei í hættu. Liðið er augsjáan- lega í góðri æfingu og nær eflaust langt í vetur. Beztu menn voru Ragnar Jónsson, Páll Eiríksson og Oeir Hallsteinsson, sem er í stöðugri framför. Lið Hauka var mjög óöruggt í leiknum og vörnin opin eins og flóðgátt. Þá virðist sem flestir leikmanna hafi líti# úthald. Dómari var Karl Jóhannsson og dæmdi vel. ELDSVOÐI Framhald af 3. síðu. að ráði nema af vatni og reyk. Slökkvistarfinu lauk að mestu á tæpum þrem tímum, en næstu sex tímana gaus eldur samt öðru hverju upp að nýju, en hann tókst að hemja jafnóðum. Blankalogn var á, þegar eldurinn kom upp, og kom það sér vel, því við hlið húss ins voru benzíngeymar, og tókst að verja þá. Ófeigur kvað enn ekki að fullu rannsakað, hve mikið tjónið væri, en þarna hefði margt verið lágt vátryggt og annað óvátryggt og hefði Ölver Guðmundsson útgerðar maður því alla vega orðið fyrir miklu tjóni. ! MESSUVÍNI STOLIÐ Framhald af l síflu, inu og náð í messuvín, sem þar var geymt. Mun hann hafa tekið þrjár flöskur a. m. k. með sér. Ekki hefur hann stolið neinu öðru úr kirkjunni, en gengið frem ur sóðalega um, eins og við er að búast af þeim manni sem brýzt inn í kirkju á jólunum til að stela áfengi. Er þjófurinn fór út braut hann áðurnefnda millihurð til að ar að nýju. þurfa ekki að klifra upp á svalirn Eins og fyrr segir er rannsókn málsins í fullum gangi og lögregl an á Selfossi verst allra frétta í málinu. Fingraför þjófsins munu hafa náðst í kirkjunni og tekst vonandi að upplýsa þetta óvenju sóðalega innbrot, svo þeir sem brjótast inn í kirkju á jólunum fái makleg málagjöld! FRAM—VÍKINGUR Framhald af 12. síðu. 17:16, og það var þá, sem dómar- inn, Reynir Ólafsson, vísaði Rós- mundi, Víking, út af 'á 2. mín. Þetta gaf Fram byr undir báða vængi og á skömmum tíma breytt- ist staðan í 19:16. Þetta bil vmr óbreytt í leikslok, en þá var mun- urinn 3 mörk, 22:19. Beztu menn Fram í þessum ieik voru landsliðsmennirnir Guðjón, Gunnlaugur og Sigurður Einars- son. Mörkin skoruðu: Guðjón 6, Sig. E. 5, Gunnlaugur 4, Gylfi J. 3, Tómas 2 og Gylfi H. og Jón F. 1 hvor. Hjá Víking voru Þórarinn, Rós mundur og Sigurður Hauksson beztir ásamt Brynjari í markinu, sem oft varði mjög vel. Mörk Víkings: Rósmundur og Sigurður 6 hvor, Þórarinn 4, Gunnar 2 og Pétur 1. Dómari var Reynir Ólafsson. KR, eins og fyrr segir. — alf. ÍTALÍUFORSETI Framhaid af 1. síðu. Pietro Nenni, dró framboð sitt til baka eftir 20. tilraunina, en þá fékk iiann 385 atkvæði, og bað flokkshræður sína að kjósa Sara- gat. Flestir fulltrúar vinstri flokk- anna ákváðu einnig að kjósa Sara- gat og margir úr kristilega demó- krataflokknum. Þegar talningu var lokið eftir 21. tilraunina, kom í ljós, að Saragat hafði fengið 646 atkvæði af 927 greiddum atkvæð- um. Alls eru 963 meðlimrri hiri- um tveimur deildum ítalska þings- ins. Saragat tekur formlega við emb- ætti klukkan 10 f. h. á morgun. Hann mun sverja embættiseið sinn í þinginu og lesa síðan upp fyrsta opinbera boðskap sinn til þingheims og þjóðarinnar. boð kjósenda sinna, að vinna þetta smáræði fyrir forsætisráð herrann, ef hann hefur kynok- að sér við að gera þennan kross sjálfur og kosið að fela ein- hverjum öðrum flokksþing- manni sínum að vinna þetta sómaverk. Er varia að efa, að sá hinn sami þingmaður tí- undar þetta skiivíslega, þegar hann kemur næst fram fyrir kjósendur sína. Varla fer hann að liggja á slíku afreksverki. En meðan þetta verður ekki lýðum ljóst. á Bjarni þennan kross sjálfur, og ber hann á brjóstinu frammi fyrir al- þjóð, enda hæfir hann þar ólíkt betur en aðrir þeir ridd arakrossar, sem hann kann að hafa fengið. FYRIRSPURN Framh. af bls. 3. Eða hví fer verðlagsnefnd ekki inná nýjar leiðir, með fleiri verð flokikum t. d. kassafisk? Og væri ekki úr vegi, að ferskfiskmatið styddi þá tilraun að „kasa fisik“, þegar lítið veiðist, og á þeim bát- um sem aðstöðu hafa til þess. Eða seilist ríkisvaldið svona miklu dýpra í vasa íslenzkra fisk verkenda heldur en gert er hjá Dönum og Norðmönum. f fullri vinsemd viljum við benda á, að fiskverð sem er svo lágt, að það gefur hlutasjómönn- um ekki meira í aðra hönd, með eðlilegum aflabrögðum, heldur en þeir geta haft við algenga land vinnu. Leiðir beinlínis til þess að menn fást ekki á bátana, fyrir utan það, að bátarnir verða ekki gerðir út styrkjalaust, nema veiðaranr svari kostnaði. Valdemar Einarsson, Jón Sigurðs son, Pétur Stefánsson, Halldpr Bjarnason, Gísli Gunnarsson, Tópi as Sæmundsson, Guðjón Sigurðs- son, Jón Guðjónsson, Guðni Sig- urðsson, Jón Þórarinsson, Jóhann es Guðjónsson, Kristján Jóhanns son. ÖNGÞVEITI Framhald af 1. síðu. landi ófærir og hér innanbæjar varð mikið umferðaröngþveiti. Fréttamenn Tímans fóru um sjö- leytið í kvöld suður á Öskjuhlíð og var þá óslitin bílaröð frá Mikla- torgi og suður fyrir Fossvog. Fjöldi bíla sat fastur, og höfðu margir þeirra drepið á sér í byln- um. Fjórir strætisvagnar í Kópa- vog og Hafnarfjörð voru þá stanz- aðir á leiðinni niður í Fossvog og komust ekki áfram vegna annarra bíla. Blaðið hafði tal af manni, sem lagði af stað suður i Kópavog um klukkan sex í gærkveldi, en varð að skilja við bíl sinn sunnan í Öskjuhlíð um klukkan níu, bví að þá sat samfelld bílaröð, og sums staðar margföld, föst neðan frá Miklatorgi allt inn að Fossvogs- brú. — Það má segja, að algert óng- þveiti og stjórnleysi hafi ríkt þarna. Menn óku af Miklatorgi upp Öskjuhlíðina án þess að vita, hvað þar beið. Snjór var að vísu nokkur, en þó sæmilega fært í stóruim bílum á keðjum eða snjó- hjólbörðum. En ýmsir undu ekki biðinni og fóru úr slóðinni, jafn- | vel út um holt og hæðir til þess að reyna að komast áfram, ýmsir festust þar og þannig sat þvagan. Ég reyndi að halda mér við slóð j ina, sagði maðurinn og forðast að fara út í ófæru og mjakaðist þann- I ig áfram suður á Öskjuhlíðina. En sunnan í henni stöðvaðist allt gersamlega. Þar beið ég nær tvær klukkustundir, og var þá mjög fennt að mörgum bílum þar í röð- inni, enda var allhvasst og hríðar- kóf mikið, svo að í hrinum sá að- eins nokkra metra frá sér. Var augljóst að margir bílar sátu þarna alveg fastir. Einnig urðu sumir bílarnir bensínlausir, því að menn þorðu ekki annað en láta þá ganga allan tímann. Ingólfur Pétursson hjá vegagerð inni sagði blaðinu íkvöld, að allar tiltækar vinnuvélar væru í gangi til að reyna að opna vegi og halda þeim opnum. Stór bíll með drifi á öllum hjólum og snjóplóg er að reyna að ryðja bílum leið ausfcur yfir fjall. Hann var kominn austur í Svínahraun en sneri þar við á móts við áætlunarbílinn að Sel- fossi og fleiri bíla og ætlar að aðstoða þá austur í nótt. Þrátt fyrir aðvaranir veðurstofunnar í allan dag lögðu menn á Hellis- heiði. Meðal annars lögðu hjón með ungbarn upp að austan í dag á fólksbíl og var farið að óttast um þau og búið að kalla út hjálparsveit Slysavarnafélagsins í Reykjavík, þegar fregnir bárust um að fólkið hefði fengið að fljóta með jeppa í bæinn en orðið að skilja við bíl sinn á leiðinni. Búizt var við að fleiri i bílar kynnu hð vera tepptir á leiðinni, en von ast var til að vegagerðarbíllinn myndi hjálpa þeim til byggða. Verður að teljast furðulegt ábyrgð arleysi að leggja upp í slíka ferð, eftir marg endurteknar aðvaranir. Þá sagði Ingólfur, að búið væri að ryðja sjálfa Ártúnsbrekkuna og virtist ekki vera mikill snjór á veginum í Mosfellssveit, en ill- viðrið væri svo mikið, að ekki sæist út úr augum og bílar því stanzaðir af þeim sökum. Um tíuleytið í kvöld tókst loks að opna Hafnarfjarðarveginn til Kópavogs, en það gekk mjög erfið lega, bæði vegna veðursins og svo vegna yfirgefinna bíla, sem stóðu á veginum. En laust eftir miðnætti, þegar blaðið var að fara í prentun var þessi kafli aftur orðin ófær. Á Amarnesi voru fjöl- margir bílar fastir og var hjálpar sveit sikáta í Hafnarfirði komin þeim til aðstoðar með teppi og heita drykki og var reynt að hlúa að fólkinu, sem sumt var með ung börn með sér, eftir föngurn. vStrætisvagnaferðir fóru allar úr skorðum og sömu sögu er að segja uim leigubjlaakstur. Til dæm is sögðu símastúlkur á Hreyfli oig BSR okkur að löng bið væri eftir bílum þar og leigubílar sátu þá fastir um allan bæ. Lítið var um áætlunarferðir úr bænum, eins og vænta má, þó var reynt að brjótast í Borgarnes, Mos fellsisveit og Keflavík. Keflavíkur rútumar voru á Arnarnesinu og í Hafnarfirði um tiuleytið, Mosfellis sveitarrútan sneri við Elliðaárnar og Borgarnesrútan var þá á Kjal arnesinu og miðaði sikaimmt. ENSKA KNATTSPYRNAN Framhaid af 12. síðu. 21. Huddersf. 24 6 6 12 26-36 18 22. Portsmouth 25 6 5 14 31-52 17 í 3. deild er Bristol Rovers efst með 35 stig, en síðan koma Brent ford með 33 stig og Grimsby með 32. í 4. deild er Tranmere efst með 40 stig og Bradford hefur 39 stig. Á Skotlandi urðu úrslit þessi á laugardag: Airdrie—Hearts 1-2 Celtie-Motherwell 2-0 Dundee—Morton 1-1 Hibirnian—Clyde 4-3 St. Mirren—Aberdeen 4-0 Th. Lanark—Kilmamock 0-4 Staða efstu liða er þannig: 1. Hearts 18 13 4 1 56-23 30 2. Kilmamock 18 13 4 1 35-15 30 3. Hibernian 17 12 2 3 39-22 26 4. Dunferml. 16 10 2 4 35-18 22 5. Celtic 17 10 2 5 48-20 22 6. Rangers 16 8 5 3 46-20 21 St. Mirren hefur gengið mjög vel að undanförnu og er nú komið í 11. sæti með 14 stig. Neðst eru Airdrie með 4 stig, Th. Lanark 7 og Dundee Utd. með átta stig. —hsím. Maðurinn minn og faSir okkar, Sæmundur Jónsson Einarshúsi, Eyrarbakka. lézt að sjúkrahúsinu, Selfossi 25. desember. Jarðarförin fer fram frá Eyrarbakkakirkiu, þriðjudaglnn 29. desember kl. 13.30. Þuríður Björnsdóttir, Vilborg Sæmundsdóttir, Guðrún Sæmundsdóttir. Alúðar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vlnarhug við andlát og útför konu minnar, móður okkar og tengdamóður, Hildar Þorfinnsdóttur Laugabæ, Borgarfirði. Júlíus Þórmundsson, börn og tengdabörn. FLUGELDAR - LDAR JOKERBLYS BLYS - SOLIR STJORNUUÓS í miklu úrvali A f Raforka. V»«*»rgötu 2 Verturröst, Garftastræti 2 Kjallarinn, Hafnarstræti 1 Sundlaugaveg 12 llrval, AÖalstræti 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.