Tíminn - 29.12.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.12.1964, Blaðsíða 16
Slökkviliðsmenn eru hér að bera í land skipverjann á Páli Pálssyni GK 360 frá Sandgerði. Skipverjlnn, Kristó- fer Kristjánsson, hafði kafnað af reyk, er eldur kom upp í bátnum. (Altar myndirnar hér á síðunni tók Ijós- myndari Tímans GE). ELDUR í PÁLI PÁLSSYNI Þriðjudagur 29, desember 1964 - MADUR KAFNAR í REYK KJ—Reykjavík 28. des. Um sexleytið á aðfangadags morgun kom upp eldur í vél- bátunum Páli Pálssyni frá Sandgerði, þar sem hann lá við Grandagarð ásamt öðrum bátum. Eftir einnar klukku stundar slökkvistarf réðust slökkviliðsmenn til niður- göngu í bátinn, og fundu þá látinn mann þar um borð. Skipverji á Goðanesinu, en það lá rétt hjá Páli Pálssyni, veitti at- hygli reyk um klukkan sex á að- fangadag, sem lagði úr Páli Páls- syni, og hugðist þegar kalla á slökkviliðið. Varð hann að klifra eftir ísuðum kaðli, sem lá milli skips og bryggju, til þess að kom- ast í land, og er það vel af sér vikið. Slökkviliðið kom innan stundar á staðinn og var þá eldur í bátnum og mikill reykur. Eftir um klukkustundar slökkvistarf komust slökkviliðsmenn loks niður í bátinn og fundu þeir þá meðvit- undarlausan mann liggjandi í einni kojunni í lúkar bátsins. Var þegar farið með manninn á Slysa- varðstofuna, en það var um sein- an, því maðurinn hefur kafnað vegna reyksins í lúkarnum. Eng- in brunasár voru þó á manninum, sem hét Kristófer Kristiánsson til heimilis að Grettisgötu 64. Var hann vélstjóri á bátnum, nálægt fertugur að aldri. BRUNINN í HÖFNINNI Meðal margra bruna, sem urðu í Reykjavíkurhöfn um jólin, var bruni í mótorbátnum Jóni Bjarnasyni. Eldur kom upp í bátnum á annan jóladag um klukkan sjö, og lá báturinn þá við Grandagarð. Eldur hafði verið skilinn eftir á olíuvél í lúkar bátsins, þegar hann var yfirgefinn, og varð vélin gló- andi rauð. Kviknaði í þiljum við vélina, en slökkviliðinu í Reykjavík tókst að ráða niður- lögum eldsins á skömmum tíma, en skemmdir urðu þó nokkrar í lúkamum. Myndin hér til hliðar var tekin þegar slökkviliðið var komið á vett- vang. (Tímamynd G.E.). Hann varð heldur hissa skipverjinn á Marzinum, þegar hann kom rétt fyrlr 10 á sunnudagskvöldið og ætl- j aði um borð, en hitti þá fyrir heil- j an hóp slökkviliðsmanna. Á mynd- | ELDUR í MARZINUM Marzinn lá við Togarabryggjuna í Reykjavíkurhöfn, þegar eldurinn kom upp, og eru eldsupptök ókunn. Sióréttur mun fjalla um brunann. Inni hér að neðan sést svo reykjar KJ-Reykjavík, 28. des. | vaktmaður um borð í bv. Marz at-1 skipsins, og kallaði hann á slökkvi- kófið upp úr Marzinum. Um áttaleytið í gærkveldi veitti I hygli reyk, sem lagði úr lúkar I liðið í Reykjavík. Er slökkviliðið kom á staðinn, lagði mikinn reyk upp úr lúkar skipsins, og var áðstaða slökkvi- starfsins hin erfiðasta, enda tók það upp undir tvo tíma að ráða niðurlögum eldsins. Notuðu slökkviliðsmenn grímur við starf sitt, en urðu þó að hörfa úr lúkarn um vegna hita þar niðri. Marzinn átti að fara á veiðar klukkan tíu og voru skipsmenn að tínast um borð, þegar slökkvistarf- ið stóð sem hæst. Enginn var þó niðri í lúkarnum, þegar eldurinn kom. Skemmdir urðu af vatni, hita og reyk, en þó mun skipið fara á veiðar k r gamlársdag, að því er Tryggvi Ófeigsson eigandi skipsins tjáði Timanum í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.