Alþýðublaðið - 04.03.1955, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 4. marz 19ö5
S
S
s
s
s
s
s
s
s
s
*
s
s
s
\
s
s
s
s
<
*
*
s
s
*
s
b
1
%
s
s
s
s
s
V
s
s
s
s
s
s
s
)
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
V
s
s
s
s
s
•S
s
s
Útgefandi: Alþýðuflotyurinn.
Ritstjóri: Helgi Sœmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingasijóri: Emma Möller.
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10.
Ásþriftarverð 15,00 á mánuði. í lausasölu ÍJOO.
Atakanlegur misskilningur \
TÍMESTN birtir á æskulýðs
síðu sinni í gær grein eftir
ungan Fram.sóknarmann um
samvinnustefnuna og vinstri
öflin. Niðurstaðaa virðist
helzt sú. að samvinnuhreyf
ingin ein berjist fy'rir vinstri
stefnu og baráttutæki henn
ar sé Framsóknarflokkur
inn. Greintn byggist með
öðrum orðum á trú og á lít
ið skylt við rökræður.
Greinarhöfundurinn tek
ur sér ennfremur fyrir hend
ur að kveða upp dauðadóm
yfir þjóðnýtingarstefnunni
og hefur í því sambandi eft
ir íhaldsmönnum, að jafnað
armenh séu hættir að vilja
þjóðnýtingu! Hann er þann
ig meira en lítið illa að sér
um þróun mála í nágranna
löndum okkar. Jafnaðar
mönnum í Noregi og Bret
landi þætti það áreiðanlega
furðulegur fréttafiutningur,
að þeir séu orðnir afhuga
þjóðnýtingu. Þetta er átak
anlegur misskilningur.
Hér kemur svo orðrétt
skilgreining greinarhöfundar
á því hver sé munurinn á
samvinnustefnunni og þjóð
nýtingarstefnunni:
„Það eru tvær höfuðleið
ir til að hrinda þessari
kröfu í framkvæmd. Önn
ur leiðin er sú að byggja
þjóðfélagi'ð upp á sam
vinnugrundvelli, en hin er
að koma á þjóðnýtingu á
flestum eða öilum sviðum.
Mimurinn á þessum tveim
leiðum er í stuttu máli sá,
að effir leiðum samvinnu
stefnunnar eru það samtök
fólksins, sem íaka aívinnu
tækin og fjármagnið í sín
ar hendur. Fylgjendur
samvinnustefnunnar trúa
á hæfni einstakiingsins til
þess að vera starfandi þjóft'
félagsþegn. Affur á móti
verður þjóðnýtingu aldrei
komið á nema með löggjöf
eða byltingu. Þá er það
landsstjórnin, scm tekur
atvinnutækin í sínar hend
ur, en ekki fólkið sjálft.
Munurinn er því sá, að
samvinnustefnan byggir
þjóðfélagið upp neðan frá
og heldur upp á við, en
þjóðnýtingin byrjar að of
an og heldur niður á við.
Allir, sem einhvern tíma
hafa byggt hús, sjá mun
inn á því, hvort muni vera
hentugra að byrja á grunn
inum eða þakinu. Það ligg
ur því í augúm uppi hvor
lei'ð'n muni vera heppi
legri fyrir þjóðfélagið“.
Samkvæmt þessu ímynda
ungir Framsóknarmenn sér,
að samvinnustefnan spretti
upp úr jörðinni, en þjóðnýt
ingarstefnan detti af himni
ofan. Slíkt er út af fyrir sig
frumleg skýring, en hún
reynist léttvæg á vqgarskál
staðreyndanna. Munurinn á
samvinnuhreyfingunni og
þjóðnýtingunni er eins og a
kálgarðl og bújörð. Auðvit
að er engin ástæða til að
vanþakka kálgarðinn, enda
kunna jafnaðarmenn vel að
tneta samvinnuhreyfinguna
í ríki þjóðnýtingarinnar.
H.'tt nær engri átt að hafna
bújörðinni vegna ástar á
kálgarðinum eins og hent
hefur þennan nýja stjórn
vitring Tímans.
Greinarhöfundur telur, að
samvinnustefnan sameini
bezt vinstri öflin í landinu.
Það tekst henni þó því að
eins, að hún reynist þess um
komin að vekja Framsóknar
flokkinn af værðarsvefnin
um í flatsænginni hjá íhald
inu. Ungl maðurinn í Tíman
um finnur enga vinstri
stefnu í fari annarra flokka
en Framsóknarflokksins.
Hins vegar minnist hann
ekki á þá einkennClegu til
viljur, að þéssi fullkomni
vinstri flokkur. skuli sitja í
stjórn með íhaldinu og hlíta
leiðsögn þess. Slíkt og því
lkt veldur samt óneitanlega
því, að margir draga í efa,
að vinstri stefna Framsókn
arflokksins sé það gersemí,
sem hún var í gamla daga
þegar samvinnumenn hik
uðu ekki við að taka hönd
um saman við þjóðnýtingar
slnna í baráttu gegn íhald
inu. Ungi maðurjnn í Tím
anum segist ekki vilja sam
starf við þjóðnýtingarrnenn
nema þeir *snúi frá kenning
um sínum og fyr rætlunum.
En hv|5 vill hann þá?
Kannski áframhaldandi sam
starf við íhaldið? Svar við
þessum spurningum gsgtj ver
ið efni á næstu æskulýðssíðu
Tímans.
Gerist áskrifendur biaðsins.
Talið við afgreiðsluna. — Sími 4900 ;
AlþýSublaðíð
Felldu Vesturveldin Malenkov!
SÍÐUSTU atburðirnir í Rúss
landi hafa vakið alheimsat
hygli, og enn hefur mönnum
ekki tekizt að átta sig á því,
hvað það í raun og veru sé,
sem þar hefur gerzt. Fjöldi
greina hefur verið rilaður, þar
sem höfundarnir hafa komizt
að hinum ólíkustu niðurstöð
um, en fáum borið fyllilega
saman. Meðal þeirra mörgu
skýringa sem fram hafa kom
ið, er þessi. sem ekki er ósenni
legr: en sumar aðrar, og fer
hún hér á eftir.
Orsökin til þess, að Krus
chev steypti Malenkov af stóli
er í raumnni sú, að sú nýja
ulanríkismálastefna, sem Mal
enkov gerðist frumkvöðull að
eftir lát Stalins, átti þegar til
kastanna kom harla lillu fylgi
að fagna meðal Vesturveld
anna. Vesturveldin hafa ekki
bitið á krókinn og Malenkov
því ekki orðið að þe:rri frómu
ósk sinni, að svo drægi úr átök
unum í kalda stríðinu, að hon
um gæfist tóm |il að vinna að
bættum kjörum þjóðarinnar,
— draga úr hergagnafram
leiðslunni og auka smjörfram
le'ðsluna. Því fór sem fór, —
Malenkov brást sú áætlun, að
hann gæti með þessu móti
tryggt sér fylgi fjöldans, ríkis
starfsmannanna cg fram
kvæmdafulltrúanna, með þvi
að gera þeim lífið sæmilegra.
Þess í stað drógu stalinistarnir
og yfirmenn hersins völd'.n úr
höndum hans. Fýrir það að
Vesturveldin tóku ekki undir
við stefnu Malenkovs, urðu
þeir ofan á auslur þar, sem
láta sig smjörið einu gilda, svo
frem: -sem hergagnaframleíðsl
an gengur að óskum. Um leið
má skilja hina auknu hervæð
ingu Rússa sem svar við París
arsamningnum, sem hefur það
í för með sér. að þeim reynist
ekki fært að standa við löforð
Malenkovs um bætt lífskjör.
Sigur þungaiðnaðarins hlaut ó
hjákvæmilega að hafa fall
Malenkovs í för með sér.
Hvern er þá um að saka, að
heimurinn hefur misst hinn
milda og vondjarfa Malenkov
úr hópi foruslumanna sinna,
en fengið hinn herskáa Kru3
chev í staðinn ásamt allri hans
óbilgirni? Vesturveldin og
enga aðra.
MALENKOV HINN MILDI
Þessari niðurstöðu er haidið
fram í fyllstu alvöru í ..Tri
bune“, vikuriti Bevans. og þó
með skefjalausara orðalagi en
hér er gert. Að sjá’fsögðu get
ur um einhvern sannleiks
kjarna verið að ræða, þótt um
búðirnar séu dálítið fjarstæðu
kenndar. Vitanlega hefu.r
Kruschev notfært sér þau rök
í baráttunni gegn Malenkov.
að utanríkismálasíefnan hafi
brugðizt, og ófriðarhættan auk
izt. En er þar ekki um falsrök
ein að ræða? Og mundi Krus
chev ekki hafa revnt að steypa
Malenkov af stóli eins fyrir
það þótt hinum síðarnefnda
hefði tekizt að hrinda þeirri
ásökun?
í fyrsta lagi var utanríkis
málastefna Malenkovs ekki
sérlega mild fyrst í stað. Sem
stjórnmálamaður var hann al
inn upp undir handleiðslu Stal
ins, hafði verið náinn aðstoðar
maður hans og verkfæri við
framkvæmd ým:ssa hörku.
bragða til styrktar einræjSinu. |
Það sannar því alls ekki, aðj
Malenkov sé hótinu mildari en J
Kruschev, þótt hinum síðar.
nefnda hafi tekizt að steypal
í GREIN þessari gerir
Oscar Pollak, aðalritstjóri
„Arbeiter Ze:ti.iii}í“, verka
mannablaðs í Vínarborg og
aVialmálgagns socialdeiíio
krataflokksins, að umræðu
efni þær ásakanir seni kom
ið hafa fram á liendur vest
urveldunum í sambandi við
fall Malenkovs.
Georgi Malfnkov.
þeim fyrrnefnda af stóli. Það
er flokkurlnn, st.jórnarskipu
lagið, sem leyfir slík átök um
völd, sem hin siðferðilega á
byrgð hvílir fyrst og fremst á.
VORU VESTURVELÐIN
EKKI VIÐMÆLANDI?
Þess utan er það ekki sat|,
að Vesturveldin hafi ekki
reynzt Malenkov viðmælandi.
Eft'.r lát Stalins hefur viðhorf
Bandaríkjamanna til dæmis
tekið verulegum breylingum.
Á þessu tímabili tókst fulltrú
unum á Genfarráðstefnunni að
koma á friði í Indókína með
þeim skilmálum er sýndu, að
fyllsta tiílit var tekíð til kom
múnista og áhrifavalds þeirra
austur þar, svo að ekki sé sterk
ara að orði kveðið. Á þessu
tímabili hófu samemuðu þjóð
irnar nýja sókn fyrir hervæð
ingartakmörkun, ' að frum
kvæði Bandaríkjainanna, —
sem meðal annars bar þann ár
angur, að samkomulag náðist
um ráðslafanir til friðsamlegr
ar notkunar kjarnorkunnar.
Þá er það Formósa, sem að
vísu gerir strik í reikninginn.
En afstaða Bandaríkjamanna í
því máli mótast fyrst og fremst
^ af gömlum samningi þeirra við
Chiang Kai Sjek, þar sem hann
.he'tir því, að hann skuli ekki
gera innrás á megmland Kina
,gegn því að Bandaríkin heiti
| honum vernd gegn árás komm
lún'sta á Formósu. Þar eru það
því kinversku kommúnistarn
I ir, sem eiga upptökin. Og að
; síðustu hefur utanríkismála
stefna Rússa að undanförnu
: verið slík, að hún hefut* gefið
friðarsinnum byr undir báða
vængi, en fyrir bragðið hefur
áætluninni um stofnun Evrópu
. hersins reynz örðugt uppdrátt
ar, auk þess sem- endurhervæS
in'g Vestur Þýzkalands hefur
víða verið illa tekið af sömu
orsökum.
I En var þá fall Malenkovs ó
hiákvæmileg afleiðing þess, að
utanríklsmálastefna hana
reyndist ekki framkvæman
leg Og er þá Vesturveldin um
það að saka? Og hvernig stand
| ast þær ásakanir, þegar þess er
(gætt, að þau standa andsnæn
is austrænni samstevpu þjóða
grárri fyrir járnum? Að bau
standa andspænis austurþýzk
um her, og að Malenkov hefur
'sjá'lfur sagt, að Rússar væru. á
undan öllum öðrum hernaðar
þjóðum hvað framl.eiðslu á
Vjrtmssprengjum snert'ir?
VERKAFÓLKIÐ
Á AUSTUR ÞÝZKALANDT
Þá eru þau rök íyrir hendí.
sem tvímælalaust mæla í gegn
því, að Vesturveldin verði á
nokkurn hátt sökuð um fall
Malenkovs, og þau reynast
þyngst á metunum. Menn rek
ur ef til vill minni td þess, að
sömu ásökun hefur áður verið
beitt gegn Vesturveldunum.
Það var þegar verkamennirnir
í Austur Berlín og á Austur
Þýzkalandi risu ti'i andspyrnu
þann 16. og 17. júní, sökum
þess að þeir höfðu tekið boð
skapinn um hina ný.ju stefnu
alvarlega.
Framhald á 7. síðu.
Hækkið vöxt yðar!
Hækkið vöxt yðar úm tvo til sex þumlunga með
„White pills.“ Framleiddar jafnt fyrir karlmenn og krven
menn, allt að 80 ára aldri. Greiðum andvirðið aftur, éf
ekkj næst neinn árangur. Sendið 30 shillinga póstávísun
eða bankaávísun greiðslugenga í brezkum og indversk.
um bönkum. , ■ i
Utanáskrift: ' i
Activities (Dept 15)
Kingsway, Dhelhi—9. India.
Bifreiðar.
p
Höfum ávallt. til sölu bjfreiðar af flestum teg.
undum og gerðum.
Lítið til okkar, ef yður vantar bíþ
Við gefum yður réttar upplýsingar um bif.
reiðina .
Bílasalan
... -. £
9 i ■ : %-i -
Klapparstíð 37 — Sími 82032