Alþýðublaðið - 07.10.1955, Síða 4

Alþýðublaðið - 07.10.1955, Síða 4
Al þýftublaéiö Föstudagur 7. október 1955 s ! ,s s s i s s 5 I ! 'S S s s s IV s S S s s s s s s s Utgefandi: A1 þýðuflok\urinn. Ritstjóri: Helgi Scemundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Bioiðamerm: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Áuglýsingastjóri: Emilía Samáélsd&ttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Áuglýsingasími: 4906. Áfgreiðslusími: 4900. Álþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Asþnftarverð 15,00 á mánuði. í lausasðlu IfiO. Kosningar í Noregi ísland í augum gestsins r i ALÞÝÐUFLOKKURINN í Noregi hefur enn unnið glæsilegan sigur við sveitar- Stjórnarkosningamar á dög- unum. Andstæðingar hans hugðust bæta vígstöðu sína, en verkalýðurinn gerði allar þær vonir að engu. Vinnandi stéttir í Noregi kusu að halda áfram þeirri sókn, sem þær hafa þreytt um langt áraskeið undir merki Alþýðu flokksins og jafnaðarstefn- unnar. Árangurinn hefur reynzt slíkur, að Noregi er stjórnað af fólkinu og brotið blað í sögu lands og þjóðar. Einkaframtakið bauðst til að ieysa fjöldann af hólmi um völd og áhrif, en norsk al- þýða hafnaði boðinu skilyrð- islaust. Hún taldi hag sínum betur borgið í umboði Al- þýðuflokksins. Meginskýring hinnar far- sælu þróunar í Noregi er sú, að þar hefur verkalýðshreyf- ingin borið gæfu til einingar og samstöðu. Þannig hefur hún byggt upp traust og áhrifarík samtök inn á við og gert Alþýðuflokkinn að úr- slitaaðila stjórnmálabarátt- unnar. Þess vegna'þarf hún ekki lengur að berjast á tveimur vígstöðvum. Sjónar mið verkalýðshreyfingarinn- ar móta landsmálastarfið í Noregi, hvort heldur litið er til löggjafarsamkomunnar og framkvæmdavaldsins eða sveitastjórnanna. Og árang- ur þessa segir ótvírætt til sín. Uppbyggingarstarfið í Noregi er ævintýri, sem hef- ur vakið heimsathygli. Þjóð- in á raunar við ýmsa erfið- leika að stríða, en þó er þar öllu haldið í réttu horfi. Þar gætir hvorki óstjórnar né ofstjórnar, og almenningur unir vel sínum hlut. Það sanna bezt úrslit undanfar- inna kosninga í Noregi. Hér á landi eru norsku kosningarnar athyglisverð- ar fyrir alla þá, sem hafa áhuga á að kynna sér úr- ræði og vinnubrögð jafnað- armanna. Alþýðuflokkur- inn er stundum spurður þess, hvað hann Ieggi til og hvað hann myndi hafast að í valdaaðsíöðu. Svarið ætíi að Iiggja ölluni í augum uppi. Hann kysi að starfa á sama grundvelli og sam- herjaflokkar hans á Norð- urlöndum. Alþýðuflokkur- inn myndi leggja meginá- herzlu á að lækna mein- semdir fjármálanna og at- vinnulífsins. Takmark hans er, að þjóðin sé sjálfri sér nóg og efli hag sinn og far- sæld í raunhæfu starfi. Hann trúir á landið og veit, að þjóðin er verkefnum sín um vaxin, ef hún víkur sér ekki undan þeirri ábyrgð að ráða og stjórna. Reynzlan, sem fengizt hef- ur af jafnaðarstefnunni er- lendis, ætti að færa öllum sanngjörnum mönnum heim sanninn um, að Alþýðuflokk inn skortir ekki úrræði. Það, sem vantar, er hins vegar samheldni og einhugur verkalýðsins. RíMsstjórnin þegir ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur tvisvar sinnum beint þeirri fyrirspurn til ríkisstjórnar- innar, hvort og þá hvenær íslenzk stjórnarvöld hafi krafizt formlega handrit- anna, sem héðan eru komin í vörzlu Dana. Ekkert svar hef ur fengizt. Ríkisstjórnin þeg ir eins og steinn. Hér er á þetta minnzt ■vegna þess, að íslendingar ættu að hafa forustu um að setja handritamálið aftur á dagskrá, ef stjórnarvöld okk ar vilja á annað borð fá þessa þjóðardýrgripi inn í iandið. Það tekst áreiðanlega ekki nema með samningum. En byrjun þeirra hlýtur að vera sú, að ísleridingar geri form- lega kröfu til handritanna. ¥ið getum ekki ætlazt til þess, að Danir afhendi okkur þessar gersemar nema við sjálfír höldum málinu vak- andi og leggjum okkur fram um að þoka því í áttina til viðunandi úrslita'. Steinar í kveikjara og- lögur. Sölufurninn vi8 ArnarhóL ■WSPS „VONANDI komið þið með gott veður með ykkur!“ sögðu tollþjónarnir og hlógu við, þeg- ar þeir athuguðu vegabréfin okkar. „Hér á Suðvesturlandi hefur nefnilega rignt stanzlaust síðan um miðjan júní.“ Því mið ur hafði góður vilji og viðleitni okkar engin áhrif á veðurguð- ina, því að sífellt rigndi í Reykjavík. Undirbúningur ferðalagsins tók okkur eina viku. Þá kynnt- umst við fyrst hinni miklu hjálpsemi íslendinga. Allir þeir, sem við þurftum að snúa okkur til, eiga þar óskipt mál; prófessor Finnur Guðmunds- son, dr. Þór Guðjónsson veiði- málastjóri, rektor menntaskól- ans, dr. Pálmi Hannesson, allir veíttu þeir okkur alla þá að- stoð, sem þeim var unnt. Peter- sen, forstöðumaður bandarísku upplýsingaþjónustunnar, léði okkur bifreið sína í kynnisferð, og síðan ókum við flughratt um víðáttumikil hraun og grænar sveitir, og í myrkri þoku. Það var fyrst og fremst ætlun okk- ar, að rannsaka jarðhitasvæðin í grennd við Reykjavík, en þau voru á óveðurssvæðinu, og það rigndi og rigndi án afláts. Það var ekki um annað að gera, en að vefja vel utan um litfilm- urnar og koma þeim fyrir í töskunni, ónotuðum, í þeirri von að einhverntíma sæi sól. NORÐUR Á LAND. „Jú, það er alltaf sólskin fyr- ir Norðan! Veðurtakmörkin liggja um miðbik landsins, og þegar sífelld rigning geysar sunnanlands, er stöðugt sölskin á Norðurlandi," sögðu kunningj ar okkar. Og fyrir bragðið höfð um við einfaldlega endaskipti á ferðaáætlun okkar, og héld- um fyrst norður á land, en hugöumst að loknum athugun- um okkar þar halda aftur suð- ur á bóginn, í þeirri von, að þá hefðu orðið veðrabrigði, og yrðu þá fögur ferðalok. Akureyri, höfuðstaður Norð- urlands, var fyrsti áfangastað- urinn á leið okkar, og liggur hann skammt fyrir sunnan. heimskautsbaug. Áætlunarferð- ir þangað frá Reykjavík og til baka eru daglega með þægileg- um langferðabíl, og tekur ferð- ín tólf stundir; er ekið með ströndinni, því að veglaust er um miðbik landsins vegna hrauna og jökla. Athyglisverð er umferðamenning íslenzkra bifreiðastjóra. Þeir eru hvorki með hróp né köll, og ekki freista þeir að ryðjast hver fram úr öðrum. Bílstjórar á stærri farartækjum taka þvert á móti tillit til minni faratækja, bíða þolinmóðir við vegarbrún- ina, svo að aðrir komist fram- hjá, og þeir, sem aka hægfara faratækjum, veifa til þeirra, sem aka fram úr þeim. lítil blómskreytt HÖFUÐBORG. Akureyri telur aðeins fimm þúsund íbúa, og er því lítil höf- uðborg á evrópískan mæli- kvarða, en íbúarnir eru stoltir af borg sinni engu að síður, og enginn bær á íslandi á sér feg- urra umhverfi. Þar er kirkja, byggð í sérkennilegum nýtízku stíl, og sést langt að, því að henni er valinn staður á hæð einni. Þá er hin mikla blóma- rækt einkennandi fyrir borg- ina og ýmsa smærri bæi norð- ur þar. Þau blóm, sem skreyta garða okkar, gefa aðeins þrif- ' ^ í SUMAR voru hér á ferð ^tveir austurrískir vísinda- ^nienn og ein vísindakona ^ þeirra erinda að rannsalca ^áhrif hvera og jarðhita á Sjurtir og dýralíf. Hinn 21. Ságúst birtist grein eftir einn Sþátttakendanna, dr. Ferdin- Sand Starmiihler, í Vínarblað Sinu „Arbeiter-Zeitung“ um ^ ferð þessa, og fara hér á eftir ^nokkrir kaflar úr henni. Jón H. Þorbergsson. izt í gróðurhúsum svo norðar- lega, en íbúarnir reyna að hag- nýta sér hið skamma sumar sem. bezt. Þessir- litlu garðar loga í ótal litum meðfram öllum göt- um og gangstígum, og í öllum stærri görðum ber mest á fjöl- _ litum blómabeðum. Sá skemmti Iegi siður, sem tekinn. hefur verið upp í Vín á síðari árum, að koma blómum fyrir í stein- kerum á gangstéttum og gatna- skilum, á ræíur sínar að rekja til Norðurlanda, og Akureyring ar hafa einnig tekið upp þann sið. Á meðal þess, sem markverð- 'ast er að sjá á Akureyri, má ! nefna myndarlegan trjágarð | blómskrúði vafinn. Að mestu ; levti er þarna um smávaxna .björk að ræða, sem er athyglis- | verð fyrst og fremst vegna þess, að engan raunverulegan skóg ! er að finna á íslandi. Svo sem , klukkustundar akstur frá Ak- ; ureyri fyrirfinnst staður birki- skógi vaxinn, og mun þar raun- 1 ar um skógarleifar að ræða, og sækir þangað fjöldi íslendinga í sumarleyfum sínum. Kann okkur Mið-Evrópubúum að finn ast það einkennilegt, að menn skuli vilja leggja á sig að aka um helgar eða í sumarleyfi sínu allt að fimm hundruð kílómetra í bifreið til að dveljast nokkr- ' ar stundir eða daga í eina skóg- lundinum, sem fyrirfinnst á landinu. Á slíkum dögum stefna langar bílalestir til skógarins, og hvarvetna eru tjöld reist, til að njóta sumarleyfisins. í BÓNDABÝLIN. Fyrsta rannsóknarsvæði okk ar var á Hveravöllum. Ekki komumst við lengra en að Laxa mýri. með áætlunarbíl, en það er bændabýli, sem stendur við Laxá, — en sú á er full af laxi og silungi, eins og nafnið bend- ir til, og er þarna sannkölluð Paradís stangaveiðimanna. Og þarna stóðum við, ein- mana og yfirgefin á hlaðinu á .Laxamýri. Jens hafði farið á ! undan okkur til að athuga leið- ■ ina og umhverfið, og sást j hvorki af honum tangur né tet- ur. Eftir nokkra stund gekk ég í bæinn, og bjó mig undir að reyna að gera gamla bóndanum erindi mitt skiljanlegt með ein- hvers konar fingramáli. En mér til undrunar talaði hann hina beztu ensku og fagnaði mér sem gömlum vini. Þegar mér (Frh. á 7. síðu.) - Jón Þorsfelnsson: FJÓRÐA umferð Pilnik- mótsins fór fram á miðvikudags kvöldið. Skákirnar voru harð- sóttari og tvísýnni en nokkru sinni fyrr á mótinu. Guðmundur Pálmason hafði svart gegn Pilnik og tefldi I drekaafbrigðið af Sikileyjar- jvörn. Staðan hjá Guðmundi var ætíð mjög traust og vann Pilnik ekkert á þó hann reyndi að ná sóknartækifærum. Þegar leið á skákina kom æ betur í Ijós árangurinn af hinum ör- uggu leikjum Guðmundar og smátt og smátt fór að halla á Pilnik. Þegar skákin fór í bið voru liðin að vísu jöfn, en staða Guðmundar mun betri þótt óvíst sé hvort það nægi til ^ vinnings. ! Ingi tefldi einnig Sikileyjar- ! vörn gegn Jóni Einarssyni. Jón _ tefldi vel og hóf snemma árás. Hann fórnaði tveimur mönnum mjög glæsilega og var nærri bú inn að ganga af Inga dauðum. Það lá. rétt hugsun að baki þess um fórnum, en í framkvæmd- inni urðu Jóni á þau örlagaríku mistök að fórna síðari mannin- um einum leik of seint! Fyrir v'ikið kom Ingi vörnum við og neyíti síðar liðsmunar og vann. Hjá Ásmundi og Þóri var líka j tefld Sikileyjarvörn, svonefnt 1 Boleslavsky-afbrigði. Ásmund- ur haíði hvítt. Skákin var að vísu róleg á yfirborðinu með i talsverðum uppskiptum, en, und ir niðri var barizt af hörku um hvern reit. Þegar skákin fór í bið. átti Þórir betra tafl. Guðmundur Ágústsson svar- aði drottningarpeðsleik mínum með Grunfeldsvörn, sem hann notar manna mest. Við yfirgáf- um fljótlega troðnar slóðir, ég hrókaði langt en hann stutt, og hófum báðir kongssókn. Guð- mundi veitti þó betur og virtist atlaga hans skjótvirkarí og á- hrifameiri en mín. Með tveim- ur peðaleikjum á miðborðinu tókst mér skyndilega að létta imjög á stöðunni og færa nýtt líí í sóknina að lcóngi Guðmund ar. Var ég þá kominn í mikla tímaþröng, þurfti að leika 17 leikjum á 7 mínútum. Guð- mundur lék þá líka mjög hratt til að ég gæti ekki hugsað í hans tíma. Urðu þá mjög mikl- ar sviptingar, sem enduðu með því, að ég átti gjörunnið tafl þegar tímaþröngin var úti og gafst Guðmundur upp skömmu síðar. | Skák Baldurs og Arinbjarnar | Framhald af 4. siðu. j

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.