Tíminn - 10.02.1965, Qupperneq 2

Tíminn - 10.02.1965, Qupperneq 2
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 10. febrúar 1965 Þriðjudagur, 9. febrúar. NTB-Montgomery. — Martin Luther King fór í dag, ásamt um 200 öðrum blökkumönnum, í mótmælagöngu um götur Montgomery í Alabama. Gang- an var farin í því skyni að örva blökkumenn til þess að láta skrá sig á kjörskrá. NTB-Kaupmannahöfn. — Út- Iendingur nokkur, líklega Norð maður eða Svíi, tók nýlega, með aðstoð falsaðra pappíra, út um 240 þúsund danskar krónur út úr banka í Kaup- mannahöfn. Lögreglan leitar nú að svindlara þessum. NTB-Hollywood. — Félag er- lendra blaðamanna úthutuðu í gærkvödi sínum árlegu verð- launum. Þau skiptust þannig: Bezta erlenda kvikmynd ársins „Hjónaband á ítölsku“. Vinsæl- ustu leikarar ársins Sophia Loren og Marcello Mastroianni. Bzta söng- og gamankvikmynd ársins „My Fair Lady“. Bezta „alvarlega“ kvikmynd ársins „Becket". Bezti leikari ársins Peter O’Toole. Bezti leikari ársins í söng og gamanmyndum Rex Harrison. Bezta leikkona ársins Ann Bankroft fyrir „The Pumpkin Eater“. Bezta leikkona ársins í söng- og gamanmyndum Julie Andrews fyrir „Mary Poppins“. Bezti leikstjórinn George Cukor fyr- ir „My Fair Lady“. Beztan leik í aukahlutverki Edmund O’Bri- en fyrir „Sjö dagar í maí“. Beztan kvikmyndasöng Dimitri Tiomkin fyrir „Circus World“. James Stewart fékk Cecil de Mille-verðlaunin fyrir frábært starf í þágu kvikmyndaiðnaðar- ins. NTB-London. — Tilkynnt var í dag, að flutningar á brezk um hermönnum til Malaysíu hefjist á föstudaginn. NTB-Flórens. — Ógift kennslukona í Flórens, Maria Favretti, arfleiddi köttinn sinn að öllum eignum sínum, sem nema um 70 þúsundum ísl. króna. Lögreglan leitar nú að hugsanlegum ættingjum kennslukonunnar, en kötturinn <tvelur um þessar mundir á heimili fyrir eigendalaus dýr. NTB-London. — Brezki sam- veldismálaráðherrann, Arthur Bottomley, heimsækir Rhodesíu í þessum mánuði ásamt æðsta manni brezkra dómsmála, Lord Cardifer. Er þetta tekið sem tákn þess, að liugsanlegt sé að ástandið milli Bretlands og Rhodesíu batni eitthvað í fram- tíðinni, og að hægt verði að ná samkomulagi um sjálfstæði Rhodesíu. NTB-Madrid. — Sérlegur full trúi Frankós, einræðisherra á Spáni, í Kairó, hefur verið fenginn til þess að reyna að miðla málum milli Arabiska sambandsýðveldisins og Vestur- Þýzkaands, en frekar kalt hef- ur verið milli landanna tveggja undanfarið vegna fyrirhugaðr- ar heimsóknar Ulþrichts, kommúnistaleiðtoga í Austur- Þýzkalandi, til Kairó. TRUNAÐARTAL VIÐ SATCHMO JHM-Reykjavík, þriðjudag. „Louis Armstrong kom, söng og sigraði," sagði einn af aðdáendum hans, þegar næst síðustu tónleikum hans lauk í Háskólabíói á mánudags kvöld. Fréttamaður Timans hitti Satchmo í herbergi því, sem hann hélt til í undir senunni í Háskólabíói, á milli hljómleik anna. Þar sat hann í hæginda- stól með vasaklút bundinn um höfuðið alveg eins og forfeð- ur hans, sem unnu sem þræl- ar við bómullartínslu í Suður- ríkjunum. Hann var önnum kafinn við að rita nafn sitt á blöð og snepla fyrir unga sem gamla aðdáendur. Einka- þjónninn hans stjórnaði aðdá- endahópnum og hrópaði í sí- fellu: „Bara tvö í einu — bara tvö í einu.“ — Hæ ja paps, sagði kon- ungur djassins, þegar frétta- maður kom inn. — Þú ert góður við aðdá- endur, nennir þú alltaf að veita þeim eiginhandaráritun. — Já, já, þau elska mig, ég elska þau, svo einfalt er nú það mál. — Hvar býrðu í Bandaríkj- unum, ekki þó í New Orleans. . — ... nei-nei, löngu flutt- ur þaðan, nú bý ég á Long ísland, þá sjaldan roaður er heima. Þetta er eitt stórt ferða lag hjá okkur, og stundum er maður rétt viku eða tíu daga heima hjá sér í einu. Samt er maður aldrei þreyttur, þótt maður sé alltaf á ferðinni ár- ið um kring. — Ert þú sá eini í fjöl- skyldunni, sem er í músík- inni? — Já, sá eini, annars á ég systur og uppeldisbræður 1 New Orleans, en þau hlusta bara á djass, koma ekki ná- lægt hljóðfærum. — Ég var í New Orleans í sumar og fór á hverju kvöldi niður í Burbon Street til að hlusta á þína gömlu vini og félaga. — Það ættu fleiri að gera. New Orleans er höfuðborg djassins, því að þar byrjaði þetta allt saman. Það er hvergi eins gaman að hlusta á djass og í New Orleans, því að þar er umhverfið hið rétta, og sjálf Missisippi er þar, og þar voru allir fljótabátarnir, sem áttu svo mikinn þátt í því, að djass varð til. Fannst þér ekki gaman að koma þar og hlusta á djass í sínu rétta umhverfi? — Sérstaklega þótti mér gaman að koma á lítinn stað í Burbon Street, sem heitir Preservation Hall, þar sem jafnaldrar þínir koma inn og fá að spila á kvöldin. Margur þeirra hefur aldrei lært að lesa eina einustu nótu. — Það er rétt, en þeir spila samt betur en allir aðrir, enda hafa þeir hina réttu sveiflu (swing) og þeir skilja djass því að þeir hugsa djass. —Mér fannst mest gaman að sjá hljóðfæraskipunina hjá þeim og hvernig þeir gátu spilað án þess að hafa nokk- urn tíma æft saman. — Það kemur af því, að þeir hugsa (,,dig“) djass, eins og ég geri og við allir gerum, sem spilum. — Hefur þú ekki meira gaman af Dixielanddjass, held- ur en nútíma (modern) djass? — Allir, sem spila vel, hljóma vel í mínum eyrum. I like them all. Ég geri engan greinarmun á músík, svo fram arlega sem hún er vel spiluð — það er sama hvort hún er kölluð nútíma djass eða blues eða Dixieland djass, I like them all — ef þeir spila vel, þá hljóma þeir vel, ekki satt- — Attu enn fyrsta hornið þitt? — Nei, það er á safni í New Orleans. Sástu þaS kannski? Hin hef ég gefið, sum í skóla, eitt til Suður- Afríku og eitt til Trinidad og sum á ég eins og þetta hér, sagði Louis og brosti sínu fræga brosi. Trompetið lá gull litað í töskunni, sem var fóðr- uð með fjólubláu flaueli við hliðina á meistaranum sjálfum, sem hefur blásið svo lengi í það og svo vel að allir hlusta og kalla manninn „the king of jazz“. — Er erfitt að blása fyrir íslendinga? — Alls ekki, þeir hlusta bet- ur en margir aðrir og kunna að meta músíkina. Það hafa allir gaman af djass, hvort sem það er í Afríku eða Skandinavíu eða Júgóslavíu, ég spilaði fyrir þá þar ekki alls fyrir löngu. Þjónninn hélt áfram að senda fólkið inn og hrópaði Satchmobrosið alltaf öðru hverju: „Bara tvö — bara tvö í einu.“ Eftir að hafa þakkað meist- aranum fyrir rabbið og óskað honum góðrar ferðar til baka þá hrópaði hann á eftir mér: „Segðu íslendingum að „I love them all“ og þakkaðu þeim fyrir góðar móttökur — og bættu svo við, að ég vonist til að koma hingað aftur fljót- lega.“ Varð sprenging í flugvélinni? NTB—New York, þriðjudag. ! 3 Bandaríska flugmálastjónnin hóf j$ í dag rannsókn á braki þvi semj » fundist hefur úr flugvélinni, sem K hrapaði í hafið fyrir utan Newi * York á mánudagskvöldið. 84 manns i 'k voru í flugvélinni, og hefur enginn fundist Iifandi. Flugslys þetta er hið þriðja stærsta í sögu Banda-i ríkjanna, að undanskildum flug-! slysum, þar sem fleiri en ein flug vél hafa lent í sama slysinu. Einn sjónarvottur segir, að sprenging j hafi átt sér stað í vélinni áður en hún féli í sóinn. Flugvélin, D7-7 skrúfuvél, sem er í eigu Eastern Airlines, og var á leið frá Boston til Atlanta í Georgíu. Fugvélin hrapaði fyrir utan Long Island rétt eftir að hún hóf sig til flugs frá Kennedy-flug velli. Einn sónarvottur a.m.k. segir Framhald á 15. síðu. Fundum allsherjarþingsins frestaö fram í september? NTB-New York, þriðjudag. Talið er líklegt að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem hefur lítið getað gert að undanförnu vegna fjárhagsvandræða samtakanna, verði frestað fram í september. Forseti þingsins, Alex Quaison-Sackey frá Ghana, sagði í dag að hann vonaðist til þess að geta frcstað fundum þingsins á föstudaginn — svo að deiluaðilar fái nægan tíma til þess að komast að samkomulagi um þau mörgu vandamál sem friðargæzla Sameinuðu þjóðanna hefur í för með sér — sagði hann. U Thant, framkvæmdastjóri SÞ, hélt ræðu á fundi þingsins í gærkvöldi, og lagði til, að frekari fundum þingsins yrði frestað um óákveðinn tíma á meðan reynt verði að leysa deilurnar um friðar gæzluna og greiðslur vegna henn- ar. Sagði hann, að viðræður, sem fram hefðu farið að undanförnu, bentu til þess að meirihluti aðild- arríkjanna væru fylgjandi frestun. U Thant lagði aftur á móti á- herzlu á, að allsherjarþingið verði að afgreiða ýmis mál áður en fundum þess verður frestað. Meðal þeirra mála eru ýmsar fjárveiting ar, sem teknar voru fyrir eftir að fjárhagsáætlunin var samþykkt fyr ] ir síðasta ár, bráðabirgðafjárlög fyrir árið 1965 og framlenging á dvöl flóttamannaskrifstofu SÞ í j Palestínu, einnig verður að ákveða j staðsetningu hins fyrirhugaða al- þjóðlega SÞ-skóla og ganga frá ýmsum atriðum í sambandi við við skipta- og þróunarmálaráðstefnu Sþ. Sagði U Thant, að hætta væri á að starfsemi samtakanna yrði mjög takmörkuð, ef þessi mál yrðu ekki afgreidd fyrir frest- unina. Quaison-Sackey vinnur enn að því að skipa fulltrúa í efnahags- og félagsmálaráð Sþ og önnur sér samtök Sameinuðu þjóðanna, og hefur hann sama hátt á og við kjör fulltrúa í Öryggisráðið í desember. Blöð flugu í þingínu Harkalega var deilt um fram tíð brezka flugiðnaðarins í brezka þánginu í dag, og lenti þeim þar saman, Harold Wil- son, forsætisráðherra, og Peter Thorneycroft fyrrverandi varn armálaráðherra. Lauk því með að Wilson yfirgaf þingsalinn. Thorneycroft las úrdrátt úr grein í blaðinu Daliy Express, þar sem stóð að Verkamanna flokkurinn hefði lofað þvi fyr- ir kosaiingar, að hætta ekki við framleiðslu TSR- 2-vélarinnar, Wilson greip fram í fyrir hon um og bað hann að lesa þær línur, sem kæmu næst á eftir kaflanum, sem Thorneycroft hafði lesið. Þessu neitaði Thorneycroft og kastaði blað inu í reiði yfir á borð Wilsons. Wilson kastaði því til baka. Thorneycroft fleygði því etm á ný til Wilsons og sagði honum sjálfum að lesa það. Wilson las því næst greinarkaflann, en þar stóð, að stjórn Verkamanna flokksins myndi ekki hætta við TSR 2, ef þessi sprengiflugvél væri forsvaramlegt fyrirtæki fjárhagslega séð og ef hún væri hernaðarlega séð áhrifia- ríkt vopn. Pingmenn verka- manna gerðu hróp að Thorney- croft og nokkrum mínútum síð- ar yfirgaf Wilson þingsalinn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.