Alþýðublaðið - 24.12.1955, Side 7

Alþýðublaðið - 24.12.1955, Side 7
farkostinn og sá staurana, leiðslurrtar og farangurinn,, fannst mér eins og' við vær- um að leggja af stað í skemmtisiglingu. Fj örðurinn var spegilsléttur, fjöllin stigu inn í bláan himinninn og loft- ið var milt eins og á vordegi. Svartir og hvítir æðarfuglar flugu yfir bótinn. Eftir að v.ið höfðum róið í klukkutíma fór heldur að kólna í veðri og um leið kom dálítil gola svo að við gátum sett upp segl. Samt sem áður sóttist okkur nú hægar en áður, því að á leið okkar varð rekís, sem sumstaðar var ein samsett hella. Settum við því mann framá og hafði sá exi í hendi, sem hann hjó sundur ísinn með. Þetta varð okkur bara til skemmtunar, enda sáum við að það gerði sjó- ferðina sögulegri. Og allt gckk eins og í sögu. Við þrut- umst gegnum ísinn og héld- um, sem leið lá inn Kolla- fjörð, en hann gengur inn úr Faxaflóa. Klukkan tæplega eitt um daginn komum við í fjöruna framundan bænum Mógilsá, en hann stehdur fyrir botni Kollafjarðar. Þegar ég nefni Mógilsá bæ, þá má það elcki blekkja ykkur. Þegar ég kalla þetta bæ, þá á ég ekki við danskan bóndabæ og heldur ekki neinn annan bóndabæ hvar sem vera kynni í heiminum. Eg skal því reyna að gera svolitla grein fyrir mýndinni eins og hún blasir við okkur og vona ég að á eftir getið þið -gert ykkur nokkra grein fyrir bænum. Fyrst sjáum við fimm eða sex burstir, sem standa hver við hliðina á annari. Að framan eru þær klæddar borðum, en'að neðan torfi og þá kemur í ljós, að hér er um að ræða jafmnörg smáhýsi, sem „klínt“ er hverju utan í annað. Þarna sjáum við lágar dyr og þarna örfáa glugga. Þetta eru eins og spilahús, en öll eru þau þakin torfi. Og þar með hef ég næstum því lokið við að lýsa ytra útliti bæjarins. Við skulum hugsa okkur að maður standi fyrir framan bæinn, og þið þurfið alls ekki að gera ráð íyrir því að hann verði endilega að vera leikfimimaður til þess að geta hoppað af jafnsléttu uppá þökin. Þá koma nokkur koldymm göng, svona eins og greyfingjar og moldvörpur búa til. Maður gætir þess að ganga hálfboginn. Maður fálmar sig áfram, og allt í einu birtist svolítið herbergi — svona eins og greyfingja eða moldvörpuhola og það er sannarlega ekki fýsilegt á að líta, Þetta er ,,baðstofan“, þar sem íbúarnir hafast við að mestu leyti. Þar er annað hvort gólf eða ekkert gólf, og húsgögnin eru breið flet, sem standa meðfram veggjunurn, og smáborð sem stendur und- ir glugganum. Nei, ég hef alls ekki gleymt ofninum. Hann fyrirfinnst ekki. Þar er ekkcrt hitunartæki. Hliðar- göng leiða okkur inn í jarð- hús og þar eru hlóðir tilbún- ar úr grjóti. Og þar er reykur og myrkur. Þetta ey eldhúsið, á dönsku: Kokkhúsið, reyk- háfur fyrirfinnst enginn, en það er gat efst uppi og í gat- inu er botnlaus síldartunna. Þannig er reykháfurinn. Hin smáhýsin eru skemma, búr, skúr, fjós og einstaka sinnum smiðja og gestaherbergi. Og svo set ég skít og óþverra á víð og dreif og þar með hef ég lokið við að gera myndina af íslenzka bænum. Ef þið JÓLAHELGIN spyrjið mig um þægindin, þá get ég því miður ekki látið þau í té því að þa;u fyrjrfinn- ast heldur ekki. Ég hef ekki lýst öðru en því, sem ég hef séð — og þannig eru íslenzk- ir bóndabæir yfirleitt. Og í sannleika sagt, ef ég ættj að velja milli þessara lélegu húsakynna og frumstæðustu húsakynna, sem ég hef kynnst annars staðar, tjalda Lapp- anna, þá mundi ég velja hin síðartöldu. Og ef Islendingar þekktu þau, þá mundu þeir, að vísu eftir nokkra umhugs- un, einnig velja þau í stað bæjanna sinna. Ég sagði að svona væri ís- lenzkir bæir yfirleitt, en það er ekki alveg rétt, sumir eru betri, stærri og bjartari, en sumir eru líka enn verri. Réttara mun vera að segja að svona séu flestir íslenzkir bæir til sveita, og margir jafn vel í kauptúnum. Mó- gilsá er í raun og veru hvorki betri né verri. Húsakynnin eru meira að segja sannileg þegar tekið er tillit til húsa- kynna Islendinga. Gestahér- bergið var mjög lítið, fjögnr skref á hverja hlið og jafn hátt. Við fengum það til um- ráða og þar áttum við að mat- ast, sofa og hafast við. Bónd- inn og kona hans gerðu líka allt, sem í þeirra valdi stóð til þess að það gæti orðið það, sem því bar áð vera. Það var að eins eitt, sem þau gátu ekki bætt úr — og það var fjárans ofnleysið. Bóndinn á Mógilsá, ég held að hann heiti Sigurður, var, þegar við komum, eins og' vera ber á Islandi, ákaflega daufur, þvermóðskufullur og þögull, og. einnig eins og venja er á Islandi, með báðar hendur á kafi í buxnavösun- um. Fyrst í stað kvaðst hann ekkert vita hvort hann gæti veitt okkur húsaskjól, eða orðið okkur til hjálpar á einn eða annan hátt. En smátt og smátt, eins og líka er siður íslenzkra bænda, varð hann skrafhreif-nari og upplits- djarfari og um leið tók hann hendurnar úr buxnavösun- um. Og það leið ekki á löngu áður en okkur varð ljóst, að hann var dugnaðarmaður, ráðagóður og hinn ágætasti. Urðum við glaðir við og fannst, að við hefðum varla getað fengið betri ráðgjafa. Kona hans reyndist eins, hún beið eftir því að hann gerðist viðvikaliðugur við okkur, og þegar hún sá, hvei'nig hann brást við, vildi hún allt; fyrir okkur gera, enda leitaði hún eftir því að uppfylla þarfir old :ar af fremsta megni. Við höfðum tekið með okk- ur danskan fána. Við reistum nú flaggstöng . á túninu og drógum flaggið að hún. Það var merki þess að rannsökn- arstöðin var koniin upp. Að því loknu var farangurinn leistur upp og niðursuð'udós- um, flöskum óg matarpinkl- .. úih raðað' á litla borðið, kommóðuha og kisturnar. Við ætluðum að byrja með því að borða okkur sadda, en hvern- ig áttum við að fara að því að semja fyrsta matseðilinn? Og hver átti að vera mat- sveinn? Við ákváðum með formlegri atkvæðagreiðslu, að við skyldum hafa lamba- kj.ö.t og grænar baunir til mat- .ár, en erfiðlegar gekk að komast að niðurstöðu um stöðu matsveinsins. Tv-eir umsækjendur voru um stöð- una: Alexandra og Mister Plumbudding. Sá fyrrtaldi hélt því fram, að hann væti frægur fyrir veislur sínar, en hinn kvaðst hafa verið mat- sveinn á stórskipi á Indlands- hafj, Og þar, sem okkur tókst ekki að komast að neinni nið- urstöðu, þegar um svo frá- bær meðmæli var að ræða, leystum við vandann með því að fela þeim báðum matseld- ina. Þeir sömdu svo sín á milli um verkaskiftinguna og undu báðir úrslitunum, end.a hreyknir af að hafa verið fal- ið svo vandasamt og virðu- legt starf í þessum merkilega og söguríka rannsóknarleið- angri. Við mötuðumst að skammri stundu liðinni, en samt höfðu grænu baunirnar spillst mjög í eldhúsreyknum. Við settum það þó ekki fyrir okkur, en vorum vonglaðir og fannst að svo vel hefði allt gengið til þessa, að við gætum gevt okkur vonir um að rannsókn- arleiðangurinn rayndi lánast uppá það allra bezta. Eftir að skipshöfnin á róðr- arbátnum hafði borðað, en því miður gat ég ekki séð hvað þeir settu í svanginn, var hún send á nágrannabæ- ina til þess að. snjala samán karlmönnuni til þess að að- stoðá okkur við efnisflútn- ingana upp á fjallið. Og þett.a tókst sæmilega. Þennan fyrsta dag leiðangursins tókst að fara með tíu staui'a upp í fimmtán hundrað feta hæð. Það voru skipverjarnir og nokkrir menn með þeim, sem gerðu það. Esja rís svo að segja af hlaðinu á Mógilsá, og brekk- an er af jafnsléttu næstum því jöfn að stíganda alla leið- ina upp á hæsta tindinn. Síð- ari hluta dagsins höfðum við dálitla æfingu í klifri. Við fórum upp í átta hundruð feta hæð. Við sem vorum dá- lítið vanir því að ganga á fjöll runnurn þetta nokkurn veginn auðveldlega, en hinir kvörtuðu dólítið. Esja var fögur á að líta. Þegar við lit- um upp fyrir okkur sáum við hæðsia hnúk hennar baðað- an í kvöldsólinni. Hins vegar þó.tti okkur efri hluti hennar ískyggilega brattur á að líta, ,en fagur var næstum því lóð- réttur veggurinn. Og þegar við litum yfir undirlendið og út á fjörðinn, blasti við okk- ur ógleymanleg sjón. Eyjarn- ar voru eins og dökkir eðal- steinar á livítum brjóstum sævarins og .uinihv&rfi Reykjavíkur og bakgrunnur- inn undurfagur í hálfrökkr- inu. Okkur gekk ekki eins vel að fara niður og okkur hafði gengið að fara upp, því að á einum stað' var snjóskafl og meðaja við dvöldum efra hafði hann frosið svo að hann var crðinn ískyggilega sleipur. Við urðum því að' skríða yfir skaflinn á fjórum fótum, og verð ég að' segja, að' lyf.salirm vaj- heldur skrítinn á að líta, klæddur í hreindýi'askinns- kápu mína, með Lappaskó á fótum og fjallgöngustaf' eins og notaður er í Alpafjöllum. Lengi þennan dag höfðum við veitt athyrgli þungbúnum skýjum í suð'urátt, Þegar kvölda tók snyrti enn meira að og kolsvartur skýjabakk- inn færðist yfir æ stærri hluta af himinhvolfinu. Ég get ekki neitað því að við fór- um að verða vondaufir um góðan árangur af ferðinni. Og' loftvogin var á sömu skoðun og við. Við ræddum um útlitið um kvöldið, en reyndum að hressa upp á skapið með því að spila whist. Að lokum lögðumst við þó til hvíldar á sameigin- legum beði, I hey, sem borið hafði verið inn á gólfið. Og þarna sváfum við allir tví- fætlingarnir, að viðbættum ferfætlingunum báðum, og líkast til heilum grúa af sex- fætlingum. En allt fór betur en á horfð- ist. Næsti dagur rann upp heiður og klár og svo leit út, sem hann yrði ekki síðri að fegurð og þokka en fyrsti dagur ferðarinnár. Ég réði nú yfir sfextán mönnum. Klukk- an 6 um morguninn hófust þeir handa og íluttu farang- ur upp fjallið. Klukkan 9 tóku þeir það síðasta úr skip- inu og þá fylgdumst við með þeim upp í hæð'irnar. Nú setti ég í fyrsta sinn upp íslenzka leðurskó og tók mér íslenzk- an broddstaf í hönd. Mér farmst að hvorttveggja væri ómissandi í svona ferðalag. Til að byrja með finnst manni, að íslenzkir leðurskór séu furðuleg uppfynding, svona álíka líklegir til nyt- semdar o" hið undarlega pott- lok með skotti, sem íslenzkt kvcnfólk hefur oft á höfðinu, og festir í ljárið með öryggis- nælurn. Skómir eru dálítil skinnpjatla, sem fest er við fæturna með þvengjum. Að sjálfsögðu eru þeir, sem þaim- ig eru biinir allt af blautir til fótanna, það’ er að se;gja ef nokkur væta er, en Islend- ingum vii'ðist standa alveg á sama, því að þeir eru vanir þessu. En hinir miklu kostir slíks fótabúnaðar eru, að þeir laga sig og falla við allar breytmgar fótvöðvanna, eru rúmir svo að fæturnir eru frjáls.ir svo að maður jafnvel gleymir Jjví að maður sé með skó á fótunum. Þegar maður, sem er óvanúr að ganga á svona skóm, gengur á grýttri jörð kveinkar hann sér, að mnnsta kosti til að byi'ja með, <Jn Jietta kemur líka upp í vana. Þegar göngumað- ur fer um hálku eð'a ísi lögð vötn bindur hann undir vl sér járnplötu með hvössum gödd- um og er þetta ágætt til þess að gera hann stöðugri og ör- uggari á göngunni. Islenzki broddstafurinn er hið mesta jjarfaþing hvort sem maður þarf að fai'a yfir á eð'a vatn, eða á ís til þess að kanna fyrir sér, eða fai'a á fjöll að vetri til. Broddstaf- ui'inn er venjulega eins og kústskaft og í enda hans er margra tomma langur brodd- ur. Hann ,er sjálfsagður föru- nautur íslendinga á ferðalög- um að minnsta kosti að vetri til. Við þræddum vesturbakka lítils læks, sem steypist niður af fjallinu og myndar smá- fossa við- og við. Á víð og dreii eru grasflákar, en ann- ars er jarðvegurinn malbor- inn og sumstaðar stórgrýti. Fjallið er ekki bratt, að minnsta kosti ekki til að byrja með, en einstaka sinn- um rekumst við þó á allbratta bakka, og þá verðurn við að taka á öllu, sem við eigum til .uppgangan reynir þá mjög á fæturna og lungun og svit- inn di'ýpur af okkur. Það var mikill hugur í Skotunum og voru þeir allt af dálítinn spöl á undan okk- ur. Mister Plumbudding kva8 þetta hreinan barnaleik á móts við það að klýfa Chim- borazo. Lyfsalinn lá heldur ekki á liði sínu, enda hafði hann ekki eim fundið til svimans, sem hann hafði á- kveðið gert ráð fyrir að hann mundi fá, heldur ekki hafði harm hoi’ft niður í neitt hyl- dýpi og ekki séð neitt hengi- flug. Annars hafði hann líka, svona til vonar og vara, feng- ið sér fylgdarmann, sem átti að hafa Jjað hlutverk að’ leiða hann og styðja ef að sviminn kæmi yfir hann. Gestgjafinn. á hótei Alexandra vildi allt af vera að hvíla sig, og Jaaö gat ekki dulist okkur, að hann var farinn að sjá eftir því að hafa tekið þátt í þessu fífl- djarfa flani. En í hvert sinn. sem hann hafði hvílt sig í nokkrar mínútur í'eis hann aftur á fætur og hélt af stað, en hann gekk aldrei lengur í einu en sem svaraði síðasta hvíldartíma þangað lil hann þurfti aftur að hvila sig. Brátt virtist hann vera orðinn svc- aðframkominn, að hann yrði að lengja hvíldartímana unx helmingj og varð ég þá að til- kynna honum, að við gætum ekki látið hann hefta svona för okkar — og yrðum við því að yfirgeía hann jjar sem. hann væri kominn þó að okk- ur þætti það mjög miður. Hann sagði okkur að fara fjandans til, hann skyldi sýna okkur hvoi'.t hann kæmist ekki alla leið upp alveg eins og við hinir. Og svo gengum við', klifr— uðum og skriðum hægt og bitandi upp fjallið. Leiðin. upp í tvö þúsund feta hæS var hvergi mjög brött eð'a hættuleg. Við' þurítum heid- ur ekki að sjá urn flutning á öðru en sjálfum okkur. Oð'rut rháli gengdi um verkamenn- ina mína, sem báru þungar byrð'ar. Samt sem áð’ur gat ég ékki annað séð en að förin. væii þeim barnaleikur einn. Þeir voru glaðir og kátir, sí- fellt hlæjandi og með gáman— yi'ði á vÖrum. Það var unim að fylgjast með þessum mönn- um. Síðustu 500—600 fetin upp á hæðsta tindinn voru erfið og jafnvel hættuleg. Þar er fjallið snarbratt og snjórinn. beintreðinn og háll. Við út- lendingarnir hefðum alls ekki komist þennan spotta, hefð'u. Íslendiiigarnir ekki verið' búnir að fara á undan og; höggvið tröppur éða spor í klakann. En við urðum ao fara varlega, hnitmiða hvert spor, því að ef fótur skryppi úr spori, þá var voðinn vís og maður njundi steypast nið- ur snarbrattann. Hvað eftir 7

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.