Alþýðublaðið - 24.12.1955, Blaðsíða 9
„ÉG HEFI ávallt þótt lotinn I
herðum, enda líka oft fengið
að heyra það. Og síst hefir
það lagast með aldrinum. Eg
tel þetta stafa aðallega af
þrennu, fyrst og fremmst
vatnsburðinum í æsku minni,
þá lengd minni og loks því,
að hafa ávallt staðið lotinn
við daglega vinnu mína.
Þegar faðir minn fluttist í
Þingholsstræti 16, kynntist ég'
Bartels-fjölskyldunni er bjó
í Þingholsstræti 17. Þar hóf
ég vatnsburðarstarfsemi
mína, og hefi þá verið á tí-
unda árinu.
Það væri ofmælt að halda
því fram, að vatnsburðurinn
hafi húað mér sérstaklega,
og að ég hafi ávallt verið
viljugur til þess. starfa. Vatns-
burðinn stundaði ég aðallega
á sumrin, en sjaldan að vetri
til. Þó kom það að sjálfsögðu
fyrir, að ég yrði að sækja vatn
til Bartels og til heimilis föð-
ur míns.
Sá brunnur sem ég sótti
mest vatn í í æsku minni,
nefndist Lindin. Þessi brunn-
ur stóð niður undan gamla
Rektorshúsinu, en það stóð í
jaðri Rektortúnsins við Lauf-
ásveg. Þetta hús átti síðar
Borgþór Jósefsson, bæjar-
gjaldkeri og stendur það enn-
þá. Lindin var mesti galla-
gripur, þótt vatnið úr hemii
þætti gott. Það var oft nokk-
uð gruggugt, og brunnurinn
tæmdist oft, svo ekki varð
náð dropa úr honum. Það
kom líka fyrir, að bannað var
með öllu að nota vatn úr
þessum bruimi, sökum hættu
við taugaveiki. Bruimurinn
lá í kvos, niður við lækinn,
og má því vel vera, að óhrein-
indi hafi komist í hann frá
læknum, eða húsum í ná-
grenninu. Hvernig sem þao
hefir verið, þá man ég það,
að um langt skeið .var bann-
að að sækja vatn í brunninn.
Atti taugaveiki að hafa stáf-
að frá vatninu. Urðu menn
þá að sækja vatn í svonefnd-
an Einarsbrunn, en hann var
á horninu á Amtmannsstig
og Skólastræti. En sá galli
var á, að vatnið var enn
minna í honum en Lindirmi
: og þótti heldur ekki gott.
Þegar Einarsbrunnur brást,
var sótt vatn í Bakarabrunn-
inn, er lá við Bankastræti,
fyrir framan Bernhöfts bak-
arí- Mestur gallinn við vatns-
sóknina í þennan brunn var
það, að inenn urðu oft áð
foíða, til þess að komast að,
svo mikil var aðsóknin. Það
höfðu þessir „póstar“ . sam-
eiginlegt, að oft varð að hella
í. þá vatni, til þess að geta
fyllt föturnar, annars „póst-
uðum“ við, án þess að fá
dropa af vatni.
Á veturnar var oftast gler-
hálka við alla brunnana, svo
að mannhætta var að. Þó var
oftast borinn sandur á þær
götur, er brunnarnir lágu við.
En þegar mikið var um vatns-
burð, skvettist oft úr fötun-
um, — sumir höfðu þó tré-
kross í fötunum, til þess að
ekki skvettist úr þeim, — og
að síðustu gætti ekki sands-
ins, sem stráð hafði verið á
veginn. Tönis gamli, lágur
máður vexti og sérkennileg-
ur karl, annaðist lengi sand-
stráninguna, ók hann, sand-
inum í gríðar miklum hjól-
foörum og stráði svo úr þeim
á götuna. Hann gekk ávallt í
„lokubuxum“, sem kallað
var, og með sokkana utanyfir
buxunum, en það var ekki
óalgengur búningur í æsku
minni.
Það kom fyrir, að ég væri
beðinn um að sækja vatn í
nágrannahúsin, þó aðeins í
JÖLAHELGIN
Vatnsberi og yikadrengur í
vík fyrir aldamót
Eftir Þorfinn Kristjánsson prentara
neyðarúrræði, ef hinn fasti
vatnsberi hafði brugðist þann
dag, eða var lasinn, þannig
sótti ég stundum vatn í húsið
hjá Þorsteini Guðmundssyni,
sem þá var pakkhúsmaður
hjá H. Th, A. Thömsen, síð-
ar fiskimatsmaður, og að
mörgu merkur maður. En
aldrei komst ég lengra inn í
það hús, en í eldhúsið, en
það var mér þá líka nægi-
legt, því maturinn var mér í
þá daga fyrir mestu. Og aðra
þóknun fékk ég ekki. Og.
Kristín, kona Þorsteins, dró
þá heldur ekki af honum við
mig, en það var ávallt smurt
brauð, og gleymi ég aldrei
mysuostinum hennar. Þótti
mér hann hið mesta sælgæti,
og fæ vatn í munninn, er ég
nú nefni hann. Það kom fyrir
að ég yæri beðinn að sækja
vatn til Sighvatar Bjarnason-
ar, síðar bankastjóra, hann
bjó í Þingholtsstræti 15, en
uppi á lofti í sama húsi bjó
þá ekkja Gríms Thomsen,
skáldsins. Annars var Lauga
gamla fastur vatnsberi hjá
Sighvati. Þá sótti ég líka
stundum vatn fyrir Pál gamla
snikkara, föður Þorvaldar
læknis og tengdaföður Þor-
steins Gíslasonar, ritstjóra.
Hann bjó þá í Þingholts-
stræti 7.
Eg lék mér stundum með
Héðni Valdimarssyni, þótt
hann væri nokkru yngri en
ég, og af því helgaðist það, að
ég sótti stöku sinnum vatn
fyrir Bríeti móður hans. Ekki
minnist ég, að mér hafi verið
boðinn matur þar, en kaffi
fékk ég stundum, og eins ef
ég hafði verið þar, að leika
mér með Héðni, en það skeði
ekki ósjaldan, ef illt var veð-
ur. Valdimar Ásmundsson,
föður hans, sá ég aldrei í þess-
um heimsóknum mínum til
Héðins. Valdimar hélt sig á-
vallt í skrifstofu sinni, en hún
var á fyrstu hæð til vinstri
handar, þegar inn kemur úr
anddyri hússins. Oft hefir mig
furðað á því seinna, að Héð-
inn skyldi fá leyfi föður síns,
til þess að leika ,,strikið“, á-
samt fleiri drengjum, á skrif-
stofu Valdimars. Sá leikur
,var víða húsgangur í .æsku
minni. — Héðinn gat verið
fúll og dutlungasamur, og
þannig kom Valdimar faðir
hans mér líka fyrir sjónir.
Bríet var miklu geðbetri, létt-
lyndari og skrafnarL Eftir að
ég var kominn í Isafoldar-
prentsmiðju, var ég stundum
sendur með prófarkir til
hennar af Alþingisrímunum.
Ég mun einu sinni hafa kom-
ið allsnemma, því Bríet kom
til dyra á náttkjólnum, eða
með öðrum orðum beint úr
rúminu.
Mér fannst ávallt heldur
gurnaralegt innanhúss á
heimili hennar, enda mun
hún hafa verið meira gefin
fyrir andleg störf, en hús-
verkin.
Þetta voru þá helztu húsin
sem ég sótti vatn í á drengja-
árum mínum. En eftir að ég
var fermdur, og átti að fara
að „vinna fyrir mér“ sem
kallað var, var ég fenginn til
að sækja vatn í Framfara-
ÞORFINNÚR KRISTJÁNSSON prentari og ritstjóri hefur
verið búsettur í Kaupmannahöfn í 36 ár, en nú er hann rúm-
lega hálf sjötugur að aldri. Þofinnur er eldsál og ofurkapps-
maður, enda alla tíð starfandi að hugðarmálum sínum, félags-
inálum og hjálpsemi við meðbræður sína og samferðamenn.
Hann fæddist hér í Reykjavlk og var hér öll æskuár-sín.
Hér lærði hann prentiðn, en gerðist síðan ritstjóri Suðurlands
á Eyrarbakka. Nokkru eftir að hann hætti því fluttist hann til
Kaupmannahafnar og þar hefur hann dvalið síðan og stundað
iðn sína og gefið út blöð, en auk þess verið helzta driffjöðurin
í félagsmálum íslendinga. —Hann er nú að ljúka við endur-
minningar sínaf og kennir þar margra grasa. Hér segir frá
því er hann var vatnsberi og vikadrengur hér í Reykjavík.
Þorfinmir Kristjánsson.
félagshúsiS, sem svo var kall-
að og stóð við Vesturgötu.
Það var þá notað fyrir sótt-
varnarhús, og gekk þá skar-
latsótt í Reykjavík. Vatns-
tunnan stóð í skúrnum sunn-
an við húsið, og dengdi ég
úr vatnsfötunum í hana, en
kom ekki nærri neinum
manni í því húsi. Hér þurfti
mikið vatn, sótti ég 20—24
fötur á dag, en vatnsvegurinn
alllangur. Brunnurinn var
niður við sjó. Fyrir þetta fékk
ég 7 kr. á viku. Ég hélt pín-
una út í sjö daga, en þá var
líka máttur minn brotinn, ég
var orðinn dauðþreyttur í
handleggjunum. Seinasta
húsið, sem ég sótti vatn í var
„Iðnó“. Það var þá matsölu-
staður, borðað uppi, en þeg-
ar leikið var, voru veitingar
í þessum sömu herbergjum.
Þegar lauk vatnssókninni í
„Iðnó“, hóf ég prentnám í
Isafoldarprentsmiðju.
Enda þótt ég fengist við
vatnsburð, kynntist ég þó
ekki að ráði Iífi vatnsberanna,
sem þá voru í Reykjavík, og
þakka ég almættinu það, að
ég varð ekki vatnsberi.
Mér fannst vatnsburðurinn
gera fólk gamallt fyrir örlög
fram. Hvarfli ég hug mínum
til Jóns gamla „smala“, se:n
svo var nefndur, þá virtist
mér hann vera gamall maður,
þá er ég sá hann fyrst, og
mun hann þá naumast hafa
verið eldri en um fertugt.
Hann var lágur maður vexti,
lotinn í herðum og vaggaði í
gangi, hár og skegg líktist
flóka, sem aldrei hefði komið
hárgreiða í. Húfan var ávallt
langt niður á enninu, og á-
vallt hafði hann sokkana ut-
an yfir brókunum. Hann var
gæðin sjálf, talaði oft við
sjálfan sig, gat þó hreytt úr
sér bölvi, þætti honum eitt-
hvað við einhvern. Hann
flutti vatnið oftast í tunnu og
á handvagni, þó kom það fyr-
ir, að hann bæri 'það í fötum.
Hann sótti oftast, ef ekki á-
vallt, vatn í Prentsmiðjupóst,-
inn í AðaLstræti. Mig minnir,
að í prentsmiðjuhúsinu
gamla, sem brunnurinn stóð
framan við, hafi þá verið bað-
hús.
Hvað Jóni gamla áskotnað-
ist mánaðarlega fyrir vatns-
burðinn, veit ég ekki, en
hann átti hús í Vesturbæn-
um og var talinn „ríkUr“
maður. Hafi hann verið það,
skal honum það vel unnt. En
það sem kallað er „þægindi
lífsins“, mun hann að mestu
hafa farið á mis við.
Þá var það Lauga gamla
með „loddana“. Hún hét fullu
nafni Guðlaug Magnúsdóttir,
dóttir Magnúsar hringjara,
en hann man ég ekki.
Eins og ég hefi gétið um
hér að framan, var hún fast-
ur vatnsberi hjá Sighvati
Bjamasyni. Hún bjó ein-
hversstaðar í Þingholtunum-
í torfbæ þar. Guðlaug átti
systur, sem ég man ekki leng-
ur hvað hét, og sótti líka
vatn fyrir fólk. Ég gleymi
aldrei, hve hún reiddist okk-
ur strákunum, er við eltum
hana á Öskudaginn, til þess
að hengja á hana poka. Raun-
ar var það synd, að ergja
hana á þennan hátt, því hún
ærðist bókstaflega af gremju,
en því óhnari urðum við
strákarnir „til þess að geta
nælt pokanum í hana“. .—
Laugu var alveg sama um
pokann og enginn fengur í
að hengja á hana.
Guðlaug var þreytuleg og
slitin að sjá, ávallt dúðuð í
sjölum, og þegar mjög var
kallt, var hún í þykkum karl-
mannsjakka, þykkum ullar-
sokkum, og gekk ávallt í ís-
lenzkum leðurskóm, oft með
þvengjum, hún var lotin í
herðu mog vaggaði í gangi,
alveg eins og Jón gamli, en
hún hafði hraðari gang • en
hann. En ekki heyrði ég þess
getið um hana, að hún ætti
peninga. Hún var glaðlynd
og talin viljug til verka sinna,
og öllum líkaði vel við Laugu.
Islenzkur æskulýður nú á
tímum, getur sjálfsagt ekki
gert sér fulla grein fyrir því,
hver lífskjör þessa fólks voru,
og hefir þá líka farið á mis
við þann svip, sem fólk þetta
setti á bæjarlífið, á bernsku-
og unglingsárum mínum. Við
gerðum okkur þá heldur ekki
Reykja-
í æsku minni greini fyrir því,
hve hörð lífskjör þessa fólks
voru.
Auðvitað var ég oft ann-
að og meira en vatnsberi,
enda þótt ég hefði aldrei laun-
aða stöðu. Ég var vikadreng-
ur fy.rir hina og þessa. Héngi
ég í'búð einhversstaðar, kom
það að sjálfsögðu fyrir, að ég
væri beðinn að skreppa heim
til þessa eða hins með vörur,
fékk þá cftast brjóstsykur að
launum, eða jafnvel aura.
Annars var ég um. skeið
vikadrengur hjá H. J. Bartels,
kaupmanni, Hann hafði þá
verzlun í Kirkjustræti 10,
húsi Kristjáns Þorgrímssonar,
kaupmanns og leikara. Búð
Bartels var til vinstri hand-
ar, þegar komið var upp
tröppurnar. Bartels hafði al-
menna verzlun, en Kristján
og' hann höfðu kjötverzlun
saman. Það var slátrað í garð-
inum, sunnan við húsið, en
afgreiðsla kjötsins var í pakk-
húsinu, er líka stóð í garðin-
um. Á vorin var oft slátrað
nautgripum, en á haustin að-
allega fé. Þegar slátrað var á
vorin, var ég látinn fara með
lista meðal ýmsra borgara,
og bjóða þeim kaup á kjöti,
skyldu þeir svo skrifa á list-
ann, hve mörg pund þeir
æsktu af kjöti. Þegar búið
var að slátra, var ég svo send-
ur til kaupanda með kjötið,
og átti þá líka við sama tæki-
færi að innheimta andvirði
þess. En þessar tvær ferðir
urðu oft bæði þrjár og fjórar.
Reyndist oft hægra að fá
pantanir á kjöti, en að ná inn
andvirði þess. Stundum voru
menn ekki heima, er ég kom,
en aðrir höfðu ekki peninga
í svipinn. Sérstaklega man ég
eftir merkum borgará, sem
ávallt átti örðugt með pen-
inga. Það brást ekki, að ég
yrði að fara til hans minnst
þrisvar, áður en ég fengi pen-
ingana. Hann svaraði oftast
með sömu setningunni:
„Drengur minn! Getur þú
ekki komið seinna með reikn-
inginn, ég hefi ekki peninga
núna“. Hann greiddi þó ávallt
skuld sína. þótt seint væri
stundum. Ég var þá líka á-
vallt sendur til hans með list-
ann, þegar kjöt var á boðstól-
um.
Þessi heiðursmaður var þó
ekki sá einasti, sem átti örð-
ugt með að borga. Ég man
eftir öðrum viðskiptamanni
Bartéls, sem aldrei virtist
hafa peninga. Hann keypti
vindla hjá Bartels og tók út
í „reikning“, sem kallað var.
Fór ég margar ferðir til hans
með reikning, án þess að fá
„raúðan“ eyrir. Er mér nær
að ætla, að Bartels gamli hafi
ekki haft mikinn arð af við-
skiptum sínum við hann.
Það leiðir af sjálfú sér, að
oft hafi ég orðið að sækja
ýmislegt til heimilisins fyrir
föður minn. Hann keypti
nauðsynjar sínar aðalléga hjá
þeimkaupmönnum, sem hann
vann hjá, en það voru: Chr.
Zimsen, Geir Zoega, Valgarð-
ur Breiðfjörð, Brydesverzlun
o. fl. Það sem ég aðallega
sótti til heimilisins var: Kaffi,
te, sýkur (púðursykur„ topp-
-i!! 9