Alþýðublaðið - 24.12.1955, Side 10
sykur og kandís), skonrok,
kex og kringlur. Þá var og
kextegimd er kallað var
keinakex, glerhart og bleytt-
um við það með kaffinu,
Smjör keypti faðir minn
sjaldan, oftast margarine, nú
kallast það smjörlíki. Oft fékk
ég þetta í pappírspokum, en
oft hafði ég líka með mér að
keiman vasaklút eða kodda-
ver, til þess að bera í heim,
væri mér ætlað að taka mik-
ið „út í reikning“, fékk ég
með mér koddaverið. Það
skeði að ég hafði kandíssyk-
ur í sjóvettling. Almenning-
ur.var þá ekki farinn að nota
körfur, þótt það þekktist hjá
„betra“ fólki Og af því ég
nefndi sjóvettlinga, þá minn-
ist ég þess, að þeir voru verzl-
unarvara þá, og eru kannske
ennþá. Ég þekkti gamla konu
á Bergstaðastígnum, og kom
það fyrir, að hún bæði mig
að selja fyrir sig vettlinga,
£em hún hafði prjónað. Ég
Æeldi þá oftast hjá Geir Zoega
og fékk 12—15 aura frir par-
ið. Þetta þætti lítið nú, en
gott verð þá. Vettlingarnir
voru gríðar stórir og úr
grófri ull.
Mér var oft ekki um þessar
ferðir fyrir föður minn, olli
því oft leti, en þó ekki síður
hitt, að allt var tekið „út í
reikning“ hjá kaupmanni.
Flest vinna var þá greidd í
vörum, menn fengu sjaldan
peninga, þó það hafi komið
fyrir. Faðir minn mun ekki
ávallt hafa fylgst vel með um
það, hvernig reikningar hans
stæðu hjá hinum ýmsu kaup-
mönnum, en lét „taka út“
vörur, meðan því var ekki
hafnað. Það g'at því verið far-
ið að hallast á gjaldaliðinn,
án þess að hann hefði tekið
eftir því. Þannig man ég eftir
því einu sinni, í þessum vöru-
kaupum fyrir hann, að mér
var fremur illa tekið — mér
var neitað um flest af því,
sem faðir minn hafði ætlað
mér að „taka út“ í það sinn.
Blóðið hljóp méi' til höf-
uðs, búðin var full af fólki —•
mér þótti minnkun að þessu.
Ég stóð grafkyrr augnablik,
en svo runnu tárin niður
kinnar mér, og ég’ þaut út úr
búðinni!
Ég hefi sótt mörg lísi-
pund af kolum fyrir föður
minn, borið þau heim á
hryggnum eða ekið þeim
heim í hjólbörum. Líka hefi
ég margan pottinn sótt fyrir
hann af steinolíu, stundum
keypti hann aðeins þrjá pela
á flösku.
Ynni faðir minn við upp-
skipun við höfnina, sem ekki
kom sjaldan fyrir, varð oft-
ast að færa honum matinn.
Síst var að tala um þægindi
við slíka máltíð eða kræsing-
ar í mat. Stundum setti hann
sig inn í eitthvert pakkhús
við höfnina, eða sat á tunnu
eða bara steini. Maturinn var
soðinn fiskur og kartöflur á
diski, kalt eða þá hálfkalt
kaffi á þriggja pela flösku,
stundum var sokkur hafður
um flöskuna til að halda kaff-
inu lengur heitu.
Oft flæktist ég á drengja-
árum mínum hingað og þang-
að um bæinn og kom þá fyrir,
að einhver bæði mig að
hlaupa erindi fyrir sig, í búð
eða eitthvað annað, en fékk
sjáldan nokkuð fyrir það.
Einu sinni var ég á rangli
í Templarasundi, fyrir fram-
an Templarahúsið. Þar var þá
leikið, líklega af Leikfélagi
Reykjavíkur, en líka geta það
hafa verið templarar. ^lðnó"
var þá enn ekki byggt. I miðj-
um leik mínum þarna við
húsið, kemur kvenmaður
10
ÉG KOM RÖLTANDI á eftir
kúnum niður eftir árbökkun-
um í hlýju sumarkvöldsins,
berfættur með brúna skúf-
húfu, sem móðir mín hafði
heklað handa mér. I hendinni
hélt ég á písk til að hotta á
kýrnar, sem lötruðu rólegar
og jórtrandi heim til mjaltá.
Umhverfis sungu spóarnir úti
yfir enginu, og blóðbergið
ilmaði upp úr sandinum. En
austan frá blikandi ánni
heyrðist áraglamur og hróp
selveiðimannanna. Sumir
bændanna reru, en aðrir
stóðu úti í miðjum straumn-
um í vatni upp undir hendur
og ráku kópana eins og fé í
reknótina. Þar voru þeir rot-
aðir með þungum kylfum, en
síðan skorið í háls þeim, svo’
að vatnið í bátunum litaðist
af þeirra unga blóði. — En
hér voru hálfsoltnir, harð-
vítugir náttúrumenn að verki,
og það var- engin miskunn
hjá Magnúsi. Afkoman var
erfið og kaupmaðurinn
heimtaði sitt, en þó var síð-
asta plágan verst. Það voru
sem sé komnir Mormónar í
sveitina. Þeir töluðu um ein-
hvern Jósef Smith, er þeir
líktu við Krist, buðu bænd-
um að eignast margar konur
og vildu helzt láta þá flytja
af landi burt til hins heilaga
staðar Salt Lake City í Utah.
Menn áttuðu sig ekki al-
mennilega á, hvar sá staður
var. Bara vissu þeir, að það
var einhversstaðar hinum
megin við hafið og' að þar var
heiðríkt veður og gott að
vera. Þó að ég væri ekki
nema 9 ára gamall var ég þó
mest hrifinn af því, að þar
máttu menn eiga margar kon-
ur af ýmsum þjóðum.
Svo rakst ég á tvo dökk-
klædda menn. Þeir komu á
eftir mér niður með ánni með
gular leðurtöskur í höndum,
fullar af prentuðum, leynd-
ardómsfullum Mormónabók-
um. Þeir klappa mér á koll-
inn og tala íslenzku með
annarlegum hljóm. Þeir fylgj-
ast með mér heim að bænum
og bjóða foreldrum mínum
Mormónabækurnar til kaups
með gjafverði, meðan þeir
tala um Jesú Krist, þúsund
ára ríkið og Jósef Smith, en
foreldrar mínir álíta þetta
villutrú og vilja ekkert sinna
hvatlega út frá Templarahús-
inu, fær aug'a á mig og segir:
„Drengur minn! Getur þú
skröppið fyrir mig heim til
mín á Amtmannsstíg, og beð-
ið móður mína að gefa þér
„rulluna“ mína!“
„Rulluna“? segi ég, „get ég
borið hana?“
„Borið hana? Þetta er lítil
bók, sem þú getur haft í vasa
þínum! Flýttu þér nú!“
Þetta var Gunnþórunn
Halldórsdóttir, leikkona. •
Ég þekkti þá ekki orðið
„rulla“ yfir annað en „tau-
rullu“, og þekkti þá líka svo
vel það fyrirbrigði, að ég
vissi, að það var ekki nein
léttavara, sem hægt var að
hafa í vasa sínum. Hafði svo
oft verið með að „rulla“ í
kjallaranum hjá Jóni Jens-
syni, Þmgholtsstræti 27, og
vissi því hvað það var.
'Œdtir ges
Eftir ísleif Sigurjónsson
ÍSLEIFUR SIGURJÓNSSON fæddist í Skálholti í Biskups-
tungum 14. nóvem-ber 1896, en -fluttist ungur að Efri-Sýrlæ-k
í Flóa og ólst þar upp fram yfir fermingu. Þa’ðan eru svip-
myndir þær, -er hann bregSur upp í þeim endurminningum
sínum, sem hér -birtast. — ísleifur var um sinn við nám í
Kennaraskólanum -og Flensbor.g, en -síðár í Askóv o.g E»en
Internationale Höjskole í Helsingör. Siðasíliðin 20 ár hefur
hann átt heima í Kaupmalinahöfn.
bókum þeirrá. En ég er þeg-
ar orðinn á öðru máli — og
þegar þeir kveðja morg'uninn
eftir, óska ég þess í kyrrþey,
að ég væri orðinn stór, svo
að ég gæti orðið Mormóni,
farið til hins fjarlæga sólar-
lands, sem þeir kalla Utah
og eignazt margar konur af
ýmsum þjóðum. Ég stalst í
laumi til að lesa lítið Mor-
mónakver, sem þeir höfðu
gefið fyrir gistinguna.
Næsta sunnudag á eftir
töluðu préstarnir á stólnum
aðvÖrunarorð. Þeii’ vöruðu
sauðsaklaust og fáfrótt fólkið
við villutrú þessari, sem vildi
tæla fólkið burt úr landinu
og svipta þjóðina allri von um
sáluhjálp. Síðar hefur þó sag-
an sýnt, að Mormónar eru
myndarfólk í fyrirmyndar-
landi.
Einn af þessum sáluhjálp-
arbrautryðjendum æsku dagá
minna var Niels Anderson,
sænskur að ætt og' uppruna,
útsendari frá ritstjóranum og
trúboðanum Davíð Östlund,
sem gaf út aðventistablaðið
Frækornið í Reykjavík fyrir
mörgum árum.
Það var eitt sumarkvöld,
er ég kom heim frá smala-
mennsku, að ég sá tjóðraðan
hest rétt fyrir utan túnið, en
þannig lagaða meðferð á hest-
um hafði ég' aldrei séð. Þegar
ég kom heim, sá ég risastór-
an, ljóshærðan mann bisa við
töskur sínar og reiðtygi úti í
hlaðvarpaiium. Ég' heyrði
hann tala á einhverju syngj-
andi máli til heimafólksins,
og var mér strax ljóst, að hér
var einn Biblíu- og guðsorða-
bókasalinn á ferðinni.
Eftir að hann hafði boðið
bækur sínar óg blöð til kaups,
var honum boðið að vera, því
að liðið var að kvöldi. Sagði
hann oklcur margt af lífi
æskuára sinna yfir í Svíþjóð,
því að hann talaði nokkurn
veginn íslenzku og var með
afbrigðum lipur maður og’ al-
úðlegur.
„Hér er svo rólegt“, sagði
hann, „að hér gæti ég unað
alla mína dagá, ef ég hefði
ekki meðtekið andann, skírn-
ina og helgihald laugardags-
ins, er drottinn hvíldist á við
endi sköpunarverksins, og
væru þessar grundir komnar
yfir til Svíþjóðar, væru þær
allar plægðar upp og gerðar
að kartöflugörðum og bylgj-
andi kornökrum. Þið eigið
gott að eiga þetta víðfeðma
land fyrir bændur komandi
kynslóða“.
Um morguninn tíndi hann
saman stóran blómvönd af
baldursbrá, sem hann sagði
að minnti sig á æskudagana í
Svíþjóð. Líka teiknaði hann
blýantsmynd af uppáhalds-
kettinum okkar, sem einatt
fylgdi okkur bræðrunum sem
ísleifiir Sigiirjótisson.
tryggur hundur um árbakk-
ana á fuglaveiðum, þegar vel
viðraði.
Svo kvaddi Bóka-Niels.
Hann borgaði næturgreiðann
með stórri bók í grænu bandi.
Hún hét: „Spádómar frelsar-
ans“. Hann sté á bak hesti
sínum og hvarf á bvaut, far-
andpostuli fyrir þeim alþjóð-
lega trúarflokki, sem
Sjöundadags aðventistar eru,
en þeir finnast í öllum álfum
heims og em alls staðar fyrir-
myndarmenn.
Geislabrot uin Guðmund
gamla Idki.
Það yar liðið fram í marz-
mánuð. Hvítar fannbreiður
þökktu skjóllausa flatneskj-
una. Fjöllin í fjarska litu út
eins og hvítár skýjaborgir
undir frosthörðum himni í
skafi’énningsstormi útmán-
aða kuldans. Þjórsá var ein
ísbreiða, alsett hvítum fönn-
um og bláum svellbungum,
sem tóku í sig traustabresti
með þungum dunum, líkt og
fallbyssuskot í fjarska. Hér
og þar fram með ánni kúrðu
bæirnir, hálfgrafnir undir
snjó í klakadróma vetrarins.
Lífið virtist einangra sig í
kuldanum, þótt áin væri nú
ekki lengur neinn landa-
mæravörður milli aðskilinna
sveita.
Einn var sá, er ekki lét
kuldann hefta sínar húsvitj-
anir. Það var Gvendur kíkir,
enda var gangfæri gott.
Gamall maður, hár og
grannur, fölur yfirlitum og
þoginn í baki, en með form-
fínt höfuð, sem minnti á nor-
rænan höfðingja eða fágaðan
þstamann, kom niður eftir
ái’bökkunum í bylkófinu.
Hann bar strigapoka á löng-
um göngustaf með broddi í
öðrum enda, hinni svonefndu
vatnastöng, er minnti á spjót
forfeðranna. Hann var
klæddur í gamlan, gráan
frakka, karbættan. Um mittið
hafði hann gamla söðulgjörð,
A fótum bar hann gráa tog-
tir
sokka og grófa leðurskó utan*
yfir. Buxumar voru gyrtar
niður í sokkana. Heildar svip-
urinn myndrænn og her-
mannlegur. Minnti hann á
Friðþjóf Nansen norðurfara,
er mjög var umtalaður og
myndir birtar af um þessar
mundir, en þetta mun hafa
verið um 1907. Með einu oroi
sagt: Aúðséð var á Guð-
mundi, að hann var af eld-
fornum ættstofni og eitthvað
í svipnum, sem minnti á sigr-
aðan hershöfðingja. Nú kom
hann inn í baðstofuna til
okkar, hélaður og hálfkalinn
utan úr frostinu, og baðst
gistingar.
Eftir að hann haíði borðað
um kvöldið heita kjötsúpu,
þiðnaði gamli maðurinn upp,
dró augað í pung, tók í nefiö
og sagði sögur frá fjarlægum
sveitum eða ræddi um ná-
ungann á næstu bæjum, þar
sem hann hafði gist. Var
hann bæði biíurorður og
hæðinn, frásagnarsnillmgur
án þess að hann eiginlega
vissi það sjálfur eða fólk
veitti því sérstaka eítirtekt,
Lék hann vanalega persón-
umar um leið og hann lýsti
þeim og hermdi eftir að sama
skapi.
Morguninn eftir fór hann f
útigangskuflinn sinn á ný„
borðaði morgunverð og var í
bezta skapi. Bað karl migy
að fylgja sér úr garði, þótt
ungur væri, og leyfði móðir
mín það. Við gengum frá
bænum yfir hvítar hjarn-
breiðurnar í gliti miðdags-
sólarinnar, og fylgdi ég hon-
um út á miðja ána í áttina að
Sandhólaferju, Ég bar annað
veifið fyrir hann pokann, því
að Guðmundur mun hafa
verið um sjötugt og farinn að
þreytast á förumannsbraut-
inni gegnum lífið. Þegar hann
kvaddi mig, klappaði hann á
kollinn á mér og bað guð
launa mér greiðann. I fjarska
dundu frosthrestir og íhellan
titraði í krampáteygjum hins
komandi vors.
Sigurgeir skakki.
Það var jólaföstukvöld,
Blákalt náttmyrkrið huldi
landið. Regnið lamdi á hurð-
unum með ljósagangi og
þrumugný milli skörpustu
hryðjanna, Sunnan frá haf-
inu og austan frá ánni heyrð-
ist öldugnýr í fjarska.
Við vorum nýbúin að borða
kvöldverð, og allt heimafólk-
ið sat í baðstofunni, upptekið
við sögulestur eða handa-
vinnu, og virtist njóta lífsins
í matardvala heimilisværðar-
innar, meðan hrikti í stoðum
og sperrum undan stormi
skammdegisnæturinnar. „Það
er illfært á landi hvað þá á
sjó í svona veðri“, sagði gam-
all maður, um leið og hann
stakk hornspæni milli súðar
og sperrukjálka yfir rúmi
sínu.
„Já, bara, að það verði ekki
togarastrand og mannskaði
eins og á Fljótshólafjöru fyr-
ir tveimur árum“, svaraði
stúlka, er sat á rúmi sínu við
spunarokk skammt frá hon-
um, meðan steinolíulampirm
Framhald á bls. 19.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ