Tíminn - 02.03.1965, Side 12

Tíminn - 02.03.1965, Side 12
12 ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 2. marz 1965 Rangers gekk illa með St. Mirren — en möguleikar líösins hafa nú aukizt. Alf—Reykjavík, mánudag. Merkileg árslit urflu í Skotlandi í 1. deild s.l. laugardiag, en þá töpuðu öll „toppliðin” stigum. Og Hearts, sem er í efsta sæti, mátti gera sér að góðu að tapa 1:7' á heimavelli. Við þessi úrslit aukast möguleikar Rangers, sem vann St. Mirren á heimavelli 1:0. Þórólfur lék með og átti þátt í miarkinu, en það kom eftir samleik hans og Forrest, en Wood rak endahnútinn. Þórólfur meiddist snemma í leiknum og lék eftir það á kantinum . VALUR I 1. DEILD Um helgina fóru fram þrír leik- ir í 2. deild íslandsmótsins í hand knattleik. Valur og Akureyri mætt ust á laugardagskvöld, og sigraði Valur með 31:19. Byrjunin hjá Akureyri var góð, 4:0, en Vals- menn áttu eftir að átta sig á hlut- unum, og áttu þeir góðan siðari hálfieik. Með þessum sigri hefur Valur tryggr. sér sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili, þótt svo að liðið eigi eftir að leika þrjá leiki. Önnur úrslit urðu þau, að Kefla- vik og Þróttur gerðu jafntefli, 25:25. Og á sunnudagskvöld sigr- aði ÍR Akureyri með 39:34. Annars átti Rangers í miklum erfiðleikum og mátti raunar þakka fyrir að hljóta bæði stigin. St. Mirren átti góðan fyrri hálfleik og var þá óheppið að skora ekki, átti m.a. skot í stöng. — Rangers hefur nú 31 stig eftir 23 leiki, en Hearts í efsta sæti er með 37 stig eftir 26 leiki . Á Englandi hefur Chelsea nú forystu eftir sigur gegn Stoke, en Leeds gerði jafntefli við Totten- j ham. Manehester Utd. átti ekki í j erfiðlei'kum með Úlfana á heima-! velli og vann 3:0. í 2. deild tap- j aði Newcastle fyrir Bury, — og j eykur það spennuna varðandi j stöðu efstu liða. Hér koma úrslitin: 1. deild: Birmingham—Sheffield W. 0: Burnley—Arsenal 2: Everton—Blaokpool 0: — Skrifa'ðu nafnið þift fyrir mig. Þarna hópast skozkir drengi gegn St. Mirren á Ibrox s.l. laugardag. Þannig gengur þetta fyrir leikur hefst og eftir leik, þá hópast unglr drengir að loikmönnum um eiginhandaráritun. Og eftir myndinni hér að ofan að dæma vera óspar á að skrifa nafnið sitt fyrir drengina. r í kringum Þórólf Beck fyrir leikinn sig í sambandi við hvern leik. Áður en frægustu knattspyrnuliðanna og biðja þá virðist Þórólfur hafa nóg að gera — og Fulham—Sunderland Manchester Utd.—Wolves Nottingham F.— Leicester Sheffield Utd.— Blackbum Stoke—Chelsea Tottenham—Leeds WBA—Aston Villa West Ham—Liverpool Mynijln að ofan er frá leik Rangers oq St. Mirren. Þarna er Þórólfur Beck í baráttu um knöttinn. Unglingalandslið gengst fyrir ,*bítlatónieikum“! — í f|áröflunarskyni. í Kvöld leika pilfarnir gegn úrvalsliöi HSÍ. Alf—Reykjavflc, mánudag. Piltamir í unglingalandslið- inu í handknattleik fara inn á nýstárlega braut í fjáröflunar skyni vegna utaníarar liðsins á næstunni, en sem kunnugt er, þá tekur liðið þátt í Norður- landamótinu, sem haldið verður í Danmörku. Piltamir standa nefnilega fyrir „bítlatónleik- um” n.k. fimmtudagskvöld i Austurbæjarbíói, — og hafa fcngið fimm kunmar iunlendar hljómsveitir tii að koma fram, Hljóma frá Keflavík, Tóna, Tempó, Sóló og Toxic, en kynnir verður Ómar Ragnars- son. Piltarnir hafa undirbúið þetta algerlega sjálfir, og hafa fyrr- greindar hljómsveitir komið til liðs við þá og ætla að leika endurgjaldslaust. Hvers vegna fara piltarnir út í þetta fyrir- tæki? Skýringin er sú, að á undanförnum árum hefur eina fjáröflunarleiðin verið sú að safna auglýsingum í leikskrá, en það er bæði leiðinlegt starf og tímafrekt. Og nú á sem sé að reyna þetta. Þá má geta þess a® á þriðjudagskvöld (þ.e. í kvöld) fer fram leikur að Há- logalandi milli unglingalands- Iiðs og úrvialsliðs HSÍ, auk leiks milli Fram og Ármanns, og rennur allur ágóði tiJ styrkt ar unglingalandsliðinu. Er sérstök ástæða til að hvetja fólk til að koma að Há- logalandi og styrkja þannig piltana. Líklega þarf ekki að hvetja neinn til að sækja „bítla tónléikana”, sem verða kl. 7.15 og 11.30 á fimmtudagskvöld í Austurbæjarbíói, — þar verð- ur örugglega fullt hús í bæði skiptin. 2.deild: B olton—N orwich Cardiff—Swindon Coventry—Portsmouth Huddersfield—Manch. C. I pswich—Swansea Middlesb.—Crystal Palace Newcastle—Bury Nothampton—Leyton herham "Vreston—Derby Southampton—Charlton 5:2 2:0 1:2 1:0 3:0 0:0 2:3 2:0 1:1 2:2 4:0 Urslit á Skotlandi: Aberdeen—Dunfermline 2:2 Celtic—Kilmamock 2:0 Dundee Utd.—Airdrie 3:2 Hearts—Dundee 1:7 Morton—Hibemian 3:2 Motherwell—Partick 0:2 Rangers—St. Mirren 1:0 St. Johnstone—Clyde 1:0 T. Lanark—Falkirk 1:2 Berjast Víkingur og Ármann á botninum? Haukar sigruöu Armann örugglega 28:16, og hafa hlotiö 5 stig. FH vann Víking 31:15. Alf—Reykjavík, mánudag Ef verðlauna ætti cittlivert 1. deildar-liðanna í handknatt- leik fyrir mestar framfarir á keppnistímabilinu, myndu Hauk- ar frá Hafnarfirði tvímælaíaust verða fyrir valinu. Byrjunin hjá Haukum í íslandsmótinu var mjög slæm og benti ein- dregið til þess, að liðið myndi glata sætinu í 1 .deild, enda föpuðust ailir fyrstu leikirnír. En nú hafa Haukar snúið far- kosti sínum í þveröfuga átt og stefna burt af hættusvæðinu. Og á sunnudagskvöld unnu Hauk ar þýðingarmikinn sigur gegn Ár- manni, 28:16 ,sem færir liðinu 2 dýrmæt stig. Hafa Haukar nú hlot ið 5 stig, — og skilið Ármann og Víking eftir á botninum. Era vax andi líkur fyrir því, að fallbar- áttan lendi á herðum Ármenninga og Víkinga, en kannski er þó of snemmt að spá nokkru um það, því allt getur gerzt í hinum óútreikn- anlega handknattleik. Haukar mættu mjög ákveðnir til leiks gegn Ármenningum á sunnudagskvöld, og komu allan tímann fyrir sjónir sem sterkari aðilinn í viðureignini. Viðar Sím- onarson og Þórður náðu á skömm um tíma 2:0 fyrir Hauka, en Hörð- ur Kristinsson jafnaði með víta- köstum. Fyrstu mín. voru eini kafli leiksins, sem hægt er að tala um jafna viðureígn. Eftir þetta fór Hafnarfjarðarliðið fyrir alvöru af stað, og bilið jókst sífellt. í hálf- leik var staðan 11:5, en þegar yfir lauk var munurinn 12 mörk, 28:16. í liði Hauka era margir efnilegir leikmenn. Má þar nefna Þórð og Sigurð Jóakimsson, einnig Viðar, en hann æfir ekki með liðinu, þar Framhald á 14. síðu. Valdimar og Jakobína Rvík- urmeistarar Reykjavíkurmótið í 'svigi var háð í Bláfjöllum s.l. sunnudag. Úrslit urðu þau í karlaflokki, að Valdimar Örnólfsson varð Reykia víkurmeistari, en í kvennaflokki Jiakobína Jakobsdóttir. — Nánar um mótið á síðunni á morgun.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.